Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.1961, Blaðsíða 11
Fimmfu'dagur 14. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 F/ö/Jbæf/ áhrif viðreísnarstefnunnar: Bætt gjaldeyrisaðstaða - aukin sparifjár- myndun — grundvöllur lagður að bættum lifskjörum Greinargerð frá rikisstjórninni um efnahagsmálin TJNDANFARNA mánuði hafa andstöðuflokkar ríkisstjórnarinn ar í blöðum sínum og á öðrum vettvangi margendurtekið ýmis konar fullyrðingar um ástand og jþróun efnahagsmálanna. Megin- atriði þessara fullyrðinga eru sem hér segir: 1) Viðreisnarráðstafanirnar ár- ið 1960 gengu miklu lengra en nauðsyn bar til og lögðu ástæðu- lausar og óþolandi byrðar á herð- ©r almennings. 2) Viðreisnarráðstafanirnar hafa ekki borið árangur, sem kemur fram í því, að greiðslu- jöfnuður og gjaldeyrisstaða hafa ekki batnað, sparnaður ekki auk- izt og afkoma ríkissjóðs ekki orð ið viðunandi. 3) Viðreisnarráðstafanirnar hafa leitt til samdráttar fram- leiðslu. 4) Aukning framleiðslu og hag stæðara verðlag erlendis sköpuðu grundvöll fyrir hækkun kaup- gjalds á þessu ári. Viðleitni stjórn arvaldanna til að koma í veg fyrir kauphækkun var því ástæðulaus. svo ekki sé talað um ráðstafanir til að draga úr áhrif- um kauphækkunarinnar með nýrri gengisbreytingu. Engin þessara fullyrðinga er á rökum reist. Ríkisstjórnin gekk ekki lengra i viðreisnaraðgerð- unum í ársbyrjun 1960 heldur en öhjákvæmilegt var til að árang- ur næðist. Þrátt fyrir aðsteðj- andi óhöpp, verðfall á íslenzkum afurðum erlendis og aflaleysi, hatnaði ástand efnahagsmálanna mikið á árinu 1960 og vonir stóðu til þess, að hækkandi verðlag og aukin aflabrögð gætu leitt til þess að fullur árangur viðreisnar- innar næðist áður en langt um liði. Á hinn bóginn höfðu á þessu ári ennþá ekki skapazt skilyrði f.viir verulegum kauphækkunum, og var því óhjákvæmilegt að draga með gengisbreytingu úr af- leiðingum hinna miklu kaup- hækkana, er áttu sér stað á þessu sumri. Skal nú vikið að einstökum 'þáttum efnahagsmálanna. 1. Greiðslujöfnuður og gjaldeyrisstaða Mikill bati varð á greiðslu- jöfnuðinum á árinu 1960 saman- borið við næstu ár á undan. Til þess að fá rétta mynd af þessum toata verður að taka tillit til hins gífurlega innflutnings skipa, sem átti sér stað á árinu 1960, og sem var miklu meiri en á nokkru öðru ári um meira en tíu ára skeið. Þessi skip höfðu verið pönt uð á árunum 1958—1959 og eru að mestu leyti greidd með erlend um lánum. Sé greiðslujöfnuður- inn settur upp án þess að taka smeð innflutning skipa og flug- véla og greiðslur og lántökur végna þess innflutnings, kemur í ljós, að samanlagður halli á greiðslujöfnuðinum hafi að með- altali verið 345 m. kr. (miðað við gengið 38 kr. á dollar) árin 1956—59. Samkvæmt þeim bráða toirgðatölum, sem nú liggja fyrir um greiðslujöfnuð ársins 1960, virðist þessi halli hafa horfið að mestu eða öllu. Þegar endanleg- ar tölur liggja fyrir um greiðslu-l jöfnuðinn 1960, en það verður á næstunni, mun ríkisstjórnin hlut ast til um það, að ítarleg grein verði gerð fyrir niðurstöðum hans á opinberum vettvangi. Hin mikla breyting. sem varð til batnaðar á greiðslujöfnuðin- um á árinu 1960, leiddi til veru- legs bata á gjaldeyrisstöðunni, en á því var brýn þörf, þar sem gjaldeyrisforðinn var með öllu þorrinn í árslok 1959 og gjaldeyr- isskuldir komnar í staðinn. Gjald eyrisstaðan batnaði á árinu 19601 um 239.5 m. kr. og var gjaldeyr-| isforði um áramótin 1960/61 112 m. kr. Enda þótt hér væri um: mikinn bata að ræða, fór því fjarri, að gjaldeyrisstaðan hefði enn batnað nægilega mikið. þar sem telja má nauðsynlegt, að gjaldeyrisforðinn svari til a. m. k. þriggja mánaða þarfa, en það eru um 750 m. kr. Hér ber og að hafa það hug- fast, að bati gjaldeyrisstöðunnar stafaði ekki eingöngu af bættum greiðslujöfnuði, heldur einnig af tveimur öðrum ástæð- um. f fyrsta lagi af aukinni notk- un greiðslufrests af hálfu inn- flytjenda, og í öðru lagi af því að óvenju miklar birgðar útflutn ingsafurða voru í landinu í árs- byrjun 1960. Mikil notkun greiðslufrests er í fullu samræmi við alþjóðlegar viðskiptavenjur, og getur haldið áfram á meðan þess er gætt að halda efnahags- lífinu í jafnvægi. Um frekari aukningu á notkun greiðslufrests svo verulegu næmi gat þó ekki verið að ræða á árinu 1961, og gat því gjaldeyrisstaðan ekki haldið áfram að batna af þessum sök- um. Aflabrestur sá og verðfall, sem varð á árinu 1960, kom ekki fra-m í útflutningi þess árs, vegna þess hversu birgðir útflutningsaf- urða voru miklar í árshyrjun 1960 en þetta hlaut að segja til sín í útflutningi ársins 1961, ekki sizt þegar ofan á bættust léleg aflabrögð bátaflotans á síðustu vetrarvertíð og áframhaldandi aflaleysi togaranna. Það var því ekki útlit til þess á s.l. vori, að um áframhaldandi bata gjaldeyrisstöðunnar svo verulegu næmi gæti verið að ræða á árinu 1961. Þótt aðsteðj andi óhöpp ættu mestan þátt í þessu, þá hafði verið Ijóst þegar er viðreisnaraðgerðirnar hófust, að ef takast ætti að byggja upp viðunandi gjaldeyrisforða á skömmum tíma, yrði að hafa gengisbreytinguna enn meiri en ella og gera enn öflugri ráðstaf- anir til að draga úr bankaútlán- um og skapa greiðsluafgang hjá ríkissjóði. Þar sem veruleg hætta var á, að þetta hefði leitt til samdráttar í atvinnurekstri og atvinnuleysis, taldi ríkisstjórnin réttara að stefna að því að treysta gjaldeyrisstöðuna frekar á lengri tíma en skömmum. Yfirdráttar- lán þau, er ríkisstjórnin aflaði hjá %lþjóðastofnunim gerðu það mögulegt að fylgja þessari stefnu 1 jafnhliða auknu frelsi í gjaldeyr- ismálum. i 2. Innflutnings- og gjaldeyrismál. Síðan 1. júní 1960 hefur um 60% heildarinnflutnings verið frjáls frá öllum löndum. Annar innflutningur, þ. e. um 40% heild arinnflutningsins, hefur í raun verið frjáls frá jafnkeypislöndum en háður leyfum frá öðrum lönd- um. Meginhluti duldra greiðslna hefur einnig verið frjáls. Leyfi hafa verið gefin- út eftir föstum reglum og fyrirfram gerðum og auglýstum áætlunum. Öll fram- kvæmd innflutnings- og gjaldeyr ismála hefur verið gerð stórum einfaldari en áður var, og hefur sú breyting lækkað útgjöld opin- berra aðila verulega auk mikils sparnaðar einkaaðila. Á innflutn- ings- og gjaldeyrismálum hefur með þessu orðið gerbreyting, sem orðið hefur atvinnurekstri í land inu og öllum almenningi til stór- felldra hagsbóta. 3. Aukning innlánsfjár. Mikil aukning varð á spariinn- lánum eftir að áhrifa viðreisnar- innar tók að gæta. Mánaðarleg aukning þessara innlána hefur á tímabilinu apríl 1960 til júní 1961 verið 67% meiri en á árinu 1959. Aukningin mundi þó sjálfsagt hafa orðið enn meiri. ef ekki hefði allt þetta tímabil verið ríkj- andi mikil óvissa í launamálum, og þar með óvissa um það. hvort verðlag gæti haldizt stöðugt til lengdar. Rangt er að dæma þróun sparnaðar eftir breytingum sam- anlagðra spariinnlána og veltiinn lána. Stafar þetta af augljósum ástæðum. og eru þær helztu eftir- farandi: í fyrsta lagi eru innstæð ur fjárfestingarsjóða hjá við- skiptabönkum taldar með velti- innlánum. Þessar innstæður eru miklum breytingum undirorpn- ar, sem eru með öllu óskýldar innlendum sparnaði, þar á meðal er notkun sjóðanna á erlendu lánsfé. Þess má geta í þessu sam bandi, að innstæða Fiskveiða- sjóðs hjá Útvegsbankanum minnkaði um hærri upphæð á árinu 1960 en nemur samanlagðri lækkun veltiinnlána allra bank- anna. f öðru lagi eru skylduinn- borganir innflytjenda taldar með í veltiinnlánum, en þessar inn- borganir voru lækkaðar á árinu 1960. f þriðja lagi hefur aukning veltiinnlána á undanförnum ár- um að talsverðu leyti verið afleið mg ofþenslu útlána og þvi ekki vottur heilbrigðs sparnaðar. Um ieið og tekið var fyrir þessa of- þenslu hlaut aukning veltiinn- lána að minnka. Er því minrikun þessara innlána á árinu 1960 einn vottur þess árangurs. sem náðst hefur á sviði peningamálanna. Um þann árangur segir í árs- skýrslu stjórnar Seðlabankans fyrir árið 1960: ,,Ef athugaðir eru reikning- ar viðskiptabankanna fjögurra og Verzlunarsparisjóðsins, þá hafa innlán hjá þessum stofn- unum aukizt um samtals 265 milj. kr., en útlán þeirra auk- izt um 254 milj. kr., og er útlánaaukningin þannig 11 m. kr. lægri. Árið 1959 nam út- lánaaukning þessara stofnana 527 milj. kr., en innlánaaukn- ing 228 milj. kr. Er hér stór- mikil breyting til batnaðar". 4. Binding innstæðna í Seðlabankanum. Ein af þeirn ráðstöfunum, sem gerðar voru til þess að koma á jafnvægi í peningamálum var binding hluta af innstæðuaukn- ingu banka og sparisjóða í Seðla-| bankanum. Slík binding er eitt1 marki, að jafnvægi næðist á milli af þýðingarmestu tækjunum í stjórn bankamála og notað af seðlabönkum um allan heim. Hér á landi hefur heimild til slíkrar bindingar verið í lögum síðan 1957, en ekki notuð fyrr en í ársbyrjun 1960. Tilgangur bind ingarinnar var tvíþættur, annars vegar að gera Seðlabankanum kleift að beina sparifjáraukning- unni þangað. sem hennar var •mest þörf til útlána, og þá fyrst og fremst til sjávarútvegsins, hins vegar að stuðla að því, að hluti sparifjáraukningarinnar færi til þess að bæta gjaldeyrisstöðuna. Á árinu 1960 varð hlutverk bind- ingarinnar fyrst og fremst hið fyrra. Heildarupphæð bundinna innstæðna nam 67 m. kr. í árslok 1960, en jafnframt höfðu útlán Seðlabankans til banka og spari- sjóða gegn vefðbréfum aukizt um nokkru hærri upphæð, eða 76 m. kr. Þessi auknu útlán gengu fyrst og fremst til þess að gera Útvegsbankanum kleift að mæta aukinni rekstrarfjárþörf sjávar- útvegsins í Vestmannaeyjum og á Norður- og Vesturlandi. Það sem af er árs 1961 hefur verið minni þörf aukins rekstrarfjár í sjávarútveginum en á s.l. ári, og hefur því binding innstæðna fyrst og fremst getað stuðlað að því að styrkja gjaldeyrisstöðuna. 5. Vextirnir. Sú hækkun vaxta, sem fram- kvæmd var í ársbyrjun 1960, hef- ur átt mikinn þátt í því jafnvægi, sem náðst hefur í peningamálum og þar með í efnahagslífinu öllu. Þetta var tilgangur hækkunarinn ar og var því mögulegt að lækka vexti verulega á nýjan leik um s.l. áramót Frekari vaxtalækkan- ir munu síðan geta átt sér stað eftir því sem öruggara jafnvægi næst, en sérhver truflun á jafn- væginu tefur fyrir lækkunum. Af þessu sést á hve algerum mis- skilningi það er byggt, að lækk- un vaxta geti dregið úr áhrifum kauphækkana á efnahagslífið. Vaxtalækkun hefur sömu áhrif og kauphækkun, þ.e.a.s. aukna eftirspurn eftir vörum og þjón- ustu. Með því að lækka vexti í gjalda og tekna, og þessu marki tókst að ná á árinu 1960. Það sem af er árs 1961 hefur afkoma ríkis sjóðs verið erfið bæði vegna verk falla og kauphækkana og vegna þess að tekjur af hátollavörum og einkasöluvörum hafa brugðizt að nokkru. 7. Breyting lífskjara Á það hefur aldrei verlð dregin nein dul af hálfu ríkisstjórnar- innar, að viðreisnarráðstafanim- ar hlytu að leiða til mikillar hækkunar á verði erlendrar vöru, er skerða mundi lífskjör almenn ings alvarlega, ef ekkert væri gert til að vega þar á móti. Þær mótaðgerðir, er ríkisstjórnin beitti sér fyrir, vor aukning fjölskyldubóta og ellilifeyris, lækkun tekjuskatts og útsvars og nokkur aukning niðurgreiðslna.- Það getur ekki verið neitt álita- mál. hvernig eigi að meta þessi atriði til frádráttar áhrifum verð hækkunarinnar. Það mat hefur kauplagsnefnd, sem skipuð er fulltrúum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins, á- samt Hagstofu íslands fram- kvæmt með útreikningi fram- færsluvísitölunnar. Sú vísitala hafði eins og kunnugt er hækk- að um 5% frá því í febrúar 1960 til .1. júlí 1961. Ekki stafaði þó öll sú hækkun af-efnahagsráðstöfun- unum. Kaupmáttur tímakaupsins bafði bví að meðaltali rýrnað sem þessari hækkun framfærsluvísi- tölunnar svaraði. Hér verður þó að taka það með í reikninginn, að lífskjörin ákvarðast ekki af kaupmætti tímakaupsins heldur af kaupmætti tekna. Tekjur geta af mörgum ástæðum hækkað enda bótt tímakaup standi í stað, og skeði það á árinu 1960 eins og á_ mörgum undanförnum árum. Úrtaksrannsóknir Hagstofunnar á skattaframtölum verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna benda til þess, ð þessi hækkun hafi verið 6% á árinu 1960. Var því alls ekki um neina skerðingu lífskjara að ræða á árinu 1960, þegar litið er á árið sem heild, þvert á móti. Hitt er svo senni- legt, að siðustu mánuði ársins kjölfar kauphækkunar myndi því / 1960 og fyrstu mánuði ársins 1961, er dregið hafði úr yfirvinnu og þar með úr tekjum, hafi lífskjör versnað lítilsháttar í bili. Það hlýtur þó að skipta meira máli, hvort lífskjör geta batnað á komandi árum heldur en hvort þau versna lítilsháttar um skamman tíma, og í því ljósi verð ur að skoða þá breytingu lífs- kjara, sem átt hefur sér stað und- anfarið. 8. Afkoma sjávarútvegsins. Afkoma sjávarútvegsins á ár- inu 1960 og framan af ári 1961 varð ekki eins góð og skyldi og stafnt var að með viðreisnarað- gerðunum. Stafaði þetta af hinu mikla verðfalli mjöls og lýsis, að skapa verulegan greiðsluaf-, slæmri síldarvertíð 1960 og vetr- gang hjá ríkissjóði. Slíkur; arvertíð 1961 og óvenjulegum greiðsluafgangur hefði að vísu aflabresti togara. Við þetta bætt- stuðlað mjög að því að bæta gjald ust svo þungar byrðir margra eyrisstöðuna fljótt, en honum greina sjávarútvegsins vegna hefði ekki verið hægt að ná, taprekstrar uppbótaáranna, nema með því að hafa gengis- i skorts á lánsfé til hæfilega langs breytinguna meiri. hækka skatta tíma 0g að nokkru ógætilegrar og draga úr útgjöldum til félags- fjárfestingar. Úr þessum erfið- mála, niðurgreiðslna eða verk- leikum hefur ríkisstjórnin reynt legra framkvæmda. en þetta eru að greiða með ýmsum ráðstöfun- langstærstu útgjaldaliðir ríkisins. um, og bá fyrst og fremst þeirri Ekkert af þessu taldi ríkistjórn- löggjöf, er sett var um síðustu in fært vegna þeirra áhrifa, er áramót um stofnlán sjávarútvegs- það hefði haft á lífskjör almenn- ins. Þrátt fyrir þetta, og þrátt vera aukið við áhrif kauphækk- unar á efnahagslífið í stað þess að draga úr þeim. í tveimur ná- grannalöndum íslands hafa vext- ir nýlega verið hækkaðir mikið til þess að sporna við áhrifum kauphækkana, sem taldar voru meiri en efnahagslífið þoldi.. Vegna þess að hér á landi var að þessu sinni brugðið fljótt við og gengisskráningunni breytt, von- ast ríkisstjórnin hins vegar til, að unnt verði að komast hjá þvi að mæta kauphækkuninni með nýrri hækkun vaxta. 6. Fjárhagur ríkissjóðs Ekki var að því stefnt með við- reisnarráðstöfununum á s.l. ári ings og atvinnuástandið í land inu. Þess vegna var stefnt að því fyrir bað. að verðlag hefur nú Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.