Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 21. sept. 1961 MOnCUlSBLAÐIÐ 17 Einar Bogason frá Hringsdal Kjarnaspurningar 'Á býður f jölbreytilegt úrval bifreiða þar á meðal ódýrustu bifreiðarnar á markaðinum. 500 sendiferðabifreið kr. 76.100.00 600 fólksbifreið, 4 manna — 95.600.00 Sýningarbílar á staðnum Lougavegi 178 Sími 38000 Næst er minniff mannsins hjarta, minnir það á rika hljóma. Matth. Joch. BETRA ER seint en aldrei, varð mér að orði, er ég í Morgunblað inu las grein eftir Benedikt Tóm asson skólayfirlækni, þar sem hann meðal annars segir: „Fæst urn er sársaukalaust að láta dæma sig óhæfa til þess hlutskiptis, sem þeir hafa kosið sér, og samvizku sömum nemendum, sem stunda námið dyggilega, en reynast krof urnar ofviða getur orðið það nær óbærilegt að falla á prófi. Sum- um veitir það slíkan áverka, að þeir verða aldrei samir eftir“, og enn segir hann: „Þetta er að leika sér að heilsu þjóðarinnar. Hefir þjóðin efni á því?“ Hér fæ ég þó, sem betur fer einn jábróð- ur, og ekki af verri endanum, sjálfan skólayfirlækninn, sem þor Ir að birta á prenti skoðun sina, sem er jákvæð skoðun minni, er ég hélt fram í grein minni er ég reit í Morgunblaðið 19. okt. 1956, sem nefndist: Kennslubækurnar og hjartasjúkdómarnir. í grein þessari hélt ég því fram, að hinn drepandi prófkvíði, áhyggjur og fall við próf, hefðu skaðleg áhrif á hjarta, taugar og heila nemend- anna, þar sem hjarta- og tauga sjúkdómarnir væru samkvæmt (heilbrigðisskýrslum skaðlegastir af öllum sjúkdómum þjóðarinnar eða um 1/5 af öllum dauðsföllum. Máli mínu til stuðnings eru um- sagnir frægs læknis dr. Edwards Podolski í bókinni: „Stop Worr- ying Get Well“. Þar segir: 1. Hvað slæm áhrif áhyggjur geta íhaft á hjartað. 2. Áhyggjur geta valdið gigt. 3. Áhyggjur viðhalda Ofháum blóðþrýstingi. 4. Forðist áhyggjur magans vegna. 5. Hvern ig áhyggjur geta valdið kvefi. 6. Áhyggjur og skjaldkirtillinn. 7. Kykursýkin, sem áhyggjur valda. Herbert heitinn Hawkes var deild arforseti við Columbia háskóla í 22 ár, sagði að ringulreið væri meginorsök áhyggna. Hann hjálp aði 200 þús. stúdentum til að leysa áhyggjuefni sín. Tíu til 20 ára áhyggju-ringulreiðar og próf Ikvíðafarg hlýtur því að hafa heilsuspillandi áhrif á íslenzka nemendur. Til þess að létta þessar áhyggj nr nemendanna, og gera þeim prófið auðveldara, betur af hendi leyst og notadrýgra, skemmti- legra og hollara, þurfa að prent- ast með hverri kennslubók spurn ingar sem ná til alls kjarna bókar innar, sem ég vil leyfa mér að nefna KJARNASPURNINGAR. Spurningar þessar séu samdar af þar til hæfum mönnum. Sé epurt um það, sem nauðsynlegt er að nemandinn viti úr efni bók arinnar. Við hverja spurningu sé prentað blaðsíðutal þeirrar blað- síðu kennslubókarinnar, sem hægt er að fá svar við spurning unni. Það auðveldar samningu svaranna og notkun þeirra. Nám. ið fer svo þannig fram, að nem andinn les fyrst kaflann vel ofan í kjölinn og þegar hann hefir gert það nægilega vel, tekur hann til að semja skrifleg svör við spurningunum, sem hann jafnóð «m færir inn í vinnubók sína. ÍReki hann í strand við að semja evörin, verður hann að fá hjálp, Sem hann telur örugga. Annars er sjálfsögð skylda kennaranna eð athuga hvort svörin séu rétt. Þessar spurningar og svör við þeim kynna nemendurnir sér *njög vel og rækilega. Einhverj- nr af þessum spurningum fær hann á prófinu, en aðrar spurn- Ingar úr þeirri bók ekki, en hverjar af þeim hann fær, fær bann ekki að vita fyrr en á próf- inu. Þannig fer prófið fram í hverri námsgrein. Þessa kennslu eðferð og prófreglur og tilhögun við prófin, eru nemendurnir látn ir vita við námsbyrjun. Æski- legt og öruggast er að semja svo I ritgerð um hvern spurningakafla, J það festir efnið betur í minni, eins og bent er á í hinum ágætu kennslubókum Royal readers, sem samdar eru af hálærðum mönnum, og halda mjög fram kostum þessara kjarnaspurninga aðferða til öryggis og þæginda fyr ir kennara og nemendur. Hér hlýtur hver heilvita maður að sjá að sé svona í pottinn búið, er hann miklu betur undirbúinn að standast prófin hvort, sem það eru landspróf eða önnur próf. — Hér hlýtur hver nemandi að finna og sjá, að hér er hann, að því er spurningarnar á próf inu snertir, að fást við gamla kunningja, sem hann hefur svar að áður, með aðstoð kennslubók- arinnar og ef til vill meiri aðstoð ar, og auk þess endurskoðuð og útskýrð af kennaranum, en auk þess marglesið þau yfir á eftir, að auk, lesið kennslubókina niður í kjölinn. Hér er öllu fálmi, ó- vissu Og ringulreið kastað fyrir borð, sem leiddi af sér heilsuspill andi kvíða og hundavaðsyfirlest ur í náminu, en öryggi vonarinn- ar kömið í staðinn, sem er lífsins verndarengill, því nú finnur nem- andinn, að hér hefir hann ein- hverja festu til að tylla tánum og fingurgómunum í, og því er nú áríðandi fyrir hann að beita lífs- og sálarkröftum til að ná hinu margþráða prófi sér og að- •stendendum sínum til gleði. Hann hrindir því frá sér hinum heilsu spillandi kvíða og áhyggjum, en fyllist von, lífsgleði, þrótti, iðni og þolinmæði, sem þrautir vinnur allar. — Eg vil taka það fram, til að fyrirbyggja misskiln ing, að þýðingar á útlend mál og þýðingar af útlendum málum á ís lenzku, ásamt stílagerðum og rit gerðum tel ég nauðsynlegar. En málfræðispurningar finnst mér sjálfsagt að séu kjarnaspurningar úr kennslubókinni, hvort sem hún er lesbók eða málfræðibók. En málfræði greinin eins og venja hefir verið. í stærðfræði á prófum finnst mér að ætti að hafa bæði lesin og ólesin dæmi. En ekki má hafa ólesnu dæmin þyngri heldur en dæmi þau hafa verið upp og niður, sem nem.and- inn reiknaði í reikningsbókinni í skólanum. Minnisvísur við nám í skólum Fjölda margir Xslendingar munu kunna 350 ára gömlu vís- una hans síra Einars prófasts í Eydölum d. 1626 föður Odds bisk ups og þjóðskáldaforföðurs: — „Kvæðin hafa þann kost með sér, þau kennast betur og lærast ger“. Einnig vísuna: „Sig mest merkir hinn fyrsti“, sem mun vera öllu eldri en séra Einars vísan eftir því, sem næst verður komizt. Sömuleiðis mán- aðardagavísuna alkunnu: „Ap., jún., sept.,“ nóv þrjátíu er“ eða „hver“, eins og sumir hafa hana, sem flestir landsmenn kunna. Vísa þessi er lika til á ensku, og er gömul í Englandi. Hún byrj ar svo á ensku: „Thirty days hath September“ o.s.frv. Þetta sýnir að bæði við íslendingar og aðrar þjóðir telja minnisvísur vera tilvaldar og hentugar til að festa sér í minni ýmislegt, sem fljótlega þarf að nota. Og sannan lega hefi ég langa lífsreynslu, sem nú er 80 ára fyrir því, að þetta er satt og óvéfengjanlegt því ég og fjöldi annarra manna kunna margar vísur frá því þeir voru börn þótt aldraðir séu nú orðnir. Það má vel vera að reyni á þolinmæðina lítið eitt hjá sum um nemendum, að festa sér vel í minni minnisvísur. En sé kennslu og prófum þannig hagað, að vakin sé von hjá nemendunum að þeir frekar nái prófi ef þeir læri vísurnar og reyna að skilja þær til að færa sér þær í nyt, þá er lítill vafi á því, að þeir fái löngun og þolinmæði til að læra og festa sér vísurnar vel í minni, svo þær komi að fyllstu notum. í öruggu trausti þessarar reynslu minnar og annarra, réðst ég í þótt ég telji mig ekki skáld, að gefa út og semja 1946 Stærðfræði leg formúluljóð, sem kom svo út aftur endurbætt og aukin ’50, með prentuðum rúnalaganótum eftir Sigurð Þórðarson tónskáld, og innihalda flestar reikningsformúl ur, sem notaðar eru að minnsta kosti í lægri skólum hér. Enn- fremur samdi ég Minnisvísur í landafræði, sem prentaðar voru 1957. Einnig Stafsetniiigarljóð með 250 vandrituðum ypsilons- orðum. Einnig hefi ég samið metrakerfið í ljóðum í Sjómanna blaðinu Víkingi 1958. Minnisvísur hjálparhella hinna tregnæmu í júní 1904 eða fyrir 57 árum, lærði ég ásamt vini mínum, sem þótti mjög tregur til bóknáms vísu af manni nokkrum, sem Gísli Finnsson hét. Nú nýlega heim- sótti ég þennan vin minn, sem er nú 75 ára gamall og næstum blindur. Þuldi hann þá upp vísu þessa orðrétta, að viðstöddum tveim mönnum, sem með mér voru. Þetta er hægt að sanna, því þessi vinur minn, sem vísuna lærði lifir enn. Annað dæmi er, að piltur nokkur er var í síðasta bekk gagnfræðaskóla í Reykja- vík og gekk afar erfiðlega að læra stærðfræði, sem einkunnir hans fyrr í skólanum sýndu, leit aði til mín, að segja sér til í stærðfræði. Eg lét hann læra það af ljóðunum, sem við átti hans reikningsnámi. Þessu lauk þannig að hann náði prófi með sæmilegri einkunn í stærðfræði. Að afloknu gagnfræðaprófi gaf piltur þessi, sem er gæðadrengur þessa yfirlýsingu í Morgunblað- inu 2. okt 1958: Reikningskennar- ar, nemendur, foreldrar hugleiðið. „Stærðfræðiljóðakunnáttan reyndist mér gullsígildi á prófi. Forðaði mér frá 40 þús. kr. fjár- tjóni". Þetta tjón taldi hann sér fullvinnandi manni að falla. Fleiri dæmi gæti ég nefnt, en þessi dæmi verða að nægja í bráð, til að sýna hve mikla hjálp minn isvísurnar geta veitt nemendun- um, ekki sízt þeim tregnæmu, sem helgasta skyldan er að rétta hjálparhönd. Nú fer vonandi senn hvað líð ur að verða erfitt fyrir andstæð- inga utanbókarlærdóms, að hræða nemendur með honum og hafa páfagaukinn fyrir varnar- múr, þar sem vísindin hafa nú sannað að utanibókarlærdómurinn þroski mannsheilann. Nemandinn getur síðar hagnýtt sér þululær dóm í sambandi við önnur atriði fyrr eða síðar. Þetta nefnir dr. Karl Strand læknir: „Hug- tengslaaðferð“. Um ljóðakver mín, sem að of an eru nefnd og ég sendi honum segir hann, um leið og hann þakk ar sendinguna: „að þær séu sér- lega vel fallnar til hjálpar við nám og samvizkusamlega gerðar í alla staði“. Og að síðustu segir hann í bréfinu: „Má ég að síðustu óska yður bezta gengis við það brautryðjandastarf, er þér hafið tekist á hendur, að auðvelda nem endum Iærdóm með einföldum aðferðum og hagkvæmum. Á vor um tímum, þegar svo margt er að læra, er þess full þörf, að vakandi auga sé haft á því atriði“. Eg vil geta þess að allir, sem ég hefi talað við, og sem reynt hafa kj arnaspurningaraðferð þá, er ég hefi að ofan lýst, ljúka á hana lofsorði. Eg er sannfærður um, að með henni og breytingu á til- högun prófanna samkvæmt því, megi létta landsprófin og nemend urnir skili þó notadrýgri lærdóms árangri, sem kemur til af því, að með spurningunum er fundinn fyrir nemendurna af þar til völd um mönnum, sem semja spurning arnar kjarni kennslubókanna, en það er einmitt kjarni þeirra, sem heimtað er að nemendurnir kunni undir prófið. Það er því eðlilegt, að þeir leggi sig alla fram til að læra hann vel og skili því góðum lærdómsárangri. Dr. Karl Strand læknir, segir um utanbók arlærdóminn: „En þar sem páfa gaukurinn nemur staðar að lok inni eftiröpuninni, getur barnið síðar hagnýtt sér þulu lærdóm í sambandi við önnur atriði lærð fyrr eða síðar. Þetta er svonefnd hugtengslaaðferð, og hér sjást greinilega yfirburðir mannsheil- ans og frá mismunandi tímum“. Þetta, sem doktorinn segir er í fullu samræmi við það sem ég segi í formála formúluljóða minna. Þar segir: „En þó að þið, sem enn eruð ungir og óþroskað ir að skilningi, getið ekki ennþá skilið allar formúlur þessar ofan í kjölinn, þá eru miklax líkur til þess, að svo geti farið, að þér með aldrinum, þegar skilningurinn þroskast fáið þá skilið þær, ef þér kunnið þær í ljóðum og getið haft þær upp orðréttar, þegar ykk ur sýnist“. Að endingu vil ég í allri vin- semd mælast til þess, við alla þá, sem unna menntun ungmenna í landinu, að taka nú höndum saman og sameina kraftana, með að hrinda þessum kennslubreyt- ingum og próftilhögunum, sem hér að framan hefir verið lýst í framkvæmd. Fengist þessu fram gengt, mundu mörgu ungmenn- inu létta fyrir hjartanu, einkum þeim sem erfitt ættu með nám. Munið: „Að það, sem þér gjör ið við einn af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gjört". Einar Bogason frá Hringsdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.