Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Utan úr heimi ljóslega vandfundinn. Rætt hefur verið um að biðja Mongi Slim, sem nú hef- ur verið kjörinn forseti þings- ins, um að vera framkvæmda- stjórninni^il aðstoðar til bráða birgða, en aðrir hafa einnig verið nefndir í því sambandi. Athyglisvert er. að meðal þeirra, sem nefndir hafa verið sem mögulegir framkvæmda- stjórar, er einn Svíi. — Segir fréttaritari Politiken hjá S.Þ., að ýmsir telji, að Indverjar Geir og Gísli Guðmundssynir og Gísli Steinar með Gullbrá í Fellsendarétt á þriðjudaginn. — Réttir Framhald af bls. 6. ur? spyrjum við Geir, bróður Gísla. — Tvær rollur. — Hvað heita þær? — Önnur heitir Skakkhyrnd en hin heitir Gulbrá. — Eru hornin skökk á Skakk- hyrnd? — Bara annað. — Hvora þykir þér meira vænt um? — Jafnt. — Seldirðu ullina af þeim í sumar? — Já. — Hvað fékkstu fyrir hana? — Eg veit það ekki. — Er þér kannske alveg sama? — Já, alveg sama, segir Geir að lokum. S.L. SUNNUDAG var vígð ný rétt í Haukadal og hlaut hún, nafnið Kirkjufellsrétt. Réttin stendur á fögrum stað við Vill- ingadalsá undir Kirkjufelli. Þar var margt manna saman komið, ræður fluttar og sungið „Blessuð sért sveitin min“, „ísland ögrum skorið“ og „Hvað er svo glatt sent góðra vina fundur“. Á með an hið síðastnefnda var sungið lentu raunar hundar tveir í slag og lá við að urrið og ýlfrið yfir- gnæfði sönginn, en cnginn fæst um það. Hundaslagur tilheyrir réUunum. Tveir lögreglumenn úr Reykja- vík i fullum skrúða voru við- staddir réttarvígsluna, þeir Bogi Kolbrún Krlstjánsdóttir: Þetta er mitt sumarfrí. Bjarnasön og Ólafur Guðmunds- son. Höfðu þeir komið þangað að beiðni sýslumanns Dalamanna til þess að sjá um að allt færi fram eftir settum reglum. — Hafið þið oft verið í réttum? spyrjum við. — Ójá, segir Bogi. — Eg er sveitamaður í húð og hár, vestan úr Staðarsveit á Snæfellsnesi. — Og ert þá hnútum kunnugur. — Já, við getum sagt það. — Hefurðu stundað löggæzlu- störf í réttum fyrr? — Nei, ekki nema í kring um Reykjavík þangað u! í fyrra, þá fór ég í Stafnsrétt í Svartárdal. Þar er mikil fjárrétt Og hún er notuð sem stóðrétt líka. Það hefi óg ekki séð áður. — Var þar mikið fjör? — Jú, ekki vantar það, en allt fór pó vel fram. Það er óhætt að segja það. Réttin svipmeiri — Hafa menn ekkert á móti bví að lögreglan mæti í réttirn- ar? — Nei. Eins Og þið heyrðuð áð- an þá buðu þeir okkur velkomna hér og Sögðu að réttin væri bara svipmeiri þegar þeir fengju svona fugla í heimsókn. — Hverju gefið þið helzt auga hér? — Þetta er bara venjulegt eftir- lit. Við erum aðallega að athuga að menn aki ekki drukknir frá réttinni og höfum auga með því að ekki sé farið illa með skepn- urnar ef t.d. er um fjárflutninga á bílum að ræða. Þetta er aðeins venjuleg þjónusta, segir Bogi að lokum. Dregið í dilk úr Austurstræti Við vikjum okkur nú að Ólafi Guðmundssyni. — Þú ert kannske úr sveit líka? — Nei, borinn Og barnfæddur Reykvíkingur. — En verið í sveit áður fyrr? — Jú, mikið sem unglingur. Þá kom maður Oft í réttir. — Þér þykir kannske gaman að því enn að koma í réttir? — Já, þetta er alltaf jafn mik ið sport. — Þú vildir heldur vera í rétt- um en á vakt í Austurstræti? — Já, það segi ég alveg satt að heldur vildi ég vera í réttum! — Nú dragið þið líka í dilka úr Austurstræti, ekki satt? — Það kemur fyrir, segir Ólaf- ur og hlær. — Er meiri skemmtun að draga sauðfé? — Já, það er eðlilegra að mað- ur geri það, segir Ólafur. — Við erum alltaf að draga dilka, skýtur Bogi inn L — Það eru bara öðruvísi sauðir en þeir sem eru hérna í réttinni! — hh. j muni mæla með honum til starfsins. Sá sem um ræðir, er Gunnar Jarring sendiherra Svíþjóðar í Bandaríkjunum. Indverjar eru gagnkunnugir Jarring og meta hann mikils frá því hann var sendimaður sænsku stjórnarinnar í Ind- landi. Þó leggja þeir enn meiri áherzlu á framkomu Jarrings, er hann á vegum Sameinuðu Þjóðanna vann að málamiðlun í Kashmír-deil- unni, svo og er Svíþjóð átti sæti í Öryggisráðinu. Ekki er útséð um hversu fast Rússar halda við kröfu sína um „þrístjórn" samtak- anna, en þær virðast ekki eiga miklu fylgi að fagna — enda mál flestra að slík stjórn yrði upphaf að eyðileggingu sam- takanna. Eða eins og Tryggve Lie sagði eftir fráfall Hammar skjölds: — Verði komið á ,,þrístjórn“ Sameinuðu Þjóð- anna geta þær ef til vill áfram orðið eins konar vettvangur fyrir málamiðlun, en hinu vax- andi hlutverki þeirra sem framkvæmandi afls í heimiiv- um yröi lokið. NOTIO: HARPO HÖRPU SILKI HÖRPU JAPANIAKK HÖRPU BiLALAKK HÖRPU FESTIR Matpa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.