Morgunblaðið - 04.10.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.10.1961, Qupperneq 10
10 MORCVNULAÐIÐ Miðvikudagur 4. okt. 1961 VISINDIOOG TÆKNI Nýjung í fram- ieiðslu rafmagns Talið að MHD aðíerðin muni ryðja sér til rúms — Uranium takmarkað sem aflgjaíi RAFMAGN er hægt aS fram- Ieiða ái margan hátt, og stöðugt finnast fleiri og fleiri leiðir. Ein aðferðin er nefnd MHD, sem er skammstöfun fyrir „magnetohydrodynamics.“ Og með þeirri aðferð þarf enga hreyfanlega vélahluta. Raf- straumurinn fæst beint úr ódýru brennandi eldsneyti. Menn reikna með, að þessi aðferð ryðji sér til rúms í framtíðinni, og lækki kostnað- inn við framleiðslu rafmagns töluvert. MHD rafallinn vinnur á sama hátt og hinn venjulegi rafall, sem þjónað hefur mann inum í um 100 ár og átt einn stærsta þáttinn í framförun- um, sem átt hafa sér stað á þeim tíma. Léiðari er settur á hreyfingu í segulsviði, sem þrýstir rafeindunum úr leiðar- anum út í straumleiðslurnar. Mismunurinn er leiðarinn í MHD. Hann samanstendur ekki af rafleiðslum, eins og snúðurinn í gamla raflinum, heldur er hann straumur af heitu lofti. Fareindaloft Loftið kemur beint frá hinu hrennandi eldsneyti og verður leiðandi, þegar það hefur hitn að nægilega mikið eða upp í 2800 gráður á Celsíus. Þar sem hiti er í raun og veru ekkert annað en aukin hreyfing á loftsameindunum, þá losna raf eindirnar frá við þetta hita- stig og geta hreyfzt frjálsar um líkt og í málmum. Loft, sem þannig. er ástatt um, kallast fareindaloft, og þegar það streymir á milli pól anna á MHD-raflinum, þá þrýstir rafsviðið hinum lausu rafeindum til einnar hliðar, þar sem þær eru leiddar út í ytri straumleiðslur. Þar sem MHD rafmagn er rakstraum- ur, þá þarf að breyta honum fyrst í riðstraum, áður en hægt er að hagnýta hann til venjulegra nota. Aðal vandamálið hefur ver- ið 2800-gráðu hitastigið. Til þess að fá eldsneytið til þess að brenna örar og þar með auka hitastigið, hefur hreinu súrefni verið blandað við loft- ið yfir eldsneytinu. það hefur gefið góða raun við tilraunir, en þá kemur annað vandamál til sögunnar. 2800 gróður er hátt hitastig, sem venjulegir málmar eiga erfitt með að standast. Svo til þess að fá fram hagnýta vélasamstæðu, sem framleiðir rafmagn eftir hinni nýju aðferð, verður hún að geta þolað stöðugan ofsa- hita. Það nýjasta á þessu sviði er vélasamstæða sem get ur framleitt 500 kilowött — en aðeins í eina mínútu í einu. Þegar MHD-aflstöðvar verða að veruleika, þá munu þær koma í staðin fyrir gömlu gufu túrbínu-aflstöðvarnar og þá minnka rafmagnskostnaðinn um 25 til 40 af hundraði. En / fyrst þarf að leysa hitastigs- vandamálið. „Segulflaska“ Já, hitastigsvandamál. Ósjálf rátt reikar hugurinn til þeirra, sem fást við rann- sóknir á vetnisorku til hag- nýtra nota. Þeir hafa við ná- kvæmlega sama vandamál að stríða. Það finnst ekkert fast efni, sem getur staðið á móti þeim ofsahita, sem vetnis- sprengingar eiga sér stað við. Það er því ekki um annað að ræða en að framkvæma til- raunirnar án alls fasts efnis. En hvernig er þá hægt að halda loftmassanum á sama stað, þ. e. loftmassanum sem sprengingarnar eiga sér stað í? Það vandamál hefur verið leyst á snilldarlegan hátt. Eft- ir að loftmassinn hefur verið rændur ákveðnum hluta af rafeindum og þannig orðinn pósitíft hlaðinn, er hann hafð- ur í svokallaðri „segulflösku“. Segulflaskan er í raun og veru ekkert annað en ákveðinn fjöldi rafsegla, sem halda loft- massanum á ákveðnum stað með segulkröftum. Á þann hátt kemur loftmassinn aldrei í snertingu við fast efni. Frægasta tilraunatæki á þessu sviði er án efa í eigu Breta. Það hefur hlotið nafnið Zeta og í því hafa Breta fram- leitt yfir milljón gráðu hita- stig. Helzta viðfangsefnið við vetnisorkurannsóknirnar er framleiðsla á nægilega háu hitastigi. með öðrum orðum svipuðu hitastigi, sem ríkir í iðrum sólar. Öll sú orka, sem sólin geislar frá sér, kemur frá vetnissprengingum í iðr- um hennar, en þar er hitastig- ið um 20 milljón gráður á Celsíus. Úranium hefur takmörk Enn sem komið er, er erfitt að spá nokkru um,hvort mönn um takist að beizla vetnisork- una til friðsamlegra nota eða ekki. Ef þeim tekst það, þá verður það mesti vísindasigur, sem maðurinn hefur nokkurn tíma unnið, því ódýrari orku er ekki hægt að fá og hráefnið er óþrjótandi. Hvað snertir kjarnorkuframleiðslu hingað til þá hefur hún reynst frekar dýr í rekstri, auk þess sem hrá efnið, hið þunga frumefni Úraníum, er dýrt í fram- leiðslu. Jafnvel þótt orka úr Úraní- um yrði samkeppnisfær, þá hefur hún samt sín takmörk. Hinar aðgengilegu birgðir af úraníum í jarðskorpunni eru takmarkaðar og myndu aðeins endast í nokkur þúsund ár. Kola og olíubirgðirnar, eins og flestir vita, munu ekki end- ast nema í nokkur hundruð ár í viðbót, svo einhver nýr orku gjafi er nauðsynlegur í fram- tíðinni. Beizlun á vetnisork- unni myndi leysa öll vanda- mál, en hagnýting sólarork- unnar kemur einnig mjög til greina. Hvernig sem orkan verður unnin í framtíðinni, þá er eitt ljóst. Maðurinn verður stöðugt háðari orkunni eftir því sem árin líða, og ár eftir ár eykst orkueyðslan á mann í heiminum. — Björgvin Hólm. ÖFLUGASTA FLUGSKEYTIÐ — XLR-99 aflvél geim- skipsins X-15, sem brennir ammoníakeldsneyti, blönduðu fljótandi súrefni, framleiðir 57 þúsund punda þrýsting, sem samsvarar einni milljón hestafla. Ef eldflaugavélin togaðist á við sjö stór herskip, mundi hún auðveldlega fara með sigur af hólmi. Stálbáfur til sölu M.b. Stígandi VE 77 — 73 tonn, er til sölu. — Upp- lýsingar gefur Helgi Bergvinsson, sími 588, Vest- mannaeyjum. 1 Skdgareyöing og skðgrækt á islandi SUMARIÐ 1960 kom þýzkur skóg ræktarfræðingur, prófessor H. Hesmer hingað til lands á vegum þýzka sambandslýðveldisins til þess að kynna sér skógræktarmál íslendinga. Prófessor Hesmer nýtur mikils álits í J>ýzkalandi og víðar sem sérfræðingur um ræktun grenis. Hann er ritstjóri tímaritsins „Forstarchiv" og í 6. hefti þess þetta ár birtist mjög ítarleg grein eftir hann, er nefnist „skógaeyð- ing og skógrækt á íslandi“. Greinin skiptist í þrjá megin- kafla. Hinn fyrsti er almennt yfir lit um landnám, fólksfjölda, jarð fræði og jarðveg, loftslag, gróður sögu og gróðurfar. Annar kaflinn fjallar um skógana á landnáms- öld, stofnun Og starf Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags ís- lands, ræktun ýmissa trjátegunda, kvæmaval og erfiðleika í sam- bandi við skógrækt hér á landi miðað við suðlægari lönd. Þriðji kaflinn er svo stutt yfirlit. ‘Verður í stuttu máli skýrt frá nokkrum atriðum úr ritgerð Hesmers. Höfundur rekur sögu skóganna eftir ýmsum heimildarritum og greinir ástæðurnar fyrir því, hvers vegna skógar eyddust og á hvern hátt sauðfé kemur í veg fyrir eðlilega sjálfgræðslu skóg- anna og flýtir fyrir gróðureyð- ingu og uppblæstri. Áætlað er, að við landnám hafi skóglendi þakið að minnsta kosti 17% af öllu landinu, en nú aðeins um 1%, Og hið gróna land, sem talið er að hafi verið alls um 34.000 ferkm að flatarmáli eða 33% af yfirborði landsins, hefir minnkað um helming vegna uppblásturs og landeyðingar (erozion). Um val tegunda og kvæma seg- ir á þessa leið: Enda þótt reyndar hafi verið margar trjátegundir úr | háfjöllum og frá norðlægum slóð ( um í Evrópu, Asíu og Ameríku, þá er hugsanlegt að reyna enn fleiri trjátegundir frá slóðum með svipað veðurfar um vaxtartím- ann og jafnvel líka frá stöðum með ólíku veðurfari. Engum mundi detta til hugar að óreyndu, að gullregn, sem á rætur að rekja til Suður-Evrópu, mund þroskast og blómstra á íslandi þar sem það nær 7 m hæð. Þó ber þess að geta, að sakir legu og veðráttu íslands verður að gæta erfti þá meiri varúðar við val á kvæmum held- ur en í Mið-Evrópu. Þau kvæmi sem tekin eru á of suðlægum slóðum eða úr of lítilli hæð gefa ekki rétta hugmynd um ræktunar möguleika einhverrar tegundar. (Hér má skjóta inn í til skýringar, að þannig er þessu varið um fjallafuruna við Rauðavatn, sem mörgum hefir orðið hneykslunar- hella). í niðurlagi greinar sinnar segir prófessor Hesmer: Ástæðurnar til þess að rækta skóg — þrátt fyrir alla örðugleika — eru eink- um þrennar: að framleiða við, að vernda landið gegn uppblæstri og til þess að gera landið hlýlegra og byggilegra. Viður er um 1/10. hluti af heildarinnflutningi þjóðarinnar og viðarþörfin vex jafnframt og fólkinu fjölgar. Þegar er sýnt, að ræktun lerkis skilar góðum arði. Sá einn, sem með eigin augum hefir séð hinar ömurlegu auðnir í landi, sem að % hlutum er gróð- urlausar og grýttar auðnir, getur skilið hvers fólkið metur skóginn. Enda takast menn á hendur löng ferðalög til þess eins að komast i skóg og dveljast i skógi. Þar sem tekist hefir að gera skógrækt að almennu áhugamáli þjóðarinnar leikur enginn vafi á því, að haldið verði áfram að endurgræða hina fornu skóga. Greininni fylgir skrá yfir 30 heimildarrit. Frelsi frá ótta og neyð f TILEFNI af alþjóðlega ung- templaradeginum 3. október vilja íslenzkir ungtemplarar koma eft- irfarandi orðsendingu á fram- færi: Þær þjóðir, sem hafa undirrit- að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna eru sameinaðar í hugsjón um ferns könar frelsi til handa mann kyni öllu: Skoðanafrelsi, trú- frelsi, fjárhagslegt frelsi og fé- lagslegt öryggi ásamt frelsi frá ótta. Ungtemplaradagurinn 1961 er vígður þessum frumiþáttum frels- is, sem einnig er lögð áherzla á af Sameinuðu þjóðunum með mannréttindayfirlýsingu þeirra. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu og stofnskrá SÞ er mannkynið þjáð af ótta við það sem verða muni, ef kjarnorkustyrjöld brýzt út. Þá verða höfin og andrúmsloftið mettað eitri og mannlegar erfða- eigindir úrkynjast langt fram í tímann. Þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýs- ingar SÞ um mannréttindi hefur meiri hlutinn af íbúum jarðar aldrei kynnzt neinu lýðræði. Þeir kunna ekki að lesa, takmarkalaus hjátrú ríkir meðal þeirra, þeir eru andlegir þrælar alls konar myrkravalda. Mannsaldur meiri hlutans er helmingi styttri en hér á Norðurlöndum, og þeir heyja grimmilega baráttu fyrir daglegu brauði oft án árangurs. Hálft annað þúsund milljónir manna eru nú haldnar stöðugum ótta við skelfingar hungurs og neyð- ar, — Okkar öld mætti kallast flótta- fólks öldin. Frá 1915 og allt til þessa dags hafa 45—50 milljónir manna orðið að yfirgefa heimili sín og ættjörð sína vegna trúar, þjóðernis, kynþáttar eða stjórn- málaskoðana. Enginn getur í- myndað sér hvílíkar skelfingar búa að baki þessa éstands. Enn fleiri vandamál skapa ótta og neyð. í flestum löndum, —■ einnig þar sem almenn mannrétt- indi eru viðurkennd og virt, — eru milljónir manna haldnar skelfingu yfir eyðileggingum á- fengisbölsins. Og í mörgum lönd- um er áfengisbölið orðið stærsta vandamálið bæði félagslega og heilsufarslega. Frá sjónarmiði Góðtemplara- reglunnar og samkvæmt hugsjón- inni um almennt bræðralag manna og þjóða, krefjast Ung- templarar um allan heim, að allir menn bæði konur og karlar hafi réttindi til persónulegs þroska, frelsis og hamingju. Á degi Ungtemplara sendum við því kveðju til æskulýðs í öll- um löndum heims, en einkum í hinum háþróuðu menningarlönd- um, með loforði urn sameinaða krafta til eflingar bræðralagi, ör- yggi, vináttu og samstarfi, sem hafið sé yfir öll landamæri og takmarkanir. Ungtemplaradagurinn samein- ar æskufólk í þeirri ákvörðun að gjöra sitt til að skapa og móta heim með frelsi frá ótta og neyð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.