Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. sept. 1961 Vog óskast til kaups Nýleg skífuvog í góðu ásigkomulagi óskast til kaups Þarf að taka minnst 50 kg SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Sími 11249 Iðnrekendur og kaupsýslu- menn athugið Vanur reglusamur sölumaður, með mikia reynslu í sölu og verzlunarstjórn, óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: „Sölumaður — 5861“ sendist til afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. laugdag. íbúð 3—4 herb. íbúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Guðm. Ingvi Sigurðs- son, hdl., Klapparstg 26, sími: 22681, eftir kl. 13,30. Hjartans þakkir færi ég öllum mínum ættingjum og vinum sem gjörðu mér 90 ára afmælisdaginn ánægjulegan með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum. Ég bið þeim öllum guðs blessunar. Anna Benediktsdóttir frá Upsum. B Útför móður okkar JÓBUNNAR NORÐMANN fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. september kl. 2 e.h. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru vinsamlega beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Katrín Viðar, Ásta Norðmann, Jórunn Norðmann, Óskar Norðmann. Konan mín ÁSTA JÓSEFSDÓTTIR lézt að heimili okkar 13. þessa mánaðar. Ólafur H. Matthíasson. Maðurinn minn og faðir okkar JÓN KONRÁÐSSON trésmiður verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 16. þ.m. kl 10,30 f.h. Guðbjörg Gestsdóttir og börnin Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður og tengdamóður okkar GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR Bókhlöðustíg 6. Sérstaklega viljum við þakka systur Apeloniu á Landa- kotsspítala fyrir hj.ájp í hinum langvarandi veikindum hennar. Dætur og tengdasynir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGUNNAR ELlASDÓTTUR Langholtsvegi 28. Halldór Jónsson og dætur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR MAGNÚSAR PÉTURSSONAR bifreiðastjóra. Eiginkona, börn, móðir, tengdaforeldrar og systkini. María Jónsdóttir Minningarorð í DAG er kvödd hinztu kveðju María Jónsdóttir, Mávahlíð 13, hér í bæ. Hún andaðist 5. þ.m., eftir langa og erfiða sjúkdóms- þraut Hún átti við vanheilsu að stríða í mörg ár og lá nokkrum sinnum stuttan tíma í sjúkrahús- um, en oftast var hún heima og andaðist þar, enda þótti henni þar bezt að vera hjá dóttur sinni, tengdasyni og börnum þeirra, sem öll vildu allt gera til þess að létta henni sjúköómsbyrðina, og mundi hún nú vilja þakka þeim alla þeirra ástúð og um- hyggju, sem hún kunni svo vel að meta, þótt hún hefði ekki allt- af mörg orð um. En kunnugir vissu, að hún var mjög þakklát fyrir að fá að vera með sínum nánustu og þá ekki sízt dóttur- börnunum, sem hún unni af al- hug, því hún var hjartahlý kona og leitaðist við að kalla fram allt það bezta í barnssálinni. Börnin höfðu líka yndi af að vera í návist ömmu sinnar og lærðu þá oft í skólabókum sín- um inni hjá henni og gátu þá spurt hana um ýmislegt, sem þau ekki skildu, og stóð þá ekki á góðum útskýringum hjá henni, því hún var greind kona og kenn- ari að menntun. Hún tók burtfararpróf úr Kennaraskóla íslands 1909. Áður hafði hún verið í kvennaskóla og verzlunarskóla. Hún lagði kapp á að ná góðri menntun og búa sig þannig undir lífið. Eftir að hún útskrifaðist úr Kennara- skólanum stundaði hún kennslu í nokkur ár. Fyrst sem farkenn- ari í sveit, síðan, eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, var hún heimiliskennari og las með skóla- fólki. Eignaðist hún þá marga vini, sem vel kunnu að meta hæfi leika hennar og mannkosti. María giftist 1. júní 1918 Frið- riki Klemenzsyni kennara og síð- ar póstafgreiðslumanni, ættuðum úr Skagafirði. Þau eignuðust þrjú börn, Ásgrím Klemens, sem andaðist s.l. vetur, Áslaugu Maríu gifta Sophusi A. Guðmundssyni verzlunarmanni og Friðrik Jens héraðslækni á Sauðárkróki, kvæntan Sigríði Guðvarðsdóttur. Mann sinn missti María 5. sept- ember 1932. Hann hafði þá verið sjúklingur í 9 ár. Hann fékk löm- un og lá þá nokkuð lengi, en komst á fætur aftur, en var aldrei vinnufær eftir það og var það mikil raun fyrir hann, því að hann var mikill starfsmaður. En það var mikill léttir fyrir hann í þessu mótlæti að eiga konu, sem skildi hann svo vel og stóð við hlið hans og hjúkraði honum til hinztu stundar. María var fædd 18. október 1886 að Einfætingsgili í Bitru- firði. Foreldrar hennar voru Jens ína Pálsdóttir ljósmóðir og Jón Jónsson. Þau giftust ekki, hann var ekkjumaður og átti 2 börn, með þeirri konu, Hallgrím fyrrv. skólastjóra Miðbæjarbarnaskól- ans og Guðbjörgu fyrrv. hús- freyju í Snartartungu í Bitru. Hálfbróðir þeirra Og Maríu er Stefán bóndi á Eyvindarstöðum á Álftanesi. Móðir Maríu dvaldist með hana nokkur ár á heimili heiðurshjón- anna Maríu Jónsdóttur og Guð- mundar Einarssonar, og naut telpan þar sama atlætis og þeirra börn, enda kallaði hún þau mömmu og pabba og minntist þeirra alltaf sem góðra foreldra. Þegar María var 8 ára, fluttist móðir hennar með nana á heimili föður míns Einars Einarssonar í Gröf í Bitru. Hann var þá nýbú- inn að missa konu sína frá 7 börn- um. Fjögur af þeim voru tekin í fóstar, en þrjú voru eftir á heimilinu. Móðir Maríu giftist föður mínum, og áttu þau saman eina telpu, sem dó fjögurra ára. María dvaldist hjá þeim fram yfir fermingu. Þá fluttist hún á heimili fósturforeldra minna Hall dóru Magnúsdóttur og Kristjáns Einarssonar, er bjuggu í Hvítu- hlíð í Bitru, sem er næsti bær við Gröf. Hjá þeim var hún í fjögur ár, og minntist hún þeirra alltaf með mikilli hlýju. Ég á margar kærar endurminningar fi'á þeim árum, sem við dvöldum þar saman, og hugljúf var hún okkur öllum stjúpsystkinum sín- um. Vertu svo sæl elsku systir. Hittumst heilar á landi lifenda. Sigríður Einarsdóttir. Fólksbifreið Bifreiðin R-84, sem hefur alltaf verið í einkaeign er til sölu og sýnis á Smiðjustíg 6, í dag kl. 6—8. KRISTJÁN SIGGEIRSSON. Þvottahús — Vinna vantar konu í þvottahús í nokkra mánuði i veikinda- foríöllum á aldrinum 40—50 ára. Uppl. í síma 18008. Stúlka óskast til símavörzlu og vélritunar hjá heilsölufyrirtæki. Tilboð ásamt upplýsingum sendist afgr. Mbl. merkt: „5346“. Byggingarsamvinnufélag barnakennara tilkynnir. Fyrir dyrum standa eigendaskipti að: 1. 6 herbergja íbúð við Stóragerði, 2. 4 herbergja íbúð við Ljósheima. Félagsmenn, sem óska vilja forkaupsréttar, gefi sig fram fyrir 22. þ.m. Reykjavík, 13. sept. 1961 Steinþór Guðmundsson Hjarðarhaga 26 Sími: 16871. HANDRIÐALISTAR úr plasti fyrirliggjandi. Stærð: 40x8 mm. Litur: grár, svartur, rauðbrúnn. Verðið mjög hagstætt. Vinnuheímilið að Reykjalundi Aðalskrifstofur Reykjalundi: Sími um Brúarland Skrifstofan í Reykjavík, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150 Tónlistarskólinn í Keflavík tekur til starfa 1. okt. Kennslugreinar: píanó, fiðla, blásturshljóðfæri, blokkflauta. Ennfremur verður söngkennsla ef næg þátttaka fæst. Kennari verður frú María Markan Östlund. Inniritun og uppl. hjá frú Vigdísi Jakobsdóttur Mánagötu 5. Sími 1529. SKÖLASTJÖRI. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.