Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 20
Dr. Sigurður Nordal Sjá bls. 8. IÞROTTIR Sjá bls. 22 207. tbl. — Fimmtudagur 14. september 1961 Frú Kristín og dóttirin, sem fæddist yfir Snæfellsnesi. Myndina tók Ijósmyndarl Mbl., Ól. K. M., í fæðingadeildinni í gærkvöldi. Verðlagsgrundvðliurinn ákveðinn fyrlr helgi KLEMENZ Tryggvason hag-'í deilu landbúnaðarins. Sam- stofustjóri tjáði Mbl. í gær, að, komulag náðist ekki i sexmanna ekki væri ósennilegt, að undir lok þessarar viku fengjust úrslit Ævisaga Hemirngways — eftir bróður hans VÆNTANLEG mun á markað inn í byrjun næsta árs bók, sem marga fýsir væntanlega að lesa. Það er ævisaga hins látna Nóbels-skálds, Ernésts Hemingways, sem bróðir hans, Lester Hemingway, hefir skrif að. Bókin verður gefin út af forlaginu „World Publishing House“ í New York. Selja 75 þ ús. tunn- ur Islandssíldar ÁLASUNDI, 13. sept. — I»að var upplýst í dag í blaðinu Sunn- möre Arbeideravis, að Norðmenn hefðu nú samið um sölu á 75.000 tunnum saltsíldar af íslandsmið- um til Svíþjóðar. Samningar um sölu Íslandssíldar til Sovétríkj- anna standa nú yfir. nefndinni, og var málinu vísað til yfirnefndar, sem skipuð er fulltrúum framleiðenda og neyt- enda, 1 frá hvorum aðila. en hag stofustjóri er oddamaður í nefnd inni. Framleiðendur hafa nú tilnefnt Svein Gíslason fulltrúa sinn í yfirnefndinni. en neytendur Ein- ar Gíslason málarameistara, sem er fulltrúi Landssambands iðn- aðarmanna | sexmannanefndinni. Áður en deilunni var vísað til yfirnefndar var útséð um það, að nokkur samkomulagsgrund- völlur væri í sexmannanefnd- inni, þar sem mjög mikið bar á milli. Buðu fulltrúar neytenda 8% hækkun á grundvellinum, sem jafngildir 7,4% í verðlagi. Hins vegar töldu neytendur, að framleiðendur krefðust allt að 35% hækkunar, en framleiðend- ur telja kröfur sínar komnar niður í 330% við nánari útreikn- ing á verðlagsgrundvellinum. í yfirnefndinni verða einstak- ir liðir í verðlagsgrundvellinum bornir upp fyrir sig, og þarf þá ! hver tillaga um niðurstöðu að fá tvö atkvæði til þess að hún telj- ist samþykkt, en oddamaður j miðar miðlunartillögur sínar að sjálfsögðu gjarna við það. að ' annar hvor aðilinn geti feilt sig l við hana. Þó að yfirnefndin ljúki störf- um sínum varðandi sjálfan verð lagsgrundvöllinn til bænda nú um helgina, verður þó enn eftir að ákveða hlut vinnslu og dreif- ingarkostanðar. þ. á m. smásölu- álagningu viðkomandi vöruteg- unda. Barn fæddist í flug- vél yfir Snæfellsnesi Eigivrtmaðurinti tók í fjórða sinn á móti barni sínu Á MÁNUDAGINN gerðist sá at- burður að frú Kristín Gunnars- dóttir ól meybarn um borð í sjúkraflugvél Björns Pálssonar yfir Snæfellsnesi á leið til Reykja víkur frá Þingeyri. Maður Krist- ínar, Guðmundur Sören Magnús- son, bóndi á Brekku í Dýrafirði, sem fór með konu sinni til Reykja víkur, tók sjálfur á móti dóttur- inni og gekk fæðingin vel. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem barn fæðist í flugvél í innanlandsflugi hér. Morgunblaðið náði tali af Bimi Pálssyni í gær og sagði hann að sér hefði borizt ósk frá Þorgeiri Jónssyni lækni á Þingeyri að hann sækti konu í barnsnauð til Þingeyrar. ■Ar Stóðst á endum — Þannig stóð á, sagði Björn, að stærri vélin var að koma úr ársskoðun, og það stóðst á end- um að vélin kom úr skoðun og ég fór beint í sjúkraflugið eftir reynsluflug. — Eg snaraðist niður á völlinn á Þingeyri um fimmleytið og var þá strax komið með konuna. Taldi læknirinn að ekki væri hætta á að konan fæddi barnið á leiðinni og varð það úr að hann kom ekki með. Eiginmaðurinn kom hins vegar með og sat hjá konu sinni. Á Hamingjuóskir frá flugturninum — Eg varð þess var á leið» inni, sagði Björn, að konan hafði fæðingarhríðir og þegar komið var yfir Snæfellsnes fæddist þar telpa með eðlilegum hætti. — Eg kallaði flugturninn straX Framhald á bls. 19. Alþingi kemur santon 10. okt. HANDHAFAR valds forseta íslands hafa kvatt regiulegt Alþingi 1961 til fundar þriðju- daginn 10. október 1961. Fer þingsetning fram að lok- inni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni, er hefst kl. 13:30. (Frá forsætisráðuneytinu). Jónas Rafnar settur bankastjóri Á FUNDI bankaráðs i dag var Jóhanni Hafstein, bankastjóra, veitt frí frá störfum til næstu áramóta, þar sem hann tekur við embætti dómsmálaráðherra til sama tíma. Jafnframt var ákveðið að setja Jónas G. Rafnar, alþm., banka- stjóra í hans stað til sama tíma, (Frá Bankastjóm Útvegsbanka íslands). 750 bátar — 7/7/7 ölvun Seyðisfirði, 13. sept. HER hafa nú legið síðasta sólar- , hringinn sökum veðurs í kring- I um 150 reknetabátar, einkum HÉRAÐSIHÖT Sjálf stæðismanna í Bolungarvík 17. sept. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna verður í Félagsheimilinu Bolungarvík, sunnudaginn 17. september, klukkan 17. — Á móti þessu munu þeir Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, flytja ræður. Flutt verður óperan Rita eftir Donizetti. — Með hlut- verk fara óperusöngvararnir Þuríður Pálsdóttir, Guðmund ur Guðjónsson og Guðmund- ur Jónsson, og Borgar Garðarsson, leikari. Við hljóðfærið IFritz Weisshappel, píanóleikari. Þorvaldur Ingólfur norskir. Liggja þeir við bryggj- urnar og í löngum röðum út um alla höfn. Má heita, að þegar dimma tekur, sé ein ljósadýrð út eftir öllum firði. Ætla mætti, að þegar slíkur fjöldi skipa hér í höfninni, sé róstusamt í bænum og mikil ölvun, en það er nú eitthvað ann- að. Norðmennirnir halda að mestu kyrru fyrir í bátunum, en svo er jafnan þegar þeir koma hér að landi og á ölvun ber mjög lítið. í gærdag kom norska eftirlits- skipið Gram hingað með bátinn Klaksholm í eftirdragi, en hann er einnig norskur. Hafði komið leki að bátnum, þar sem hann var í stórsjó um 100 mílur aust- ur af landinu og komst sjór í vél- ina, sem stöðvaðist. Urðu báts- verjar að létta bátinn, sem mögu- legt var, kasta út síld, salti og fleira. — Fréttaritari. Nýi stálbáturinn Akranesi 13. sept. NÝJI stálbáturinn 149 tonna, sem Haraldur Böðvarsson og Co. eru nýbúnir að kaupa árs gamlan frá Reyðarfirði kom hingað í sína nýju heimahöfn kl. níu í gær kvöldi. Hann kvað eiga að heita Skírnir og verður AK 12. —O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.