Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 12
12
fMORGVNBLAÐ1L
Föstudagur 6. okt. 1961
Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
/ Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HVER VERÐUR NÆSTUR
¥ Tmræðufundur Varðbergs
^ nú í vikunni hefur vak-
ið mikla athygli, enda sýnir
hann svart á hvítu, að unga
fólkið í lýðræðisflokkunum
vill standa saman í utan-
ríkismálum og slá skjald-
borg um lýðræðislega hugs-
un á íslandi og NATO, svo
kommúnistum takist ekki að
sölsa landið undir áhrifa-
svæði sitt.
Þegar Emil Jónsson hitti
Hans Hedtoft í Kaupmanna-
höfn, skömmu eftir valdarán
kommúnista í Tékkóslóvakíu,
eða í febrúarmánuði 1948,
spurði Hedtoft: — Hver
verður næstur? Þá skulfu
allar þjóðir fyrir ofbeldi
kommúnismans, hræðslan
gaf kommúnistum leik á
borði. Og þeir voru staðráðn
ir í að nota tækifæri óttans.
/ Við stofnun NATO ger-
breyttist taflstaðan, ekki ein-
ungis í Evrópu, heldur öllum
heiminum. En samt spyrja
jafnvel hinir greindustu
menn: Hver er árangurinn
af starfi NATO? Hann er
m.a. sá, að Tékkóslóvakía
varð seinasta landið, sem
heimskommúnisminn hrifs-
aði til sín í Evrópu. Undir
fána NATOs hafa lýðræðis-
ríkin stöðvað framsókn
kommúnismans.
Þetta veit unga fólkið á ís-
landi í dag. Þess vegna er
það staðráðið í að standa
með NATO og skipa sér í
raðir þess unga fólks í öðr-
um lýðræðisríkjum, sem hef
ur gert hugsjónir frelsisins
að takmarki sínu. Unga fólk-
ið á íslandi veit, að við get-
um ekki bæði sleþpt og hald
ið. Við verðum annað hvort
að skipa okkur í sveit með
lýðræðisríkjunum og leggja
eitthvað af mörkum til að
verja frelsi okkar, eða gef-
ast upp að öðrum kosti og
láta það ráðast, hvort ísland
verður kommúnisma að bráð.
Það er rétt sem kom fram
á fyrrnefndum fundi, að í
raun og veru er um lítið
annað barizt á íslandi í dag
en það, hvort við viljum
kommúnisma eða ekki. Allt
annað eru minniháttar atriði
í samanburði við þessa ör-
lagaspurningu, spurninguna
um líf eða dauða. Eins-og nú
er háttað í heiminum, gegn-
ir furðu, að nokkur ísíend-
ingur sem þykist vilja frjálst
Island og óháð, skuli ljá
kommúnistum liðsinni sitt,
annað hvort með hlutleysi
eða beinum stuðningi. Við
þessu fólki verður að ýta,
ekki sízt vegna þess að það
héfur nokkur ítök í einúm
af þremur lýðræðisflokkun-
um. Á þeim vettvangi hefur
Varðberg bgeði skyldum og
hlutverki að gegna.
HERLEIÐING
TUNGUNNAR
/\llum er kunnugt, hvers-
” konar tækifærisstefnu
kommúnistar reka, ef svo
ber undir. Allir vita, hvernig
þeir misþyrma orðum tung-
unnar eins og væru þau
leiguþý, hvernig þeir breyta
merkingum þeirra og sveigja
þau undir einræði sitt. Orð
eru einræði hættuleg og
stundum nauðsynlegt að her-
leiða þau, ekki síður en þjóð
ir. Það hefur sýnt sig átak-
anlega undanfarin ár.
Það kemur því fáum á
óvart, þegar fyrsta setning
þriðja liðs „Nýrrar stefnu-
skrár kommúnistaflokks Ráð
stjórnarríkjanna“, sem sendi
ráð Sovétríkjanna hefur ný-
lega sent dagblöðunum í
Reykjavík í íslenzkri þýð-
ingu, er svohljóðandi:
„Með hugheilum stuðningi
(leturbr. Mbl.) allra íbúa
Sovétríkjanna styður komm-
únistaflokkur Ráðstjórnar-
ríkjanna og stendur vörð um
sigurvinninga sósíalismans
og málstað heimsfriðarins
(leturbr. Mbl.)
Ef nánar er að gætt, heit-
ir þessi þriðji liður stefnu-
skrárinnar: „Efling allra
greina hersins og varnar-
máttar Ráðstjórnarríkjanna“.
Það er engin tilviljun, að
Rússar tala um „málstað
heimsfriðarins“ í sömu and-
ránni og rætt er um „eflingu
allra greina hersins“. Síðar í
þessum lið er nánar skýr-
greint, hvað Ráðstjórnin á
við. Þar segir:
„Ráðstjórnarríkin munu
sjá til þess, að her þeirra sé
máttugur, að hann sé búinn
hinum nýtízkulegustu tækj-
um til varnar landinu —
kjarnorku- og vetnisvopnum,
eldflaugum af öllum stærð-
um og að hann hafi jafnan
allan herbúnað og öll vopn
samkvæmt kröfum tímans.
Flokkurinn innrætir komm
únistum og allri Sovétþjóð-
inni þann vanda að vera sí-
fellt viðbúinn að verja hið
sósíalíska land sitt, að þykja
vænt um her sinni“. (Let-
urbr. Mbl.)
Slík orð höfum við áður-
heyrt hljóma úr herbúðum
einvalda. Á sama tíma og
talað er um heimsfrið eru
vopnin skekin og fyrir Ráð-
stjórnarþjóðunum brýnt „að
Mynd þessi var tekin af Erich
Mende og tveim flokksfélögum
hans, Otto Eisemann t. v. og
Oswald Kohut t. h., þegar þeir
komu til fyrsta viðræðtifund.
arins með forystumönnum
kristilegra.
Viðræður um stjdrnar-
myndun í V-Þýzkalandi
kunna að verða langvarandi og erfioar
Á mánudaginn s.l. hófust í
Bonn viðræður kristilegra demó
krata og frjálslyndra demókrata
um stjórnarmyndun í Vestur-
Þýzkalandi. Árangurs þeirra við
ræðna er beðið með mikilli eft-
irvæntingu — ekki sízt eftir að
frjálslyndir féllu frá því skil-
yrði að Adenauer viki úr em-
bætti kanzlara.
Stöðugt verða þær raddir
sterkari í Vestur-Þýzkalandi, u msinum um Þýzkaland fram.
sem benda á, að nú sé komið að tíðarinnar eða a. m. k. verði
skuldadögum fyrir Þjóðverja. | lengra í land, að hygmyndirnar
1 Þeir hafi fengið tíma til þess að komizt í framkvæmd en menn
, byggja upp það sem eyðilagt! höfðu vonað. Á þessa staðreynd
; var í heimsstyrjöldinni síðari og
verði nú að fara að gjalda fyrir
þáttinn í þeim harmleik. Telja
margir líklegt, að Þjóðverjar
f verði neyddir til þess að falla
að einhverju leyti frá hugmynd-
þykja vænt um her sinn“.
Ekki skal um það dæmt,
hversu vænt rússnesku þjóð-
inni þykir um þann her, sem
traðkaði ungversku frelsis-
þrána í blóði, en hitt er víst
að einvaldsherrunum þykir
vænt um sinn her, því án
hans væru dagar þeirra tald-
ir. Menn skyldu því treysta
varlega stóryrðum Rússa,
þegar þeir þykjast krefjast
algerrar afvopnunar. Trúi
því hver sem vill/ að rúss-
neskir kommúnistar láti sér
til hugar koma, að þeir geti
óvopnaðir haldið leppríkjun-
um í Austur-Evrópu í skefj-
um. Nei, hin nýja stefnu-
skrá kommúnistaflokks Ráð-
stjórnarríkjanna talar skýr-
ara máli en faguryrðin og
sakleysissvipurinn.
AÐ ALA UPP
ÆSKUFÓLK
rn margt fleira merkilegt
^ er í þessari stefnuskrá
og verða aðeins tekin tvö
dæmi til viðbótar. Þar segir
m. a.:
„Mikilvægara en áður verð
ur Samband ungra kommún-
ista, áhugamannasamtaka
æskunnar, sem aðstoðar
flokkinn við að ala upp
æskufólk í kommúnískum
anda, fá .það til hagnýtra
starfa við uppbyggingu hins
nýja þjóðfélags og þjálfa
kynslóð alhliða þroskaðs
fólks, sem vill lifa, starfa
og stjórna opinberum mál-
efnum í kommúnísku þjóð-
félagi. Flokkurinn lítur á
æskuna sem mikið, skapandi
afl í baráttu Ráðstjórnar-
þjóðanna fyrir kommún-
isma.“
Og ennfremur:
„Samvinnufélög, — sam-
yrkjubú, neytendafélög, bygg
ingarsamvinnufélög og önn-
ur samvinnusamtök —munu
fá auknu hlutverki að gegna
sem form fyrir hluttöku
fjöldans í kommúnískri upp-
byggingu, sem miðlendur
kommúnísks uppeldis og skól
ar í opinberri sjálfstjórn."
Mundi ekki þessi athugun
rússnesku kommúnistanna
geta verið til viðvörun-
ar þeim tækifærissinnuðu
Framsóknarmönnum, sem
undanfarið hafa leikið þann
hráskinnaleik í íslenzkum
stjórnmálum, að ganga er-
inda alþjóðlegs kommún-
isma á íslandi?
Adenauer
er bent sem eina höfuð ásiæðu
til þess, hve Adenauer er ófús að
iáta af Kanzlaraembættinu —
því hann telji sjálfan sig öðrum
betur til þess fallinn, að telja
um fyrir þýzku þjóðinni og fá
hana til að sætta sig við þær
ráðstafanir, sem framundan eru.
Alla vega þykir ljóst, að sú rík
Framh. á bls. 17 ,