Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 WAMh Næg síld 1 SÍÐUSTU viku kom afla- skipið Ólafur Magnússon af veiðum. Var hann þá afla- hæsta síldveiðiskipið í sumar, og það síðasta, sem veiðar stundaði. Nokkru eftir að skipið kom hingað áttum við stutt rabb við skipstjórann og aflakónginn Hörð Björnsson frá Dalvík. Aflinn var alls 22364 mál og tunnur, og úthaldstíminn frá 13. júní til 10. september. Mest fengum við í einu kasti um 1300 mál, og þó nokkru meira, því við urðum að sleppa talsverðu magni úr nótinni, þar sem við gátum ekki tekið það sökum rúm- leysis, sagði Hörður, og hann bætti við: Síðustu síldina fengum við 80—100 mílur austur í hafi. Þar var næg síld, stór og feit. Ég sá ekki minna þar af síld síðasta dag- inn sem við vorum þar, en þann fyrsta. En til þess að stunda veiðar svo langt frá landi á þessum tíma árs, þarf mun stærri skip en almennt gerist á sumarvertíð. Ólafur Magnússon EA 250 er nýlegt skip, rúml. ársgam- alt, um 160 smál. og byggt í Noregi. Eigandi Ólafs er hinn kunni útgerðarmaður Valtýr Þorsteinsson frá Rauðuvík. _ Einhvem næstu daga mun Ólafur fara til Noregs, senni- lega með síldarfarm, og einn- ig til vélaeftirlits. — St. E. Sig. Ingibförg C'arnadéttir Fædd 6. ágúst 1876 Dáin 8. apríl 1961 KVEÐJA FRÁ FRÆNDKONU VESTANHAFS Nú horfl ég til hæða til hans sem gaf og tók. Til andans æðstu gæða oss opnar sína bók. l»ar er hans lögmálsletur lifandi vegurinn, sem allt útskýrt getur upphaf og endirinn. Dyrnar opnast, heyrum hljóm húskveðjunnar þunga niðinn samblandast við engla óm, ástvinunum boðar friðinn. tlt er borið andað lík ástkær móðir kærleiksrík. Hjartað trygga hætt að slá faennar lifir þakkargjörðin. Falin moldu fölnuð brá fótskör Guðs er blessuð jörðin. Ástvinanna opin sár ftndinn græðir, þerrar tár, Móðurást þin ávöxt bar allt þitt í Guðs hendur lagðir. Daglegt brauð þitt blessað var faörnin þín að hjarta vafðir. Frá æskumorgni merkið barst f mótlætinu hetja — hetja varst. Hvar sem að þín leiðin lá liðsemd öðrum vildir veita. Eyrað heyrði augað sá ekki þurfti langt að leita. Hún var sanni „Samverjinn“ sú var hennar lífsfórnin. Pöngelskandi-sálin var söngurinn frá hjarta knúður. Höngunin fram lofgjörö bar likum helgum engla lúður. Röddin var svo hrein og há henni gefin Guði frá. Vertu sæl, í sælu hans lem að veginn heim þér greiddi. hað var Ijósið lausnarans lífsins orð hans æ þig leiddi. Hjartað var svo hreint sem mjöll, faelguð Guði æfin ÖU. Eg vU þakka þína tryggð, þínum vinum ei þú gleymist. Trú þín var á bjargi byggð, bros og tár f minning geymist. Álengdar Ut ég legstað þinn, iogg þar andans blómsveig minn. Ingibjörg Guðmundsson — Hvers vegna Frh. af bls. 13. Rússar mundu hefja sprengju- tilraunir á ný — og daginn eftir, þegar ráðstefnan hófst, var fyrsta sprengingin framkvæmd, við Semipalatinsk í Mið-Asíu (Kas- akstan). ★ RAUÐUR — EÐA DAUÐUR Kenneth Crawford, sem ritar að staðaldri um alþjóðamál í bandaríska vikuritið Newsweek, er á svipaðri skoðun og Richard Löwenthal, en setur hana fram með „glannalegra“ orðalagi. — Hann segir m.a.: — Tíu mega- tonna sprengja (jafng. 10 millj. lesta af TNT), sem hitti í mark, nægði til að eyða hvaða borg eða herstöð sem er. Af því leiðir, að sprengja Krúsjeffs (100 mega- tovn) er ekki ætluð sem hag- nýtt vopn — heldur til þess að ógna með. Tilgangur Krúsjeffs er að ógna mannkyninu, svo að það játi, að betra sé að vera RAUÐUR en DAUÐUR. En menn eru vafalaust nógu skynsamir til að sjá, að enginn getur orðið tíu sinnum dauðari en deuður. Og þeir fyllast viðbjóði á fyrirætl- unum Krúsjeffs. — Crawford drepur og á þá skoðun, sem ýms- ir halda fram, að Krúsjeff hafi beinlínis verið neyddur til þess að hefja atómvopnatilraunirnar — af hinum „stalinískari“ öflum. innan æðstu stjórnar Sovétríkj- anna, einkum innan hersins. Hann segir m.a, í því sambandi: — Þeir, sem telja, að hann (Krús jeff) standi svo höllum fæti gagn vart hershöfðingjum sínum, að nú hafi hann orðið að gera eitt- hvað til þess að sefa þá, hafa þann grun, að geimafrekin hafi unnizt á kostnað framfara á sviði kjarnavopna, svo að nú séu til- raunir á því sviði taldar nauð- synlegar til þess að ná Banda- ríkjunum. Þetta sama kemur fram í yfir- litsgrein Newsweek hinn 11. sept. um þessi máJ. Þar segir: — Það er til einföld skýring á ákafa Rússa að hefja (kjarnavopna)- tilraunir að nýju: Þeir eru eftir- bátar Bandaríkjamanna, bæði að því er varðar notagildi og magn kjarnavopna. ★ RÚSSAR FURÐU LOSTNIR í sömu grein segir og, eftir að rætt hefir verið almennt um þá andúð, sem tilraunir Rússa hafa vakið víða um heim: — Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, voru menn hvergi jafnundrandi eins og í Rússlandi sjálfu. (Hér er átt við tilkynninguna 31. ág. — því að sovétstjórnin hefir ekki enn sagt þegnum sínum frá því, að hún hefir byrjað tilraunir með kjarnasprengjur. Hins vegar hef- ir verið sagt frá bandarísku til- raununum tveim þar eystra. Marg ir Rússar trúðu því hreint ekki, að þetta afdrifaríka skref hefði verið tekið. — „Hver ætlar að hefja aft- ur atómvopnatilraunir — Banda- ríkin?“ spurði furðu lostinn, rúss neskur stúdent. En þegar hon- um var sýnd forsíða „Pravda“, muldraði hann aðeins eitthvað ó- skiljanlegt. — „VKS eru mjög á- hyggjufull", sagði annar. Og kona nokkur grét af angist: „Nú byrja Bandaríkin áreiðanlega líka á nýjum tilraunum (eins og komið er á daginn) — enginn hefði nokkru sinni átt að byrja“. ★ HÆTTU ÞEIR ALDREI? Eins Og áður hefir komið fram hér í blaðinu telja margir, þar á meðal fyrrverandi formað- ur Kjarnorkunefndar Bandaríkj anna, að Rússar hafi reyndar aldrei hætt tilraunum með kjarna vopn — þótt svo hafi átt að heita, að hlé hafi verið á slíkum tilraunum tæp þrjú ár, sanv kvæmt samkomulagi stórveld- anna (ef sprengingar Frakka eru frátaldar, en jafnvel Rússar virt- ust ekki telja þær sérlega mikil- vægar). — Hvað sem um það er, þá eru flestir vestrænir sérfræð- ingar sammála um það, að sovét- stjórnin hafi a. m. k. lengi verið ákveðin í því að hefja tilraunir að nýju. í það minnsta hafi á- kvörðunin um það verið tekin fyrir 21. marz sl., en þá lögðu Bandaríkjamenn fram málamiðl- unartillögu á ráðstefnunni um bann til kjarnavopnatilraunum, þar sem gengið var mjög til móts við fyrri kröfur Rússa. Þeirri til- lögu var hafnað — og urðu menn þá þegar vondaufir um, að Rúss- ar hefðu nokkurn áhuga á að ná samkomulagi um bann. Enda þótt segja megi, að til- raunir Rússa hafi þannig ekki komið mönnum með öllu að óvör- um, hafa þær eigi að síður vald- ið ótta, andúð Og — vonbrigð- um. Það er ekki út í loftið, sem Kenneth Crawford segir í fyrr- nefndri grein sinni, — að Krús- jeff hafi nú „gengið rækilegar fram af almenningsálitinu í heim inum“ en gert hefir verið síðustu 20 árin, eða síðan Stalin gerði griðasáttmálann við Hitler, sæll- ar minningar. — • — Og nú, eftir fjórtán atom- sprengingar Rússa — og eftir að Bandaríkjamenn hafa talið sig neydda til þess að hefja einnig tilraunir til þess að dragast ekki aftur úr á sviði kjarnavopna — munu víst æði margir taka und- ir orð japanska eðlisfræðingsins og Nóbelsverðlaunamannsins Hi- deki Yukawa, er honum varð að orði við fyrstu fréttirnar af til- raunum Rússa: „Hjól sögunnar virðast vera farin að snúast aft- ur á bak — og framtíðin er myrk“. Féll niður af húsi og meiddist í baki í FYRRAKVÖLD varð það slys í Kópavogi að maður um sext- ugt, Elías Kristjánsson til heimil is að Hlégerði 35, f '11 niður af húsinu Kópavogsbraut 109 og meiddist talsvert á baki. | Er sonur Eliasar að byggja hús þetta, og var Elías að hjálpa honum, þegar slysið bar að hönd um. Missti htnn jafnvægi, þegar hann var að aka hjólbörumTneð steypu eftir brún hússins, féll til jarðar, kom niður á bakið og lenti á jarðföstum steini. Hafði hann þungar þrautir í bakinu og yar fyrst fluttur á Slysavarðstof una en síðan á Landakotsspítala. Var líðan hans sæmileg í gær. Haustferð í Þórsmörk FARFUGLAR efna til haust- ferðar inn í Þórsmörk um næstu helgi, nú eru haustlitir að njóta sín í Mörkinni og einmitt þá er hún að margra áliti talin fegurst. Lagt verður af stað kl. 2 á laugardag og komið í bæinn á sunnudagskvöld. Þetta er síðasta ferðin á áætl- un Farfugla á þessu sumri. Skrifstofan er opin að Lindar- götu 50 á fimmtudags- og föstu- dagskvöld kl. 8.30—10. Sími 15937. Moskva, 14. sept. (NTB-Reuter) TASS fréttastofan skýrir frá þvl í dag, að varnarmálaráðuneyti Sovétríkjanna hafi ákveðið að starfstími þeirra er nú gegna her þjónustu skuli lengdur um sinn svo og, að þeir, sem hafi þegar fengið leyfi frá þjónustu skuli, kallaðir inn aftur. BERGS verkfœri E. A. BERGS FABRIKS AB • ESKILSTUNA BERGS verkfæri eru hvarvetna liekkt ogf viðurkennd fyrir endingfu og vandaða smíði AB BAHCO, Stockholm Umboð: Þórður Sveinsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.