Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 6. okt. 1961 MORCVNBLAÐIÐ Seð heim að Geitasfcarði. Husaskipan og utlit þeirra er oll tilfyrirmyndar. * einhverju snyrtilegasta býli landsins ÞEIM f'ER sem betur fer fjölgandi býlunum hér á landi, þar sem snyrtilegt er heim að líta, byggingar mál aðar og umgengni þrifa- leg utanhúss. Fyrir tveim- ur áratugum eða svo var allt annað yfirbragð á ís- lenzkum sveitabýlum en nú er. Þá voru gömlu torf- bæirnir víða enn við líði og reisuleg útihús næsta fá- gæt. Með uppbyggingu sveitanna hefir þetta tekið stakkastkiptum. Þó mun víða pottur brotinn í þessu efni þótt nýtízkuleg tæki hafi tekið við af gömlum amboðum og steinhús kom- ið fvrir torfbæina. Þdð var heldur enganveginn sjaldgæft að snyrtilegt væri kringum gömlu bæina, allt í röð og reglu úti sem inni. Það má líka sjá vélarusl og spítna- brak á víð og dreif kringum bæi. hálfkaraðar byggingar Sigurður Þorbjörnsson á Geita skarði er bæði hagleiksmaður og sniyrtimenni. Hér má sjá hvernig hann gengur frá skófl- um og spöðum. --------- > eða að minnsta kosti ómálað- ar, að ekki sé talað um hliðin heim að bæjunum, sem mjög víða eru hin megnustu ræksni. Getur þetta jafnvel verið á stórbúum, sem svo eru nefnd á okkar mælikvarða. Heim að fögru býli Þessar hugleiðingar voru að veltast fyrir mér þegar ég kom að einu mesta glæsibýli þessa lands, Geitaskarði í Langadal. Það er ekki einasta að snyrtimennska þar úti og inni sé öll með eindæmum, byggingar málaðar og allt hreint og fajgað, heldur er húsaskipan öll smekkleg og ber vott um glöggt auga fyrir því, sem vel má fara. Ég hitti þá feðga úti á hlaði, Þorbjörn Björnsson þann aldurhnigna gáfu- og sæmdarmann og son hann Sigurð, sem um alllangt árabil hefir búið þar með föð- ur sínum. Ég hef svo hundruð- um skiptir ekið framhjá Geita skarði og jafnan dáðst að því að Iíta þangað heim. Ég hef aðeins einu sinni áður komið þar á hlaðið og hafði þá enga viðdvöl. Nú fýsti mig að ganga um byggingarnar og skoða þennan herragarð, sem vel má nefna svo. Við íbúðarhúsið, sem er hátt og glæsilegt, þótt byggt sé 1910 er snotur blóma- og trjágarð- ur umgirtur lágri steingirð- ingu með pípuriði ofan á. Er garðurinn hvítmálaður en rið- ið rautt. Þessir litir eru á öll- um byggingum, veggir hvítir en þök rauð svo og hurðir og gluggaumgerðir. Fara þessir litir einkar vel við grænt landslag. SIAKSTEI Wli Hvað vilja RússarV Kommúnistar hafa nú hafið harða baráttu gegn þátttöku ís- lands í efnahagssamstarfi Vest- ur-Evrópuríkjanna, og nú síðast hefur sambandsstjórnarfundur ASÍ lýst því yfir, „að ekki getí komið til greina“, að ísland taki þátt í þessu samstarfi. Það er auðvitað ekkert nýtt, að kommúnistar setji sig upp á móti samvinnu okkar við þær þjóðir, sem okkur eru skyldast- ar, en þó hefur hin skjóta and- staða þeirra gegn aðild okkar að efnahagssamstarfi Evrópu komið nokkuð á óvart. Enn sem komið er, er aðild okkar að Efnahagsbandalaginu á athugunarstigi. Sérfræðingar vinna að því að afla allra nauð- synlegra upplýsinga um þau réttindi og þær skyldur, sem henni eru samfara, og sjáifsagt á það eim langt í land, að end- anleg afstaða verði tekin til að- ildar okkar. En kommúnistar þurfa ekki að bíða eftir niður- stöðum rannsókna. Hlutlausar og sérfræðilegar rannsóknir skipta engu máli í þeirra aug- um og geta engu breytt. Leiðar- ljósið er alltaf eitt og hið sama: Hvað vilja Rússar? Og hverjir eru hagsmunir þeirra? Rætt á næsta þingi Fullvíst má telja, að það verði eitt af mestu deiiuefnum næsta Alþingis, hvort íslending- ar eigi að sækja um inngöngu í Efnahagsbandalagið, eða ekki, og eins og málin horfa nú, má telja jafnvíst, að Alþingi telji það rétt, enda hafa fulitrúar at- vinnuveganna lýst samþykki sínu við þá ráðstöfun. Slík inn- tökubeiðni leiðir þó engan veg- inn sjálfkrafa til aðildar okkar, heldur gerir okkur aðeins auð- veldara að afla upplýsinga um það, hvaða skilyrðum hugsan- leg aðild okkar yrði háð. A grundvelli þeirra upplýsinga yrði það svo metið, hvort við ættum að ganga í bandalagið og þá með hverjum hætti. Alit útlit er nú fyrir, að hin- ar Norðurlandaþjóðirnar gerist aðilar að Efnahagsbandalaginu í einni eða annarri mynd ásamt þeim ríkjum, sem þegar eru þar fyrir eða hafa sótt um inn- göngu. Þetta eru þær þ jóðir,' sem okkur eru skyldastar, bæði að þjóðerni og menningu, og því eðlilegast, að við Ieitum eftir samstöðu með þeim á sem flestum sviðum. Tjón okkar af því að einangrast frá elztu og beztu marköðum okkar af skammsýni einni saman yrði ó- mælanlegt, en því verður þó ekki neitað, að við höfum að ýmsu leyti sérstöðu og hljótum að leggja á hana áhérzlu. Áhrifin á lífskjörin Eitt þýðingarmesta atriðið af öllum þeim, sem til skoðunar koma, þegar við endanlega tök- um afstöðu til inngöngu í Efna- hagsbandalagið, er það, hvort við teljum okkur geta bætt lífs- kj®r þjóðarinnar með aðildinni. Allt bendir til, að hinn frjálsi markaður hafi heppileg áhrif á lífskjör þjóðanna. Á sama tima sem vöxtur okkar eigin þjóðar- framleiðslu hefur aðeins numið n 4% og flestra annarra V- Evrópuríkja um 5%, hefur þjóð arframleiðsla Efnahagsbanda- lagsríkjanna vaxið um hvorki meira né minna en 10% að meðaltali. Þessi stórfelldi vöxtur þjóðar- framleiðslunnar er bein afleið- ing aukins frjálsræðis í við- skiptum og aukinnar verka- skiptingar þjóða í milli, og má búast við, að enn frekari ár- angurs megi vænta í þessu efni, þegar fram líða stundir og þannig skapast grundvöliur fyr- ir raunverulegum kjarabótum almenningi til handa. Þar sem gamli og nýi tíminn horfast í augu Traðir eru heim á hlaðið og er steinveggur á annan veg- inn en hlaðinn grjótveggur á hinn. Horfast þar gamli og nýi tíminn í augu. Hlaðið er malborið, hreint og þrifalegt, en traðarveggirnir vama því að möl berist út á túnið. Gegnt húsinu brekkumegin eru skemmur eða geymsluskálar. • Framhald á bls. 16. Þorbjörn Björnsson hinn aldni Geitaskarðsbóndi hvílir sig í sæti, sem gert hefir verið við bæjarlækinn. — Ljósm. vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.