Morgunblaðið - 27.09.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 27.09.1961, Síða 12
12 MORGVTS BLAÐIÐ Miðivkudagur 27. sept. 1961 Cftgeíandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. • Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: 'lðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HÆTTAN AF HELRYKI RÚSSA k ÖÐRUM stað í blaðinu í dag er birt forystugrein úr bandaríska stórblaðinu New ~ York Times, þar sem beflt er á, hve hættulegar kj arnorkusprengj utilraunir Rússa eru öllum þjóðum heims. Blaðið segir m. a.: „Tvö þýðingarmestu geisla- virku efnin strontium 90 og ^kolefni 14 safnast saman og dreifast ekki jafnt um allan heim. Á svæðum þar sem mikið rignir getur samdrátt- ur þessara tveggja efna ver- ið hundraðfaldur á við svæði þar sem sjaldan rignir“. — Þessi ábending blaðsins ætti að vera mjög til athugunar fyrir okkur Islendinga, þó staðreyndir þessa máls hafi ekki enn ýtt við hinni sjálf- umglöðu „friðarhreyfingu“, sem hér starfar á vegum kommúnistaflokksins. Tilraunir Rússa með kjam orkusprengjur í gufuhvolf- inu hafa sætt mikilli gagn- rýni um heim allan og orðið Sovétstjórninni til álitshnekk is víða um lönd. En Rússar þverskallast við öllum kröf- um um að hætta þessum til- raunum. Þegar leiðtogar Vesturveldanna stungu upp á því við Krúsjeff fyrir skömmu að tilraunir með kjarnorkusprengjur í gufu- hvolfinu yrðu bannaðar, spottaði Krúsjeff tillöguna og kallaði hana áróður. Þann ig leika Rússar sér að eld- inum, ef þeir telja það nauð- synlegt fyrir áform sín um heimsyfirráð kommúnism- ans. Jafnvel sú staðreynd, sem New York Times bendir á, að margir muni fá bein- krabba og hvítblæði vegna þeirra tilrauna, sem Rússar eru nú að gera, virðist eng- in áhrif hafa á leiðtoga Sovét ríkjanna. Markmið þeirra er eitt, og að því skulu þeir stefna á hverju sem veltur. Með þetta í huga eru orð Kennedys Bandaríkjaforseta í ræðu þeirri, sem hann flutti í fyrradag á Allsherjarþing- inu, hin athyglisverðustu, og eiga erindi við allar þjóðir. Forsetinn sagði: „Vopnum stríðsins verður að eyð«a, áð- ur en þau eyða okkur.“ — Hann benti ennfremur á, að ekki mætti lengur láta áróðurinn um almenna og fullkomna afvopnun hindra það, að fyrsta skrefið í áttina til afvopnunar verði stigið. Sem kunnugt er, hef- ur Krúsjeff hamrað á því í ræðum sínum að engin á- stæða sé til að hætta kjarn- orkusprengjutilraunum, held- ur þurfi að koma á allsherj- arafvopnun. Um það eru all- ir sammála, en slíkt spor verður ekki stigið í einu vet- vangi. Það er því rétt, sem forseti Bandaríkjanna bend- ir á, að nauðsynlegt sé nú þegar að stíga fyrsta skrefið til afvopnunar, þ.e. að banna kjarnorkuvopn og tilraunir með þau. Kennedy Bandaríkjafor- seti lagði ennfremur fram tillögur í sex liðum um bann við kjamorkusprengju- tilraunum og hvernig ætti að framkvæma það. Eru til- lögur þessar hinar merk- ustu, en þar er m. a. gert ráð fyrir því að allar þjóðir undirskrifi samning um stöðvun tilrauna með kjarn- orkuvopn og megi gera það áður en viðræður hefjist um allsherjarafvopnun. Þá verði bönnuð framleiðsla kjarna- kleifra efna til smíði kjarn- orkuvopna, bann verði sett við afhendingu kjarnorku- vopna til þeirra ríkja, sem ekk# framleiða slík vopn sjálf, öllum birgðum kjarn- orkuvopna verði smám sam- an eytt og þau efni, sem þannig fást til ráðstöfunar verði hagnýtt í friðsamleg- um tilgangi og loks verði bannað að framleiða eld- flaugar, sem flytja eiga kjarnorkusprengjur. — Má segja, að ekki sé seinna vænna að tillögur um þessi atrið>i komi fram og ber að fagna þeim. DÝR FRIÐUR 17 o r s e t i Bandaríkjanna ræddi m. a. um Berlínar- vandamálið, sem að allra dómi er friðnum einna hættu legast um þessar mundir. — Hann sagð»i m. a.: „Engin fullkomin lausn er sjáanleg. Það er ljóst, að með mannafla og vopnum má um tíma sundra þjóð, sem vill sameinast, burt séð frá því hve hyggileg slík stefna væri. En við trúum því að unnt sé að finna frið- samlega lausn, sem tryggi frelsi Vestur-Berlínar og ör- yggi álfunnar". Auðvitað er nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli, en ekki má hún verða á kostnað þeirra hug- sjóna, sem lýðræðisríkin berjast fyrir og eru staðráð- in í , að slá skjaldborg um, hvort sem kommúnistum líkar betur eða verr. Það eru ekki þau sem hafa blásið í herlúðra í Berlín, heldur kommúnistar, og því er það mála sannast, sem forseti Bandaríkjanna sagði í fyrr- Gleymdi unnustunni var kærustuparið í sumarfrli. Romy var í sjóunda himni, þau hjúin syntu í Miðjarðar- hafinu óg drukku kaffi í veit- ingahúsum. 1 næturklúbb í Róm söng og dansaði Katy O’Brian og þar hitti Alain hana fyrst. Nætur- klúbburinn heitir franska nafninu „Chez nous“ og þar er pilturinn nú fastagestur. Katy O’Brian er oft kölluð B.B.B., sem er skammstöfun á „Black Birgitte Bardot“. En Romy er kjarkmikil stúlka Og brast ekki í grát, þegar trúlofun hennar fór út um þúfur. Hún sagði aðeins: „Alain mun koma til mín aft- ur — eins og alltaf.“ Ulbricht í Moskvu? LANGAR trúlofanir kunna ekki góðri lukku að stýra, það hefur þýzka kvikmynda- stjarnan Romy Schneider sannreynt. f fjögur ár hefur hún verið trúlofuð Alain nokkrum Delon, tvö ár leyni- lega Og tvö ár opinberlega. En kóttur komst í ból bjarnar, Langleggjuð, kaffibrún dans- mær, Katy O’Brian að nafni, töfraði svo Alain, að hann gleymdi Romy sinni og trúlof- unin leystist upp. Trúlofun þeirra Romy og Alin hefur af öllum verið tal- ín til fyrirmyndar; Romy hef- ur setið og búið sig undir brúð kaupið og engin hliðarstökk Itkið, eins og svo títt er um kvikmyndaleikara. Og Alain hetur og til þessa næstum því haldið sér á mottunni. Pegar ósköpin dundu yfir Moskva, 25. sept. (NTB-AFP) ORÐRÓMUR var á kreiki hér í Moskvu í dag um að austur- þýzki kommúnistaleiðtoginn Walter Ulbricht væri kominn til borgarinnar og færi fyrir fjöl- mennri sendinefnd lands síns. Ekki vildu þó austur-þýzkir að- iljar hér staðfesta, að svo væri. Meðal stjórnmálafréttaritara var álitið, að ef fréttin um komu Ulbrichts væri rétt, væru líkindi til, að heimsóknin stæði í sam- bandi við undirbúning að sovézk- um friðarsamningi við Austur- Þýzkaland, sem Krúsjeff hefur margsinnis lýst yfir, að gerður verði fyrir áramót, ef samkomu- lag hafi þá ekki náðst við Vest- urveldin. - Romy og Alain a kaffihusi í Rom, þar sem þau voru í frii. nefndri ræðu: „Ef þeir sem skapað hafa þetta vandamál kjósa frið, mun friður ætíð ríkja í Berlín“, sagði hann. Ef kommúnistar vilja frið í Berlín, mun friður hald- ast. En frið, sem hefur í för með sér afsal mannréttinda, frið, sem stuðlar að undir- okun fleiri þjóða, frið, sem tryggir ofbeldinu völd á ekki að kaupa neinu verði. Sameinuðu þjóðirnar eiga að standa vörð um frið, sem tryggir öllum þjóðum frelsi og lýðræði. í áróðri sínum hafa kommúnistar krafizt þess, að sjálfsákvörðunarrétt- ur þjóða sé í heiðri hafðill’ alls staðar þar, sem þeir hafa ekki tögl og hagldir, eins og í Afríkuríkjunum. Auðvitað er það rétt að virða ber sjálfsákvörðunar- rétt þjóða. En mundi ekki vera ástæða til að virða einnig þann rétt, sem Rússar hafa tekið af þjóðum Aust- uiv-Evrópu? Það er m. a. hlutverk Sameinuðu þjóð- anna að afhjúpa þennan svikaáróður alheimskommún ismans, sem sum svonefnd hlutlaus ríki hafa, af ótta við hótanir kommúnista, látið viðgangast. 1 i Vopnaskak í austri MOSKVA, 25. sept. — (AP- NTB-Reuter). — Aðildarríki Vars j árbandalagsins munu efna til sameiginlegra heræf- inga í október og nóvember næstkomandi, tilkynnti Tass- fréttastofan hér í dag. Heræf- ingar þessar, sem taka til bæði landhers, flughers og flota, mjunu verða háðar á yfirráða- svæði bandalagsins. Er tiigang ur þeirra sagður vera sá, að leiða í ljós, hver árangur hafi náðst í æfinguim á þessu ári. í Varsjárbandalaginu enu auk Sovétveldisins, eftir talin fylgiríki þess: Austur-Þýzka- land, Pólland, Tékkóslóvakía, Albanía, Búlgaría, Umgverja- land og Rúmenía.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.