Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.1961, Blaðsíða 20
20 M O R Gins B L AÐth Föstudagur 22. sept. 1961 Nú hélt ég að ég vseri loksins búin að fá nóg af karlmönnum. Ég flutti á hótel Henry á 44. götu. Ég var svo viss um að ég ætti eftir að búa þarna það sem eftir væri ævinnar, að ég vildi láta breyta því eftir mínu höfði. Það kostaði mig upp undir tutt- ugu þúsund að láta mála íbúð- ina. Svo setti ég upp gluggatjöld, fékk nokkra kínverska lampa og fór að kaupa hluti, sem gætu breytt íbúðinni í heimili mitt. Ég vissi, að ég mundi ef til vill lenda í einhverjum ástarævin- týrum stöku sinnum, en aldrei neinu alvarlegu. Eini félagsskapurinn minn var strákur, sem stundum hafði hjálpað mér til að klæðast áður en ég kæmi fram. Þegar hann var ekki að því, notaði hann kjól ana mína sjálfur. Við fórum að kalla hann ungfrú Freddy og það var alltaf hægt að hlæja að honum. Hann var mjög áþekkur mér á stærð, svo að klæðsker- amir gátu mátað á honum og ég þurfti ekki að eltast við þá. Hann elskaði gaupuskinnsjakka sem ég átti. Hann fór honum líka betur en mér. Hinsvegar var lögreglan ekki á sama máli. Hún er svo þröngsýn, að hún var allt- af að taka hann fyrir að vera ósæmilega klæddur. Þá varð ég að fara á stöðina og setja trygg- ingu fyrir honum til að fá hann og fötin mín út. Einu sinni lánaði ég honum minkapelsinn minn, þegar hann var að fara á grímudansleik. Frú Sugar Ray Robinson hafði lánað vinkonu hans sinn pels fyrir sama ball. Eftir að dansleiknum var lokið og allir áttu að vera komnir heim, rakst lögreglan á þessar tvær öskubuskur á ein- hverjum bamum. Þau urðu hin verstu og hentu öskutunnulok- um í löggurnar, svo að ég varð að fara rétt einu sinni til að ná minkapelsinum mínum úr vörzl- um lögreglunnar. En ungfrú Freddy var samt alltaf til skemmtunar og gerði engum mein nema sjálfum sér — eink- um þegar hann reyndi að ganga á skónum mínum. Leonard Averhart kom oft og fylgdi mér. Hann fylgdi mér oft tímunum saman og verndaði mig fyrir móðgunum. Joe Glaser hafði fengið Billy Sharp til að sjá um viðskipti mín og persónulegar þarfir, þégar ég var á ferð. Við fórum nokkrar ferðir saman, þar á meðal fyrstu ferð mína til Miami. Meðan við vorum á ferð í Kanada reiddist ég Sharp. Við áttum að fljúga beint til Detroit, ég átti að koma fram í Club Juana, þegar ég rak hann á flugvellinum. En þá var enginn, sem ég gat fengið til að sjá um öll þau ótal smáatriði, sem eru samfara svona ferðalögum. Þessvegna fékk ég vinkonu mína, Maely, sem seinna giftist Bill Dufty, til að koma með mér til Detroit. Hún kom með mér á farmiða Billy Sharps. Hún þekkti þetta starf vel hafði verið fararstjóri margra tónlistarmanna, þar á meðal Charlie Parkers. í Club Juana í Detroit hitti ég Louis McKay aftur. Ég hafði ekki séð hann síðan ég var sex- tán ára og hann ekki mikið eldri, þegar ég söng á Hotcha í Harlem. Eitt kvöldið kom Louis í seinna lagi á Juana og ég grét eins og barn. Þá vissi ég, að allar áætl- anir mínar í sambandi við karl- menn voru gengnar fyrir ætt- ernisstapann. Þannig fór, að í hvert skipti, sem ég örvænti og fór að gráta, kom hann. Loks hætti ég að berjast móti þessu, fékk skilnað og við giftum okkur. Sarah Vaughan var' svo óhepp- in að vera stödd í leynilegum næturklúbb, sem var hreinsaður út af lögreglunni þessa viku, sem ég vann í Detroit. Þetta hefði ekki skipt neinu máli fyrir hvern annan, sem var. Þegar klúbburinn er orðinn seinn með að borga fyrir öryggi sitt, getur þetta komið fyrir alla. Fari aftur svo; að löggurnar finni einhverja fræga persónu þar inni er það komið á forsíður dagblaðanna um leið. Svo vildi til, að ég hitti Jimmy Fletcher, spæjara hjá skattstjóminni, um leið og ég heyrði fréttirnar. Ég grátbað hann um hjáp „Þú ert svo mikill maður“, sagði ég, „þú þekkir alla, gerðu nú eitthvað fyrir aumingja stelpuna. Hún er saklaus og hef- ur aldrei áður komið nálægt fangelsi. Þú hefur heldur aldrei setið inni, og þú veizt ekki hvern ig það er. Það er föstudagur í dag og hún verður að sitja inni yfir helgina til að bíða eftir dómaranum ef þú gerir ekkert fyrir hana.“ Jimmy fór loksins og náði henni út klukkan níu um morg- uninn. Ég fékk Maely til að hringja í George Treadwell, eig- inmann og ferðastjóra Söru, og spyrja hvort hún hefði komizt út. Ég vildi aðeins fá að vita að ekkert væri að henni. „Segðu Billie að hafa engar áhyggjur af henni,“ sagði Ge- orge. Ekkert er auðveldara en að segja: „Hver er sjálfúm sér næst ur.“ Sú speki hefur haldið sum- um í skugganum í meira en hundrað ár. Við Louis komum aftur til New York saman. Við höfum haldið saman síðan. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að við höfum bara rölt inn í sólar- lagið, eins og kvikmyndabrúð- hjón eru látin gera. Um tíma bjuggum við á hóteli. Seinna eignuðumst við okkar eigið heim ili í Flushing, og þar höfum við átt heima síðan og rifizt eins og önnur hjón. Vegna umboðsmannanna og auglýsingastjóranna hefði vel mátt skjóta mig fyrir löngu, en ég hef alltaf verið heppin hvað áheyendur snerti. Ennþá vinn ég á veitingahús- um og held hljómleika — þó að þú vitir það ef til vil ekki, ef þú átt heima í New York. Þegar þetta er ritað hef ég nefnilega ekki enn fengið leyfi til að syngja í klúbbunum í New York. Sjaldnast skilur fólk þetta, °g þegar það heyrir sagt frá því, vill það ekki trúa sínum eigin eyrum, en þegar það hefur kom- izt í skilning um hvernig í öllu liggur, rekur það upp reiðiöskur. Svo margir góðir menn eru nú búnir að hneykslast á þessu það lengi, að ég hlýt að fá leyfið á endanum. Kannski verður það í ár. Ég vona, að svo verði. Ég hef verið heppin þessi ár, sem ég hef verið í útlegð frá New York. Þar hef ég hvergi getað komið fram, nema í Ap- ollo og Carnegie Hall. Ég hef sungið allt að sex sinnum á ári í borgum eins og Philadelphia og Chicago í tveim eða þrem veitingahúsum. Mér er sagt, að þetta sé einsdæmi í skemmtana- lífinu. Og það er ekkj af því að forstjórum og veitingahúsaeig- endum sé neitt betur við mig en aðra. Þeir myndu ekki fara að borga mér, nema af því að húsin fyllast hjá þeim af aðdá- endum mínum. Ég hef alltaf verið þakklát fyrir það. Vinir mínir segja oft við mig: „Þú ættir að vera rík Billie, ég er nýbúinn að borga fjögur hundruð kall fyrir tvær af hæg- gengu plötunum með þér.“ fyrir að þeim skuli geðjast að Ég segi alltaf, að ég sé þakklát lögunum mínum, jafnvel tuttugu ára gömlum. Hinsvegar neyðist ég til að segja þeim, að ég fái ekki krónu fyrir þau. Ég söng inn á meira en tvö hundruð síð- ur milli 1933 og 1944, en ég fæ engar prósentur af þeim. Ég fékk þetta frá tólf hundruð og upp í þrjú þúsund fyrir að syngja inn á þær, og var meira að segja fegin. En emu prósent- urnar, sem ég fæ eru af plötum, sem ég söng inn, eftir að ég samdi við Decca ★ Mér er sagt, að enginn geti sungið orðin „hungur" og „ást“ eins og ég. Kannski er það af því, að ég veit hvað þessi orð þýða. Kann- ski er ég nógu stolt til að vilja muna eftir Baltimore og Vel- ferðareyju, uppeldisheimilinu og réttinum í Jefferson Market, lög reglunni fyrir framan dyrnar hjá okkur í Harlem og öllum borg unum, þar sem ég hef þjáðst eða sigrað. Allir heimsins minkapelsar og kádiljákar — og ég hef af hvor- ugu farið varhluta — geta ekki fengið mig til að gleyma né grætt gömul sár. Allt, sem ég hef lært á þessum mörgu stöðum, má draga saman í þessi tvö orð. Lífið verður að innihalda ögn af kærleika og fæðu, ef maður á að geta borið höfuðið hátt, og veri sjálfstæð persóna. Allt, sem ég er, og allt sem ég þrái, á upptök sín í þessum stað- reyndum. Tökum til dæmís heitustu ósk mína. Hún hefur lengi verið sú, að eiga býli einhvers staðar upp til sveita, þar sem ég gæti hlúð að flækingshundum og munaðar lausum börnum, börnum, sem komu óboðin í heiminn og báðu hvorki um að vera svört, blá, græn eða með neinn annan lit. Ég myndi aðeins vilja vera viss um eitt. að engin lifandi sála vildi skipta sér af þessum börnum Þá skyldi ég taka þau að mér. Þau yrðu að vera óskil- getin og eiga hvorki föður né móður. Ég myndi hafa rúm fyrir tutt- ugu og fimm til þrjátíu, og þrjár eða fjórar feitar og ástríkar kon- ur, rétt eins og mömmu, til að hugsa um þau, gefa þeim að borða, senda þau í skólann refsa þeim, þegar þau væru slæm, en þeim yrði að þykja vænt um þau, hvernig, sem þau væru. Við myndum hafa risastórt eldhús með grænni eldavél og samlitum kæliskáp, og ég skyldi stjórna allri matseldinni. Ef til vill þyrfti líka að hafa lækni og ©PIB Sjáðu þessa furðulegu skepnu! BERT GROVE SAID WE'D BE GLAD TC> WELP \©l> GUARD TWE ANIMALS, MARK...WWV DON'T VOU . CALL HIM ? . HE CAN HELP MORE BV KEEPING , ' WATCH PROM THE CIRE TOWER... ANVHOW MV CHANCES OC SURPRISING THE PROWLER ARE MUCH » BETTER ALONE/ IT'S GETTING DARK, CHERRY, I'D BETTER GET OUT TO THE , CARIBOU PENS. / hringir þú ekki til hans? — Hann gerir meira gagn með því að fylgjast með frá bruna- stöðinni .... S.vo eru meiri líkur fyrir því að ég komi þjóf- inum að óvörum ef ég er einn! Það er tekið að dimma Sirri, það er bezt að ég fari út að hrein- dýragirðingunum! — Berti sagðist feginn vilja eðstoða þig við að líta eftir dýr- junum, Markús , , . Af hverju hj úkrunarkonu og tvo-þrjá kenn ara. Sjálf skyldi ég alltaf vera til staðar að kenna þeim minn vís- dóm ekki að segja þeim, hvernig þau eiga að skrifa Mississippi, heldur að gleðjast yfir að vera til. Þegar þau væru orðin nógu stór til að sjá fyrir sér sjálf með barnagæzlu og öðrum smá störf- um yrðu þau send að heiman. Og alltaf væru nóg til að koma í þeirra stað. Fullorðnir geta alltaf bjargað sér á einn eða annan hátt. Ef til vill hafa þeir meira eða minna í sig og á, en nábúi þeirra, — ef til vill er kærleikanum líka misSkipt — en það verður eng- um að aldurtila. En börnin? Tökum mig sem dæmi. Ég bað Clarence Holiday og Sadie Fagan ekki um að geta mig inni í skuggasundi í Balti- more, og þurfa síðan að skilja mig eina eftir til að berjast áfram. Að vísu reyndi mamma gamla að hugsa um mig eins vel og hún gat, og hún var sannur eng- ill. Hún var þó aðeins barn sjálf. Hennar vandi var verri en minn. Hún var aðeins krakkaflón, sem var að reyna að ala annað barn upp. Mig dreymir að minnsta kosti svona, en ég á mér aðra ósk. Alla ævi hefur mig langað til að eiga lítið veitingahús sjálf. Lítinn klúbb, þar sem ég gæti alltaf gengið inn og gengið að trommu- píanó og fjörugum gít- arleikara vísúm. > Þarna ætti ekki að vera meira rúm en svo, að hundrað og fimm tíu manns gerðu húsið troðfullt. SHtltvarpiö Föstudagur 22. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. ^ 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir, •— 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Píanósónata nr. 2 eft- ir Ned Rorem (Julius Katchen leikur). 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20:45 Tónleikar: Lög úr óperettunni „Friederike" eftir Lehár (Erik Köth og Rudolf Schock syngja), 21:00 Upplestur: Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum les kvæðið — „Stórasand** eftir Einar Bene- diktsson. 21:15 Tónleikar: „Leonora**, forleikur nr. 3 eftir Beethoven (Hljóm- sveitin Philharmonia í Lundún- um leikur; Herbert von Karajan stjómar). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmund* son; XIII. (Höfundur les), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn** efttr Arthur Omre; XII. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 I léttum tón: Eric Winstone og hljómsveit hans leika. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 23. september 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar - 12:25 12:55 Öskalög sjúklnga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Búrleska í d-moll fyr ir píanó og hljómsveit eftir Ric- hard Strauss (Margit Weber og Sinfóníuhljómsveit Berlínarút- varpsins leika; Ferenc Fricsay stjórnar). 20:20 Upplestur: ,3káldið Lín Pe og tömdu trönumar hans“, smásaga eftir William Heinesen, þýdd af Hannesi Sigfússyni (Kairl Guð- mundsson leikari). 20:50 Kvöldtónleikar: a) Giuseppe Valdengo spyngur lög eftir Tosti. b) Algeirsk svíta op. 60 eftir Saint-Saens (Lamoureuxhljóm sveitin leikur; Jean Foumet stjómar). 21:25 Leikrit: „Konur** eftir Eyvind. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22:00 Fréttir og veðuriregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.