Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 10
10 ' MORGUIS II LAÐ1Ð Föstudagur 6. okt. 1961 ÍSLAND heilsaði hinum er. lendu prófessorum, sem hing- að eru komnir til að taka þátt í afmælishátíð háskólans. með ausandi regnhryðjum. Sólin, sem er annars vön að gera blaðamönnum þann greiða að „brjótast fram úr skýjunum" á réttu andartaki, sveikst um það að þessu sinni. Gullfaxi lenti með arnsúgi á flugvellinum. Eftir að hreyflarnir höfðu verið stöðv aðir, voru dyrnar að flugvél. inni opnaðar, en það leið góð stund, áður en nokkur far- þega áræddi að stíga úr vél- inni út í rigninguna. Ung og glæsileg stúlka á háhæla skóm tók að sér for- ystuna og gekk tígulegum skrefum niður landgöngu- brúna, með blómvönd og regn hlíf í hendi. Hún og aðrir far- Prófessor Ármann Snævarr, rektor Háskóla Islands, prófessor S. P. Andersen, rektor við Norges Xekniske Högskole í Niðarósi, prófessor Oscar Nikula, vararektor við Abo Universitet, prófessor Hjalmar Frisk, rektor við Göteborgs Universitet, og prófessor Xauno Nurmela, rektor við Xurun Yliopiston, sem er háskóli finnskumælandi manna í Abo (Xurku). Utlendingarnir eru allir hér í fyrsta skipti og snúa aflur heim þegar að hátíðinni lokinni. t auk alþjóðlegs einkamálarétt ar. Höfuðverk hans er „Fami- lieretten". Bækur Borums hafa verið og eru k"'-1" lar við Háskóla íslands, og e- J~Z því vel viðeigandi, að hann hljóti nú heiðursdoktorsnafnbót. Borum hefur komið tvívegis til fslands áður, árið 1958 og í fyrrasumar. Borum kvaðst ekki geta dvalizt hér lengur að þessu sinni en fram á þriðju dag. —★— Blaðamenn Mbl, ræddu lítillega við prófessor Hjalm- ar Frisk, sém er rektor við Gautaborgarháskóla. Hann er fulltrúi skóla síns á afmælis- hátíð Háskóla fslands, en auk þess er hann einnig full- trúi háskólanna í Lundi og Stokkhólmi. Frisk kvaðst hafa verið prófessor við Göte- borgs Universitet frá árinu 1938, og rektor hefur hann verið frá 1951. Fræðigrein hans er málfræði, einkum samanburðarmálfræði og sanskrít, en annars kvaðst hann fást við rannsóknir á forntungum almennt. Um þess ar mundir fæst hann við samningu grískrar uppruna- orðabókar (etymólógiskrar). Island heilsaöi með steypiregni lekið á móti gesium á afmælis hátið Háskóíans Oscar A. Borum, lagaprófessor við Kaupmannahafnar- háskóla, og kona hans. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) þegar hefðu þurft að vera í vaðstígvélum, því fyrir fram- an landgöngubrúna hafði regn ið safnazt í poll, sem unga stúlkan óð í gegnum upp í ökla og síðan hver farþeginn á fætur öðrum. Fulltrúar Háskóla íslands, með rektor í broddi fylking- ar, tóku á móti prófessorun- um og buðu þá velkomna til landsins. Síðan gengu farþeg- arnir inn í tollskýlið," þar sem blaðamenn þyrptust að þeim. —★— Meðal þeirra. sem komu með flugvélinni, var prófessor Lárus Einarsson við háskól- ann í Árósum, sem er heims- Prófessor Lárus Einarsson við háskólann í Árósum frægur sérfræðingur í tauga- og heilasjúkdómum. Hann verður kjörinn heiðursdoktor við Háskóla fslands.á hálfrar aldar afmæli skólans. Blaðamenn Mbl. spurðu hann nokkurra spurninga: — Hvenær komuð þér heim síðast, prófessor Lárus? — Það er ekki langt síðan, svaraði hann, mér var boðið hingað heim í aprílmánuði 1960, og flutti þá fyrirlestur við Háskóla íslands. — Eru margir íslenzkir stúdentar við háskólann 4 Ar- ósum núna? — Þeir eru þrír, einn í eðlis- fræði, einn í efnafræði og einn í stærðfræði. — Er ekki eitthvað að frétta af störfum yðar? — Jú, það er alltaf eitthvað að frétta. — Eitthvað nýtt? — Já, ég á ritgerð í nýút- komnu hefti af Acta ‘ Jut- landica, sem fjallar um nýj- ungar í lækningum heilasjúk- dóma, en það er of langt mál að skýra nánar frá því, meðan ég stend hér með ferðatösk- una í hendinni. —★— Næst komu blaðamenn Mbl. auga á prófessor Anne Holts- mark, en hún er í hjólastól, eins og sjá má af mynd í blaðinu. Hún er prófessor í norrænum bókmenntum, og verðúr kjörin heiðursdoktor. — Það er dásamlegt að vera komin til íslands einu sinni enn, sagði hún glaðlega. — Hafið þér oft komið hing að áður? — Já. þetta er í þriðja sinn, svo ég hef séð ísland öðru vísi en í rigningu. — Ætli þið prófessorarnir hafið komið með rigninguna? — Nei, hún kom með okkur. Það gafst ekki tími til að tala meira við prófessor Holtsmark, því hún var þegar lögð af stað í hjólastólnum. Einhver herramaður hjálpaði henni í gegnum þvöguna og út í bíl. —★— Hár og grannur maður stóð upp úr þvögunni. Það var prófessor Elias Wessén. Hann Hann er prófessor í norrænu við Stokkhólmsháskóla. — Hafið þér komið hingað áður, prófessör Wessén? — Já, fyrir þrjátíu árum. Það var árið 1931. árið eftir Alþingishátíðina, svo það er býsna langt síðan. — Kennið þér einkum mál- fræði? — Já, ég kenni málfræði, en líka norræna bókmenntasögu. — Er mikill áhugi á norræn um bókmenntum meðal stúd- enta? — Já, hann er mjög mikill, einkum forníslenzkum bók- menntum. Þær eru svo lifandi og mannlegar. Það er eðlilegt, að ungir menn hafi meiri áhuga á þeim en rúnaletri. — Teljið þér, að íslenzkar fornbókmennt’v hafi haft áhrif á sænskar nútímabók- menntir? — Já, tvímælalaust. Það nægir að benda á Selmu Lag- erlöf því til staðfestingar. Hún lærði mjög mikið af islenzk- um fornbókmenntum. bæði í háskóla og kona hans. efnismeðferð og stíl. — En hvað með ijóðlistina? — Það gætir einnig áhrifa þar. — Hvað langar yður mest til að sjá á íslandi núna? — Ég hlakka til að fara til Flateyrar við Önundarfjörð. —★— Næst rákust blaðamenn á prófessor Knut Robberstad. Hann er prófessor í réttarsögu við háskólann í Osló, og verð- ur eins og-prófessor Wessén kjörinn heiðursdoktor við Há- skóla Islands. Háskólarektör kynnti hann fréttamönnum með því að segja, að hann læsi bæði Morgunblaðið og Grágás — Hann hefur þrisvar sinnum komið til ís- lands áður. — Ég tek einnig fyrir ís- lenzka réttarsögu, sagði pró- fessor Robberstad og hvarf út í rigninguna, þar sem bifreið beið hans. —★— Meðal farþega var hinn víð- kunni fræðimaður Oscar A. Borum, sem hefur verið pró- fessor í lögfræði við Kaup- mannahafnarháskóla frá ár- inu 1930. Sérgreinar hans eru persónu- sifja- og erfðaréttur, Prófessor Tauno Nurmela. rektor við háskóla finnsku- mælandi manna í Ábo (Turku), fæst við rannsóknir á rómönskum málum. Kvaðst harin nú einkum fást við at- huganir á ítölskum bókmennt um frá endurreisnartimabilinu (renaissance-tímanum). Nú hefði hann í undirbúningi gagnrýnisrit um rit eitt eftir Boccaccio. Annars kvaðst Nurmela ekki hafa nægan tíma til að sinna fræðistörf- um sínum, eftir að hann varð rektor. Háskólinn væri í ör- um vexti, mikið væri byggt, og stjórnarstörfin krefðust æ meiri tíma. —★— Þá hittu blaðamenn Mbl. að máíi rétt sem snöggvast pierre Daure, rektor háskólans í Caen í Normandí. en hann er fulltrúi Frakklands á hátíð- inni og hefur ekki komið hing að fyrri. íslenzka hefur verið kennd við háskólann í Caen, en þar hefur verið kennt sér- fræðingur um norræn mál, Durand. Á næstunni er ætlun- in að fá þangað íslenzkan lektor. MM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.