Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. sept. 1961 ÚTGEFANDI: WTSTJÓRAH: BIRGIR ÍSU GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Borgara- varnir á Islandi I>ar sem frásagnir í sambandi við 16. þing S.U.S. hafi setið í algjöru fyrirrúmi hér á síðunni að undan- förnu, hefur eftirfarandi grein orð- ið að bíða birtingar óhæfilega lengi. Er höf. beðinn velvirðingar á því. MEÐ ÞÁTTTÖKU í Atlantshafs- bandalaginu hafa íslendingar igerst aðilar að þeim viðbúnaði frjálsra þjóða heims, sem miðar að því að koma á fót svo sterk- um hervörnum, að heimsveldis- sinnarnir í austri freistist ekki til árásar. Jafnframt er okkur séð fyrir þeim hervörnum, sem nauðsynlegar eru, ef hinir sovézku imiperialistar láta sér ekki segjast. Enda þótt öllum megi Ijóst vera hvílíkar hörmungar ný heims- styrjöld hefði í för með sér, verð- ur ekki annað séð, eftir raunhæft mat á ástandinu í Berlín, að hætt an á styrjöld sé mjöig mikil, vegna örvæntingarfullra og brjál æðislegra aðgerða rússneskra kúg unarafla í þeirri borg. Krúsjeff virðist stefna heiminum hraðbyri í áttina til styrjaldar, þrátt fyrir allar tilraunir ábyrgra stjóm- Frh. á bls. 17. Endurskoða þarf k]ör opin- berra starfs- manna 16. ÞING Sambands ungra Sjálf- stæðismanna ályktar, að brýna nauðsyn beri til, að endurskoðun fari fram á gildandi ákvæðum um laun opinberra starfsmanna. Bendir þingið á, að nú er svo bomið, að fólk vantar til ýmissa starfa, sem unnin eru á vegum hins opinbera, og á það ekki sízt við um störf, sem sérþekkingar krefjast. Felst í þessu veruleg hætta fyrir þjóðfélagið, sem af- stýra verður með raunhæfum að- igerðum hið fyrsta. 16. ÞING Sambands ungra Sjálf- stæðismanna fagnar hinum merku áföngum til aukins frelsis og meira jafnvægis í þjóðarbú- skap Íslendinga, sem náðst hefur með viðreisnaraðgerðum þeim, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir. Viðreisnarstefnan boðar upp- haf nýrri og betri tíma í atvinnu- lífi landsmanna og mun skapa styrkan grundvöll fyrir heilbrigð um atvinnurekstri, ef þjóðin vill taka á sig þær tímabundnu byrð- ar, sem óhjákvæmilegar eru, þeg- ar horfið er frá hinum gamla, óhéilbrigða rekstrargrundvelli styrkja og hafta. Ungir Sjálfstæðismenn álíta, að hin nýja efnahagsmálastefna sé raunhæfasta leiðin til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði og vax- andi almenna velmegun þjóðar- innar um ókamna tíð, og hvetja í fiskvinnslustöðvunum vinna margar hendur ótt og títt að framleiðslustörfunum. Hin nýja efna hagsmálastefna Raunhæíasta leiöin til aö tryggja einahags- legt sjálfstæði og aimenna velmegun * Alyktun 16. þings 8.U.8. um efnahagsmál þeir alla unga og þjóðholla fs- lendinga til að fylkja sér um þessa stefnu sjálfstæðis og atorku. Þingið bendir á eftirfarandi at- riði varðandi frekari uppbygg- ingu íslenzks atvinnulífs: 1. Efnahagsleg velmegun isl. þjóðarinnar byggist á aukinni framleiðni, meiri framleiðslu og útflutningi á framleiðslu- vörum atvinnuveganna. Ber því að leggja áherzlu á, að sér- hver atvinnustarfsemi, sem stefnir í þessa átt, sé efld frá því, sem nú er, — meðal ann- ars með jákvæðri stefnu í pen ingamálum og fjármálum þjóð arinnar. Treysta ber gengi ís- lenzku krónunnar með því að stuðla að jafnvægi í efnahags- lífi landsmanna. 2. Þingið bendir á, að hagur al- mennings verður því aðeins tryggður, að hin fullkominustu atvinnutæki séu notuð við framleiðslustörfin. Tryggja ber, að þáttur fjármagnsins í Hraust handtök koma ser viðast vel uppbyggingu atvinnuveganna sé ekki vanmetinn og fyrir borð borinn, svo sem átt hef- ur sér stað á undanförnum ára tugum. Þarf að vinna að því að finna viðunandi lausn á, hvert sé eðlilegt hlutfall milli fjármagns og vinnuafls í verð mætaskiptingu þjóðarbúsins. Komið verði á í sem rík-ust- um mæli ákvæðisvinnu og hlut deildarfyrirkomulagi. 3. Breyta verður íslenzkri skatta og útsvarslöggjöf á þann hátt, að eðlileg og heilbrigð fjár- magnsmyndun geti átt sér stað hjá atvinnuvegunum á grund- velli fullkomins jafnréttis milli félagsforsia og atvinnu- greina. 4. Brýn nauðsyn er, að hraðað verði endurskoðun og samræm ingu á íslenzkri tollalöggjöf og tollar lækkaðir, m.a. með lækk un vöruverðs fyrir augum. 5. Með tilliti til þýðingar er- lends fjármagns í nútímaþjóð- félagi, er aðkallandi, að íslend ingar setji sér löggjöf um stöðu og athafnasvið erlends fjármagns í íslenzku atvinnu- lífi, er geri þjóðinni kleift að hagnýta möguleika á erlendu einkafjármagni til nýrra átaka í iðnvæðingu landsins. 6. Brýna nauðsyn ber til að af- nema hið fyrsta aknenn verð- lagsákvæði og verðlagseftirlit, svo að hagkvæmni frjálsrar samkeppni fái notið sín. Sett verði löggjöf, er tryggi frjálsa samkeppni og komi í veg fyrir, að einstakir aðilar eða hagsmunahópar geti náð einokunarstöðu í viðskipta- og atvinnulífi einstakra héraða eða á ákveðnum viðskipta- sviðum, eins og dæmi eru til. Þingið fordæmir hina póli- tísku misnotkun á Sambandi íslenzkra samvinnufélaga í verkföllunum á sl. vori, er leiddi til óhjákvæmilegrar gengislækkunar og verðhækk- ana. Sú misnotkun er gjörsam lega andstæð því hlutverki, sem samvinnuhreyfingin hef- ur að gegna í íslenzku þjóð- félagi. 7. Draga verður verulega úr rekstri og f járfestingu hins op- inbera. Óeðlilega anikil ríkisaf- skipti hafa lamað fram- kvæmdaþrek þegnanna, og ber brýna nauðsyn til að þau verði takmörkuð, svo sem unnt er, og dregið úr ofstjórn í þjóðfélaginu. Framkvæmd mála, sem nú eru á vegum rík- isins, er oft betur borgið í höndum einstaklinga eða frjálsra samtaka þeirra, svo sem á sviði markaðs- og rann- sóknarmála í þágu atvinnu- veganna. Sjálfsagt er að efla undirstöðurannsóknir á vegum hins opinbera, en hins vegar ekki álitamál, að hagnýt rann- sóknarstarfsemi í eigin rann- sóknarstofnunum atvinnuveg- anna hlýtur að verða árangurs ríkari. 8. Tryggja ber, að launakjör sér- menntaðra manna verði slík, að það borgi sig fjárhagslega að afla sér sérmenntunar, og að háskólamenntaðir menn neyðist ekki til þess að leita sér atvinnu erlendis. 9. Þingið fagnar því, að rekstur einkasala ríkisins hefur verið bættur, og telur að stefna beri að því, að starfsemi þessi hverfi úr umsjón hins opin- bera á þeim sviðuim, þar sera ætla má, að einstaklingar og fyrirtæki þeirra muni geta annazt þennan rekstur á hag- kvæman hátt. 10. Til þess að heilbrigt athafna- líf geti þróazt, verða fyrir- tæki ög framkvæmdamenn að taka á sig fulla áhættu af starf semi sinni. Því álítur þingið að takmarka beri veitingu rík- isábyrgða til muna. 16. þing S.U.S. leggur áherzlu á þýðingu þess, að stefna Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmálum á hverjum tíma sé byggð á raun- hæfu mati á þörfum og gildi fram leiðslustarfseminnar í landinu. Þá vill þingið leggja sérstaka áherzlu á," að heilbrigð von um arð og sköpun varanlegra verð- mæta hvetur einstaklinga og fé- lagsheildir til framkvæmda í rik- ara mæli en allt annað. Öryggi landsins bezt borgiÖ með aðild að NATO 16. þing SUS telur, að öryggi landsins i'é bezt borglð með aðild okkar að varnarsamtökum vestrj, una þjóða í Atlantshafsbandalaginu. — Inn á við er navðsynlegt að styrkja framkvæmdavaldið svo, að það sé ætíð megnugt þess að framfylgja ákvörðunum löggjafans. Minnir þingið á, að þjóðin glataði sjálfstæði sínu til forna fyrir skort á framkvæmdavaldi innanlands. Sjá verður til þess, að lög- gæzlan á sjó og landi sé hverju sinni svo styrk, að hún megi halda uppi lögum og rétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.