Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 17
aMManfflfaSi Föstudagur 22. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Norræn list Frh. af bls. 13. sérstakn nærfærni, og það er skilningur og virðing í verkum þessa málara fyrir yndisþokka konunnar. Ég nefni tvö verk sér- staklega, no. 118 og 119. I Það má vel kalla finnska mál- arann OLAVl VAARULA surreal ista, hann notar fínlega liti og Ibyggir verk sín á sérkennilegan hátt. Daninn KJELD HANSEN er nokkuð einhæfur, bæði í litum og byggingu. Svíinn ACKE OLDEN- BURG málar af mik’.um þrótt, en hann virðist á stundum ekki nægi lega sjálf^tæður í myndbyggingu Sinni. RAGNAR EKELUND var finnskur og notar mjúka liti, byggir vel verk sín og er látlaus. INGER SJÖLIE frá Noregi vinn- ur verk sín hressilega, en það er eins og eitthvað vanti til að gera þau eftirminnileg. Um okkar menn skrifa ég ekki einu sinni, en það er ánægjulegt að sjá, hvað þeir standa sig vel á þessari sýningu, hvort heldur um myndhögg eða málverk er að ræða. í>egar talað er um heildarsvip sýningarinnar, þá verður ekki skilið milli landa. Heildarsvipur- inn er lifandi og öllum til sóma. En ef við athugum hvert land fyrir sig, þá hljótum við að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að það eru fyrst og fremst Finnar, sem vekja athygli. Danir standa að vísu mjög sterkir og Svíar einnig, en það verður ekki sagt um deild Noregs í heild. Nörðmenn hafa oft staðið sig betur á sýningum Norræna listbandalagsins. Áður en ég skil við þetta skrif, langar mig að geta þess til gamans að það voru raunverulega íslending- ar, sem fyrstir sýndu nýjar hrær- íngar í myndlist á þessum sýning um. Þeir þóttu heldur ódælir í hópnum á þeim árum, en nú er svo komið, að þeir skera sig ekki úr með nýjungar. f Við eigum enn eftir að heim- sækja graflistina í Listamanna- skálanum og gerum það næstu daga. Þessi sýning Norræna list- bandalagsins er svo mikill við- burður í myndlistarlífi okkar, að það má enginn, sem áhuga hefur, Játa þetta tækifæri sér úr greip- um ganga. Það verður einnig að minnast á það hér, að mjög vönd- uð sýningarskrá hefur verið gerð yfir þessa sýningu, og er hún til sóma fyrir þá, er það verk unnu. Það er mikið átak, er liggur að baki eins umfangsmikillar sýn- jngar og þessarar. Þag er því æski legt, að Sem flestir fái að njóta jþess aðsjá hana og kynnast þannig myndlist á Norðurlöndum. Valtýr Pétursson. — S.U.S. síða Framh. af bls. 8. .málaleiðtoga á vesturlöndum til þess að draga úr hættjfrnni á slík- um skelfingum. Þessi mikla styrjaldarhætta hef ur orðið til þess, að borgaravarn- ir (civil defense) hafa mjög ver- ið auknar á vesturlöndum und- anfarið, sbr. t.d. umfangsmiklar aðgerðir Bandaríkjastjórnar á þessu sviði síðustu vikur. Þá er einnig vitað, að Rússar hafa ekki látið sitja við orðin tóm í þessum efnurn. Sá misskilningur er útbreiddur, að engar varnir séu til fyrir ó- breytta borgara í kjarnorkustríð- um. Vitað er, að hægt er að byggja loftvarnarbyrgi, sem veita góða vöm gegn geislaverkunum eftir vetnissprengjuárás. M.a. hef ur ríkisstjóri New York fylkis, Nelson Rockefeller, mjög beitt sér fyrir því í ríki sínu, að slík- um byrgjum yrði komið upp í hverju einasta íbúðarhúsi. Þá hafa einnig verið gerðar erlendis víðtækar áætlanir um brottflutn- ing fólks af þéttbýlustu svæðun- um, ef til styrjaldar kernur. Enn- fremur hefur umfangsmikilli fræðslu verið komið á um það, hversu fólk skuli haga sér í atómstríði, til þess að hafa sem bezta von um að lifa slík átök af. Eftir því sem bezt verður vitað hafa slíkar sjálfsagðar varúðar- ráðstafanir, sem hér hefur verið lýst, lítt verið athugaðar hérlend is, og á þar vafalaust nokkra sök á almenn trú á að til styrjaldar muni ekki koma. f ljósi síðustu atburða í kalda stríðinu verður að líta á slíka skoðun, sem órök- studda óskhyggju. Nauðsynin á að hefjast þegar handa um að byggja upp öflugar borgaravarnir á íslandi ætti að vera öllum ljós og þess ber að vænta, að viðkomandi yfirvöld geri sér hið bráðasta grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir. — S.G. Malmö SANDALAR Veri kr. 159,65 SKÓSALAN Laugaveg 1 iRÐURLÖi 1961 FEGURÐARSAMKEPPNÍ NORÐURLANDA verður endurtekin vegna gífurlegrar aðsóknar og fjölda áskorana í kvöld, föstudag, kl. 7. Sama efnisskrá. Aðgöngumiðasala hafin í Austurbæjarbíói og bóka- búðum Lárusar Blöndals, verð 45 kr. — Takið þátt í hinni spennandi keppni. Hver verður k.iörin ungfrú Norðurlönd? Vélrifun Verzlunarfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða vélritunarstúlku á skrifstofu sína nú þegar eða 1. október n.k. — Kunnátta í ensku nauðsynleg. — Gott kaup. — Umsóknir sendist afgr. Mbi. fyrir 23. sept. n.k. merktar: „Vélritun — 5855“. IMýtt Mýtt international Scout BÆNDUR! Internationail Harvester býður upp á nýja landbúnaðarbifreið með framdrifi. INTERNATIONAL SCOUT bifreiðin hentar mjög vel íslenzkum staðháttum og hefur hlotið einróma lof og vinsældir í Bandaríkjunum. Áætlunarverð: SCOUT húslaus kr. 122,000,— SCOUT með stálhúsi kr. 131,000,— „SCOUT“ er bifreiðin, sem allir vilja eiga Allar nánari upplysingar hjá umboði fyrir INTERNATIONAL HARVESTER EXPORT Co. ÖXULL H.F. Borgartúni 7 — Sími 12506.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.