Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21 sept. 1961 MORG'V'NBLAÐIÐ 13 Hvers vegna CI5GJA MÁ, aS aðalumræðu- ^ efni manna um víða ver- öld undanfarnar vikur hafi v e r i 3 kjarnasprengingar Rússa, sem hófust 1. septem- ber og ekkert lát hefir orðið á síðan. Tilraunir Rússa hafa valdið miklum ugg og ótta meðal almennings víða, sem skiljanlegt er, þar sem helryk- ið frá sprengingunum hreið- ist nú út dag frá degi á norð- urhveli jarðar. Hér heima má líka hvar- vetna heyra menn ræða þetta mál — á götuhornum, í stræt- isvögnum, rakarastofum — og yfirleitt hvarvetna, þar sem kunningjar hittast. Það má heyra hinar margvíslegu skoð anir „mannsins á götunni“ á því, hvað afleiðingar atóm- }/fómSp1£A£/C£tt€UUl/dt 'feússa hófu Sovétríkin tiiraunir með kjarnorkuvopn ? sprengjutilraunirnar m u n i hafa — og hafi nú þegar. Það er t.d. ekki óalgengt, þegar fólk talar um hin miklu veð- ur, sem gengið hafa víða að undanförnu, að heyra ein- hvern klykkja út með setn- ingu eins og: — Það mætti segja mér, að þetta sé allt bölvuðum kjarnorkusprengj- unum hans Krúsjeffs að kenna! Á sama hátt heyrist Krúsjeff jafnvel kennt um kvilla, sem ganga hér í Reykja VÍk — o. s. frv. o. s. frv. (Það ber að athuga, að síðan framanskráð var skrifað, hafa hin hörinulegu afdrif Dags Hairumar- skjölds orðið mönnum enn ríkari í huga en mál það, sem hér er rsett um). ! — • — •jr Með slikum hætti gera menn þetta heimsvandamál að sinu eigin, persónulega áhyggjuefni — og auðvitað er hér lika um að ræða mál, sem engum er óvið- komandi. En það er að sjálfsögðu ekki aðeins almenningur, sem ræðir þetta mál nú. Það er líka eitt aðal-umhugsunar- og um- ræðuefni stjórnmálamanna, frétta tnanna og fjölda sérfræðinga viða um heim. En þótt afleið- ingar sprengjutilraunanna og sú hætta, sem saklausu fólki margra landa getur stafað af hinu geisla- virka ryki frá þeim, sé mjög til nmræðu á þeim „vígstöðvum", er hinum sérfróðu ekki síður mjög í mun að reyna að gera sér grein fyrir, hvers vegna Krúsjeff og hans menn hafa talið nauðsynlegt að hef ja nú kjarnavopnatilraunir, vitandi það, að slíkt hlyti að baka Sovétrík junum miklar óvin- sældir, ekkl sízt meðal hinna hlut lausu, sem Rússar hafa þó hingað til reynt að brosa sem blíðast til. — Margar og mismunandi skoð- anir hafa komið fram um þetta, og skal hér drepið á nokkur at- riði í því sambandi. — • — Eins og kunnugt er, hefir Krús- Jeff látið svo um mælt, að Rúss- ar hy.ggist gera, og reyna, 100 megatonna vetnissprengju (þ.e. sprengju, er jafngildi lðO milljón um lesta af TNT). Þessi yfirlýs- ing virðist mörgum benda til þess, að tilgangur Rússa með kjarnorkukapphlaupi því, sem þeir nú hafa hleypt af stað, sé fyrst og fremst sá að vekja ógn og skelfingu meðal þjóða heims — og nota óttann til þess að sundra vestrænum bandamönn- um. * ÓGNARSTEFNA Þannig segir til dæmis hinn kunni stjórnmálafréttaritari „Ob- servers", Richard Lowenthal: — Krúsjeff hyggst nú reyna að ná því með ógnarstefnu, sem hon- um hefir ekki tekizt að ná með fagurgalanum um friðsamlega sambúð. Hann er að reyna að koma því inn hjá mönnum, að „jafnvægi ógnanna" milli Austurs og Vesturs sé ekki lengur til — og að andstæðingar hans verði héðan 1 frá að beygja sig undir það, að Sovétríkin ráði gangi heimsmálanna með ótviræðum „yfirburða-óginum". — Lowenthal kveðst ekki geta séð neina aðra skýringu á því, að Rússar skyldu einhliða hefja atómsprengjutil- raunir, með það fyrir augum að framleiða allt að 100 megatoima vetnissprengjur — sem hafi í rauninni „engan skynsaimlegan tilgang í hernaði“. — Kremlherr- arnir virðast nú meta það miklu meira að ógna andstæðingum sín- um en að vinna hylli og samúð hlutlausu ríkjanna, segir Lowen- thal. — Þeir hljóta að hafa gert ÞETTA KORT sýnir lauslega, sprengja þann 13. og 16. Einn hvar Rússar hafa framkvæmt ig voru tvær KT-sprengjur 13 fyrstu kjarnasprengingar sprengdar við Semipalatinsk sinar. — Fyrsta sprengjan dagana 13. og 17. september. var sprengd hinn 1. sept. í (f gser, eftir að kortið var grennd við Semipalatinsk í teiknað, sprengdu Rússar enin Mið-Asíu. Hún var nokkur 1 MT-sprengju við Novaja kílótonn að stærð (KT) — eða Zemlja). jafngildi nokkur þúsund lesta Eins og getið hefir verið í af TNT sprengiefni. Síðan var fréttum, er um 2.750 km vega- tveggja daga hlé, en 4. og 5. lengd (í beina loftlínu) milli sept. var aftur sprengt á sömu Novaja Zemlja og íslands. — slóðum, og svipaðar sprengjur Geislavirkt ryk frá sprenging- (KT) — og þann 6. var nokk- unum þar berst þó varla beint urra kílótonna sprengja hingað, því að meginstefna hel sprengd „einhvers staðar“ aust ryksins frá öllum fyrrgrreind- an við Stalingrad. — Nú var um sprengingum mun vera til hlé til 10. sept. — en þá var austurs — og geta því liðið líka sprengt svo um munaði: tvær til þrjár vikur áður en tvær sprengjur við Novaja það berst á okkar iengdargráð Zemlja í Norður-íshafinu, önn ur. Sem betur fer munu og ur af svipaðri stærð og fyrr, nokkrar líkur til þess, að meg- en hin var nokkur megatonn inrykstraumarnir stefni fram að sprengikrafti (MT), jafn- hjá okkur, auk þess sem hel- gilti nokkrum milljónum lesta rykið hefir farið það langa af TNT. Slíkar sprengjur voru Ieið, er það kemur á okkar og sprengdar þar þann 12., 14. slóðir, að það er mjög farið og 18., auk tveggja KT- að þynnast. sér gtrein fyrir því, að þessar aðgerðir þeirra yrðu fordæmdar um heim allan. En samt hafa þeir viljað kaupa þetta slíku verði — og kosið að eitra fyrir og skelfa sitt eigið fólk. En ekki til þess ■Ma* h«W MW SAGT — um sprengjutilraunir Russa — Krúsjeff hy^gst nú reyna að ná því með ógnarstefnu, sem honum hefir ekki tekizt að ná með fagurgalanum um friðsamlega sambúð. — — Richard Lowenthal, fréttamaður hjá „Observer“. — Tilgangur Krúsjeffs er að ógna mannkyninu, svo að hað játi, að betra sé að vera RAUÐUR en DAUÐUR. — Kenneth Crawford í „Newsweek“. —- Einföld skýring-; — (Rússar) eru eftirbátar Bandaríkjamanna, bæði að því er varðar notagildi off map kjarnavopna. — Úr yfirlitsgrein í „Newsweek". — Ég efast ekki um, að Rússar hafi haldið áfram kjarnavopna- tilraunum allan tímann (meðan viðræður um bann stóðu í Genf). — Lewis L. Strauss, fyrrv. formaður Kjarnorkunefndar Bandaríkjanna. — Hjól sögunnar virðast vera farin að snúast aftur á bak fram- tíðin er myrk. Hideki Yukawar japanskur Nóbels-verðlaunahafi í eðlisfræði. ■ að ná hernaðarlegu markí, sem raunverulega er ekki til (þ.e. hamn telur 100 megatonna sprengju tilgangslausa í hernaði, sbr. framansagt) — heldux vegna þess, að vonazt er eftir þeim póli- tíska ávinningi að valda skelf- ingu í röðum Atlantshafsbanda- lagsins. * VEIKLEIKAMERKI? Annar Observer-maður, Ro- bert Stephens, túlkar þá skoð- un, sem líka hefir borið á, að megintilganguir Krúsjeffs kunni að hafa verið sá, að vekja ótta hlutlausu ríkjanna (ekki fyrst Og fremst andstæðinganna), í því skyni, að þau gengju fram fyrir skjöldu til þess að koma á samn- ingaviðræðum milli Austurs og Vesturs um deilumálin — og Rúss ar kæmu þannig „sterkari“ að samningaborðinu en ef þeir sjálf- ir yrðu til þess að bjóða til við- ræðna. Þetta byggist á því, að meginástæðan til fraimkomu Rússa sé innbyrðis togstreita og veikleiki, en sú skoðun mun all- rík meðal brezkra stjórnmála- manna t.d. — ekki sízt að því er Berlínarmálið varðar, en menn líta nú að vonuim mjög til Berlín- ar sem eins konar áttavita uim allan gang heimsmálanna. — Til styrktar þeirri skoðuin, að Krús- jeff hafi fyrst og fremst haft hlutlausu þjóðirnar í huga í sam- bandi við kjarnorkutilraunir, er bent á, að það var daginn áður en Belgradráðstefna leiðtoga 24 hlutlausra ríkja hófst, sem til- kynningin var gefin út um, að Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.