Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 18
22 MORGVHBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. sept. 196) Lanrisliðið gegn Englend- ingum loksins gefið upp Tveir Akureyringar, Jón Stefánsson og Jakob Jakobsson eru nýliðar Jbor HULUNNI yfir valið í landslið var loksins lyft í gær. Stjórn KSt fjallaði um val landsliðsnefndar á um það bil kiukkustundar fundi og að honum loknum var liðið, sem leika á við Englendinga, tilkynnt. Það er þannig: Gunnar Felixson (KR) Þórólfur Beck (KR) Örn Steinsen (KR) Ellert Schram (KR) Jakob Jakobsson (Akureyri) Helgi Jónsson (KR) Hörður Felixson (KR) Garðar Árnason (KR) Árni Njálsson (Val) Jón Stefánsson (Akureyri) Heigi Daníélsson (Akranesi) Fyrirliði liðsins á leikvelli verður Helgi Jónsson. — Vara- menn eru: Heimir Guðjónsson, KR, Hreiðar Ársælsson, KR, Sveinn Teitsson, Akranesi, Björn Helgason, ísafirði, Kári Árna- son, Akureyri, og Ingvar Elís- son, Akranesi.* Það vakti mikla athygli knattspyrnuunnenda sú leynd sem hvíldi yfir valinu í end- aniegt landslið og sá marg- faldi dráttur, sem varð á vali liðsins frá því sem tii- kynnt hafði verið. Endanleg afgreiðsla máls- ins vakti og furðu. Það mun ekki hafa skeð nema einu sinni áður (1957, er Alberts- málið var á hátindi), að sér- stakur fundur í KSf hafi fjallað um val landsliðsnefnd arinnar. Hvort stjóm KSf, sem hefur húsbóndavald yfir landsliðsnefndinni, hefur breytt einhverju um val nefndarinnar, er ekki vitað. Þóröur setti ísl. met Löve náði 55,07 m í kringlu utan keppni INNANFELAGSMÓT KR í kringlukasti og sleggjukasti fór fram á Melavellinum í gær kvöld. Þar setti Þórður B. Sig urðsson KR, nýtt ísl. met í sleggjukasti, kastaði 54,23 m. Eldra metið átti hann sjálfur, sett í Árósum í fyrra, 54.09, 2. varð Friðrik Guðmundsson KR með 50,39, sem er hans bezti árangur og 3. Jón Péturs son með 40.74. Gestur kringlukastskeppn- innar Hallgrímur Jónsson Á. Vinna Láti? dætur yðar læra að sauma 5 og 6 mánaða námskeið byrja 4. maí oe 4. nóv. Sækið um ríkisstyrk. Kennaramenntun tvö ár. — Biðjið um skólaskrá. 4ra mánaða námskeið 4. jan., 3ja mánaða 4. ágúst. C. Hargb0l Hansen, Sími Telf. 851084. — Sy- og TUskærerskolen, Nyk0bing F. * Danm. Félagslíf Róðramóti íslands 1961 er frestað. Verður mótið haldið í Reykjavík 7. og 8. október n.k. Tilkynningar um þátttöku send- ist ÍBR, Hólateygi 2, fyrir 24. sept n.k. ÍBR. Æfingar hjá körfuknattleiks- deild KR falla niður í kvöld. vann þá grein, kastaði 50,41 m. Friðrik varð annar með 48,36 og Guðjón Guðmundsson KR 3. með 45,77. Mesta athygli vakti í þess- ari keppni að Þorsteinn Löve sem nú er í keppnisbanni, en æfir mjög vel, kastaði kringl- unni utan við hringinn. Mæld ist kast hans 55.07 metrar. Er það mun lengra en met hans, sem er 54.28 m. Er þetta hinn bezti árangur, þó utan keppni sé. Tjainorcafé Tö'kum að okkur allskonar veizlur og fundarhöld. — Pantið með fyrirvara í síma 15533 og 13552 og í heima- síma 19955. Kristján Gíslason. Bindindisfélag Skrústofan Laugavegi 133 opin alla daga nema laugar- daga kl. 17-19. — Sím' 17947. Bindindismenn látið skrá ykk ur sem félaga. Herbergi með aðgangi að síma ósk- ast fyrir einhleypan karl- mann innan Hringbrautar. Uppl. gefur Heildverzlun Þórhalls Sigurjónssonar Þingholtsstr. 19 Sími 11845 Samkomui Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8.30 almenn ^am- koma. Majór Óskar Jónsson og frú stjórna. Fíladelfía kveðjusamkoma kl. 8,30 fyrir finnsku systurnar. Gurli Söder- lund og Gunnvor Österlund. — Einnig kveður Daniel Jóhanns- son. Allir velkomnir. En tregðan á að fá liðið upp- gefið strax eftir að nefndin valdi það, bendir óneitanlega til að svo hafi verið. Er af- greiðsla málsins öll hin und- arlegasta. Um hið endanlega val er ekki margt að segja. Varamenn- irnir sumir hefðu alveg eins komið til greina og sumir er valdir voru. Það má deila um það hverjir tveggja „áttu“ nokkrar stöður liðsins, en styrk- leikabreyting verður ekki á lið- inu við það, sem nokkru nemi. Hitt er svo annað mál, að heima sitja sterkari menn en utan fara — tveir eða þrír talsins. Þeir voru útilokaðir fyrir löngu af landsliðsnefnd- inni, og komu ekki til greina nú vegna fyrri klaufaskapar nefndarinnar. ~Ttirin~jnn_i-iur nyn Nýliðarnir í landsliðinu, Jón Stefánsson og Jakob Jakobsson. „Fáum ekkert mark á okkur og látum framherja um sigur" EFTIR allmikla leit í gær fundum við nýliðana í lands- liðinu á Gamla Garði. Þeir bjuggu á „Skaftafelli“ og höfðu það rólegt og gott, skoð uðu skóna sína og á borðinu lágu reyfarar, morðsögur Jakobs megin, en ástarsögur Jóns megin. — Lestu þetta til að fá ráð til að „kála“ Englendingun- um? spurðum við Jakob. — Nee-i. En þetta er gamall vani þegar ég er á ferðalagi, og hann gaut augunum til bókarinnar „Den skjulte morder“. Heitið gæti átt við nýliða í landsliðinu. Jakob Jakobsson er 24 ára gamall og leggur stund á tann- lækningar í Þýzkalandi og mun langt kómim með námið. Hann hefur í 7 ár leikið með bezta liði Akureyrar ýmist sem miðherji eða innherji. Það er því engin viðvaningur í innherjastöðu landsliðsins nú. — Ertu ekki ánægður með „landsliðstílveruna“? — Jú, ekki er því að neita. Einkum þar sem ég hef ekki náð lengra áður en vera vara- maður. — Viltu „tippa“ um úrslit- in? — Eg hef þegar gert það, en læt það ekki uppi. — ,,Tippaðirðu“ á ísl. sigur. — Eg tók þrjá möguleika, sigur, tap og jafntefli. Pottur- inn er orðinn 1500 kr. og ég vildi helzt vinna hann. Hann hefur ekki unnist í 8 síðustu leikjum Akureyringa og er því orðinn svona stór. Jón Stefánsson er einnig 24 ára. Hann kvaðst vera skrifstofumaður að atvinnu. Hann vinur hjá hinu „litla Og óþekkta“ fyrirtæki á Akur- eyri, sem KEA nefnist. Jón hefur leikið um 5 ára skeið í A-liði Akureyringa og jafnan sem miðvörður. — Og aldrei í landsliði? — Var valinn sem vara- maður móti Hollandi í sumar en gat ekki mætt vegna meiðsla sem ég hlaut í pressu leiknum. Og því má bæta inn í að Jón hefur hlotið mesta frægð sína í pressuleikjum enda ó- spart notað hæfileika sína gegn landsliðsframherjunum. — Ætlarðu þá bara ekki að fá þér framtíðarsæti í liðinu. — Eg mun gera mitt bezta, en mikilsverðast er að sam- eining náist í liðinu. Helgi Daníelsson markvörð- ur hafði læðst inn í herbergið meðan við töluðumst við og hann skaut inn í þegar við , báðum Jón að „tippa“ um úr- siit leiksins. — Segðu bara að við fáum ekkert mark á okkur og við reynum að standa við það. — Já og látum svo fram- herjana sjá um sigurinn. Landsliðið flýgur utan með Flugfélagsvél, sem fara átti kl. 8 í morgun. Því fylgja allar góðar óskir þeirra sem heima sitja. — A.St. Molar ir PÓLSKA liðið Garnik Zabre vann í gærdag enska liðið Tott- enham með 4:2. Þetta var fyrri leikur þessara liða í keppninni um Evrópubikarinn. Leikurinn fór fram í Warsjá og hafði heima liðið 3:0 forystu í hálfleik. — Úrslitin koma mjög á óvænt. • • • ir DUKLA frá Tékkóslóvakíu keppti við C.D.N.A. í Búlgaríu í gærkvöldi og sigraði með 2 gegn 1. Þetta var síðari leikur þess- ara liða í keppninni um Evrópu- bikarinn í knattspyrnu. Hinum fyrri lauk með jafntefli 4:4, svo að Dukla hefur unnið sér keppn- isrétt í 2. umferð í keppninni. Víkingsstúlkur unnu a\\a leikina Á SUNNUDAGINN fór fram hraðkeppni í handknattleik í meistaraflokki kvenna. Var mót- ið haldið á svæði KR og svo fóru leikar að Víkingsstúlkurnar báru sigu.r úr býtum, en flestar þeirra eru nýkomnar heim úr velheppn- aðri ferð um Norðurlönd. Fjögur lið tóku þátt í þessari hraðkeppni, Vestri ísafirði, Breiðablik Kópavogi, Víkingur Og Ármann úr Reykjavík. Vík- ingur hlaut 6 stig — vann alla sína leiki, Ármann 4 stig, Breiða- blik 2 en Vestri ekkert. Úrslit í einstökum leikjum urðu þessi: Víkingur — Vestri 6—0. Vílúngur — Ármann 8—2. Víkingur — Breiðablik — 4—3. Ármann Vestri 8—6. Ármann — Breiðablik 5—3. Breiðablik — Vestri 14—1. ÞÓRARINN JÓNSSON LÖGGILTUR DÓMTÚLKUR OG SKJALAÞÝÐANDI í ENSKU KIRKJTJHVOLI — fitMI 12966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.