Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. okt. 1961 .Fundur ÞJóðhildfarkirkfu er skemmtileg tíðindi4 segir þjóðminjavörður „ÞETTA eru ákaflega skemmti- Ieg tíöindi“, sagði dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, þegar fréttamaður Morgunblaðsins ræddi Iauslega við hann um fund Þjóðhildarkirkju x Brattahlíð í Grænlandi. Kristján sagði það eftirtektar- vert, hve vel staðsetning kirkj- unnar kæmi heim við frásögnina í Eiríks sögu nauða (stundum kölluð Þorfinns saga karlsefnis), þar sem sagt er, að hún hafi verið reist „eigi allnær húsun- um“. Svo segir í sögunni: „Leifr tók land í Eiríksfirði ok fór heim síðan í Brattahlið. Tóku þar allir menn vel við honum. Hann hoð' aði brátt kristni um landit ok almennilega trú ok sýndi mönn- um oaðsending Ólafs konungs Tryggvasonar ok sagði, hversu mörg ágæti ok mikil dýrð fylgdi þessum sið. Eiríkr tók því máli seint, at láta sið sinn. en Þjóð- hildr gekk skjótt undir ok lét gera kirkju eigi allnær húsun- um. Þat hús var kallað Þjóðhild- arkirkja. Hafði hon þar fram bænir sínar ok þeir menn, sem við kristni tóku. Þjóðhildr vildi ekki samræði við Eirík, síðan hon tók trú,, en honum var þat mjög móti skapi“. Þjóðminjavörður gat þess, að einkennilegt væri, að ekki hefði verið tekið eftir minjum þessum áður, því að grænlenzkar forn- minjar leyna sér yfirleitt ekki. Venjulega mótar fyrir veggjum, og einkum er allur gróður grænni og ræktarlegri. sem sprettur upp af hvers konar mannvirkjum. Þar að auki er byggð á þessum slóðum. Þess ber þó að gæta, að rústirnar eru óvenju gamlar, svo að náttúran hefur haft naegan tíma til að endurheimta landið og slétta yfir mannanna verk. Ekki mætti búast við því. að mikið fyndist 1 kirkjugarðinum og kirkjutóftinni annað en mannabein, því að kristnir menn höfðu ekki skartgripi með sér í moldina. Beinafundir frá þess- um tíma (fyrri hluta 11. aldar) væru hins vegar mikilvægir vegna mannfræðilegs gildis. Fyrri beinafundir hafa verið frá seinni tímum, 13., 14. og jafnvel 15. öld, en erfitt væri að tíma- setja þá suma. í Þjóðhildarkirkju garði liggja án efa nokkrir af fyrstu kynslóð Grænlendinga hinna fornu. Ekki er enn vitað, hvenær kirkjan var aflögð, en Melgaard telur líklegt, að það hafi verið um miðja 11. öld. Ekki er hægt að segja með vissu. að Leifur heppni hvíli þama, þótt það sé 'mjög senni- legt. Einungis rúnasteinn með nafni Leifs gæti tekið af öll tvímæli um það, og vera má, að slíkur finnist. Rannsóknir á staðn um eru enn á byrjunarstigi, sagði þjóðminjavörður að lokum, svo að enn er of snemmt að spá nokkru um árangur af uppgreftr- inum, en líklegt mætti telja, að sitthvað fróðlegt ætti eftir að koma í ljós. ÞESSI mynd, sem hér birtist.l var á forsíðu Þjóðviljans íj gær og stendur undir henni:] „Séð yfir hluta fundarsalarins ] í Alþýðuhúsinu um helgina.j — Ljósm. Þjóðviljans)“. Á mynd þessari, sem erl minnkuð hér í Morgunblað- ’ Vítaverð dsann- sögli Hannibals inu, sést hluti þeirra fulltrúa, sem sátu ráðstefnru A. S. I. um kjaramálin, sem haldin var nú um helgina. Það sem er athyglisvert við þessa mynd, er það, að hún sýnir stórvítaverða hlutdrægni sam- bandsstjómar A. S. f., þar sem ljósmyndari frá Þjóðvilj- anum hefur einn fengið að- gang að fundunum og leyfi til þess að taka myndir af fulltrúunum. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu s. 1. sunnudag var fréttamönnum meinað að sitja ráðstefnuna eða taka myndir af henni. Morgunblað ið spurði Hannibal Valdimars- son þá m. a. þessarar spurn- ingar: — En hefur Morgun- blaðið þá leyfi til að senda ljósmyndarar og taka myndir af fundarmönnum? Forseti Alþýðusambandsins svaraði: — Nei, ekki samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar. Þetta voru orð forseta Alþýðusam- bandsins 1 sunnudagsblaði Morgunblaðsins, en hann virð ist ekki eimx sinní geta sagt satt um það, hvort ljósmynd- urum er leyft að taka myndir af ráðstefnum A. S. í. eða ekki. Hvað þá um hin stærri málin? Stúdentar ekki með / æskulýbsmóti kommúnista i Helsingfors ísland í 5-6 sæti TORQTIAY í gærkvöldi. — Úrslit í 14. umferð í opna flokknum urðu þessi: Þýzkaland vann Hol- land 6:0, Noregur vann Belgíu 6:0, ítalía vann Svíþjóð 5:1, Egyptaland vann Spán 6:0, írland vann Líbanon 5:1, Sviss vann Dan.mörku 6:0 og Frakkland vann Finnland 6:0. England og ísland sátu hjá. Úrslit í kvennaflokki: Noregur vann fsland 6:0 (131:76), í hálf- leik 45:54 fyrir fsland). íriand vann Fin.nland 6:0, Svíþjóð vann Frakkland 6:0, Holland vann Egyptaland 5:1, Belgia vann Þýzkaland 6:0. Sjá nánar fréttir frá mótinu á bls. 6. FORVÍGISMENN norrænna há- skólastúdenta, sem þessa dagana eru á ráðstefnu hér í Reykjavík, héldu fund með fréttamönnum í gær og sögðu frá ýmsum málum, sem nú eru ofarlega á baugi hjá stúdentum í þessum löndum. M. a. kom það fram hjá fulltrúum finnskra stúdenta, að mjög hörð andstaða væri gegn því meðal stúdenta og alis æskulýðs í Finn- landi, að kommúnistar fengju framgengt áformum sínum um að halda næsta festival sitt í Hels- ingsfors. Vilja þeir með engu móti una þvi, að áróðurssam- kunda af þessu tagi verði hald- in i landi þeirra. Hafa háskóla- stúdentar á Norðurlöndunum öll- um lýst yfir stuðningi við þessa afstöðu finnskra stúdenta. Þessar norrænu formannaráð- stefnur stúdenta eru haldnar einu sinni til tvisvar á ári. Samvinna þessi hefur verið í nokkuð föstu /'NA /5 hnútor\ jj/* S V 50 hnútar X Snjikoma • úinvm V Siúrir K Þrumur W/til KukiaM Hitoski! H Hm» 1 L*Lag» | formi frá 1953, en íslendingar urðu þó ekki aðilar að henni fyrr en 1957. Tiigangurinn með henni er sá, að skiptast á upplýsingum og skoðunum um þau mál, sem mest snerta hagsmuni stúdenta hverju sinni. Á ráðstefnunni hefur m. a. verið rætt um sameiginlega út- gáfu námsbóka, og þá sérstaklega í stærðfræðilegum greinum, gagn kvæmt gildi prófskírteina, og ráð gazt um gang mála í alþjóðasam- bandi stúdenta (ISC-COSEC). Ennfremur hefur ráðstefnán ákveðið útgáfu fréttablaðs, stú- denta, Nordisk Students News, sem sænska stúdentasambandið mun annast. Að ráðstefnunni lok- inni munu fulltrúarnir taka þátt í afmælisfagnaði Háskóla íslands. Vinningar í hnppdræfti DAS f GÆR var dregið í 6. fl. Happ- drættis D.A.S. um 55 vinninga er féllu vinningar þannig: 3ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 42192 í umboði Akureyri. Eigandi Gísli Eyland, Víðimýri 8, Akur- eyri. 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tiibúin undir tréverk kom á nr. 47270 í umboði Grafarness. Eig- andi Guðbjartur Gíslason, Öl- keldu, Staðarsveit. Opel Caravan fólksbifreið kom á nr. 60134. Eigandi Jóhann Jóns son, Háagerði 25. Skoda fólksbifreii? kom á nr. 58180 í Rvík Eigandi Hrefna Stefánsdóttir, Hverfisgötu 123. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000,00 hvert. 5207 30059 37055 44269 48347 Eftirtalin númer hlutu húsbún áð fyrir kr. 5.000,00 hvert: 4329 5790 6643 6710 6784 8196 8727 9039 9380 9802 10170 12799 14676 20521 20729 21399 21730 22112 23644 25149 28870 29654 30475 31172 32393 33154 33228 34909 35431 35842 37303 38477 39001 40295 40513 45731 47162 48061 53094 54170 56772 64827. 57378 59603 62323 64748 (Birt án ábyrgðar). Kosning í safnráð Listasafnsins KOSNING til Safnráðs Listasafns ísland lauk 30. september s.l. — Talning atkvæða fór fram í dag (3. okt). Kjörnir voru aðalmenn í Safnráð til fjögurra ára Gunn- laugur Scheving og Þorvaldur Skúlason listmálarar, og Ásmund ur Sveinsson, myndhöggvari. — Varamenn Sigurður Sigurðsson og Karl Kvaran, listmálarar og Sigurjón Ólafsson, myndhöggv ari. Tvö ljóslaus farar- tæki valda slysi f FYRRAKVÖLD ók sendiferða- bifreið á gamlan mann á reiðhjóli á Akranesi. Skall hann á bifreið- inni og meiddist eitthvað á brjósti, en mun þó óbrotinn. Var hann fluttur á sjúkrahús og síð- an heim. Slysið varð á gatnamótum Suðurgötu og Mánagötu um kl. 7 um kvöldið. Voru bæði farar- tækin ljóslaus, en dimmt var í lofti þennan dag, og orðið dimmt. Þjófarnir settust að sumhli á innbrots- stað Lægðin fyrir suðvestan land Veðurspáin kl. 10 í gær- var nærri kyrrstæð í gær og kvöldi: SA-átt ríkjandi um land allt. Skúrir voru á A og S-landi, en þurrt að mestu fyrir norð an og á Vestf jörðum kl. 15 var 14 stiga hiti á Egilsstöðum og léttskýiað 11 stig í Möðrudal, en 8 stig vl0a .yj° í Reykjavík og var hvergi kaldara á veðurstöðvum lands in: Sunnan ins. skúrir. SV-land, Faxaflói Og miðin: SA kaldi, skúrir. Breiðafjörður til NA-lands Og miðin: SA gola eða kaldi, ða léttskýjað. Austfirðir, SA-land og mið- og SA kaldi, f FYRRINÓTT var brotizt inn á nokkrum stöðum í Reykjavík og nágrenni. Var brotin rúða á götu hlið skartgripaverzlunar Guðm. Andréssonar á Laugavegi 50 og stolið úr sýningarglugga 2 gull lituðum karlmannsúrum og einu gulllituðu kvenmannsúri og auk þess þremur armböndum á úr. Þá var farið inn í verzlunina Skeifuna í Blöndu-hlíð 35 og stol ið 800 kr. í peningum, 60 pörum af nælonso'kkum og tveimur peys um. Uppi í SeláSi var brotizt inn i verzlun, ráðist á glugga rr»;ð rimlum fyrir og var rúðan brot in og rimlarnir beygðir svo hægt væri að komast inn. Voru þjófarn ir sýnilega í sígarettuleit, en höfðu lítið upp úr krafsinu, að eins 5 stykki. Brotin var í fyrrinótt rúða í verzlun Hans Petersen í Banka- stræti. Var ekki farið inn og engu stolið. Loks var brotin rúða í útihurð í Aðalbarnum í Aðalstræti 8 og hurðin þannig opnuð. Höfðu þjófarnir sezt ofur rólegir að sumli í efri veitingasalnum, veitt sér 6 þilsnera og 1 malt og reykt nokkrar sígarettur og skilið flösk ur og sígarettustubba eftir. Ekki var öðru stolið. — Sýrland Framh. af bls. 1 var lesin upp áskorun ti egypzku þjóðarinnar um að ger byltingu gegn Nasser, brjót niður harðstjórnina og endur vekja einingu Araba. Byltingi: í Sýrlandi hafi verið gerð ti að vemda þessa einingu. Áskor unin var marglesin í kvölddag skránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.