Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 14. sept. 1961
MORGUNBlAÐIÐ
19
Diefenbaker tók á
móti forseta í Ottawa
Sigurjón og nýjasta myndin á sýningunni. Hann kallar hana:
„Séð bak við tunglið“.
Ég fæ að vinna að
áhugamáli mínu
>•
Sigurjón Oiafsson opnar sýningu
í GÆR hittum við Sigurjón Ólafs
son, myndhöggvara uppi í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins, en þar var
hann að leggja síðustu hönd á
uppsetningu verka eftir sig sem
— Barn fædáist
Frh. af bls. 20.
upp og tilkynnti að farþegar
væru nú einum fleiri um borð
í vélinni. Þeir svöruðu um hæl
og sögðust óska viðkomandi til
hamdngju.
— Eg bað flugturninn um að
Ihringja í fæðingardeildina og fá
sjúkrabíl, lækni og ljósmóður út
é völl. Síðan var gefið heldur
Ibetur benzín á leiðinni, og lent
4 Reykjavík rétt um klukkan
sex. Á vellinum beið sjúkrabíll,
læknir og ljósmóðir og eftir
nokkrar mínútur voru móðir og
dóttir komnar á fæðingadeildina
og öllum heilsaðist vel.
— Hvernig varð eiginmannin-
um við?
— Hann stóð sig með mikilli
prýði og tók sjálfur á móti dótt-
ur sinni.
^ Tók á móti fjórða barninu
Blaðamenn Mbl. heimsóttu
frú Kristínu á fæðingardeiid
Landsspitalans í gærkvöldi.
Sagði hún að þetta hefði allt
gengið vel.
— Hvernig varð elginmann-
Inum við í flugvélinni?
— Hann er vanur þessu,
liefur tekið á móti fjórum
börnum. Það er svona þegar
maður býr afskekkt.
— Það er ekkert farið að
hugsa fyrir nafni ennþá, bætti
hún við aðspurð.
— Hvað um fæðingavottorð
eg kirkjubækur?
— Eg veit sannast að segja
ekki hvar ætti að gefa það út,
sagði Kristín og hló.
— Hvað eigið þið hjónin
mörg börn?
— Fimm stúlkur og fjóra
drengi. Svo vona ég að við
fáum Morgunblaðið sent hing-
að á stofuna í fyrramálið,
sagði Kristín að lokiun.
verða þar til sýnis næstu viku
Verður sýningin opnuð í dag,
fimmtudag, kl. 4 e.h.
Sigurjón sagði Okkur, að mynd
irnar væru nær allar nýjar, gerð
ar á tæpum tveimur árum. Þær
eru 18 talsins flestar úr járni og
tré, einnig tvær gipsmyndir.
Myndirnar eru allar gerðar á
Reykjalundi, en þar hefur Sigur-
jón verið vistmaður síðan í Jan-
úar 1960.
— Eg fæ að vinna að áhuga-
máli mínu á Reykjalundi, sagði
Sigurjón — þar er járnsmiðja,
trésmiðja ög plastgerð, sem ég
fæ efni frá. Eg hef þó ekki getað
unnið eins mikið og ég hefði vilj
að vegna lasleika míns.
— Eru járnmynctirnar gerðar
eftir fyrirmyndum?
— Það eru fjórar, sem gerðar
eru með galdrastafi sem fyrir-
mynd. Hinar eru ekki gerðar eftir
fyrirmyndum.
Myndir Sigurjóns eru flestar til
sölu og verður sýningin opin
daglega frá kl.2—10 e.h. að
minnsta kosti í viku.
Það eru þrjú ár síðan að mynd
ir eftir Sigurjón voru sýndar. Þá
var það Félag ísl. myndlistar-
manna, sem hélt sýningu á sam-
blandi af gömlum og nýjum
myndum eftir listamanninn í til-
efni af 50 ára afmæli hans.
Lögreglan
flýr
BERLlN, 12. sept. — Fjórir
austur-þýzkir lögregluþjónar,
sem gættu markalínunnar
milli A- og V-Berlinar, flúðu
í dag vestur yfir. Hafði þeim
verið skipað að lagfæra gadda-
vírsgirðinguna á mörkum borg
arhlutanna, en í stað þess
gerðu þeir gat á girðinguna
og sluppu út-Hátt á annað
hundrað lögreglumenn í A-
Berlín hafa flúið til V-Berlín-
ar síðan um miðjan ágúst.
OTTAWA 13. sept. — John Dief-
enbaker forsætisráðherra Kan-
ada tók á móti íslenzku forseta-
hjónunum við komuna til Ott-
awa á þriðjudaginn. Heilsaði
Diefenbaker forseta sem nánum
vini Kanada. Forseti íslands
sagði í stuttri ræðu við komuna
— Katanga
Framhald af bls. 1.
fundinum, að nú væri bundinn
cndir á aðskilnað Katanga frá
öðrum hlutum Kongó — það væri
nú aðeins eitt af héruðum sam-
bandsríkisins Kongó, undir yfir-
stjórn mið-ríkisstjórnarinnar í
Leopoldville.
• Óljósar fréttir
Fréttasamband við Elisabeth-
ville var stopult í gær, svo að
ekki lágu fyrir áreiðanlegar frétt
ir um mannfall í bardögunum, en
óstaðfestar fregnir hermdu, að
um það bil 40 manns mundu hafa
fallið. Þar af er vitað um tvo úr
liði SÞ, sænska majórinn Gerard
Gallon frá Gautaborg og óbreytt-
an, indverskan hermann, sem féll
fyrir fyrstu skotum Tsjombe-
manna. Margir eru sagðir særðir
úr sveitum SÞ. Talið er, að mann
fall hafi orðið miklu meira í
Katanga-liðinu. — Hörðustu átök
in urðu við póststöðina, sem fyrr
er nefnd, og við útvarpsstöðina
og heimili utanríkisráðherrans.
• Fjandskapur Belga
Fréttaritari Reuters í Elisabeth
ville segir svo frá, að borgin líti
út eins og vígvöllur. Hann seg-
ir, að herstjórn SÞ hafi vonað,
að unnt yrði að taka mikilvæga
staði í borginni, án þess að til
blóðsúthellinga kæmi — en eftir
að fyrsta skotinu hafði verið
hleypt af, hafi ekki orðið við
neitt ráðið en blóðugir bardag-
ar brotizt út víða um borgina.
Fréttaritarinn segir og, að Belgir
búsettir í Elisabethville hafi sýnt
sveitum SÞ áberandi fjandskap
og fyrirlitningu. Þeir hafi borið
særða Katanga-hermenn af víg-
vellinum og neitað aðstoð sjúkra-
bíla SÞ. — Atburðirnir í Elisa-
bethville hafa að vonum vakið
mikla athygli I Brússel, höfuð-
borg Belgíu, en í gærkvöldi hafði
ekkert verði sagt þar af opinberri
hálfu um aðgerðir SÞ.
• „Lög skógarins"
Sir Roy Welensky, forsætis-
ráðherra Mið-Afríkusambands-
ins, lét svo um mælt í gær, að SÞ
hefðu ekki minnsta rétt til þess
að hrifsa völdin frá löglegri
stjórn Katanga — samtökin virt-
ust aðeins fara eftir „lögum
skógarins“ í þessu máli. Hann
kvað nauðsynlegt að gera var-
úðarráðstafanir vegna öryggis
Norður-Ródesíu, og því yrðu her-
sveitir sendar norður að landa-
mærum Katanga. — Þá lofaði
Welensky öllum flóttamönnum
frá Katanga hæli í löndum ríkja-
sambandsins.
• Frumhlaup?
Margir stjórnmálafréttaritarar
telja umræddar aðgerðir SÞ mjög
vafasamar — og kunni þær jafn
vel að verða Hammarskjöld til
falls. Hann muni nú verða að
verjast gagnrýni ýmissa vest-
rænna ríkja og hlutlausra vegna
þessarar „stjórnbyltingar“ —
auk þess sem Rússar noti eflaust
tækifærið og herði róðurinn gegn
honum.
— ★ —
Síðustu fregnir í gærkvöldi
hermdu, að brezka stjórnin
hefði falið sendiherra sírrum í
Leopoldville að krefja Hammar-
skjöld sagna um það, hvaða
heimild herstjórn SÞ hefði til
aðeerða sinna í Katanga.
til borgarinnar að nútíma sam-
göngutækni hefði gert ísland og
Kanada að nágrönnum með svip
uð viðhorf til heimsmálanna.
Sjónvarps- og blaðamenn voruj
viðstaddir komu forsetahjónanna
til Quebeok. Var árdegis farin
skemmtiferð um eyju í St. Lawr-
encefljóti, en síðan sátu forseta-
hjónin hádegisverðarboð Que-
beck stjórnar. Forsetahjónin
bjuggu í kastala George P. Vani-
ers landsstjóra, og afhenti for-
seti landsstjóranum að gjöf
fagra bréfapress’U úr silfri, sem
Óskar Gíslason gullsmiður í
Reykjavík smíðaði.
Til Ottawa var síðan flogið í
stjórnarflugvél, og tóku Diefen-
baker forsætisráðherra og Green
utanríkisráðherra á móti á flug-
vellinum ásamt erlendum sendi-
mönnum. Á flugvellinum var
fánaborg og 80 manna heiðurs-
vörður úr kandíska flughernum
og var skotið 21 fallbyssuskoti
forseta til heiðurs. Kannaði for-
seti heiðursvörðinn. Þá lék hljóm
sveit kanadíska flughersins.
Flugvöllurinn var skreyttur
með bláum, rauðum og hvítuan
borðum, sem eru fánalitir ís-
lands og Kanada. Fánar íslands
og Kanada voru meðfram leið-
inni, sem ekin var inn í borgina,
og skreyttu einnig grasflatir,
Þinghúshæðina og nærliggjandi
minnismerki um fallna hermenn.
Diefenbaker forsætisráðherra
sagði í móttökuræðu sinni að
tengsl Kanada og íslands næðu
aftur til landnámstíma Kanada,
þegar íslenzk skip voru meðal
þeirra fyrstu sem komu til Vest-
urheims, þar sem nú er austur-
hluti Kanada.
Diefenbaker minntist á þann
skerf, sem íslenzkir landnemar
hefðu lagt fram í Kanada og
að íslendingar og Kanadamenn
væru bandamenn í Atlantshafs-
bandalaginu.
Forsetahjónin voru gestir Dief-
enbakers í kvöldverðarboði á
þriðjudag, en forseti ræddi síðan
við Diefenbaker og Green utan-
ríkisráðherra í gær, miðvikudag.
í morgun, fimmtudagsmorgun,
flaug forsetinn og fylgdarlið til
Winnipeg, þar sem hann mun
ferðast um fslendingabyggðir
næstu 13 daga.
Bréfapressan, sem forseti fslands gaf Vanier landstjóra.
Tilraun til áfengis
þjófnaðar í Lídó
Þjófarnir hlupu frá 72 kíoníaksflöskum
við bakdymar
í FYRRINÓTT eða snemma í gær
morgun var brotist inn í veitinga
húsið Lídó, farið víða um húsið
og skápar og geymslur brotnar
upp. Munu þjófarnir hafa leitað
að aðalvíngeymslu hússins, en
fundu hana ekki. Hins vegar
brutu þeir upp geymslu, þar sem
borðvín og koníak og þau vín,
sem ekki eru kæld, eru geymd,
og settu þar 72 koníaksflöskur
í f jóra pappakassa, en siðan mun
ekki allt hafa farið eftir áætlun,
því kassarnir fundust í gangi við
bakdyr að eldhúsi staðarins er
starfsfólk kom til vinnu í gær-
morgun.
Þjófarnir hafa fyrst lagt leið
sína á barinn á efri hæðinni, og
brotið þar upp skápa. Voru þar
aðeins áteknar flöskur, en það
mun þjófunum ekki hafa litizt
á. Voru flöskurnar á víð og dreif
á bargólfinu og barborðinu er
að var komið í gærmorgun.
♦ Matargeymslur brotnar upp
Síðan hafa þjófarnir haldið
á neðri hæðina, sennilega í leit
að aðalvíngeymslu staðarins. —
Brutu þeir þar upp rammlega
læstar matargeymslur, en fundu
ekki aðalvíngeymsluna.
Loks virðist sem þjófarnir hafi
j séð til mannaferða, og svo mikið
er víst að kassana skildu þeir
! eftir þarna í ganginum og forð-
uðu sér.
I í kössunum var mikið af
frönsku koniaki, sem kostar á
fimmta hundrað krónur flaskan
í áfengisverzluninni, og var
þarna því um mikil verðmæti að
ræða. — Málið er í rannsókn.
— Greinargerð
Frh. af bls. 1A
beita því úrræði, því meiri vand
ræði skapast. Fyrst myndast
gjaldeyrisskuldir, síðan verður
að setja á ströng gjaldeyris- og
innflutningshöft til þess að forða
frá greiðsluþroti. Séu þau höft
eins ströng og nauðsyn krefur,
leiða þau af sér vöruskort
og samdrátt iðnaðarframleiðslu,
bygginga og hvers konar fram-
kvæmda. Útflutningsatvinnuveg-
irnir bera sig ekki og verða að
draga saman seglin. Þetta eykur
enn á gjaldeyrisvandræðin, og
er þá gripið til uppbóta í ein-
hverri mynd ti lað reyna að
halda útflutningnum gangandi,
og skattar lagðir á til að standa
undir þeim uppbótum. Fáar
þjóðir hafa eins mikla og eins
bitra reynslu af slíkri þróun og
einmitt íslendingar. Ríkisstjórn-
in taldi það skyldu sína að bregð
ast fljótt við þessum mikla
vanda, og gera hiklaust það, sem
þurfti að gera. Dómgreind ís-
lenzku þjóðarinnar er áreiðan-
lega nógu mikil til að skilja, að
með því var einmitt verið að
tryggja framtíð hennar og vel-
ferð.