Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Stefanía A. Kveðja HINN 5. þ.m. andaðist i hárri elli frú Stefanía Anna Hjaltested, ekkja séra Bjarna Hjaltested, að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, en hún hafði átt við van- iheilsu að stríða undanfarið. Hún var fædd 12 .júní 1876 og því Orðin rúmlega 85 ára gömul. Hún var danskrar ættar, dóttir Bent- zens málarameistara í Kaup- mannahöfn. Maður hennar, séra Bjarni Hjaltested, er einn af þeim ís- lenzkum guðfræðingum, er stund uðu námið við Kaupmannanafnar háskóla. Er hann hafði lokið prófi þaðan, vígðist hann aðstbð- arprestur til séra Jóhanns Þor- ikelssonar dómkirkjuprests, árið 1903. Sjálfsagt hefur hann þá tal- ið sig vera kominn á hina grænu grein, því árið eftir gekk hann að eiga heitmey sína. Þau hjónin áttu síðan heimili sitt að Suður- götu 7, í hinu gamla húsi, sem faðir séra Bjarna, Björn Hjalte- sted járnsmiður lét reisa, og stendur það hús enn. Þegar Bjarni Jónsson var að afstaðinni kosningu, skipaður 2. prestur við dómkirkjuna árið 1910, lét séra Bjarni Hjaltested af aðstoðar- prestsstarfinu, en eftir það var hann kennari við Barnaskóla Reykjavíkur til æviloka, og enn- fremur var hann um árabil stundakennari vi.ð Menntaskól- ann. Hann tók jafnan á sig marg vísleg önnur aukastörf og var vinnudagur hans því oft langur. Hann dó sumarið 1946. Mikla bjartsýni og trú á menn ina hafa þær konur, sem yfir- gefa vini og venzlamenn til að fylgja maka sínum í fjarlægt land með það fyrir augum að lifa þar lífinu, það sem eftir er ævinnar. Þessar konur hafa brennt allar torýr að baki sér. Og þær gera þetta glaðar, því þessu veldur ástin. En oft reynist ástin skamm vinn og kjörin í hinum nýju heimkynnum önnur og lakari en toúist var við. Vonbrigðin verða mikil og þá sezt heimþráin að. Þeir, sem höfðu náin kynni af heimilinu í Suðurgötu 7, urðu þess aldrei varir, að frú Stefnía þráði að taka sig upp og hverfa héðan aftur til Danmerkur. Hún hafði fengið góðan og mætan mann og þeir, sem næstir þeim hjónum stóðu, voru einnig góðir menn, sem gott var að þekkja. Kenni leið vel í þessu umhverfi. Hún festi hér rætur og undi hag sínum hið bezta. Frú Stefanía var fríð kona og fönguleg. Hún hafði fagra söng- rödd og söng fallega. Hún helg- aði krafta sína heimilinu, enda var það ærið starf, því að börnin urðu fimm. Hún átti ekkert sam eiginlegt þeim konum, sem vas- ast í mörgu, í félögum og gleð- skaparboðum. Heimilið var henn- ar staður. Þar var allt í röð og reglu og engin hætta á, að graut- unnn brynni þar við. Frú Stefanía var jafnan létt og glaðleg, og það vissu þeir, sem þekktu hana, að þessi ljúfa fram koma var ekki yfirskin kurteis- innar, heldur kom hún innan frá, því að hún var vinur vina sinna og hafði hjartað á réttum stað. Þessi hjartahlýja húsmóðurinnar Hjaltested skapaði það andrúmsloft, sem ríkti á heimilinu, og er það grun- ur minn, að þar hafi maður henn ar fundið skjól fyrir næðingum lífsins. Frú Stefanía var góð kona Og kirkjurækin. Trúin var henni styrkur í lífinu. Hún var gæfu- kona, því sælir eru hjartahreinir, og átti mannvænleg börn, sem öllum hefur vegnað vel og reynd- ust henni vel, en þau eru þessi: Birna, gift Geir Stefánssyni kaup sýslumanni, Erlingur bankaritari, kvæntur- Guðríði Berndsen, Ása verzlunarmær, ógift, Guðríður, gift Friðriki Guðmundssyni toll- verði og Anna Lísa, gift Þórarni Péturssyni vélamanni. Ég votta aðstandendum inni- lega samúð. Baldur Andrésson. TU SÖLC Moskwitch 1961 Ekinn 5 þús. km með útvarpi. Mjög fallegur. Aðalbílasalaii Ingólfsstræti 11 — Símar: 23136 og 15014. Lokað kl. 1-4 föstudaginn 15/9 vegna jarðarfarar. J. Þorláksson og Norðmann hf. Afvinna Ein stærsta bilaverzlun óskar eftir starfsmanni til að aðstoða við bílasölu svo og erlendar og innlendar bréfaskriftir. Þagmælsku heitið ef í atvinnu. Nafn og upplýsingar sendist Morgunblaðinu merkt: „Bílasala — 5860“ fyrir 18. þ.m. Unglingur Unglingur óskast til aðstoðar ‘ á vörulager í bíla- verzlun. Tæknilegur áhugi æskilegur. GONNAR ÁSGEIRSSON H.F., Suðurlandsbraut 16 Óskum eftir að ráða bókbandssveina Bókiell Hverfisgötu 78. Vantar stúlku til afgreðslustarfa. MATARDEILDIN Hafnarstræti 5. Mauðungaruppboð sem auglýst var í 32., 38. og 40. tbl. Lögbirtingablaðsins 1961 á Réttarholtsvegi 65, hér í bænum, talin eign Jóns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu tollstjórans i Reykja- vik, á eigninni sjálfri mánudaginn 18. september 1961, kl. 2Vz síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 48., 52. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins 1961 á m/s Baldri E.A. 770, talin eign Jóns Franklín Franklínssonar, fer fram eftir kröfu Árna Stefánssonar hrl., Útvegsbanka Islands, Arnar Þór hdl., Gynnars Þor- steinssonar hrl., tollstjórans í Reykjavík og Árna Gunn- laugssonar hdl., við skipið þar sem það liggur í Reykja- víkurhöfn, föstudaginn 15. september 1961, kl. 3% síðd. Borgarfógetinn í Reykjavik. Glœsileg hceð til sölu í tvíbýlishúsi við Stóragerði. Stærð: 150 ferm. 5—6 herbergi, eldhús, bað, skáli o. fl. Er seld uppsteypt með járni á þaki eða lengra komin. Bílskúrsréttur. Gott fyrirkomulag. Hagstætt verð. Lái allt að kr. 100 þúsund til 5 ára. Teikning hér á skrif- stofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími: 14314. Báraðar, glærar plastplötur á þök fyrirliggjandi í 6 — 8 — 9 og 10 feta lengdum. EGILLÁRNASON Klapparstíg 26 Sími: 1-43-10. Frá Barnaskólum Beykjavíkur Börn á aldrinum 10—12 ára eiga að hefja skólagöngu um n.k. mánaðamót. N.k. föstudag, þann 15. þ.m, þurfa börnin að koma til skráningar í skólana sem hér segir: Börn fædd 1951 komi 15. sept. kl. 10 f.h. Börn fædd 1950 komi 15. sept. kl. 1. e.h. Börn fædd 1949 komi 15. sept. kl. 3 e.h. Foreldrar athugið: Mjög áríðandi er, að gerð sé grein fyrir öllum börnum á ofangr. aldri í skólunum þennan dag, þar sem raðað verður í bekkjardeildir þá þegar. Geti börnin ekki komið sjálf, þurfa foreldrar þeirra eða aðrir að gera grcin fyrir þeim í skólunum á ofan greindum tímum. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Sumarauki með Landsýn Glæsileg haustferð 30. október til 17. nóvember með flugvélum og járnbrautum. RVlK — BERLlN — BtKAREST — CONSTANZA. Frá Constanza: sigling um Svartahaf og Miðjarðar- haf með hinu glæsilega skemmtiferðaskipi Fritz Heckert, sem hér var í júlí sl. Viðkomustaðir: AÞENA — RÓDOS — KÝPUR. Leitið nánari upplýsinga. Ferðaskrifstofan LAIMDSVIM Þórsgötu 1 — Sími 22890.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.