Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLÁÐIÐ Fimmtudagur 14. sept. 1961 JMwgnitMiiMfr CTtgeíandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ENDURSKOÐUN VINNULÖG- GJAFARINNAR UNDANFARIN ár hefur oft verið um það rætt, að óhjákvæmilegt væri að end- urskoða vinnulöggjöfina með það takmark fyrst og fremst fyrir augum að skapa aukið lýðræði innan verkalýðssam- takanna. Var t. d. mjög um þetta rætt innan ríkisstjórn- ar Steingríms Steinþórsson- ar, sem fór með völd á ár- unum 1950 til 1953. Voru Framsóknarmenn því þá mjög fylgjandi að slík end- urskoðun yrði látin fram fara. Síðan hefur þörfin fyrir endurskoðan vinnulöggjafar- innar orðið ennþá brýnni og auðsærri. Hafa undanfarna mánuði verið uppi háværar raddir um að henni mætti nú ekki lengur skjóta á frest. Þannig birti t. d. „Alþýðu- maðurinn“, málgagn Alþýðu- flokksins á Akureyri, nýlega skorinorða grein um málið og var hún síðan endurprent- uð í Alþýðublaðinu. Hér í blaðinu hefur einnig þrásinn- is verið á það bent, að vinnu- löggjöfinni verði að breyta og tryggja þar með rétt fólksins innan verkalýðssam- takanna til áhrifa á mál sín, og koma í veg fyrir pólitíska misnotkun þeirra. Sambandsþing ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri hef- ur nú síðast gert ályktun um þetta mál. Taldi þingið „brýna nauðsyn bera til þess að sett verði nú þegar ný heildarlög um stéttarfélög og vinnudeilur“. Jafnframt er bent á nauðsyn þess, að sett- ar verði lýðr棫islegri reglur en nú gilda um uppsögn samninga og verkfallsboðun. Allir hugsandi menn munu gera sér Ijóst, að endurskoð- un vinnulöggjafarinnar verð- ur ekki lengur skotið á frest. Það er óhæfa, að kommún- istum verði látið haldast það uppi að svipta þúsundir laun þega öllum áhrifum á stjórn stéttarfélaga þeirra. Á sama hátt felur hin pólitíska mis- notkun verkalýðssamtakanna í sér stórfellda hættu fyrir lífskjör og afkomuöryggi al- mennings. Eins og nú er um þessi mál búið, getur örfá- mennur hópur í stóru verka- lýðsfélagi skellt á verkfalli, svipt þúsundir manna at- vinnu og sett þjóðfélagið á annan endann. Auðvitað má búast við því, að kommúnistar reki upp öskur, þegar kemur að end- urskoðun vinnulöggjafarinn- ar, og brennimerki hvers konar viðleitni til þess að skapa aukið lýðræði innan verkalýðssamtakanna sem „árás á verkalýðinn“ og „fas- istiskar hermdarráðstafanir." En þjóðin er orðin vön fár- yrðum kommúnista og þarf ekki að kippa sér upp við þau. íslendingar þekkja líka hugmyndir kommúnista um lýðræði og jafnrétti. „Alþýðu lýðræði" kommúnista er eins og allir vita fólgið í algjöru einræði þeirra sjálfra. TAP VERKA- MANNAFLOKKS- SINS IVTORSKI Verkamannaflokk- urinn hefur tapað meiri hluta sínum í Stórþinginu. Verður það að teljast til mik illa tíðinda. Norskir jafnað- armenn hafa jafnan haft stjórnarforystu síðan árið 1935, og síðustu árin hafa þeir haft hreinan meiri hluta í Stórþinginu. Sigurvegarar í norsku kosningunum eru fyrst og fremst þrír. Hægri flokkurinn jók fylgi sitt verulega en bætti þó ekki við sig þingsætum, þar sem fylgísaukning hans var jöfn yfir meginhluta landsins. — Kristilegi þjóðflokkurinn bætti hins vegar við sig þrem þingsætum, án þess að auka atkvæðamagn sitt. Loks fékk hinn nýi Sósíaliski þjóðflokk ur tvo menn kjörna. Mun hann einkum hafa dregið frá jafnaðarmönnum. Nokkur óvissa ríkir nú um stjórnarmyndun í Noregi. — Verkamannaflokkurinn hefur nú aðeins 74 þingsæti af 150. Með sósíaliska þjóðflokknum hefur hann hins vegar eins atkvæðis meirihluta. Borgara flokkarnir fjórir hafa sam- tals jafnmörg þingsæti og V erkamannaf lokkurinn. Þrjár leiðir til stjórnar- myndunar virðast helzt vera fyrir hendi. í fyrsta lagi að Verkamannaflokkurinn myndi einn minnihlutastjórn og styðjist við borgaraflokk- ana í utanríkismálum en hina tvo þingmenn sósíaliska þing flokksins í innanlandsmál- um. í öðru lagi að borgara- flokkarnir myndi minnihluta stjórn og njóti þá á sama hátt stuðnings Verkamanna- flokksins í utanríkis- og ör- yggismálum. Hins vegar er L. EINN AF beztu ökuþórum heimsins, Þjóðverjinn Wolf- gang von Trips, 33 ára gamall, hefur ekið sína síðustu ferð. Þessi ofurhugi týndi lífinu, þegar kappaksturbifreið hans, eldrauður Ferrari, rakst á tvær enskar kappakstursbif- reiðar, s.I. laugardag við Monza í Norður-Ítalíu, þar sem ökukeppnin Motor Grand Prix fór fram. Bifreið von Trips rann síðan stjórnlaust yfir girðingu meðfram kapp- aksturbrautinni og inn í áhorf endahópinn, með þeim afleið ingum að 11 manns slösuðust til bana og margir særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Ökumennirnir í ensku bifreið unum sluppu tiltölulega lítið meiddir. KEPPNIN HÉLT ÁFRAM Sjúkrabifreiðir komu strax á vettvang og þeir særðu voru fluttir á sjúkrahús, þar á með al von Trips. Hann hafði kast azt 30 metra út úr vagni sín- um og lá helsærður á jörðinni. Hann dó skömmu eftir að hann kom í sjúkrahúsið, án þess að komast til meðvitund ar. Nær einn og hálfur klukku- tími leið, áður en þeir látnu voru fluttir burt. Þeir lágu nokkra metra frá kappaksturs brautinni, þar sem keppnin hélt áfram eins og ekkert hefði gerzt. Nokkrir áhorfendur fóru úr skyrtunum og lögðu þær yfir hina látnu og fleiri þúsundir yfirgáfu svæðið eftir slysið. Sigurvegarinn í keppninni, Bandaríkjamaðurinn Phil Hill, ólíklegt að slík stjórn geti vænzt stuðnings hins nýja flokks í innanlandsmálum. I þriðja lagi er sá mögu- leiki fyrir hendi að mynd- uð verði samsteypustjórn borgaraflokkanna og Verka- mannaflokksins. Sturluð af hræðslu hleypur ein kona, ítölsk, úr álhorfenda- hópnum á braut ásamt vini sínum. Bak við þau liggja hin ir látnu. á Italíu var mjög sleginn, þegar hann skreið út úr Ferraribíl sínum. Sagðist hann að vísu hafa bor ið þá von í brjósti að verða sig urvegarinn í keppninni, en ekki á þennan hátt. I raun réttri væri von Trips sigur- vegari keppninnar. heiminum. Síðasta stórslysið var í Mille Miglia, Ítalíu, árið 1957, þar sem 13 manns létust. Stærsta slýs, sem orðið hefur við kappaksturskeppni var aft ur á móti árið 1955, í Le Mans í Frakklandi. Þar létust 82 og 100 særðust. BLOÐUG BRAUT Síðustu tíu ár hafa 147 < Ökuþórinn Wolfgang v. Trips! manns látist af slysum við j kappaksturskeppni víðsvegar í J vel hér á íslandi. Aðeins 2700 km. eru frá sprengjustöðvum Rússa hingað til lands. Síð- asta kjarnorkusprengjan, sem Rússar sprengdu á þessum slóðum er talin hafa verið sú öflugasta er þeir sprengt til þessa. hafa Mannlaus flugvél sveif yfir bænum BURLINGTON, Iowa. — A föstu daginn sló miklum óhug á íbúa borgarinnar. Mannlaus flugvél sveimaðj yfir borginni og var óttazt, að hún steyptist til jarðar þá og þegar. Þótt undarlegt megi virðast, þá hafði flugvélin farið á loft af eigin rammleik. Þetta var lítil eins hreyfils vél og til þess að ræsa hreyfilinn þurfti flugmaðurinn að snúa skrúfunni. En eftir að hafa sett hreyfilinn í gang komst flugmaðurinn ekki upp í vélina, því hún var þotin af stað áður en hann áttaði sig. Flugvélin sveimaði í langan tíma yfir bænum í 350 metra hæð, en stakkst loks á nefið niður á akur utan við bæinn. — Algert neyðarástand ríkiti í bænum með an á þessu stóð. Lögreglan skip- aði öllum að leita skjóls og fólk- ið hvarf af götunum, hreint eins og loftárás væri í aðsigi. SAS heldur áfram RÚSSNESKT HELRYK IJINAR stöðugu kjarnorku- sprengingar Rússa, nú síðast yfir ^ýorður-íshafi, hafa vakið ugg og ótta á Norðurlöndum við geisla- virkt ryk frá þessum spreng- ingum. Hefur þegar orðið vart mjög aukinnar geisla- virkni í andrúmsloftinu, jafn Það sætir' vissulega engri furðu, þótt vaxandi uggs gæti, vegna helryksins frá hinum rússneku kjarnorku- sprengjum. — Vísindamenn gera nú ráð fyrir að geisla- virkt ryk frá þessum spreng- ingum leggist á allt norður- hvel jarðar, sérstaklega þó yfir ísháfssvæðinu. Áhrifa hinna rússnesku kjarnorku- sprenginga gætir því mjög í nágrenni íslands og annarra Norðurlanda. að tapa KAUPMANNAHÖFN, 12 sept. — Lindberg, samgöngumálaráð herra Dana, upplýsti í dag, að rekstrartap SAS á þessu ári væri nú áætlað 140 milljónir danskra króna (840 millj. ísl. kr.). í vor sögðu þeir svartsýn- ustu, að tapið yrði 60 milljónir. Á miðju sumri voru hæstu áætl- anir 100 milljónir — og þykir mönnuni, sem nú hafi heldur en ekki syrt í álinn fyrir skandina- visku flugsamsteypunni, ef hall« inn kemst upp í 140 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.