Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. okt. 1961 Háskólinn tákn jbess, sem menningarþjóð getur áorkaB — sagbi Jörgen Jörgensen í fréttaauka í gærkvöldi JÖRGEN Jörgensen fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerk- ur sagði nokkur orð í fréttaauka útvarpsins í gærkvöldi. Jörgen- sen sagði m. a.: „Ég er ánægður yfir því að vera kominn hingað til Reykja- víkur til þess að vera viðstadd- ur 50 ára afmæli Háskóla Is- lands og hátíðahöldin í sam- bandi við það. Við í Danmörku höfum fylgzt af miklum áhuga og mikilli að- dáun með þróun Háskólans í þessi 50 ár. Hér hefur verið komið á fót og hér starfar menn ingarstofnun, sem nýtur virð- ingar og aðdáunar allra þeirra, sem til þekkja í Danmörku. í>að er athyglisvert að eftir því, sem háskólinn hefur þróazt,. að ætíð eru til taks kennarar til þess að taka við þegar ný kennslu- svið bætast við. Háskólinn er tákn þess, sem lítil menningar- þjóð getur áorkað með samstillt rnn samtökum og átaki lands- manna og það er ánægjulegt að sjá að hér eru aðstæður til þess að stunda merkilegt rannsókna- og vísindstarf. í»að er okkur mikil ánægja í Danmörku að sjá vinnubrögð ykkar hér og þið hafið mikinn arf af að taka frá fornri tíð, og það er ekki annað sjáanlegt en að sá arfur verði vel geymdur og vel verði að honum byggt í fram- tíðinni." — Jörgensen Framhald af bls. 1. flugvellínum, ásamt sendiherra Danmerkur. Jörgen Jörgensen og frú hans koma hingað í boði ríkisstjórn- arinnar og munu dveljast hér til þriðjudagsmorguns. I>au munu taka þátt í hátíðahöldunum vegna afmælis Háskólans, heim- sækja skóla, þ. á m. Mennta- skólann og söfn og á sunnudag fara þau upp í Borgarfjörð. I>au búa í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu meðan þau dveljast hér. Útrýming heilsu- spillandi hús- næðis A FUNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur í gær urðu nokkrar umræð or um þann vanda, sem við er að etja við útrýmingu á heilsuspill andi húsnæði, sem ekki er í bröggum eða sérstökum skúrum. Var þar vakin athygli á því, að komið hefur fyrir, að flutt hefur verið í húsnæði, þótt það hafi verið úrskurðað heilsuspillandi Og þeir, sem þar hafa upphaf lega búið, hafi fengið úthlutað íbúðum í þeim húsum, sem Reykjavíkurbær lætur byggja í þvi skyni að útrýma heilsuspill- andi húsnæði. Guðmundur Vigfús son bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins flutti tillögu á fundinum nm, að bæjarstjórnin legði fyrir heilbrigðisyfirvöldin að gera ráð- Stafanir til þess að þær íbúðir verði teknar úr notkun, sem þeir flytja úr, er fengu úthlutað íbúð nm í f jölbýlishúsunum við Grens ásveg og Skálagerði nú fyrir skemmstu. Geir Hallgrimsson borgarstjóri lagði til, að tillögu þessari yrði vísað til umsagnar heilbrigðisnefndar og húsnæðis- fulltrúa, og var sú tillaga saxn- þykkt samhljóða. Gylfi Þ. Gislason, menntamálar áðherra, tekur á móti Jörgen Jörgensen Mál og menning opnar nýja verzlun í GÆR var fréttamönnum boðið að skoða ný húsakynni bókaverzl unar Máls og menningar að Laugavegi 18, en verzlunin verð ur opnuð í dag. Hin nýju húsa- kynni eru rúmgóð og til þeirra vandað. Innréttingu verzlunarinn ar teiknaði Sigvaldi Thordarson, arkitekt. Mun hún starfa á tveim ur hæðum og verða mun um- fangsmeiri en áður. Ný deild erlendra bóka. Á neðri hæðinni verða aðal- lega íslenzkar bækur og ritfanga deildin verður stórlega aukin. I>á verður sérstök tímarit- blaða- og smávörusala fremst í búðinni með afgreiðslu beint út að Lauga vegi, verður hún væntanlega op in lengur en verzlunin sjálf. Á efri hæð verður sérstök ný deild fyrir erlendar bækur. Einnig er kominn vísir að hljómplötudeild og í ráði er að koma upp list- munadeild. Verzlunarstjóri hinnar nýju verzlunar er Óskar í>. Þorgeirs- ■ son, deildarstjóri íslenzku bóka deildarinnar Adda Magnúsdóttir, deildarst., erlendu deildarinnar I>orleifur Hauksson og fjármála legur framkvæmdastjóri búðar- innar og félagsins í heild Bjöm Svanbergsson. En einn aðalstarfs kraftur félagsins verður sem hingað til Einar Andrésson. Frá þessu skýrði Kristinn Andrésson við vígsiu hinna nýju húsakynna í gær. Ennfremur þakkaði hann fráfarandi verzlunarstjóra Bóka búðar Máls og menningar, Jónasi Eggertssyni fyrir margra ára á- kjósanlegt samstarf. Á þriðju hæð hússins að Lauga vegi 18 verða skrifstofur verzl- unarinnar, tímaritsins Melkorku og Einars Andréssonar. Einnig fær félagið samkomusal á sömu hæð. Skrifstofa bókaútgáfunnar verður framvegis í Hólaprenti, og Tímarits Máls og menningar iÞngholtsstræti 21, en félagsbæk ur verða afgreiddar í verzlun- inni að Laugavegi 18. Bókabúðin á Skólavörðustíg 21, sem hefur verið þar til húsa s.l. 8 ár mun starfa áfram fyrst um sinn. Kristinn Andrésson skýrði einn ig frá því, að samtímis því að bókabúðin er opnuð koma á mark aðinn nokkrar nýjar bækur frá Heimskringlu og Máli og menn- ingu. Þær eru: Þingvellir, ritgerð um sögu staðarins eftir Björn Þorsteins- son með myndum eftir Þorstein Jósepsson og fleiri. Bókin hefur verið gefin út á þremur erlendum tungumálum, en í íslenzku út- gáfunni er textinn allmiklu fyllri Bréf úr myrkri, eftir. Skúla Guðjónsson bónda á Ljótunar- stöðum. Bók þessa skrifaði hann 1955, en þá hafði hann verið blindur í níu ár. í bókinni lýsir hann hvernig honum tókst að að lagast heiminum eftir að hann Varð blindur. Framh. á bls. 23. Fangi slapp úr Hegningarhúsinu Sagaði sundur rimla, en náðist skömmu siðar UM níuleytið í fyrrakvöld urðu fangaverðir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg þess varir, að einn fanganna, Jóhann Víglunds son, hafði sagað sundur rimia fyrir glugga klefans, sem hann var hafður í, og sloppið þar út. Rannsóknarlögreglan hafði hendur í hári fangans um mið- nættið sama kvöld og flutti hann aftur í Hegningarhúsið. Fangaverðirnir urðu varir við flóttann um stundarfjórðungi eftir að hann átti sér stað. Hafði fanginn sagað sundur tvo rimla fyrir glugganum, og eru þeir um þumlungur í þvermál, sívalir. Er talið að járnsagarblaði hafi verið smyglað til hans, en það hefur borið við áður að hlutum hafi ver ið smyglað til -fanga við Skóla- vörðustíg. Er hlutum þessum þá oftast varpað yfir steingirðing- una og fangarnir hirða þá úr grasinu í garðinu. Fangaverðirnir gerðu rann- sóknarlögreglunni þegar aðvart. Höfðu lögreglumenn rökstuddan grun um hvar fangans skyldi leita, og var hann handtekinn þar um miðnættið. Jóhanni Víglundssyni var sleppt af Litla Hrauni, þar sem hann hefur verið lengi, í sumar. Hefur hann síðan þráfaldlega gerzt brotlegur við lögin, framið árásir, innbrot og ýmsa þjófn- aði. Dagskrá afmælis- hátíðahaldanna f DAG fer fram hátíðasamkoma og á morgun háskólahátíð í sam komuhúsi Háskólans við Mela- torg vegna hálfrar aldar af- mælis Háskólans. Hefjast sam- komurnar kl. 13,50 stundvíslega. Hátiðasamkoman í dag hefs' með því að leikinn verður Há skólamars eftir Pál Isólfsson, en síðan minnist rektor Háskóla ís- lands, prófessor Ármann Snæ- varr, afmælis háskólans. Ávörp flytja forseti Islands, herra Ás- geir Ásgeirsson, menntamálaráð herra Gylfi Þ. Gíslason, borgar- stjórinn í Reykjavik, Geir Hall- grímsson og prófessor dr. Ric- hard Beck, forseti Þjóðræknis- félags Islendinga í Vesturheimi. Þá verður flutt „Þú eldur, sem brennur við alvalds stól“, úr Háskólaljóðum Þorsteins Gíslasonar við lag Páls Isólfs- sonar. Þá flytja kveðjur forseti Vís- indafélags íslendinga, dr. med. Sigurður Sigurðsson landlæknir, varaformaður Bandalags há- skólamanna, Sveinn S. Einars- son, verkfræðingur, form. Stúd- entafélags Reykjavíkur, Matthias Johannessen ritstjóri og formað- ur Stúdentaráðs Háskóla íslands, Hörður Sigurgestsson, stud. oecon. Þá verður flutt Háskólaljóð eftir Davíð Stefánsson og tón- list eftir Pál ísólfsson. Háskólamenntoðír menn geía út bók helgaða Háskóla íslands f TILEFNI af 50 ára afmæli Há- skóla fslands er komin út bókin „Vísinidin efla alla dáð“, sem Bandalag Háskólamanna gefur út og helgar Háskóla fslands. Verð- ur eitt eintak afhent á háskóla- hátíðinni. I bókinni eru ritgerðir eftir 25 menn, fulltrúa allra aðildarfélaga bandalagsins, þar sem þeir gera grein fyrir almennu viðhorfi fræðigreinar sinnar, nútíðarhag og framtíðarstefnu eða einhverj- ux þáttum þessara viðfangsefna. Þessir skrifa í bókina: Sigurður Nordal, Árni Böðvarsson, Jónas Kristjánsson, Matthías Jónasson, Sigurjón Björnsson, Jakob Jóns- son, Sigurður Einarsson, Þórir Kr. Þórðarson, Ármann Snævarr, Jóhannes Nordal, Jónas H. Har- alz, Páll Kolka, Óskar Þórðarson, Davíð Davíðsson, Jón Sigtryggs- son, Stefán Sigurkarlsson, Sig- urður E. Hlíðar, Eyþór Einarsson, Páll Bergþórsson, Halldór Páls- son, Ólafur Stefánsson, Jón Jóns son, Þorbjöm Sigurgeirsson, Gunnar Böðvarsson, Steingrímur Jónsson. Bókin er 360 bls. að stærð. Rit- nefnd skipar Kristján Eldjárn, Ólafur Bjarnason og Sigurður Þórarinsson. I upphafi flytja yfir 500 háskólamenntaðir menn Há- skólanum virðingu og þökk fyrir hálfrar aldrar .afmæli hans og óska honum heilla. Þá flytja fulltrúar erlendra háskóla kveðjur. Rektor þakkar og síðan verður þjóðsöngurinn sunginn. Flyjtendur tónlistar eru bland aður kór. Einsöngvarar: Þuríður Pálsdóttir og Árni Jónsson. Sin- íuhljómsveit tslands undir . j'rn Páls ísólfssonar. Háskólahátíð Háskólahátíðin hefst á laugar dag kl. 13,50, með því að pró- fessor, dr. phil. & litt. & jur, Sigurður Nordal flytur erindL Þá syngur Guðmundur Jónsw son óperusöngvari með undir- leik Fritz Weisshappel þrjú lög eftir íslenzka höfunda. Þá lýsir rektor, prófessor Ar- mann Snævarr kjöri heiðurs- doktora ásamt prófessor dr. Þóri Kr. Þórðarsyni, prófessor Kristni Stefánssyni, prófessor Ólafi Björnssyni og prófesor dr. phiL Matthíasi Jónassyni. Þá syngur Kristinn Hallsson óperusöngvari þrjú íslenzk lög með undirleik Fritz Weisshapp- el. — Loks ávarpar rektor nýstúd- enta og afhendir þeim borgara- bréf. Ú R V A I rauk úr höndum TÍMARITIÐ Úrval kemur nú út í nýjum búningi og eru nýir eig- endur að ritinu. Fyrsta tölublaðið er uppselt hjá forlaginu á fyrsta degi, en ritið er prentað í 6500 eintökum. Sagði Sigvaldi Hjálm- arsson ritstjóri ritsins í gær, að ekki væri unnt að prenta meira af þessu eintaki en næsta tölu- blað yrði í stærra upplagi. j NÚ ERU skólarnir að byrja og veldur það miklum breyt- ingum á útburðarstarfsliði blaðsins. Má búast viff að þetta valdi talsverðum erfiðleikum við að koma blaðinu til kaup- enda, a.m.k. fyrstu daga októ ber, en aff sjálfsögðu verður allt gert, sem hægt er til þess að það gangi sem greiðlegast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.