Morgunblaðið - 24.09.1961, Side 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. sept. 1061
m Sa
Kvöld
stund
Á LEIÐ norður á Akureyri í
haiust höfðum við stutta við-
dvöl á Blönduósi. Þar voru
auglýsingaspjöld á húsum og í
verzlunargluggum xneð svo-
felldri áletrun: „Lára Agústs-
dóttir heldur skyggnilýsingar
á Blönduósi í kvöld . . Hún
er þá enn lifandi, hún Lára
miðill, hugsaði ég, og fór strax
að grennslast fyrir um, hvar
hún byggi. Á Akureyri, sögðu
þeir sem bezt þóttust vita.
Málið virtist einfalt viður-
eignar, því förinni var heitið
til Akureyrar og var ég ákveð-
inn í að hitta þar að máli þessa
nafntoguðu konu. Þegar við ók
um Kræklingahlíðina og sáium
ljósin á Akureyri bliika fram-
undan, móaði hvergi fyrir
Vaðlaheiðinni, og ég fór að
velta því fyrir mér, hvernig
stæði á því að heiðin væri ekki
á sínum stað. Hún var ekki
þessleg síðast þegar við ókum
hér um að hún mundi hverfa
fyrirvaralaust. Við nánari at-
hugun kom í ljós að heiðin
var á sínum stað, hulin skýja-
þykkni og þokuslæðingi og ég
hugsaði með mér, að líklega
' hefði mér ekki dottið í hug að
hún væri þarna, ef ég hefði
ekki vitað af henni. Eins er
um lífið eftir dauðann. Á
Vaðlaheiði þeirrar eilífðar
sem bíður okikar liggur hvít-
ur þokumökkur, sem engir sjá
í gegnum nema þeir sem ann-
aðhvort eru kallaðir skyggn-
ir eða hálfvitlausir.
„Eg var oft kölluð stelpu-
asninn í sveitinni fyrir aust-
an, þar sem ég ólst upp“, sagði
Lára Ágústsdóttir, þegar ég
loks náði tali af henni viku
síðar í Reykjavík.
„Fyrir austan?" spurði ég.
„Eg er fædd austur í Flóa
og alin upp á Eystri-Hellum
hjá móðurforeldrum mínum,
Ingibjörgu Árnadóttur og
Áma Símonarsyni, frá Halls
túni í Holtum. Þau fluttust að
Amarhóli í sömu sveit þegar
ég var fimm eða sex ára. Eg
skrapp austur fyrir skemmstu
og mikil lifandis skelfing var
gaman að sjá gömlu sporin.
Mér þykir ákaflega vænt um
sveitina mína, en fólkið þekki
óg ekki lengur".
„Munið þér eftir því þegar
þér fluttust að Arnarhóli?"
„Hvort ég man. Afi reiddi
mig fyrir framan sig á hest-
inum og það þótti ekkert smá-
ræði í þá daga. Annars man
ég lítið af því seon gerðist í
lífi mínu fyrir flutningana, en
svo fer að rofa til.
Á Arnarhóli er mjög stór
hellir, þar sem geymt var hey
og var innangengt úr honum
í fjósið. Annar lítill hellir var
þar skammt frá, grafinn djúpt
í jörðu. Á gaimlárskvöld þetta
ár var ég ein heima hjá ömmu.
Annað heimilisfólk hafði farið
til aftansöngs í Gaulverjabæj-
arkirkju. Eg var orðin allæs
og amma lét mig lesa húslest-
ur fyrir sig. Mér þótti það
heldur leiðinlegt, en það var
raunabót að ég átti von á dá-
litlu sætabrauði að lestri lokn-
um.
„Haldið þér, að það verði
stríð á næstu árum?“
„Eg held ekki að það verði
styrjöld sem snertir ísland
en samt er gott að gæta
sín“.
„Haldið þér, að þeir séu dá-
litið pólitískir hinumegin?“
„Þeir eru það margir. Flest
erum við lengi að losna við
efnið og veraldleg áhrif eftir
að við deyjum, en það er mis-
jafnt. Lengi sagði ég, en það
er ekki alveg rétt til orða
tekið, því tíminn er óþekkt
fyrirbrigði hinumegin. En svo
eru þó nokkrir sem þroskast
furðu fljótt og komast á æðri
stig með lítilli fyrirhöfn. En
það eru ekki allir heilagir sem
kornnir eru yfnim, þó hitt sé
víst: að algóður guð kastar
engum á glæ. Hann sendir
engan til vítis. Eina helvítið,
sem til er getum við fimdið í
okfcar eigin brjósti, það er
hatrið, illskan. Og nóg af
henni. Þess vegna þykir mér
vænna um dýrin en mennina.
Þó óg geti séð feigð á fólki
og áruir þess, get ég ekki alltaf
séð þess innra mann. Árumar
eru margvíslega litar og þeg-
ar þær eru í kringum fólk
er það oftast góðir miðlar.
Stundum eru þessar árur eins
og slitur kringum líkamann og
þá vantar eitthvað í karakter-
inn. Það er algengara nú en
áður, enda fer góðum miðlum
fækkandi“.
,,Þér segist hafa verið
skyggn sem barn, hvernig leið
yður þá?“
„Ekki alltaf vel. Mér var
talin trú um að ég væri
veiklaður kjáni og var farin
að trúa því. Þó gat ég lært
Lúru miðli
Skömmu eftir að ég hafði
lokið við lesturinn, sendi
amma mig út í fjós að sinna
nýfæddum kálfi, sem þar var.
Hann lá í bás í stóra hellin-
um og þangað fór ég. Þegar
ég var búin að gefa honum
mjólkurskammtinn og var á
leiðinni inn í húsið aftur,
heyrði ég kallað hvellum
rómi: „Æ, mamma, ætlarðu
ekki að gefa mér að borða?“
Eg leit við en sá ekkert. Þá
heyrði ég að hurð var opnuð,
og enn var sagt: „Eg er svang-
ur“. Þá var líkast því sem
kona gengi til piltsins, sem
kallaði og ég heyri hún segir
við hann: „Vertu róleg-ur,
væni minn“.
Eg hljóp inn til ömmu, en
það var lengi að veðrast fyrir
mér, hvort ég ætti að segja
henni frá þessu. Eg hafði séð
ýmislegt er mér sagt og hegð-
að mér undarlega, ekki sízt
í boltaleik við ósýnilegar
krakkaverur og heimilisfólk-
ið farið að þúa miaijn eins og
hund fyrir „kjaftæðið í stelp-
unni“. Eg var víst hálfsmeyk,
en samt ákvað ég að segja
ömmu allt af létta. Þá sagði
hún: „Farðu niður í fjósið aft-
ur og kallaðu inn í hellinn, að
öllum sem þar eru sé guð-
velkomið að fá það sem þá
langi helzt í úr búrinu mínu“.
Það fengu fleiri sætabrauð
þetta kvöld en ég.
Þetta var í fyrsta skipti, sem
ég sagði ömmu hug minn all-
an af barnslegri einlægni og
það gladdi mig, hversu vel hún
tók mér. Eg átti góða ömmu en
veit ekki um afa minn, hann
skildi mig ekki eins vel“.
„En þér haldið þetta hafi
ekki verið misheyrn?“
„Nei, hví skyldi það hafa
verið misheyrn? Eg hef aldrei
þjáðst af misheyrn. Eg hef alla
tíð heyrt og séð meira en ann-
að fólk“.
„Hvenær „sáuð“ þér fyrst?“
„Rúmu ári síðar eða svo. Eg
var vön að leysa út kýrnar
og gefa þeim að drekka úr
dælu eða tjörn sem var kölluð
Fjósadæla og var á túninu
skammt frá bænum. Eitt sinn
lagðist ég á hnén meðan kým-
ar drukku og horfði á hornsil-
in synda í vatninu. Þá sá ég
allt í einu tvo fingur í vatn-
inu, síðan fjóra Og loks fimm,
svo birtist hönd, handlegg-
ur og hvít kyrtilermi og kom
upp á yfirborðið. Eg hafði
ekki augun af henni, því gláp
er mér í blóð borið, en fór svo
heim, því mér skildist ég ætti
ekki að vera lengur við tjöm-
ina. Þetta var hönd ungs pilts,
sem ég hef aldrei fengið að
vita hver er, en hún er ekki
langt undan núna, því ég sé
hana hér á milli okkar. Nei,
ég var hvorki hrædd né hissa,
það hef ég sjaldan orðið. Eg
reyndi að tala við fólkið um
þessar sýnir en það vildi ekki
hlusta".
„En höndin?“
„Eg sé hana alltaf þegar ég
byrja skyggnilýsingar. Þá er
hún beint fyrir framan mig og
bendir upp. Og hún slítur allt-
af fundunum".
„Svo hefur þetta samband
við annan heim aukizt ár frá
ári?“
„Já. Þó líkamnast ekki eins
vel hjá mér og áður, því ég
er orðin gömul kona, gömul
Og slitin og þrotin að kröftum.
Nú er mér líka meira sama um
það en áður, hvernig allt velt-
ist og hef ekki eins mikla löng-
un til að sannfæra fólk og áður
var. En sumt af því sem ég hef
sagt fyrir á íundum verður
kannski minnisstætt, þegar í
nauðirnar rekur, það kemur að
eins Og hver annar. En ég
var heimóttarleg. Þegar gest
bar að garði, fór ég jafnan
í felur. Amma var alltaf góð
við mig en heiimilisfólkið
.sagði: „Stelpan er hálfvitlaus,
það er ekki normalt hvernig
hún lætur. Það verður að fara
mcð hana út á Eyrarbakka."
En ég hypjaði mig samt til
þroska, og þegar ég var fjórt-
án ára fór ég alfarin að heim-
an með tíu krónur í vasanum
fy/ir lambið sem afi gaf mér
í íermingargjöf. En ég fór ekki
til Eyrarbakka, heldur í
kaupavinnu að Kílhrauni á
Skeiðum. Þar leið mér vel og
var farin að taka lífinu svo-
lítið létt, þegar ég kom til
Reykjavíkur 1915, sextán ára
gömul. Þar sá ég í blaði, að
auglýst var eftir „eftirmið-
dagsstúlku". Ég sótti um starf-
ið og svo einkennilega vildi
til, að það voru engin önnur
en frú Gíslína Og Einar H.
Kvaran, sem höfðu auglýst
eftir stúlkunni. Ég réði mig til
þeirra og var hjá þeim um vet-
urinn. Þar sótti ég fyrsta skipti
miðilsfund, sem ísleifur Jóns-
son stjórnaði. Ég komst í
ástand eða hvað á ég að segja,
féll í trans á fundinum. Ég
sat í myrkrinu milli frú Gísl-
ínu og Einars. Þá stendur ís-
leifur allt í einu upp, gengur
beint til mín með framrétt-
ar hendur og það síðasta sem
hann sagði áður en ég sofnaði
var þetta: „Hér er góður mið-
ill!“ Ég vaknaði ekki fyrr en
þau höfðu borið mig inn í
skrifstofu skáldsins. Eftir það
hélt ég nokkra fundi á heim-
ilinu án þess nokkrum dytti
í hug svik af minni hálfu.
Þarna var þó merkara fólk og
lífsspakara en margir þeirra,
sem ég hef kynnzt síðar í líf-
inu.
því“.
Eitt sinn fékk Einar Kvar-
an bréf frá Kanada. Áður en
hann opnaði það, kom hann til
mín og sagði: „Hvað heldur
þú nú, Lára mín, að sé í þessu
bréfi?“ Ég hló og sagði: „Hvað
ætli ég viti um það?“ „Taktu á
því,“ sagði hann. Það gerði
ég og las fyrir hann efni bréfs-
ins og lýsti fyrir honum tveim-
ur myndum, sem í því voru.
Þá sagði hann: „Nú er bezt ég
opni bréfið Og athugi hvað í
því er.“ Svo kallaði hann á
konu sína, opnaði bréfið í
hennar viðurvist og þá kom í
ljós, að ég hafði rétt fyrir mér
í öllum aðalatriðum. Það kom
mér á óvart og varð ég hálf-
hissa, því ég vissi ekki hvað-
an mér kom þessi kraftur. Og
nú spyr ég yður: hvað er
þetta?“
„En þér hafið samt verið
með annan fótinn í þessum
heimi, er það ekki?“
„Ætli ég hafi ekki oftast
verið með báða fætur hér.“
„Og voruð byrjaðar að líta
í kringum yður?“
„Já-já, ég hef alltaf haft lag
á að líta vel í kringum mig.
En ekkert sá ég eins fallegt
og blómin og sólina og öll
fallegu listaverkin, sem voru
sköpuð fyrir hans kraft, sem
við köllum guð almáttugan.
En það er eins og þessi kraft-
ur fari dvínandi upp á síð-
kastið og ég held að listinni sé
líka að fara aftur. Menn upp-
skera eins og þeir sá.“
„Þér hafið kunnað vel við
yður í Reykjavík?“
„Sæmilega. En samt réði ég
mig í kaupavinnu að Stóru-
Seyluí Skagafirði og fórþang
að með vinkonu minni, Borg-
hildi Sigurðardóttur, sem nú
er ‘ dáin. Eg hafði hug á að
skoða heiminn. Og allir sögðu
að Skagafjörðurinn væri svo
fallegur. Þar var ég hálftann-
að ár. Það var ekki út af nein-
um strák, mér leið bara vel
þar og gat farið á böllin og
. hlustað á falleg lög. Það var
munur eða vera kölluð hálf-
vitlaus sýknt og heilagt, eins
og fyrir austan. Ég hef alltaf
verið talsvert glysgjörn og
glöð í góðum hópi, en ekki
útsláttarsöm. Stundum hef ég
verið í söngkórum og meira
að segja tekið undir hjá Páli
ísólfssyni. Ég er eftirsótt og
fólk býður mér heim upp úr
þurru en oftast hef ég orðið
fyrir vonbrigðum af slíkum
heimboðum, því ég er ekki
fyrr komin inn úr dyrunum en
sagt er: „Jæja, hvað sérðu hjá
mér?“ Stundum var sagt í
gamla daga að ég stæði fyr-
ir drykkjuskap vegna þess
e.ns að fólkið söng á fund-
um hjá mér. „Guð almáttugur
hvað það er mikið fyllirí hjá
henni Láru!“ sagði það.
En Reykjavík var eins og
segull og þangað fór ég aftur
til þess eins að kynnast manni
og verða óhamingjusöm. En
bezt að fara ekki að fáta í
því máli núna. Þar settu þeir
líka á svið nokkrum árum síð-
ar sjónarspil sem miðaði að
því að gera mig svikara. 111
rök knúðu mig til að leika að-
alhlutverkið í þeim harmleik
án þess ég hefði til þess unnið.
örvita og yfirgefin eins og
ég var hefði ég getað játað á
mig mannsmorð. Það er eins
og sumt fólk geti ekki hugs-
að sér framhaldslíf án þess
að blanda því saman við tusk-
ur, en látum það vera. Eitt
sinn þegar fullyrt var í eyru
Jakobs Smára að líkamning-
arnir væru ekki annað en slæð
ur heyrði ég hann segja: „Ég
ætla að láta yður vita að það
fólk sem ég hef séð líkamn-
ast hér eru engar tuskur.“ En
nú er þetta allt liðið og ég
er gift góðum manni sem vill
mér vel.
Framhald á bls. 23
1
I