Morgunblaðið - 27.09.1961, Síða 21
Miðivkudagur 27. sept. 1961
MORGZJNBLAÐIÐ
21
— Afmæli
Framh. af bls. 17.
búrekstri og hefur stundað hann
síðan síðustu árin aðallega
hænsnarækt og sauðfjárrækt
með. Ennþá heldur hann búrekstr
inum í fullum gangí og starfar
einn að honum. Hann hefur alla
tíð verið mikill starfsmaður og
ennþá virðist starfsþrekið vera
óbilað og hann ótrúlega lítið far-
inn að þreytast.
Ólafur ræktaði 5 ha tún á
Hvaleyrarholti við erfiðar aðstæð
ur. Þar hefur hann aflað hey-
skapar síðustu áratugina, en nú
er tekið af því árlega undir hús
og götur í nýju bæjarhverfi sem
þar er að rísa.
Vegna erfiðra aðstæðna til hey
öflunar fyrr á árum meðan rækt-
unarframkvæmdirnar á Hvaleyr-
arhoiti stóðu yfir sótti hann hey-
feng sinn austur í sveitir allt aust
ur í Rangárvallasýslu og má
nærri geta að til þess hefur þurft
xnikið þrek og dugnað.
Eins og sjá má á því, sem sagt
heíur verið hér að framan um
störf og umsvif Ólafs, hefur hann
íyrst og fremst einbeitt sér að
þeim störfum sem hann hefur
byggt lífsafkomu sína á, enda
giöggur á fjármál og alltaf komizt
vel af. Hann hefur fast mótaðar
skoðanir á þjóðmálum öllum, en
ilikar þeim ekki nema við vini
sma. Hann telur að starf bónd-
ans sé það erfitt og útheimti svo
mikla ástundun, að bændur hafi
iítinn tíma til að geta sig að öðr-
um málum ef búreksturinn á að
vera rekinn á öruggum grund-
veili.
Ólafur ‘er maður greindur Og
glöggur á menn og málefni, fastur
fyrir og lætur ógjarnan hlut sinn
hver, sem í hlut á. Hann er hlé-
drægur maður og lítið fyrir að
láta á sér bera, telur bezt fara
á því að hver búi sem mest að
sínu.
Þrátt fyrir hlédrægni sína og
vjnnusemi hefur hann alltaf látið
iandbúnaðarmál og skipulagsmál
bændastéttarinnar til sín taka og
ekki komizt hjá því að gegna
írúnaðarstörfum fyrir þau sam-
tök.
Hann var einn af frumkvöðl-
um að stofnun mjólkurbús Hafn-
arfjarðar 1936 og stjórnarformað-
ur þar til það hætti störfum, hef-
ur setið í stjórn Búnaðarfélags
Hafnarfjarðar Og verið fulltrúi á
þingum Búnaðarsambands Kjalar
nessþings um 30 ára skeið. Full-
trúi Hafnarfjarðar í Mjólkurfé-
lagi Reykjavíkur frá stofnun
Hafnarfjarðardeildar félagsins, og
í stjórn Fjáreigendafélags Hafn-
arfjarðar í mörg ár.
Ólafur er prúður maður í um-
gengni, óáleitinn og fordæmalaus,
vel látinn af þeim, sem hann
þekkja og traustur vinur vina
sinna.
Margir munu verða til þess að
þrýsta hendi þessa yfirlætislausa
alþýðu manns, og senda honum
kveðju á þessum merkisdegi í lífi
hans.
Ég þakka honum öll okkar
kynni og óska honum allra heilla
með von um að hann megi sem
lengst ganga heill til starfa af
sama eldmóði og atorku og hann
gerir nú. — Jón Bj.
Uænsnakjötsúpa
með miklu af grænmeti!
Það eru aðeins bragðgóðir kjúkl-
ingar í Blá Bánd Hænsnakjöt-
súpu, og hið dásamlega sumar-
grænmeti gefur súpunni þetta
hátíðlega og ljúffenga bragð, sem
tilheyrir góðri heimatilbúinni
súpu. Kaupið hana í dag. Þér
megið trúa, að f jölskyldan mun
njóta hennar!
Reynið einnig: Blá Bánd Tómat-
súpu, Júlíönnusúpu, Kaliforn-
íska ávaxtasúpu, Aspargussúpu
og Blómkálssúpu. Allar Blá Bánd
súpur geymast næstum því ótak-
markað, meðan pokinn er óupp-
tekinn. Þetta er yndislegur mat-
ur til að eiga á heimilinu.
Blá Bánd er góður matur.
bla b anö
HVÍ LDARSTOLLI N N
er bezti hvíldarstóllínn á
heimsmqrkadnum.
Þad má stillá hann í þá
stöðu, sem hverjum héntar
bezt, en auk þess nota
hann sem venjulegan ruggu-
stól.
SKÚIASON &. JÓNSSON
Laugaveg 62
Sími 36 503
Dugleg stúlka
óskast nú þegar í eldhúsið.
Upplýsingar gefur ráðskonan.
Elli- og húkrunarheimilið Grund.
Suðubeygjur
nýkomnar í stærðum %” til 6”.
VATNSVIRKINN H. F.
Skipholti 1 — Sími 19562.
Atvinna
Nokkrir laghentir verkamenn geta fengið
fasta atvinnu.
H/F
sími 24406.
IAND-
-ROVER
LAND-ROVER
áieselbifreið verður til sýnis í dag
að Hverfisgötu 103 — Heildverzlunin HEKLA
LANDj*
«-ROVER