Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. sept. 1961 MORCVNBL4Ð1Ð 5 m m 4» •IHiiÍ Stí! EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum var 16.allsherjarþing Sam. þjóðanna sett í New York sl. þriðjudag. Fulltrúar frá 99 þjóðum hafa tek- ið sér sæti í hinum stóra fundarsal allsherjarþingsins, fréttamenn frá blöðum og út- varpi streyma að, auk fjölda gesta, sem daglega koma í for vitnisskyni. Nærri hver þjóð talar sitt tungumál, og grein þessi segir frá þeim aðferð- um, sem SÞ notar til þess að allir geti fylgzt með því, sem fram fer. f nýútkomnu hefti af Natio- nal Geographic Magazine er löng og skemmtileg grein um Sameinuðu þjóðirnar og einn kafli hennar fjallar um þetta vandamál. Blaðakonan Caro- lyn Bennet Patterson hitti einn af 55 túlkum SÞ og seg- ist henni svo frá. ★ * Þegar ég var viðstödd fund stjórnmálanefndar allsherjar- þingsins, þar sem Castrostjóm in á Kúbu réðist á Bandarík- in, hitti ég einn af túlkum Sameinuðu þjóðanna, Ted Fag an, í litla glerklefa hans við einn hliðarvegginn. Hr. Fagan, sem er kátur ag ákaflyndur Argentínumaður á fertugsaldri, sagði hvasst við mig: „Þegar forsetinn setur þing ið, verðið þér að steinþegja. Sérhvert hljóð úr þessuan klefa verður útvarpað til fund armanna, blaðamanna og áheyrenda, sem hlusta á ensku þýðinguna á spönskunni“. Ég lofaði því. „En segið mér fyrst“, spurði ég, „hvers vegna túlkið þið samtímis og hvernig farið þið að því?“ Sameinuðu þjóðirnar nota fimm opinber tungumál út- skýrði Fagan, frönsku, ensku, rússnesku, spönsku og kín- versku. Hvað sem fulltrúi seg ir á einu þessara tungumála, er þýtt svo að segja samstund ist á fjögur önnur tungumál. Ég spurði herra Fagan: „En ef fulltrúinn talar ekkert nema Swahili eða Urdu?“ „Þá getur hann ekki ávarp- að þingið beint“, svaraði hann. „Hann verður annað hvort að láta þýða ræðuna sína á eitt- hvert hinna fimm tungumála eða leggja sjálfur til túlk“. Áhorfendur og fulltrúar hafa heyrnartæki og geta stillt það á það tungumál, sem þeir óska, á þar til gerðuim tækjum í stólnum. Herra Fagan, sem er einn af hinum 55 geysigáfuðu túlkum, sem hafa a. m. k. þrjú hinna viðurkenndu tungumála á Túlkur þýðir ræðu fulltrúa úr ensku á frönsku á fundi stjómmálanefndar Allsherjarþingsins, sem haldinn var í apríl s.l. til að ræða um Kúbu. Túlkurinn heitir Moni- que de Gravelaine. valdi sínu, hefur séræft sig i að snúa spönsku á svipstundu yfir í ensku. „Á síðasta haustfundi 15. allsherjar þingsins", sagði hann, „hélt Castro þá lengstu ræðu, sem haldin hefur verið innan Sameinuðu þjóðanna. Hún er líka sú lengsta, sem ég hef túlkað. Hann talaði í fjóra og hálfa klukkustund, án þess að stanza, og hið sama gerði ég“. „Hvernig gaztu það?“ spurði ég- Hann brosti. „Ég er eins og hin fræga þúsundfætla. Ef ég stanzaði einhvern tíma til að hugsa, mundi ég verða klumsa'*. Hann hélt áfram: „Við neyð umst til að beita allri athygli okkar að starfinu og auk þess þurfum við að- hafa góða þekk ingu á því efni, sem fulltrú- arnir ræða um. Túlkar sem voru ráðnir á ráðstefnuna um friðsamlega notkun kjarnork- unnar í Genf 1955, fóru á sex mánaða námskeið í kjarneðlis fræði til að undirbúa sig fyrir ráðstefnuna. Herra Fagan tók upp hrúgu af blaðaúrklippum. „Ég leitaði mér fræðslu um Kúbu fyrir þetta þing. Fyrsti ræðumaður í dag verður Dr. Victor Andrés Belaúnde frá Perú, sem var forseti 14. alls- herjarþingsins. Hann er líkleg ur að vitna í allt frá Biblíunni til Spinoza eða Kerouac**. Ég heyrði. högg forsetans, og stuttu eftir heyrðist rödd Dr. Belaúnde í gegnum heyrn artæki mitt, þar sem hann hélt ræðu á spönsku um ástandið á Kúbu. Samstundis byrjaði herra Fagan að tala ensku, með hlýjum, drama tískum raddblæ leikarans. Tal hans virtist ósjálfrátt. Dr. Belaúnda vottaði kú- bönsku þjóðinni samúð sína. Augu hans glömpuðu, þeg- ar hann hrópaði „Con un cora zón lleno de emoción**, og Fag an þýddi á sama andartaki; „Með hrærðu hjarta . . .* Augu túlksins glömpuðu eins og augu Belaúnde. Þegar ræðumaður reiddi krepptan hnefann, skók hinn hrað- mælski Fagan hnefann einnig. Hann tók þátt í hverri geðs- hræringu ræðumannsins. Hann var spegill ræðunnar á öðru tungumáli. Einu sinni vitnaði Dr. Bel- únde til stofnskrár Samein- ðuðu þjóðann. Herra Fagan leitaði eftir skjalinu með ann ari hendinni, án þess að hika í túlkun sinni, kveikti sér í sígarettu með hinni, og þegar hann tók eftir að dautt var í minni, kveikti hann á eld- spýtu fyrir mig — allt á sama andartakinu. Þegar^ ég fór, skrifaði ég á blað: „Ég er orðlaus af að- dáun, en auðvitað verð ég að vera orðlaus . . .“ Hann brosti og veifaði í kveðjuskyni í miðri setningu. — Við getum ekki ómakað okk- nr út af svona smáræði — komið með logandi sófann hingað og við skulum slökkva í honum hér. '| Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafeli kem- ur til Akureyrar á hád. í dag. — Arn- arfell er á leið til Ostend. — Jökulfell er á leið til Hvíkur. — Dísarfell er í Higa. — Litlafell fer frá Rvík í dag til Austfjarða. — Helgafell er í Len- ingrad. — Hamrafell kemur til Rvíkur á morgun. Loftleiðir h.f.: — Föstudaginn 22. sept. er Eiríkur rauði væntanlegur frá N.Y. kl. 06:30. Fer til Luxemborgar kl. 08:00 og kemur til baka kl. 24:00. Heldur áfram til N.Y. kl. 01:30. — I>or- finnur karlsefni er væntanlegur frá N.Y. kl. 09:00. Fer til Ösló, Kaupmh. og Hamborgar kl. 10:00. — Leifur Ei- ríksson er væntanlegur frá Stafangri og Ösló kl. 23:00. Fer til N.Y. kl. 00:30. H.f. Jöklar: — Langjökull er á leið til Islands. — Vatnajökull fer frá Kefla vík í dag áleiðis til* Vestmannaeyja. Hafskip h.f.: — Laxá er á leið til íslands. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss er á leið til N.Y. — Dettifoss er á leið til Rvíkur. — Fjallfoss er á leið til Ventspils. — Goðafoss er á leið til N.Y. — Gullfoss er í Kaupmh. — Lagarfoss fer frá Siglufirði í dag til Austfjarða. — Reykjafoss fór frá Ölafs- firði í gær til Eskifjarðar. — Selfoss er á leið til Reykjavíkur. — Tröllafoss er á leið til Belfast. — Tungufoss kom til Reykjavíkur í morgun. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Stettin. — Askja lestar á Norðurlandshöfnum. Flugfélag íslands h.f.: — Hrímfaxi fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:00 í dag. Væntanlegur aftur kl. 22:30 í kvöld. Flugvélin fer til sömu staða kl. 08:00 í fyrramálið. — Gullfaxi fer til Lundúna kl. 10:00 í dag. Væntanlegur aftur kl. 23:30 í kvöld. Flugvélin fer til Oslóar, Kaupmh. og Hamborgar kl. 10:00 í fyrramálið. — Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar (3), Fagurhólsmýr- ar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmannaeyja (2). — A morgun: Til Akureyrar (2), Egils staða, Húsavíkur, isafjarðar, Sauðár- króks, Skógasands og Vestmannaeyja (2 ferðir). Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Stavanger í kvöld áleiðis til Fær- eyja og Reykjavíkur. — Esja fer frá Reykjavík á morgun austur um land í hringferð. — Herjólfur fer frá Rvík kl. 21.00 í kvöld til Vestmannaeyja. — Þyrill er á Norðurlandshöfnum. — Skjaldbreið fer frá Rvík í kvöld til Vestfjarða og Breiðafjarðarhafna. — Herðubreið er á Austfjörðum á suð- urleið. Hugsa skalt, að harla valt er hjólið allt. Fögur er sjóhröktum fold. Hér syndum við fiskarnir, sagði horn sílið. Hljóður er barnlaus bær. Færri mundu illt •( faBwi vildu á hlýða. 3ja herb. íbúð óskast Til leigu til leigu nú þegar. Uppl. í sima 14965. upphitað húsnæði í jarð- hæð. — Sími 14528. 2ja—3ja herbergja íbúð Rennismiður óskast til leigu í Keflavík eða Ytri-Njarðvík. Vin- samlegast hringið í sima 1360. sem getur tekið að sér verkstjórn á vélaverk- stæði óskast nú þegar. — Uppl í síma 14965. Gott herbergi Ungur bóndi með húsgögnum og síma til leigu að Miklubraut 1. Uppl. frá 8—9 í kvöld. óskar eftir ráðskonu. Má hafa með sér barn. Uppl. í síma 14392 eftir kl. 6.30. Sem nýti Ráðskona óskast Wilton gólfteppi. Stærð 3,65x4,50, til sölu. — Sími 15091. á gott sveitaheimili við Eyjafjörð. Upplýsingar í síma 35160 kl. 1—4. Herbergi óskast í Laugarneshverfi. Uppl. í síma 22150. A T H U G I Ð að borið saman ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðin u, en öðrum blöðum. — Mý hljómsveit Breytt husakynni ★ 7 manna hliómsveit Svavars Gests Söngvarar: 'á' Helena Eyjólfsdóttir og ★ Ragnar Bjarnason Kvöldverður framreiddur frá kl. 7 Fjölbreyttur matseðill Borðið í Lido — Skemmtið ykkur í Lido „AUSTIN SJÖ“ f jölskyldubifreiðin er langódýrasta bifreið- in í dag, miðað við sína mörgu óvenjulegu eiginleika. Kraftmikil vél, 34 hestöfl, gerir bifreiðina viðbragðsfljóta og mjög auðvelda í akstri. Benzíneyðsla er sérstaklega lítil og hefur komizt niður í 5V2 ltr. á 100 km. Hvert hjól er sérstaklega fjaðrað með gúmmíútbúnaði ásamt dempara er gerir bifreiðina stöðuga í beygjum. Verksmiðjuverð AUSTIN SJÖ er kr. 34.115.— og útsöluverð áætlað kr. 102.000,— Sýnishornabifreið væntanleg til landsins snemma í næsta mánuði. Allar nánari upplýsingar hjá Garðar Gíslason hf. Bifreiðaverzlun — Sími 11506

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.