Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 4. okt. 1961 MORGV1SBLAÐ1Ð 19 - Söngbókin Framh. af bls. 16 er mikill í nágrannalöndunum á þjóðlagasöfnun, spyrja, hvort nógu mikil rækt sé lögð við að bjarga gömlum íslenzkum lögum frá gleymsku. Sá fyrsti, sem nefndur er, að safnað hafi þjóð- lögum, er Gísli Magnússon, sýslu maður á Hlíðarenda, Vísi-Gísli. Áiið 1647 gaf hann þáverandi kon ungi yfir íslandi skýrslu um þjóð lög. Hvar sú skýrsla er, fylgir ekki sögunni, en sé hún til í söfn- um, væri fróðlegt að fá hana til athugunar. Ekki veit ég um nema þrjá jslendinga, sem ferðazt hafa um iandið til að safna þjóðlögum. Þessir þrir menn eru tónskáldin Bjarni Þorsteinsson prófessor, Jón Leifs og dr. Hallgrímur Helga son. Þeir hafa allir reist sér ódauðlegan minnisvarða með söfnun þjóðlaga, Og þeim brenn- andi áhuga, sem þeir hafa haft á að opna augu almennings fyrir dýrmæti gömlu þjóðlaganna. Einnig má benda á þjóðlagahefti þeirra. Þau bera með sér, að þeir hafa farið víða um landið til að leita þjóðlaganna. Starf Bjarna Þorsteinssonar Séra Bjarni Þorsteinsson á 100 ára afmæli þ. 14. október n.k. Hann starfaði að þjóðlagasöfnun í 25 ár, eða frá 1880—1905. Ár- angurinn af starfi hans er bókin „íslenzk þjóðlög* um 1000 bls. Þessi bók var gefin út af Carls- Ibergssjóðnum í Kaupmannahöfn og prentuð þar á árunum 1906—9. Starf séra Bjarna og aðstoð Carls toergssjóðsins við útgáfuna geta íslendingar ekki fullþakkað. f formála bókarinnar lýsir höfund- ur ýmsum erfiðleikum sem hann hafði við að stríða, og sýnir það skilningsleysi manna á starfi brautryðj andans. Þar má einnig sjá, hversu mikið við hljótum að hafa misst, þar sem svo seint var tekið til við að safna þeim. Umsögn eins fræðimanns, dr. Angul Hammerich, um rit séra Bjarna, er hér lauslega þýdd úr dönsku: „Ég tel þetta verk sér- staklega verðmætt. Með mikilli iðni við söfnunina hefir séra Bjarna Þorsteinssyni tekizt að safna efni, sem er bæði mikið að vöxtum og mikilvægt fyrir sögu söngs á íslandi. Vegna þess hvernig menningu fslands er hátt að, mun þetta efni ekki hafa lít- ið gildi fyrir rannsóknir í tón- listarsögu almennt“. Það, sem gera þarf Nótnabækur eru til þess gerðar, að þær séu notaðar, en því miður hefir þjóðlagabók séra Bjarna ekki orðið nógu kunnug almenn- ingi. Það sést á því, að menn kunna almennt fá lög, sem í henni standa. Það þyrfti að syngja lög- in inn á tónbönd og hljómplötur, og flytja þau sem oftast í út- varp, svo að menn geti lært þau með hægu móti. Þjóðminjasafnið þyrfti að fá afrit af sem flestum böndum, til varðveizlu. í lok formála bókar séra Bjarna Þor- steinsson segir svo: „Mín inni- legasta ósk er sú, að bók þessi megi sem bezt fylla það skarð í íslenzkum þjóðfræðum, sem hingað til hefir verið svo autt“. í Danmörku varð ég vör við mik- inn áhuga á þjóðlagasöfnun. Danska útvarpið og Þjóðminja safnið, (deild sú, er heitir Dansk Folkemindesamling) hafa sam- vinnu um söfnun. Þessar stofnan- ir hafa nú þrjátíu og fimm þús- und þjóðlög á tónböndum. Það er ekki eingöngu að lögin hafi þjóðfélagslegt gildi, þau eru verzl unarvara. Stefin eru notuð bæði í stór verk Og einnig í létta nú- tímatónlist. Ég söng mörg íslenzk þjóðlög fyrir Dansk Folkeminde- samling. Mér var það ljóst, að ég var með óvanaleg þjóðlög á söng- skrá minni, og féks staðfestingu á því, í danska þjóðminjasafninu. í danska útvarpinu er þáttur, sem heitir „Fólkið syngur“. Sá þáttur er vikulega, og koma þar fram þjóðlagasöngvarar, bæði lærðii og ólærðir. Einn þeirra manna, er stýrir þessum þætti, er Thorkild Knudsen. Hann fékk áhuga á starfi mínu við þjóðlaga- sönginn, og er ég honum ákaflega þakk’át. Sá háttur er hafður á í nágrannalöndunum, að faglærð ir menn eru sendir með segul- bönd í skipulagsbundna leit að gömlum þjóðlögum. Þyrftum við að gera slíkt hið sama. Það skal tekiö fram, að ég tel mig ekki fræðimann á efni því, sem grein þessi fjallar um. Áhugi minn vaknaði á þessum málum, þá er ég leitaði eftir þjóðlögum, sem nota skyldi til flutnings fyrir almenning. Að lokum vil ég benda á tónskáldin íslenzku, sem mörg hafa útsett íslenzk þjóðlög og fært þau í listrænan búning. Mörg þeirra eru nú góðir húsvin- ir á íslenzkum heimilum. Ekki má gleyma börnunum, að þau læri þjóðlög í fyrstu bernsku. Drengirnir eru hinir tilvonandi karlakórsmenn, sem bera hróður inn út fyrir landsteinana, og stúlk urnar taka þátt í blönduðum kór- um, sem ekki hafa minna gildi. r * Atthagafélag Akraness byrjar starfsemi sína 5. þ.m. í Breiðfirðingabúð. Til skemmtunar verður: Félagsvist — Bingó. — Góð verðlaun — Dans. Félagar mætið stundvíslega kl. 9. Allir Akurnesingar velkomnir. Stjórnin STIÍDENTAFAGNAÐUR Stúdentaráð efnir til fagnaðar í tilefni af 50 ára afmæli Háskóla íslands í Lido föstudaginn 6. okt. Hefst hann kl. 19,30 með sameiginlegu borðhaldi. Dagskrá: Ávarp: formaður S.H.Í. Hátíðarræða: Ólafur Thors, stud. jur. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. Skemmtiþáttur: Svavar Gests. söngur o. fl. Hin nýja sjö manna hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Aðgöngumiðar seldir í bóksölu stúdenta. miðvikudag og fimmtudag kl. 2—5, fimmtudag og föstudag 10—12 og í Lidó fimmtudag og föstu- dag kl. 5—7. STÚDENTAR FJÖLMENNIÐ OG GERIÐ ÞENNAN AFMÆLIS- FAGNAÐ SEM GLÆSILEGASTANN, S.H.Í. pjóhscafji Sími 23333 Dansleikur í kvöld kl. 21 Söngvari: Harald G. Haralds Vefrargarðurinn DANSLEIKUR íkvöld Sími 16710. Breiðfirðingabúð Félagsv*$t er í kvöld kl. 9 Húsið opnað kl. 8,30 Breiðfirðingabúð — Sími 17985 Leiklis farskóli ÆVARS KVARANS tekur til starfa á næstunni. Upplýsingar í síma 34710. Verkalýðsfélagið ESJA heldur aðalfund fimmtudaginn 5. okt. n.k. kl. 8,30 að Hlégarði. Stjórnin FuIltrúaráB Sjálfstœðisfélaganna í Reykjavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: S T J Ö R IM IVI \ L \ VIÐ Ifl O R F III Frummælendur: BJARNI BENEDIKTSSON, forsætisráðherra. JÓHANN HAFSTEIN, dómsmálaráðherra Frjálsar umræður Fulltrúar eru minntir á að mæta stundvíslega og sýna skírteini við innganginn. Stjórn fulltrúaráðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.