Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐM> MiSvikudagur 4. okt. 1961 CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. Á AÐ MINNKA JÖFNUÐINN? PMns og alkunnugt er berj- ast bandamennirnir í Framsóknar- og kommúnista flokknum barðri baráttu fyr- ir því að fallizt verði á allar kröfur lækna og verkfræð- inga. Ef farið yrði að ráðum stjórnarandstæðinga, mundu þessar tvær starfsstéttir mjög bæta hag sinn, borið saman yið aðra.þegna þjóð>- félagsins. Með slíkri ráðstöfun mundi með öðrum orðum aukinn tekjumismunurinn, því að staðreynd er það, að þessar stéttir búa við einna bezt launakjör. Með afstöðu sinni lýsa stjórnarandstæð- ingar því sem sagt yfir, að þeir telji launajöfnuð vera orðinn of mikinn í hinu ís- lenzka þjóðfélagi og hinar sérmenntuðu stéttir, sem eðlilega hafa haft hærri lauh en aðrir, eigi að bera hlut- fallslega meira úr býtum en þær hafa gert að undan- förnu. Morgunblaðið hefur áður sagt, að það teldi réttmætt að verkfræðingar fengju nokkru meiri hækkun en aðrar stéttir fengu í sumar. Þannig hefur blaðið játað að sjónarmið stjómarand- stæðinga hefðu við nokkur rök að styðjast, að því er verkfræðinga varðar. Hins- vegar kemur auðvitað ekki til mála að fallast á allar kröfur þeirra. Um læknana er það aftur á móti að segja, að nokkuð erfitt er að átta sig á, hver muni vera raunveruleg laun þeirra og ástæða til að ætla að þau séu í mörgum tilvikum hærri en þeir vilja vera láta. Kröfur þeirra eru þó ekki eingöngu um bætt launakjör, heldur líka um breytta starfs tilhögun og hafa þeir í því efni ýmislegt til síns máls. Ánægjulegt er því, að þriggja mánaða frestur skuli nú fást til þess að ræða mál- efni þeirra niður í kjölinn og leita lausnar, sem allir geti við unað. AÐRIR HÁSKÓLAMENN ITinu er heldur ekki að “ leyna, að einmitt læknar og verkfræðingar hafa sæmi- legust launakjör allra há- skólamenntaðra manna. At- hyglin hefur fyrst og fremst beinzt að kjörum þeirra, vegna þess að þeir hafa ver- ið kröfuharðastir að undan- förnu, en ekki af hinu, að þeir búi við nein sultarkjör, borið saman við aðra menn með svipaða menntun. Ef fallizt yrði á þau sjón- armið Framsóknarmanna og kommúnista, að umyrðalaust éigi að samþykkja allar kröf ur lækna og verkfræðinga, þá leiðir það af sjálfu sér að einnig verður að bæta kjör annarra menntamanna. Slík almenn hækkun launa menntamönnum til handa er vissulega þess eðlis, að hana má ræða öfgalaust, því að kjör þeirra eru vafalaust almennt lakari en gerist hjá nágrannaþ j óðunum. í sambandi við þær um- ræður, verða menn þó að hafa í huga að öll íslenzka þjóðin hefur axlað nokkrar byrðar til þess að rétta við fjárhag sinn og tryggja efna- hagslegt sjálfstæði landsins. Það ætti því ekki að vera til of mikils mælzt, að þeir menn, sem þjóðin hefur kostað miklu til að mennta, stilltu kröfum sínum í hóf, meðan verið er að treysta þann grundvöll, sem lagður hefur verið að stórfelldum framförum í náinni framtíð. Að svo miklu leyti sem menn eru reiðubúnir til að bæta hag menntamanna meir en annarra, þá á það að gerast á næstu árum, þeg- ar ný auðlegð skapast vegna þeirra miklu framfara, sem óhjákvæmilega hljóta að fylgja í kjölfar heilbrig&rar efnahagsmálastefnu hérlend- is eins og alls staðar annars staðar. Fyrr er það ekki unnt. AÐ FLÝJA LAND Ehtt af því, sem mjög hefur ^ dregið úr samúð almenn ings með kjarabaráttu verk- fræðinga og lækna, eru hinar sífelldu hótanir um að flytja af landi brott og jafnvel beinar hvatningar til hinna sérmenntuðu manna um að koma ekki heim til íslands eða hverfa héðan brott, ef þeir hafa komið. Þvílíkar bardagaaðferðir falla íslenzkum almenningi ekki í geð. Hann veit að hann hefur búið vel að menntamönnum sínum og hann vill af frjálsum vilja gera það áfram. En hann mun undir engum kringum- stæðum láta ógna sér til að fallast á eitt eð*a neitt í því efni. íslenzkir menntamenn eiga sannarlega mikilla skyldna að gæta við þjóðarheildina. Sanngjarnar kröfur sínar eiga þeir að flytja af rök- festu og stillingu en ekki til- 1 uz YUfaw Byitingaráætlun Castros ■ SAMTÖK landflótta Kúbu manna í Florída í Banda- ríkjunum gáfu á dögun- um út tilkynningu þess efnis, að samtökin hefðu komizt yfir skjöl nokkur í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, þar sem laus- lega væri sett fram áætl- un Castros og stjórnar hans á Kúbu um það, hvernig kollvarpa skyldi ríkisstjórn Frondizis í Argentínu og ná þar völd- um. „Lýðræðislega bylting- arnefndin“ svonefnda til- kynnti, að benni hefðu borizt umrædd skjöl í hendur snemma í ágúst — frá Vitalio de la Torre, kúbönskum ræðismanni í Buenos Aires, sem flúði til Bandaríkjanna og fékk hæli þar sem pólitískur flóttamaður. Ar Áætlun í 15 liðum Talsmaður samtakanna sagði, að áætlun Castros vseri í 15 liðum — og meginatriði hennar væru eftirfarandi: 1) Stofnun víðtæks njósna- kerfis innan hersins í Argen- tínu. — 2) Leyniskólar eða æfingastöðvar í skæruhem- aði. — 3) Framkvæmd fyrir- ætlunar, sem miðar að því að hafa áhrif á fréttaflutning — og að vinna skemmdarverk hjá blöðum og útvarpsstöðv- um. (Sérstaklega er minnzt á óháða blaðið „La Prenza“ í þessu sambandi.) — 4) Barátta gegn lögum um „verndun lýðræðisins'* (en slíkt lagafrumvarp er nú til meðferðar í argentínska þjóð þinginu.) — 5) Undirróður í því skyni að æsa til verk- falla. — 6) Stefnt skal að því, að „Che“ Guevara, iðn- aðarmáiaráðherra Kúbu og „efnahagssérfræðingi" Castros verði boðið að koma í heim- lauma vopnum og áróðurs- sókn til Argentínu. — 7) tækjum inn í Argentínu að Samvinna við sendiráð Kúbu norðan. — 9) Hafin Skal ó- í Uruguay^ um kommúnískt frægingarherferð gegn helztu andkommúnistum í röðum hershöfðingja og stjórnmála- manna. 1Ó) Stefnt skal að því að gera Argentínu að miðstöð fyrir útbreiðslu kommúnistaáróðurs í ná- grannalöndunum, einkum Brasilíu og Paraguay. — 11) Unnið skal að því að koma á fót einhverri vinsælli hreyfingu meðal almennings, er lúti forustu vinstriafla og beiti sér óbeint í stjórnmála- baráttunni. — 12) Hrint skal af stað áróðursherferð gegn Bandaríkjunum, Perú og Venezúela. — 13) Kúbanska sendiráðið (í Buenos Aires) skal hafa náið samband og samstarf við sendiráð Sovét- ríkjanna — og Tassfréttastof una. — 14) Unnið skal að því, að vinstri-sinnaðir verka menn, stúdentar og mermta- menn verði sendir í kynnis- ferðir og til námsdvalar á Kúbu, þar sem síðan á að vinna þá til fylgis við kenn- ingai; marxismans. — 15) §] Loks skal sérstök áherzla lögð á áróður innan stúdenta samtakanna í Argentínu. ★ Heimild um kommúniskt undirróffursstarf Arturo Frondizl, forsetl Argentínu, var nýkominn til Bandaríkjanna, þegar and- stæðingar Castros birtu fyrr- greinda áætlun. Hann neitaði fréttamönnum um að segja nokkuð um plaggið — kvaðst ekki hafa heyrt neitt um það fyrr, og væri rétt að bíða og sjá, hvort skjölin væru ó- fölsuð áður en hann gerði þau að umtalsefni. Ekki heíur frétzt frekar af máli þessu síðustu dagana — en ef skjölin reynast ófölsuð, má segja, að þarna sé fyrir hendi allmerkileg heimild um starfsaðferðir fimmtu her deilda kommúnismans, sem víðast munu svipaðar í megin atriðum. — . . . steypa Frondizi? útbreiðslustarf og undirróð- ur í ríkjum Suður-Ameríku yfirleitt. — 8) Beita skal flokki eiturlyfjasmyglara (sem sagt er, að hafi bæki- stöðvar í Bóliviu) til þess að „Dauða-beltið BERLÍN, 30. september. — Stúlkur og fullorðnar konur bættust í gær í hóp verka- manna, sem vinna nú aff því að rífa mannvirki og jafna allt viff jörðu mefffram markalínunni milli Austur- og Vestur-Ber- línar. Var unnið á mörgum stöðum einka sér bardagaaðferðir á borð við þær, sem í mörgu verkalýðsfélaginu hafa ver- ið viðhafð«ar, rýrt hafa traust ið á félaginu og skaðað hags- muni félagsmanna. Ef still- ingu og sanngirni er beitt á báða bóga, þá er ekki minnsti efi á því, að skjót- lega er hægt að finna lausn á deilu, bæði verkfræðinga og lækna. í allan gærdag og stóðu her- menn og lögreglumenn yfir fólkinu með brugðna byssu- stingi. Bendir allt til þess, að skortur sé á vinnuafli í Austur- Berlín, því barnungum stúlkum er nú skipað að mæta til starfa. Þarna er unnið að því að gera autt belti meðfrarh múrveggn- um á markalínunni. Er það gert tíl þess að landamæraVörðum kommúnista reynist auðveldara að skjóta þá, sem reyna að komast yfir múrinn og flýja yf- Jr til Vestur-Berlínar. Svo mik- íð er víst, að Vestur-Berlínar- búar kalla þessa ræmu „dauða beltið". — Víðtækar ráðstafanir eru og gerðar meðfram öllum austur-þýzku landamærunum. Samt sem áður tekst fáein- um mönnum jafnan að flýja á hverri nóttu og aðfaranótt föstu dags munu 20 manns hafa kom- izt yfir til Vestur-Berlínar. Trillurnar öfluðu vel við Grænland TÓRSHAVN, 29. sept. — Veiðar línubátanna hafa geng ið vel það sem af er árinu, en togurunum hefur gengið stirðlega. Trillubátarnir, sem gerðir eru út frá Grænlandi hafa veitt mjög vel. Þar er um að ræða 190 manns á 43 bátum, sem róa frá Borgs- havn, Kangarsuk og tveimur höfnum á Ravns Stóroy. — Þann 1. sept. höfðu trillurn- ar fiskað samtals 1,800 tonn (/ saltfiskur) — og verður aflinn seldur beint til Grikk- lands án milligöngu Föroya Fiskisölu. Trillurnar róa i Grænlaqdi frá mánaðamót- um maí-júní fram í septem- berlok. — Arge.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.