Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Prófessorinn frá Kiel, sem var mæðiveikivörður í Eyjafirði PRÓFESSOR Hans Kuhn frá' Kielarháskóla mun hafa komið itil landsins einna fyrstur væntanj legra heiðursdoktora við Háskóla íslands. Hann á líka e. t. v. meira erindi hingað en flest'ir. Konaj hans, Elsa Jóhannesdóttir, er is- lenzk, af Laxamýrarætt. sonur hans er sæðingarstjóri uppi í SBorgarfirði og sjálfur hefur próf. I Kuhn búið ásamt fjölskyldunni norður 1 Eyjafirði. f>au hjónm hafa því notað tímann til að dveljast í Borgarfirðinum og heimsækja kunningjana á Akur- eyri, fréttamaður frá Mbl. rakst meira að segja á próf. Kuhn í LVatnsdalsrétt. í stuttu viðtali við fréttamann blaðsins sagðist prófessorinn hafa komið hér fyrst sem stúdent árið 1922 og dvalizt tvo vetur. Og nú er hann að koma hingað í sjötta sinn. Tvö sumur, 1927 og 1929, ferðaðist hann um landið á vegum forngripasafns í Ham- borg og safnaði gömlum munum ©g amboðum • SafnaSl isl. amboðum — Það var á þeim árum, þegar lítið var hirt um slíkt hér, segir próf. Kuhn. Þvert á móti. Ég varð fyrir því að fá skammir fyrir að vera að flytja' þetta utan og láta útlendinga. sjá hvernig Islendingar hefðu búið. í Museum fiir Volkerkunde 1 Hamborg er snoturt safn af | íslenzkum gömlum áhöldum. Ég itékk að vísu enga grútarlampa. eða trafakefli, allt slíkt var horf-| ið, en margt annað sem notað var hér áður fyrr, og eitthvað sem aldrei hefur komið hér á safnið, t. d. hlut sem notaður var við hákarlaveiðarnar. Dr. Matthí as Þórðarson hafði þá mestan éhuga fyrir kirkjulegum mun- um. Ég man að ég benti honumj á hákarlaskipið Ófeig, sem lá og fúnaði í Ófeigsfirði. Því var þá ekki sinnt, en nú heyri ég að búið sé að taka Ófeigsskipið til hand- argagns og er það vel farð. Þess konar bátar hafa haldizt nærri óbreyttir í þúsund ár, svo gott hefur fyrirkomulagið á þeim ver- ið. Þessi sumur fór ég mest um Strandir og Norðurland. Ég fór allt gangandi og bar á bakinu það sem mér áskotnaðist, þangað til ég gat komið því í póst. Þess vegna var ógerlegt að skipta sér af skipum og þessháttar. — Var það seinna sem þér gerð ust bóndi í Eyjafirði? — Já, það var eftir stríð. Ég kom 1945, en kona mín var kom- in áður með drengina. Við vor- um þá hér til 1949 og bjuggum í Kræklingahlíðinni. Á sumrum var ég mæðiveikivörður í Gler- árdal, ásamt syni mínum. Ég hefi yfirhöfuð ferðast geysimikið um landið, gengið yfir það þvert og endilangt og farið á jökla. • Kennsluembættum í norrænu fjölgar Prófessor Kuhn var fyrir stríð prófessor í norrænum fræð- um í Leipzig og seinna í Berlín, og síðan hann fór héðan 1949 hef ur hann verið prófessor við Kíel- arháskóla. — Það var lengi eini háskólinn í Vestur-Þýzkalandi, sem hafði prófessor í norrænu segir hann. Fyrir stríð var sú grein aðeins kennd í Leipzig og ' Berlin og þegar ég flutti mig á milli, var ekki hægt að fylla í skarðið. — Hvernig er þetta núna? — Sveinn Bergsveinsson kenn- ir í Austur-Berlín, en það er ekki j prijfessorsembætti og í Leipzig er lítil kennsla. En nú eru komnar kennara- stöður í norrænu í Munster, Saar- briigge, Miinchen og Göttingen. — Leggja margir stund á nor- ræn fræði í Kiel? — Nei, nemendur eru tiltölu- lega fáir. • fsl. námsmenn í Kiel — En hvað um íslenzka námsmenn í Kiel? Þar er íslend- ingafélag, sem mér er sagt a® þið hjónin haldið að mestu uppi og séuð íslendingunum mikil hjálparhella. — fslenzkum nátnsmönnum hef ur eitthvað fækkað aftur, en á tímabili voru þeir 12. íslendingar leggja helzt stund á fiskifræði, haffræði og hagfræði í Kiel. ís- lendingafélag er þar, en við ger- um stundum grín að því að fyrir nokkrum árum voru félagar aðeins formaðurinn, gjaldker- inn og ritarinn, fyrir utan okkur hjónin, sem erum heiðursfélagar. En félögum hefur eitthvað fjölg- að síðan. — Ég heyrði að frúin var að afþakka hádegisverðarboð frá ís- lenzkum námsmönnum í Kiel, þegar ég kom inn. — Já, einn piltanna var að hringja, og ætluðu stúdentar frá Kiel að bjóða okkur til kvöld- verðar, en því miður verður ekki timi til þess. Við förum í næstu viku. Háskólahátíðin tekur 3 daga og við erum bundin hiu kvöldin. Danír koma á tvenns- konar verkfræðimenntun Viðtal við Hyldgaard-Jensen, vararektor * Heilbrigðismálaráðherra Manitoba-fylkis í Kanada er staddur hér ásamt konu sinni. Hann heitir George Johnson, af íslenzku bergi brotinn, en í fyrstu heimsókninni til ís- lands. George Johnson, heilbrigðismálaráðherra HÁSKÓLAHÁTÍÐINA sækja full trúar yfir 30 háskóla í ýmsum löndum. Sá skólinn, sem íslenzk- ir stúdentar hafa sótt hvað mest á seinni árum, er verkfræðiskólinn í Kaupmannahöfn, en hann tekur við verkfræðinemum með fyrri hlutapróf frá Háskóla íslands og útskrifar þá. Fulltrúi Polytekn- iska háskólans í Kaupmannahöfn er' vararektor L. Hyldgard- Jen- sen. Náði blaðið tali af honum i gærmorgun á Hótel Borg. Hann kvaðst ekki vita hve margir fslendingar hefðu stundað nám við verkfræðiháskólann. Hann hefði sjálfur átt íslenzka skólabræður er hann var þar við nám, og síðan hann kom að skólanum sem kennari 1953 hefðu fjólmargir íslendingar verið nem- endur hans. Heímsókn forseta Islands var mjög árangursrík — segir Ceorge Johnson, heilbrigðis- málaráðherra Manitoba — Eg er á heimleið, sagði hann, þegar fréttamaður Mbl. hitti hann snöggvast að imáli í gærkveldi. Mig hefur alltaf langað til íslands og notaði tækifærið, því ég fór til Lond on og Osló til þess að kynna mér skipulag heilbrigðismál- anna þar. — í Manitóba höfum við sjúkrasamlög að vissu marki, þ.e. þau ná enn aðeins til sjúkrahúsanna, en nú ætlum við að reyna að fá læknana til samvinnu á svipuðum grund- velli. Eg fór til Evrópu til þess að kynna mér reynsluna, sem þar hefur fengizt, bæði hvað snertir læknana og al- menning. Og ég er mjöig ánægð ur með förina. — Einn þáttur heilbrigðis- málanna hér hefur líka vakið athygli mána og það er starf sem SÍBS. Það er vægast sagt mjög til fyrirmyndar hvernig haldið hefur verið á þeim mál um hér á Islandi, sérstaklega hvernig starfsvið SÍBS hefur verið fært út á breiðara svið eftir að berklaveikin sjálf var sigruð. Mr. Johnsón sagði, að vanda mál öryrkjanna væri einmitt mjög erfitt víða um lönd og talar hann af mjög góðri þekk ingu, því hann er læknismennt aður og stundaði lækninga- störf í Gimli þar til hann fór út í stjórnmálin. Hann hefur tvívegis verið kjörinn til Manitoba-þings fyrir íhalds- flokkinn og jafnframt hefur hann gegnt ráðherraembætt- inu í 3 ár, nú fertugur. — í mínu héraði er mikið af fslendingum — og við hjónin erum bæði ættuð frá íslandi, frúin úr Húnavatnssýslu, ég frá Hólum. Afi minn hét Bene dikt Jónsson og hann fluttist vestur með dóttur sína, I.auf eyju, sem er móðir mín. — Heimsókn Forseta fslands vakti sérstaka ánægju í Mani toba og hún var mikils vivði fyrir fólkið þar. Það var gam- an að vera af íslenzkum ætt- um dagana, sem hann dvald- izt í minni heimabyggð. Heim- sókn forsetans var mjög virðu leg — og árangursrík. — Þar að auki var þetta í fyrsta sinn í manna minnum, að bjóðhöfð ingi heimsótti Manitoba — að frátalinni brezku konungsfjöl- skyldunni. Það er óhætt að segja: Við vorum ánægðir. Nýr og fullkomnari verkfræðiskóli — Þróunin á tæknisviðinu er nú á seinni árum gerólík því sem var fyrir stríð og fyrstu 10 árin eftir heimsstyrjöldina sagði Hyld- gard-Jensen. Nú hefur stjórnar- völdunum skilist að nauðsynlegt er að iðnvæðing fari fram í Dan- mörku. Það er eftirtektarvert að þetta land, sem frá náttúrunnar hendi er landbúnaðarland, skuli komið svo langt á þeirri braut að helmingur af útflutningnum, reiknað í krónum, eru iðnaðar- vörur. Ef við viljum halda þeiml lífsskilyrðum sem við höfum og bæta þau, þá er nauðsynlegt að halda áfram iðnvæðingunni. Og til að geta fylgzt með nú- tíma tækni, verður að halda uppi rannsóknum í stærri stíl en hing- að til. Liður í því er það, að við í tækniskólanum erum að flytja í ný og stærri húsakynni utan við borgina. Byggingar hófust þar 1959 og í septembermánuði 1962 á að flytja tvo fyrstu árganga verkfræðinema út í Lundtofte. í september 1963 er reiknað með að öil rafmagnsdeildin verði kom in þangað og aðrar deildir fylgja svo hratt á eftir, þannig að í lok sjöunda áratugsins höfum við alveg nýjan verkfræðiskóla, sem að gólffleti verður 4—5 sinnum stærri en sá sem við höfum nú. — Getur þetta breytt ein- hverju um nám íslenzkra verk- fræðinema í Danmörku? ísl. nemar ættu að hugleiða . . . — Árið 1957 var tekin ný stefna varðandi tæknimenntun í Danmörku, þ. e. a. s. tekin upp akademisk verkfræðimenntun, sem er 3 % árs verkfræðinám, samsvarandi því sem í enskumæl andi löndum er kölluð „Bachelor of Science" menntun. Hér eftir eiga íslenzkir námsmenn því kost á að ljúka bæði svokölluðu „aka- demisku" verkfræðinámi og „civiT' verkfræðinámi. Ég er þeirrar skoðunar að íslendingar, sem vilja stunda verkfræðinám í Danmörku, ættu að yfirvega í hvora áttina áhugi þeirra beinist. „Civil“-verkfræðinámið hefur meiri blæ af vísindastörfum, hitt meira fyrir þá sem ætla út í atvinnulífið. Hyldgaard-Jensen rektor kom hingað frá Bandaríkjunum, þa» sem hann sat ráðstefnu varðandi verkfræðikennslu. — Ég hefi jafnframt notað tæki færið til að athuga hvernig þetta nýja fyrirkomulag okkar stenzt samanburð við samskonar kennslu í Ameríku, sagði hann. Og ég verð að segja, að ég er L. Hyldgaard-Jensen vararektor þeirrar skoðunar að skipulag verk fræðikennslunnar, eins og það hefur verið sett upp í tæknihá- skóla Danmerkur, getur varla betra verið, hafandi það í huga, að í landinu er aðein ~ einn tækni- háskóli. Færeyingar sáu ekki sól TÓRSHAVN, 29. sept. — Það er langt síðan sumarið í Fær- eyjum hefur verið jafnvotviðra- samt og þetta árið. Bændum hefur gengið erfiðlega að heyja, því sólskinsdagar hafa verið teljandi fáir. Mikil björg hefur orðið af að þurrka hey á þar til gerðum girðingum — og mikið hefur farið í súrhey. Það var ekki fyrr en í september, að við fengum sólarglætu og bætti hún nokkuð úr fyrir bændum. — Aree.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.