Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 24
SUS-síða Sjá bls. 17. JllflygSMttM&Mfii 226. tbl. — Föstudagur 6. október 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 22 ísland varð nr. 7 á Evrópumót'nu í bridge Kvennalibið islenzka vcrrð s'.Bast í síðustu umferð bridgemóts- ins í Torquay vann ísland Finn land með 100 gegn 44 eða 6 stig um gegn 0. í hálfleik stóðu leikar 48—21. Þetta nægði þó ekkí til að hsekka ísland um saeti vegna annarra úrslita. Líbanon vann Holland 6—0, Danmörk vann Þýzkaland 6—0, Noregur vann England 6—0 og voru það ein ó- væntustu úrslit alls mótsins. Frakkland vann Ítalíu 6—0. — Spánn — Svíþjóði 3—3. Svíþjóð vann Belgíu 6—0. í kvennaflokknum urðu úrslit þessi: Egyptaland vann ísland 6— 0, (43—27 í hálfleik) Frakkland vann Finnland 6—0, Belgía vann Noreg 5—1, England vann írland 6—0, Þýzkaland vann Svíþjóð 6 ~0. Lokaúrslit mótsins urðu þessi: 1. England 87 stig 2. Frakkland 82 stig 3. Danmörk 78 stig 4. Ítalía 71 stig 5. Noregur 70 stig 6. Sviss 68 stig 7. ísland 67 stig VirðuEeg útför flsgeirs Sig- urðssonur ÁSGEIR Sigurðsson, skipstjóri, var jarðsunginn frá Fríkirkjunni Reykjavík í gær. Séra Þorsteinn Björnsson jarðsöng. Sigurður ís- ólfsson lék á ongel. Þórarinn Guð mundsson lék einleik á fiðlu og Guðmundur Jónsson söng einsöng Frímúrarar stóðu heiðursvörð í kirkjunni en fánar hinna ýmsu sjómannafélaga voru í kór. Þing menn úr Sjálfstæðisflokknum báru kistuna í kirkju, en menn úr sjómannasamtökunum úr kirkju Meðal viðstaddra voru forseti ís lands, herra Ásgeir Ásgeirsson og forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson. Fjölmenni var við útförina, sem var hin virðulegasta. - Vöruhupp- dræfti SÍBS 1 GÆR var dregið í 10. flokki Vöruhappdrætti S.Í.B.S., um 1190 vinninga, að fjárhæð kr. 1,280,500.00. Eftirtalin ‘númer hlutu hæstu vinningana: Kr. 200.000,00 3001 Kr. 100.000,00 43161 Kr. 50.000,00 30445 Kr. 50.000,00 44160 Kr. 10.000,00 12703 15830 34041 39124 41791 45864 46322 50884 51749 54890 55229 56187 56292 57932 63504 Kr. 5.000,00 10160 13472 20055 23854 26316 28746 30722 32629 33963 37974 40173 43409 45226 46675 47148 47546 47549 47561 49816 52322 53746 55747 57780 60136 64166 8. Svíþjóð 60 stig 9. Egýptaland 49 stig 10. Þýzkaland 47 stig 11. Holland 47 stig 12. írland 45 stig 13. Spánn 42 stig 14. Belgía 40 stig 15. Líbanon 31 stig 16. Finnland 26 stif? í kvennaflokki va:j röðin þessi: 1. England 57 2. Svíþjóð 48 3. írland 44 ' 4. Frakkland 43 5. Egyptaland 3V 6. Belgía 36 /7. Þýzkaland 35 8. Noregur 30 9. Holland 30 10. Finnland 22 11. ísland 14 TORQUAY, 5.-okt. — í sextándu umferð tapaði ísland fyrir Líban on 0—6, 78—100 (í hálfleik var staðan 28—55). Holland vann Svíþjóð 6—0, Danmörk vann Noreg 4—2, Finnland vann Ítalíu 4—2, Frakkland vann Ir- land 6—0, England vann Spán 5—1 og jafntefli gerðu Egypta- land og Þýzkaland 3—3. — Sjá nánar á öðrum sfað í blaðinu. í 15. umferð í opna flokknuim á Evrópumeistaramótinu sigraði ís land Sviþjóð 4:2 (78:73, í hálf- leik var staðan 25:43 fyrir Sví- þjóð). önnur úrslit urðu: Belgía vann Þýzkaland 4:2; Noregur vann Egyptaland 6:0; Ítalía vann Líbanón 6:0; Danmörk vann Spán 6:0; írland vann Flnnland 6:0; England vann Sviss 6:0. í kvennaflokki fóru leikar þannig að Finnland vann ísland 6:0 (74:53, í hálfleik var staðan 43:25) Noregur vann Frakkland 6:0; ír- land vann Egyptaland 6:0; Sví- þjóð vann Belgíu 6:0 og England vann Holland 6:0. Próf. Einar Ól. Sveinsson og frú taka á móti próf. Anne Holtsmark, ásamt próf, Matthiasi Jónassynl. Fálki með bjöllu og fjötur um fót fannst norður í Grímsey Kominn einn af fálkum Egons Mullers I BYRJUN ágúst var komið að Þjóðverja einum, Egon Muller, með sex fálka norður í Flateyjar- dal. Hafði hann sett bjöllur á fætur fállkanna, er hann tók þá úr hreiðrum, en taldi sig ekki geta náð þeim. Fullyrti hann að þar væri aðeins um smábjöllu um fót fuglsins að ræða. Þar sem algerlega ólöglegt er að veiða fálka var maðurinn tekinn til yf irheyrzlu á Húsavík og gert að greiða sekt, sem hann og gerði. Mun hann farinn af landi brott. En fálkarnir náðust ekki. Nýlega náðist svo fálki einn -^norður í Grímsey, sem ekki að Hér er dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, með bjöll-' una af fálkanum í hendinni. Á borðinu Iiggja „skórnir", eins og þeir sem fálkatamningamenn nota. eins hafði bjöllu v.ið fótinn, held- ur einnig það sem fálkatamninga menn kalla „skó“, á báðum fót- uim, en það eru leðurólar er brugð ið er um fætur fuglanna og lafa niður, líklega svo hægt sé að halda í þá eða tjóðra þá. Var fugl inn horaður og illa haldinn. — Það er algerlega ófyrirgefanlegt að sleppa fugluan með þessa trossu á löppunum, sagði Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, er hann sýndi fréttamanni blaðsins útbúnaðinn í gær. Finnur hafði fengið bjölluna og „skóna“ sent frá Grímsey. Har aldur Jóhannesson, útgerðarmað ur í Vestmannaeyjum, sem kom með það suður segir svo frá: — Síðustu dagana í ágúst urðu Grímseyingar varir við fálka, sem þeim sýndist vera eitthvað miður sín og er betur var að' gáð um fætur hans, var eitthvað vafið. Komust nokkrir allnærri fuglinum og heyrðu þá greinilega í bjöllu og sáu málmhlut ásamt fleiru bundið við fætur hans. Annan eða þriðja september tókst svo 12 ára dreng, Sigfúsi Jóhannessyni að læðast aíveg ad fálkanuim, þar sem hann sat u-nd ir moldarbarði og ná.hon-um með því að kasta yfir hann úlpunni sinni. F-uglinn var illa á sig kom» inn, sem geta má nærri, þegar hægt var að ná honum á þennan hátt, bæði grindhoraður og blaut ur og var farið með hann strax heim í hús. Eftir þó nokkra fyrir höfn tókst að leysa aðra ólina og bjölluna af fótu-m fuglsins, en hina ólina varð að skera af. Reynt var að gefa honum að eta, en -hann vildi ekkert hvorki dautt né lifandi og var honum því sleppt strax og hann var orðinn þurr. Virtist fálkinn all-ur ann, ar er hann flaug burt, laus við sinn fótabúnað og þurr. Gríms- eyingar töld-u vafalítið að þarna hefði verið einn Flateyjardals- fálkanna og að bjallan og ólarn ar hefðu drepið fuglinn áður en hann hefði losnað við þær“. Hvar eru hinir fimm? Ekki er vitað um hina fálkana fimm, sem Þjóðverjinn var með, En ef einhver kynni jið verða þeirra var, er sannarlega ástæða til að reyna að ná þeiim og losa þá við ólarnar. Stolínni bifreið veift eftirför Lögreglan óskar eftir vitni UM HÁLF tólfleytið á miðviku- dagskvöldið var bifreiðinni R 1368 stolið við húsið nr. 151 við Skeiðarvog. Menn í húsinu urðu fljótlega varir við stuldinn og veittu eftirför í annari bifreið. Höfðu þeir veitt eftirför skamma stund er stolnu bifreiðinni var ekið með ofsahraða þvert yfir Langholtsveginn. Unglingsstúlka, sem þar var á ferð, taldi sig naumlega hafa sloppið víð að verða fyrir bifreiðinni, en hún var stöðvuð snögglega er yfir I gatnamótin kom. Taldi stúlkan sig hafa séð mann stökkva út úr stolnu bifreiðinni og hlaupa eftir * görðunum við Nökkvavog. i Mönnunum, sem veittu eftirför ina, láðist að spyrja stúlku þessa um nafn og heimilisfang og veit lögreglan því ekki hver hún er, Er stúlkan vinsamlegast beðin að gefa sig fram við rannsóknar- lögregluna. Stolna bifreiðin hafði veri# gangsett á þann hátt, að kveikju- þræðir voru slitnir og síðan „tengt saman".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.