Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1961, Blaðsíða 1
24 síður pÖgM&lðib^ 48. árgangur 213. tbl. — Fimmtudagur 21. september 1961 Frentsmiðja Mor-Tmblaðsina ongi Siim forseti sherjarþingsins Frá Sameinuöu þjóðunum, New York, 20. september. (AP — NTB — Reuter) Á FUNDI allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í dag fór fram kjör forseta þings- ins og varð fyrir valinu Mongi Slim frá Túnis, er var einróma kjörinn. Mongi Slim hlaut 96 atkvæði, tvö ríki sátu 'hjá — Frakkar og ísrael, sökum þess að miðviku- dagurinn er helgidagur með Gyð* ingum. Upphaflega var annar frambjóðandi til kjörsins, Indó- xiesíumaðurinn Ali Sastroamid- jojo, en hann dró sig í hlé og Ihvatti þingið til þess að veita Slim einróma kosningu, því mik- ið væri nú í húfi að samstaða ineð þjóðum á allsherjarþinginu væri sem mest. — • — Slim hélt ræðu að loknu forseta kjöri og sagði m. a.: að fulltrúar á þinginu hefðu enn ekki náð sér eftir áfallið, sem fregnin af fráfalli Hammarskjölds varð þeim. Sagði hann erfiðleikum foundið fyrir sig, að setjasf í for- setastólinn við hliðina á auðu sæti Hammarskjölds. — Hamm- arskjöld féll á verðinum, sagði Slim — og ég mun leitast við að gera skyldur mínar sem forseti þessa þings í hans anda. Kvaðst Slim mundu reyna að stjórna þinginu með sömu þolinmæði og hlutleysi sem fyrirrennari hans Boland. Slim ræddi ýmis mál, er vænt anlega yrðu á dagskrá þessa þings. Hann vottaði hollustu sína þeim liðsmönnum S.Þ. er inntu af hendi erfið störf í Kongó og Slim lýsti því yfir, að nú yrði að binda endi á kynþáttahatur í heiminum. Rætt hefur verið um að Slim yrði jafnframt falið að aðstoða við framkvæmdastjórn samtak- anna. — (Sjá nánar um Slim í ramma á bls. 4). Formenn stjórnmálanefnda voru kjörnir beir Mario Amadeo frá Argentinu og Jordan Tsjoba- nov, frá Búlgaríu. Formaður efna hags- og fjármálanefndar var kjörinn ítalinn Brasco Lanza d' Ajeta og formaður þjóðfélags nefndar Salvador Lopez frá Fil- Kommar reknir úr flokknum MOSKVU, 19. sept. — Það kom fram hér í gær, að ýmsir hátt settir embættismenn kommún- istaflokksins og stjórnarinnar í Turkmenistan hafa að undan- förnu verið reknir úr flokknum og frá störfum sínum „fyrir ýmiss konar yfirsjónir". Samkvæmt blaðinu „Turk- menskaya Iskra", sem berst til Moskvu í gær, eru yfirdómari við seðsta dómstólinn, Saparov að nafni, og Igdirov, innanrík- isráðherra Turkmenistan, meðal þeirra, sem vikið hefir verið til hliðar. — Áður hafði aðal- ritari deildar kommúnistaflokks ins í Turkmenistan upplýst, að b1. fjögur ár hefðu 327 meðlimir flokksdeildarinnar verið reknir. ippseyjum. Formaður eftirlits- nefndar var kjörin kona í fyrsta sinn, ungfrú Angie Brooks frá Líberíu. Hermod Lannung frá Danmörku varð formaður fram- kvæmda og fjárhagsnefndar og Cesar Quintero frá Panama for- maður laganefndar. Aðeins einn frambjóðandi var fyrir hverja forrnannsstöðu og fór kjör þeirra fram með lófa klappi. • Kennedy ávarpar þingið en Krúsjeff ekki • Haft er eftir sovézkum heim- ildum, að Krúsjeff muni ekki koma til allsherjarþingsins — hann eigi alls ekki heimangegnt vegna anna við undirbúning flokksþingsins 1 október. Hins vegar hefur fyrr verið tilkynnt, að Kennedy muni ávarpa þingið, sennilega í byrjun næstu viku. 14. spreng- ingin Washington, 20. sept. (AP-NTB—Reuter) Rússar sprengdu í dag- 14. kjarn- orkusprengrjuna síðan um mánað'a mót að þeir hófu að nýju slíkar tilraunir. Tilkynning um þetta barst frá Kjarnorkunefnd Banda- ríkjanna og segir þar, að spreng-j an hafi samsvarað einni milljón lesta af TNT sprengiefni. Tilraun in fór fram við Novja Semlja. Mynd þessi var tekin við afhjúpun styttu Ingólfs Arnarsonar í Hrífudal. Y«t til vinstri sést Bjarni Benediktsson forsætisráðherra (Telefoto). Samiö verði um aigera aívopnun undir sterku e og friðsamlegar lyktir deilumálíi J Bandaríkjamenn og Rússar leggja j \ í sameiningu fram yfirlýsingu um [ J grundvallaratriði frekari \ \ afvopnunarviðræðna [ New York, 20. sept. — (AP) — BANDARÍKIN og Sovétrík- in hafa gefið út sameigin- lega yfirlýsingu um grund- vallaratriði, sem byggja skuli á frekari alþjóðlegar viðræð- ur um afvopnunarmál. Yfir- Iýsing ríkjanna tveggja, sem er framhald samkomulags þeirra er hoðað var allsherj- arþingi SÞ 30. marz sl., er í 8 liðum og kveður svo á, að öll ríki leggist á eitt um að leysa deilumál í framtíð- inni á friðsamlegan hátt skuli unnið stig af stigi að algerri afvopnun undir al- þjóðlegu eftirliti. Stjórnmálamenn telja yfirlýs- ingu þessa mikilvægt spor, sem hafi rutt úr vegi fyrstu hindr- uninni á leið nýrra afvopnunar- viðræðna Austurs og Vesturs. Þrátt fyrir umfangsmiklar viðræður í New York, Moskvu og Washington, hefur þó ekki tekizt að ná samkomulagi um hvernig skuli haga frekari vif5- ræðum. Verður mál þetta nú sent allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til meðferðar. • Þess er skemmzt að minnast, að fulltrúar kommúnistaríkjanna á ráðstefnu hinna tíu ríkja í Genf gengu af fundi 27. júní 1960 og sögðu tilgangslaust að halda við- ræðum áfram. Varð sá fundur mjög athyglisverður m. a. sökum Framh. á bls. 23 Vopnahlé í Katanga? Ndola, N.-Rhodesíu, 20. sept. — (AP — NTB — Reuter) — MOISE TSHOMBE kallaði fréttamenn á sinn fund í kvöld og skýrði frá því, að hann og fulltrúi SameinuSri þjóðanna, Arabinn Mahmoud Khiari, hefðu f dag orðið ásáttir um að vopnahlé Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.