Morgunblaðið - 19.09.1961, Síða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. sept 1961
Þýzku kosnmgarnar siðastlibinn sunnudag:
Verður dr. Adenauer
kanzlari áfram?
Sósialdemókratar og frjálsir demókratar
unnu á — Kristilegir demókratar
Jbó enn öflugastir
tJ R S L I T vestur-þýzku
kosninganna á sunnudag-
inn urðu þau, að flokkur
dr. Adenauers, kanzlara,
Kristilegi demókrataflokk
urinn, tapaði 40 þingsæt-
um og þar með hreinum
meirihluta sínum á sam-
bandsþinginu. Sósíaldemó-
kratar juku þingsæta-
fjölda sinn um 22 sæti og
flokkur frjálsra demó-
krata nær tvöfaldaði fylgi
sitt frá síðustu kosningum
1957 — fékk nú 66 þing-
menn kjörna. Aðeins þess-
ir þrír stjórnmálaflokkar
uppskáru ávöxt hinnar
hörðu kosningabaráttu síð
ustu vikna — því að aðr-
ir flokkar þurrkuðust út
af hinu 499 manna vestur-
þýzka þingi. Úrslitin hafa
það í för með sér, að al-
gjör óvissa ríkir nú um
myndun nýrrar stjórnar,
Sósíaldemókratar 190 (168)
Frjálsir demókratar 66 (43)
Kristilegir demókratar
enn öflugastir
Kosningaúrslitin eru ótví-
ræður sigur fyrir tvo síðar-
nefndu flokkana. Þrátt fyrir
það er Kristilegi demókrata-
flokkurinn áfram langstærsti
flokkur á þingi og stjórnar-
myndun án hans hlutdeildar
talin óhugsandi. Sjálfur hefur
dr. Adenauer látið hafa eftir
sér um þessar niðurstöður
kosninganna, að flokkur sinn
sé enn jafnöflugur og hann
var eftir kosningarnar 1949
og 1953. Verði það að teljast
mjög góður árangur. Atkvæða
fylgi sósíaldemókrata, sem
Flokksleiðtogarnir þrír
nema hvað sýnt þykir, að
hún verði ekki án aðildar
Kristilega demókrata-
flokksins.
Þátttaka í kosningunum var
góð og neyttu kosningaréttax
síns 87,5% þeirra 37,4 millj.
sem á kjörskrá voru. — Sam-
kvæmt framansögðu verður
þingsætafjöldi flokkanna sem
hér segir (eldri tölurnar í svig
um):
Kristil. demókratar 243
Willy Brandt — vann sigur, sem
(281) hrekkur þó skammt
Slómin eru yndisauki
Afskorin blóm í úrvali. Mjög
fallegar hengiplöntur og fl.
pottablóm. Ennfremur potta-
grindur og statív og margt fl.
Reynið viðskiptin.
JífRÍSLAþf
BIFREIÐASALAM
Borgartúni 1
Símar 18085 og 19615.
Gjörið svo vel og notfærið
ykkur hið stóra sýningar-
pláss. Það tryggir yður ör-
örugga sölu að bílarnir séu
Selt á staðnum.
BIFREIÐASALAIEI
Borgartúni 1
Símar 1808Sogl9615
Bjórgúlfur Sigurðsson
Hann selur bilana
Dr. KONRAD ADENAUER —
1 kosningabaráttunni stóð
hinn 86 ára gamli kanzlari 47
ára keppinaut sínum fyllilega
á sporði og að sumra dómi
jafnvel meira en það, fór
fljúgandi um gjörvallt landið
en kom þó ætíð heim til
Bonn á kvöldin til að sinna
stjórnarstörfum. Verður hann
nú að víkja?
%
sinn teldi eðlilegast og æski-
legast að mynduð yrði sam-
steypustjórn á breiðum grund
velli, þ. e. allna þinc'1okkanna
þriggja. Á blaðam„.i..afu’-idi í
gær vísaði dr. Adenauer al-
gjörlega á bug hugmyndinni
um slíka samstjórn, sem hann
kvað ekki fá samrýmzt lýðræð
iskröfum nútímans. Hann
kvaðst ekki í svipinn vera
reiðubúinn til að láta uppi,
hvort flokkur sinn mundi
mynda minnihlutastjórn eða
ganga að endurnýjuðum til-
boðum frjálsra demókrata um
samsteypustjórn með þeim.
Kanzlarinn sagði, að Kristi-
legi demókrataflokkurinn
kæmi saman í dag, þriðjudag,
til þess að fjalla um viðhorfin
eftir kosningarnar.
Dr. Adenauer, sem nú er
86 ára gamall — og mun því
standa á níræðu í lok hins ný-
byrjaða kjörtímabils — hló að
eins, þegar það bar á góma á
blaðamannafundinum, hvort
hann mundi draga sig í hlé.
Sagði hann, að úr því mundi
þingið skera.
Utanríkisstefnan
mikilvægust
Kanzlarinn lýsti því yfir, að
hann teldi mestu máli skipta,
að áfram yrði fylgt þeirri utan
ríkisstefnu, sem kristilegir
demókratar hefðu haldið uppi
á undanförnum 12 árum — Og
hvergi yrði frá henni hvikað.
Ástandið í alþjóðamálum væri
slíkt, að vestrænu ríkin yrðu
að standa sameinuð og sýna
festu í gerðum sínum.
Þess er vænzt meðal sam-
herja Vestur-Þjóðverja, að
myndun nýrrar ríkisstjórnar
dragist ekki á langinn. Eins og
nú háttar heimsmálum þykir
mjög brýnt, að þýzka „stjórn-
arkreppan" leysist hið bráð-
asta, svo að hún verði örugg-
lega ekki þrándur í götu
þeirra viðræðna, sem framund
an eru um lausn Berlínar- og
Þýzkalands-vandamálanna.
Heldur Adenauer áfram?
Þeir munu vera fleiri á Vest
urlöndum, sem kjósa að dr.
Dr. Ludwig Erhard — verður
hann þjóðarleiðtogi?
höfðu Willy Brandt að kanzl
araefni, jókst úr 31,9% í kosn-
ingunum 1957 í 36,3% nú. Er
þetta mesta fylgi sem flokkur-
inn hefur notið fram að þessu.
Hefur aðstaða hans því
styrkzt nokkuð, þó að ekki
endist það honum til stjórnar-
myndunar eða þátttöku í
ríkisstjórn. Frjálsir demókrat
ar, sem einir héldu velli af
minni flokkunum, efldu þing
styrk sinn mjög svipað og
sósíaldemókratar. Þar með
hefur þeim tekizt að skapa
sér oddaaðstöðu í stjórnmál-
um landsins. — En þá er
ósvarað spurningunni um
stjórnarmyndun?
Horfur um
stjórnarmyndun
Fyrir kosningarnar lýsti dr.
Adenauer yfir þvi, að hann
teldi samsteypustjórn ekki
koma til greina. Á hinn bóg-
inn var því marglýst yfir af
hálfu Frjálsa demókrata-
flokksins og formanns hans,
Erich Mende, að þeir væru
fúsir til að taka upp stjórnar-
samstarf við kristilega demó-
krata að kosningunum lokn-
um, en kysi þó fremur, að dr.
Erhard tæki við kanzlaraem-
bættinu af dr. Adenauer. Jafn
skjótt og kosningaúrslitin
voru ljós orðin, lýsti svo Willy
Brandt yfir því, að flokkur
Irich Mende — vill Erhard í
kanzlarastólinn
Adenauer haldi áfram stjórn-
arforystu. Að baki þeirri af-
stöðu liggur fyrst og fremst
sú sköðun, að reynsla hafi
sýnt, að vestrænu samstarfi sé
farsællega borgið í hans hönd-
um. Engu að síður verður ekki
annað séð, en dr. Adenauer sé
nú í tvísýnni aðstöðu hvað
kanzlaraembættinu viðvíkur.
Sjálfum sér líkir
Vestur-býzku kosningarnar
og úrslit þeirra hafa verið eitt
aðalumræðuefnið víða um
lönd og er þess nú beðið með
mikilli eftirvæntingu, hvert
framhaldið verður. Málgagn so
vézku stjórnarinnar „Pravda“
komst svo að orði 1 gær, að
í Austur-Þýzkalandi væru
kosningarnar sigurhátíð lýð-
ræðisins — en í Vestur-Þýzka
landi atkvæðagreiðsla án kosn
inga.