Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 6
6
MORCTliyvi AfílÐ
Fimmtudagur 14. sept. 1961
Bátar slitna upp
á Stokkseyri
Vaðið upp undir hendur á bryggjunni
Stokkseyri, 13. sept.
OFSAROK af norðaustri og for-
áttubrim gerði skyndilega á
Stokkseyri í morgun. AUir bát-
arnir, sem héðan stunda róðra,
höfðu farið í róður : fyrradag og
lágu við bryggju er óveðrið gerði.
Er menn í þorpinu vöknuðu laust
fyrir kl. 6 í morgun sáu menn
að sjóimir gengu yfir bryggjuna
á flóðinu svo hún var öll í kafi.
Einn bátanna, Háisteinn II. hafði
slitnað frá og hafði rekið vestur
í klappir. En fyrir mikið snarræði
tókst að koma dráttartaug í bát-
inn og draga hann á sjó út.
öllu lauslegu sem á bryggj-
unni var tilheyrandi bátunum
skolaði burt og er vafasamt en
þó ekki útilokað að eitthvað af
þvi náist aftur.
Það var vel brugðið við og
fljótt er þeir er fyrstir vöknuðu
sáu hvernig komið var og öldu-
gangur og stórsjóar háflæðisins
höfðu fært bryggjuna í kaf. Tókst
mjög fljótlega að vekja menn
og fóru tveir menn um borð í
hvern bátanna er eftir voru við
bryggjuna. Þeir á Hásteini I.
fóru þegar að Hásteini II. í klöpp
unum og tókst að komast um
borð með taug og draga bátinn
frá og mun hann ekki mikið
skemmdur.
Bátarnir allir héldu sig svo á
höfninni og andæfðu. Höfðu þeir
eikki bólin með sér þar sem tveir
héldu um borð í hvern bát og
héldu frá.
Bátarnir eru állir óbrotnir, en
trilla sem var á höfninni 2Vi—3
tonn að stærð, sökk.
Flóðin á bryggjunni og sjóirnir
voru miklir. Mennirnir sem í bát-
ana hlupu þurftu að vaða upp
undir hendur í sjó til að komast
eftir bryggjUnni út í þá.
Veðrið lægði eftir nokkrar
klukkustundir og gátu bátarnir
lagst að um kl. 11 í morgun. Var
þá komin norðanátt og orðið skýlt
á höfninni.
Fimmtugur í dag:
Sigurður Egill Friðriksson
1 DAG er einn vinsælasti borgari
í Bolungarvík fimmtugur. Það er
ótrúlegur aldur á svo ungum
manni, en kirkjubækur Ijúga
sjaldan, þjóðskráin aldrei og
þessvegna verða menn að trúa
þessari fjarstæðu. Sigurður ber
aldurinn það vel að við hinir
mættum skammast okkar. Senni-
lega hefur hið góða skap hans og
listræna hjálpað hér upp á sakirn
ar og þá ekki síður hitt, að hann
heíur verið gæfumaður og feng-
izt við margt, sem hefur sannað
ótrúiega fjölhæfni hans.
Sigurður Egill fæddist að Ósi í
Bolungarvík og hefur hér alið all
an aldur sinn. Hann hefur lagt
gjörfa hönd á ótal margt. Hann
hefur verið bakari, múrari og mál
ari, meira að segja góður bakari,
múrari ög málari, annazt farþega
flutninga á eigin bát milli fsa-
fjarðar og Bolungarvíkur í gamla
daga, þegar enginn vegur var. Á
uppvaxtarárum sínum var hann
plássins frægasti prakkari, svo að
ennþá ganga sögur um hið
græskulausu prakkarastrik hans,
sem helzt má jafna til sögum
Marks Twains af Bláberja-Finni.
Hann hefur verið kaupfélags-
stjóri Og síðustu árin fulltrúi lög-
reglustjóra og gengt því embætti
í f jarveru hans. Formaður stjórn-
ar Sjúkrasamlagsins hefur hann
verið um árabil og formaður
kirkjukórsins og jafnframt ein-
hver mesti hvatamaður alls söng
lífs í Bolungarvík og margsinnis
Stjórnað kórum Og kvartettum.
Eins er ógetið sem skyldi þó
nefna fyrst, að Sigurður Egill er
leikari af guðs náð. Þegar ég sé
Sigurð á sviði dettur mér einna
helzt í hug Brynjólfur Jóhannes-
son, a. m. k. hefur Sigurður skap-
að svo margar skemmtilegar
manngerðir á leiksviði að til hans
verður einna helzt jafnað. Má
hiklaust fullyrða að Sigurður
Egill væri nú einn í hópi fremstu
leikara þjóðarinnar, ef hann hefði
búið í stærra umhverfi, t. d. í
Reykjavík.
Sigurður Egill er gleðimaður í
sínum hóp, fullur gáska og mann
vits, en hann er einnig einn hinn
mesti alvörumaður sem ég hefi
kynnzt.
Hann hefur átt því láni að
fagna sem margir aðrir að eign-
ast góða konu, Hólmfríði Hafliða-
dóttur, sem hefur búið þeim
fallegt heimili.
Mér er persónulega mjög ljúft
að þakka Sigurði Agli ánægju-
legt samstarf nú um 6 ára bil. Á
KARLAKÓRINN Fóstbræður
er nú í söngför um Sovétrík-
in og hefir sungið í Moskvu
við hinn bezta orðstír og mik-
inn fögnuð áheyrenda. Á leið
sinni til Ráðstjórnarríkjanna
sungu Fóstbræður í Helsinki,
höfuðborg Finnlands, þar sem
þeir fengu einnig hina beztu
dóma. — Þessi mynd var tek-
in, er Fóstbræður sóttu Kekk-
onen Finnlandsforseta heim og
tóku lagið í forsetahöllinni.
það hefur enginn skuggi fallið.
Vænti ég þess að hann fyrirgefi
mér þessa grein mína, því að ég
veit að hann er ekki gefinn fyrir
að láta hæla sér. En annað er
ekki hægt þegar Sigurður Egill
á í hlut.
50 ár eru ekki langur tími, en
ég veit að Sigurður vinur minn
verður allra karla elztur og þess-
vegna er ég þegar farinn að
hlakka til næsta stórafmælis. Að
lokum beztu hamingjuóskir.
Friðrik Sigurbjörnsson
Fóstbræður vekja
hrifningu í Moskvu
KONSERT var hjá Fóstbræðrum'
í Tsjaikovskí-tónlistarhöllinni í j
Moskvu á þriðjudagskvöldið, og
var hinn stóri áheyrendasalur
þéttsetinn — og hrifning geysi-
mikil, segir m. a. í skeyti til
blaðsins frá Ágústi Bjarnasyni.
— Við urðum að endurtaka
fjölda Iaga, segir Ágúst, einkan-
lega nýrri, íslenzku lögin — og
aukalögin urðu svo mörg, að sam
söngurinn stóð tvær og hálfa
klukkustund. Var honum útvarp-
að.
Á miðvikudag skyldi sungið
inn á tónband fyrir útvarpið —I
og þá var kórinn boðinn til ís*
lenzka sendiherrans. Ágúst bið-
ur fyrir kveðjur kórmanna heim
og tekur fram, að allir séu við
góða heilsu og líði vel.
í AP-skeyti til blaðsins er m. a.
haft eftir Tass-fréttastofunni, að
Kristinn Hallsson hafi vakið sér*
staka hrifningu áheyrenda. Þá
segir í frásögn Tass af samsöngn
um, að Fóstbræður séu í söng
sínum lausir við allan uppgerð-
ar-lærdómsbrag og tilfinninga-
væmni“. — ,;Samsöngurinn tókst
mjög vel,“ var niðurstaða Tass,
að því er segir í skeytinu.
• Vinsæl saga
E. Á. skrifar:
Ég las það um daginn i pistl-
um þínum, að einhverjum
þætti framhaldssagan klúr og
dónaleg. Ég veit að ég tala
fyrir munn margra, er ég segi
að saga þessi sé ekki minna
vinsæl en ýmsar aðrar þ. a. m.
ævisaga Diönnu Barrymore.
Við dámust af söng Billie Holi
day, og reyndar allir aðrir,
hljóta að furða sig á hver hún
varð, eins og hún átti erfitt
uppdráttar og vonandl að slík
lífsskilyrði séu algerlega horf-
in.
Og að endingu, ætli ungl-
ingar lesi nú ekki annað eins,
t. d. í sorpblöðunum svo-
nefndu? Hafa þeir ekki gott
af að fá nasasjón af hinum
bágu kjörum.
Hvernig eiga þær
að vita . . ?
Já, það er nú svo, að ýms-
um fannst hin hreinskilna frá
sögn Billiear Holiday af hörm
ungum sínum í uppvextinum
nokkuð, sem þeir vildu helzt
ekki vita af að væri til, og
'alls ekki að unglingar fengju
nokkurn tíma að vita um. Ekki
svo að skilja að ég hafi heyrt
nokkurn mann halda því fram
að þar hafi ekki verið sagt
frá blátt áfram og án nokk-
urrar tilhneigingar til kláms
eða að smjatta á hlutunum.
Nei, það eru þeir atburðir,
sem Billie segir frá, svo sannir
sem þeir voru, sem ekki mega
koma fyrir augu unglinganna.
Gott ef hægt væri að afgreiða
málin með því að ekkert sé
til, sem ekki sé nefnt á nafn.
Mér verður hugsað til aum-
ingja stelpnanna, sem flækjast
ofan í skip Og ásækja hvern
dáta er í land kemur. Hvernig
eiga þær að vita hvað þær
eru? Þær hafa ekki einu sinni
mátt komast á snoðir um það
í framhaldssögu, hvað þá að
uppalendur þeirra hafi útskýrt
☆
FERDIIMAND
málið fyrir þeim, að til eru í
heiminum vændiskonur, hvað
þá að -þeim sé sagt hvað i
nafngiftinni felzt.
• Eðlileg fræðsla
W_ ~.n ■IMWili —
sjálfsögð
Það liggur við að manni
detti í hug að hinir umhyggju-
sömu uppalendur geri ekki
alltaf sjálfir glöggan greinar-
mun á klámi og eðlilegum lífs
staðreyndum, og því séu þeir
ekki færir um að gefa börn-
um sínum glögga grein fyrir
muninum þar á. T. d. veit ég
til að leikfimiskennari einn
skýrði stúlkubekk, sem hún
hafði í leikfimi frá heilsurækt
og kom inn á ýmsar staðreynd
ir sem hún taldi að telpur
þyrftu að vita. Daginn eftir
hringdi ein móðirin og spurði
hvað hún meinti með því að
vera að kenna unglingsstelp-
um klám. En fyrir hennar dótt
ur hefði eins getað farið eins
og telpunni í efsta bekk í
barnaskóla, sem hafði tíðir í
fyrsta skipti og ætlaði að fyrir
fara sér, þar sem þetta var svo
hræðilega ljótt og skammar-
legt sem fyrir hana hafði kom-
ið. Þar kom skynsamlegt fólk í
veg fyrir hræðilegan atburð
Og telpunni til hjálpar.
í rauninni er furðulegt að
unglingar skuli geta komizt 1
gegnum 9 ára skólasetu, án
þess að nokkur ráðstöfun sé
gerð til að veita þeim fræðslu
er lítur að því sem flestir kalla
líffræðilegar staðreyndir en
einstaka klám. Og að foreldr-
ar skuli sleppa þeim undan
væng sínum algerlega óvit-
andi um slíkt.