Morgunblaðið - 04.10.1961, Page 17

Morgunblaðið - 04.10.1961, Page 17
Miðvikudagur 4. okt. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 17 Héraðsfundur í Grímsey FÖSTUDAGINN 8. þ. m., um' miðaftansleytið, renndi póstbát- urinn ,,Drangur“ að bryggju í Grímsey og hafði óvenjulegan farm að flytja, þar sem voru flestir prestar og safnaðarfulltrú- ar úr öllu Eyjafjarðarprófasts- dæmi, en það tekur yfir Eyja- fjarðarsýslu og kaupstaðina 3, Akureyri, Ólafsfjörð og Siglu- fjörð. Hafði siglingin frá Akureyri staðið daglangt í blíðskaparveðri, með viðkomu og nokkurri dvöl í Hrísey, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, en Grímsey var ákvörð unarstaður og skyldi þar nú heyja héraðsfund prófastsdæmis- ins í fyrsta sinn og mátti teljast sögulegur viðburður. Varla þarf frá því að segja, að Grímseyingar tóku komu- mönnum, sem voru framangreind ir liðsmenn kirkjunnar ásamt þrem guðfraeðistúdentum, um 20 talsins, opnum örmum, og buðu þeim þegar með sér að vem svo lengi sem þá lysti. Skiptu þeir .gestunum með sér á nokkur íheimili, og voru víst flestir 4 í stað, lentu allir norðan heim- skautabaugs, ef trúa má, að baug ur sá liggi um eyna þvera, eins og oftast er talið. Þegar menn höfðu kynnt sig gistivinum sinum, notið fyrstu góðgerðanna og dáðst um stund að hinu undurfagra og ógleyman- lega sólarlagi, þar sem allur vest- urhiminninn glóði við yztu sjón rönd í einu geislabáli, var skotið á undirbúningsfundi í kirkjunni. Stóðu þessar undanrásir“, sem svo voru kallaðar, til miðnættis, og höfðu menn þá að vísu skoð- að rækilega hina gömlu en vel búnu Miðgarðakirkju og gripi hennar. Hefur djákni kirkjunnar, sem nú er orðinn, Einar Einrars- son, verið þarna vakinn og sofinn um margra ára skeið að fegra1 2 3 * * * * * 9 allt og prýða, og nýtur húsið mjög, og umgengni þess, hand- bragðs hans og snilli, en djákn- inn er hinn mesti völundur. Næsta morgun, fundardaginn sjálfan, hafði slegið yfir svarta- þoka og var það mikið mein, því morgunninn var ætlaður til könn unnarferða um eyna, en þó gengu margir gestanna vítt um kring og sumir fram á björgin, sem voru æði svipmikil í úrugri þok- unni. Á framsiglingu daginn áður við komuna í eyna, höfðu menn hins vegar haft hið ágætasta skyggni, ekki sízt til landsins, sem loks maraði í hálfum hlíð- um svo langt sem augað eygði austan frá Sléttu og vestur um Húnaflóa. Er landsýnin frá Grímsey stórkostlega fögur. Héraðsfundurinn hófst með guðsþjónustu og sást þegar á öllu, að Grímseyingar hugðu gera sér dagamun, þó virkur dagur væri og þrotlaust annríki heima- manna. Var nú fiskgengd mikil við eyna og auk þess heyöflun ekki lokið, og enn mætti nefna byggingar-framkvæmdir og fleiri starfa. En fjöldi fólks kom til kirkju sinnar og varð þar hvert sæti skipað. Djákninn, Einar Einarsson, flutti afbragðs snjalla prédikun, en fjórir prestar önnuðust aðra þjónustu í messunni. Akureyrar- prestar báðir, síra Pétur Sigur- geirsson, sem jafnframt er settur Grímseyjarprestur, og sr. Birgir Snæbjörnsson, sr. Ragnar Fj. Lárusson á Siglufirði og sr. Kristján Búason í Ólafsfirði. Mikla athygli komumanna! vakti hinn velæfði kirkjukór, j sem leiddi sönginn undir ágætri stjórn organista síns, frú Ragn- heiðar Einarsdóttur í Básum, nyrzta b* íslands. ”"H ********** """'v.v)/■‘«v.v.vrv.v.v.,.yr,1v.,.v.y.v-v. Lett rennur GteBoð m í messulok sté prófasturinn, sr. Sigurður Stefánsson, vígslu- biskup í Möðruvöllum, í stólinn og setti fundinn með ávarpi og greinargerð helztu kirkjulegra viðburða á héraðsfundarárinu, einkum þeirra, er snertu eyfirzkt safnaðar og kirkjulíf. Minntist hann í upphafi máls síns látinna samstarfsmanna, Valdemars V. Snævars, sálma- skáldsins, sem lengi var safnað- arfulltrúi Vallasóknar, Garðars Halldórssonar, bónda og alþing- ismanns á Rifkelsstöðum, en hann var sóknarnefndarmaður Munka- þverárkirkju, og Ólafs Fr. Ólafs- sonar, meðhjálpara á Akureyri. Þá bauð prófastur þá vel- komna í hópinn, sr. Birgi Snæ- björnsson, sem sl. haust fekk veitingu fyrir Akureyrarpresta- kalli, en áður þjónaði Æsustöð- um og Laufási, og djáknann, Einar Einarsson í Grímsey. Hlaut sá síðarnefndi, eins og kunnugt er, sérstaka vígslu í vor og annast helgistundir í kirkj- unni, kristindómsfræðslu barna o. fl., en er að öðru leyti til að- stoðar sóknarprestinum, sem vegna fjarlægðar getur aðeins sjaldan vitjað þessa safnaðar síns. Er fólkið mjög ánægt með þjónustu Einars, enda var hann því löngu kunnur fyrir brenn- andi áhuga sinn á þessum mál- um og fágætan drengskap í öll- um skiptum. Mikið var unnið að barna- og æskulýðsstarfi í héraðinu og hef- ur Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti (ÆSK) þar forustu undir ötulli stjórn sr. Péturs Sig- urgeirssonar. Er nú markvisst unnið að því að koma upp sum- arbúðum fyrir starfsemina og verða þær væntanlega reistar við Vestmannavatn í Aðaldal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Sambandið hefur nýlega eign- azt kvikmyndina „Læknirinn í frumskóginum“, um líf og starf mannvinarins mikla Alberts Schweizer. Var hún frumsýnd á Siglufirði um fyrstu helgina í sept., en þar stóð þá aðalfundur ÆSK. og um leið hin árlega kirkjuhátíð Siglfirðinga. Fjölbreytt og skemmtileg kirkjuvika var háð í Akureyri sl. vetur, og 4. söngmót Kirkju- kórasambands Eyjafjarðarpró fastsdæmis var haldið á Akur- eyri og Dalvík sd. 28. maí með mikilli þátttöku og glæsibrag. Þar var nýja söngmálastjóranum, Róbert A. Ottóssyni, fagnað. en þetta var fyrsta ferð hans út á landsbyggðina, til móts við kirkju kórana og væntanlega samstarfs- menn. Ýmsar fleiri kirkjulegar hátíð- ir voru í héraðinu á árinu og yfirleitt mikið unnið að bættum búnaði kirknanna og fegrun. Torfkirkjan gamla í Saurbæ var afhent Þjóðminjaverði til umsjár og hin endurreista Kvía- bekkjarkirkja, skuldlaus, söfnuð- inum í Ólafsfirði, en þar var all- ur kostnaður greiddur með gjöf- um einstakra manna, mikið fram- tak og lofsvert. * * * Eftir erindi prófasts var stutt hlé, var tekið til við venjuleg héraðsfundarstörf og síðan aðal- mál fundarins, en það var frum- varp síðasta Kirkjuþings til laga um veitingu prestakalla. Mjög skiptar skoðanir eru um lausn þessa máls, allt frá svo róttæku'm breytingum, að prest- ar verði skipaðir í embætti án kosningar og til þess fyrirkomu- lags, sem nú er. Margir virðast þó fallast á þá tillögu Kirkju- þings, að kjörmenn, þ. e. kosnir fulltrúar safnaðarins, fyrst og fremst sóknarnefndir, velji prest- inn eða kalli. Snerist ályktun fundarins í þá átt, en þó hafnaði hann hugmyndinni um köllun án umsókxrar. Annars verður álykt- un héraðsfundarins í þessu máli væntanlega borinn upp og rædd í söfnuðunum heima fyrir og síð an gerð fullnaðarsamþykkt á næsta héraðsfundi. áður en Kirkjuþingið kemur saman haust ið 1962. Smekkleg vínstoia FORMICA plötur gera vínstofuna smekklegri — Þér getið valið úr 100 mismunandi litum, mynstrum og fallegum litasamsetniogum. Ef FORMICA er notað í borðplötuna, þarf aldrei að hafa áhyggjur af blettum eftir vínanda eða hita, því að FORMICA lætur ekki á sjá þótt hitastigið sé allt að 150 C. Til að halda FORMICA hreinu þarf aðeins að strjúka yfir það með rökum klút, þá er það aftur sem nýtt. Biðjið um lita-sýnishorn. Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki bjóða yður önnur efni í stað FORMICA, þótt stælingin líti sæmilega út. — Ath. að nafnið FORMICA er á hverri plötu. G. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 — Sími 24250 Aðrar ályktanir fundarins voru | þessar: . „Héraðsfundur Eyjafjarðar- j prófastsdæmis, heldinn í Grímsey laugardaginn 9. sept. 1961, þakk- 1 ar Ungmennasambandi Eyjafjarð ar mikið og menningarlegt starf, fyrir æsku héraðsins, og lýsir sérstakri ánægju sinni yfir hvatn ingu síðasta sambandsþings til félaga sinna um kirkjusókn.“ * * * 2. „Héraðsfundur--------flyt ur stjórn, söngstjórum og félög- um Kirkjukórasambands Eyja- fjarðarprófastsdæmis verðskuld- aðar þakkir fyrir hið glæsilega 4. söngmót Sambandsins á sl. vori. Jafnframt þakkar funcrtxrinn allt hið mikla starf kirkjukór- anna og organistanna í héraðinu, á hverjum stað, og árnar þeim heilla og blessunar". 3. „Héraðsfundur--------lýs- ir eindregnum stuðningi sínum við frumvarp það um kirkju- organleikara og söngkeimslu í barna og unglingaskólum utan kaupstaða, sem flutt var á síðasta Kirkjuþingi af biskupi, herra Sigurbirni Einarssyni, og Jónasi Tómassyni, tónskáldi, og hlaut þar samþykkt og afgreiðslu. Skorar fundurinn á Alþingi að sinna þessu brýna nauðsynja- máíi.“ Þá kom að lokum fram þessi tillaga, og var flutningsmaður hennar sr. Pétur Sigurgeirsson: „Héraðsfundun Eyjafjarðar- prófastsdæmis, haldinn í Grímsey 9. sept. 1961, lýsir stuðningi sín- um við framkomna tillögu um endurreisn Hólastóls 0g ber fram þó ósk til Alþingis og kirkju- stjórnarinnar, að málið hljóti af- greiðslu eigi síðar en í sambandi við 200 ára afmæli Hóladóm- kirkju árið 1963.“ * * * | Fundinum lauk stundu fyrir miðaftan með kveðjuávarpi prófasts, sem þakkaði prestum og safnaðarfulltrúum þátttöku þeirra í þessu sérstæða fundar- haldi, og heimamönnum í Gríms- ey frábæra gestrisni. Var þá stutt helgistund, e» prófastur las ritningarkafla frá altari, bað bænar og lýsti drottin- legri blessun, en fundarmenn knýttu bróðurkveðju og sungu vers Hallgríms: „Son Guðs ertu með sanni“. Hurfu nú gestir til „heimila" sinna og kvöddu fólkið, en fjöldi eyjarskeggja, ungir og gamlir, fylgdi þeim á skipsfjöl, þar sem „Drangur" iá, búinn til brottferð- ar á tilsettum tíma. Hafði hann beðið héraðsfund- armanna heilan sólarhring og kom þar til sérstök greiðasemi og lipurð skipstjórans, Guðbjarts Snæbjörnssonar, og skipseiganda, Steindórs Jónssonar á Akureyri. Ber þeim báðum mikil þökk, og skipverjum öllum fyrir ágæta og skemmtilega þjónustu í þessum leiðangri. Og vel og giftusamlega skilaði „Drangur" hverjum manni í sína höfn um kvöldið og nóttina, þó úfnara nokkuð væri við Gríms- eyjarsund en hinn fyrra daginn. En þar blessaði forðum Guð- mundur góði allan sjó, eins og segir £ sögu hans, og kom það einhverjum í hug, er allt gekk svo greiðlega. Og sjái nú Grímseyingar þess- ar línur, biðja gestir þeirra á héraðsfundinum enn að heilsa, með þakklæti fyrir góð og ógleymanleg kynni, höfðingsskap og gestrisni. Eyjunni fögru og íbúum henn- ar árna þeir heilla og farsældar í bráð og lengd Praep,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.