Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 8
8 M O rt c rnv n r, 4 Ð l Ð Föstudagur 6. okt. 1961 Guðmundur Jorundsson útgerðarmaður: Stefnt verði að því að flytja aðeins fuilunnar sjávarafurðir úr landi SL. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD Hutti Árið 1946 voru lög sett á Al-| Guðmundur Jörundsson útgerð- armaður erindi í Ríkisútvarpið um sjávarútvegsmál, sem vakið hefur talsverða athygli, svo að Morgunblaðið taldi rétt að gefa Iesendum sínum kost á. að kynn ast efni þess og birtir því hér á eftir útdrátt úr erindinu. I upp- hafi erindis síns ræddi Guðmund ur nokkuð endurnýjun togara- flota eftir striðslok og smíði hinna 8—900 lesta togara á und- anförnum árum, sem margir hafa gagnrýnt, og ástæðurnar til þess, að þær vonir, er við þá voru tengdar, brugðust. Síðan sagði Guðmundur Jörundsson: Árið 1958 var afli íslenzkra togara 199.000 lestir. Árið 1959 laekkar pann niður í 156.000 og 1960 var hann kominn niður í 112.800 lestir. Eða með öðrum orðum aflinn minnkaði um 45 af hundraði á þeim tveim ár- um. Saga þessa árs er ekki enn öll f þessum efnum, en allt bendir til, að það ætli ekki að verða fengsælla en hið fyrr>a. Nú munu menn spyrja, er þá< aflaleysið eina ástæðan fyrir hinum miklu erfiðleikum í rekstri togaranna í dag. Nei, því j miður þær eru einnig aðrar og j miklu fleiri, ef á allt er litið með I sanngimi. Til dæmis má geta þess, að þa ðhráefnisverð, sem togararnir fengu fyrir afla sinn hér á heimamarkaði, var að jafnaði allmiklu lægra en hjá öðrum fiskiskipum hér í landi. Nýlega hefir verið gerð á þessu ýtarleg athugun, og kom þá í ljós, að verðmunur þessi nemur nær 6 milljónum króna á hvern togara á tímabilinu frá 1952 til ársloka 1960. Annað var það, sem olll aukn- um útgjöldum í rekstri þessara skipa, en það var mannafjölgun- in á þeim, sem lögbundin var 9. apríl 1956. Hafði þetta lagaboð f för- með sér mannafjölgun, er nam 7 mönnum á hvert skip. Það er að segja, að frá því að hafa 24 menn varð eftir setn- ingu laganna að hafa 31 mann. Frá því að lög þessi öðluðust gildi og fram til þessa tíma má gera ráð fyrir að bein útgjöld útgerðarinnar af þessum sökum nemi sem næst 3 milljónum króna. En hvað er svo um þessa lög- gjöf að segja, er hún nauðsyn- leg og eðlileg eins og nú standa sakir? Ef um það er að ræða, að skipin stundi veiðar í salt, þá mundi ég svara spurningunni játandi, en sé hinsvegar fsikað í ís fyrir erlendan eða innlend- a« markað, þá munu flestir þeir, er til þekkja, telja, að svo sé ekki, og það beri að breyta um-j ræddri löggjöf, þannig, að ekkii verði fleiri en 24 menn á hverj- um togara. Enda yrði þá sam- hliða bætt nokkuð kjör þeirra manna, er fengju lengdan vinnu-j tíma. Þessa lagabreytingu hlýt-j ur að þurfa að gera fyrr en seinna, ef togarar okkar eiga að standast samkeppnina við önn- ur fiskiskip. Enda mætti þa ðteljast óeðli-j legt. ef við einir, Islendingar fremur en aðrar fiskiþjóðir, gæt- um rekið skip okkar á eðlilegan hátt með slíkum mannfjölda, sem hér er nú lögboðinn. Þá vil ég nefna hér þriðja at- riðið, sem er all veigamikið, en það er lán til endurnýjunar tog- araflotanum. þingi um Stofnlánadeild sjávár- útvegsins. Var það sannarlega myndarlegt spor í rétta átt, til þess að gefa landsmönnum kost á að fylgjast með eðlilegri þró- un í smíði fiskiskipa. Vaxta-I kjörin voru hagstæð, eða um 214% af hundraði, og lánin veitt til allt að 20 ára. En það var| galli á gjöf Njarðar, því umrædd stofnun átti aðeins að gegna hlutverki sínu á meðan eitt hundrað miljónir króna voru veittar að láni, en deyja síðan um leið og afborganir og vextir væru inn komnir. Því miður hefir löggjafarvald inu yfirsézt illa í þessum efnum, því allt frá þessum tíma hefir engin peningalánastofnun italið sér skylt að veita lán til smíði nýrra togara. Af þessari ástæðu neyddust þeir aðilar, er halda vildu við íslenzkri togaraútgerð, til þess að fara á fund erlendra banka og biðja þá ásjár. í nokkr um tilvikum hefir þetta tekizt, en því miður ekki með eins góð um kjörum og æskilegf hefði verið. Skuldir við hina erlendu banka hafa að sjálfsögðu orðið obærilegar fyrir lántakendur við þær breytingar, sem hafa átt sér stað nú undangengin ár í ís- lenzku fjármálalífi. Ennfremur bættist það við, að gengiv v.-þýzka marksins var hækkað á þessu ári. en einmitt þar í landi voru flest lánin tek- in. En áhrif þess orka að sjálf- sögðu í sömu átt og gengisfelling íslénzkrar krónu á erlendar skuldir okkar. Það gefur þvl auga leið, að hefðum við borið gæfu til að efla og viðhalda Stofnlánadeild, sjávarútvegsins. svo að hún hefði reynzt fær um að gegna upp-, runalegu hlutverki sinu, þá hefði | togaraútgerðin í dag ekki þurft j að stc -ida frammi fyrir því að skulda erlendum bönkum mil- jónatugi fram yfir það, sem eðli- legt mætti teljast. Þá má einnig nefna hér þau vandkvæði, sem sköpuðust fyr- ir togarana með hinni löngu og sigursælu landhelgisbaráttu okk ar íslendinga. En sem kunnugt er voru togararnir beittir löndun arbanni á brezkum markaði vegna hennar. og hafa æ síðan verið all miklar hömlur lagðar á landanir þeirra skipa, bæði þarj og á vestur-þýzkum markaði. Allt þetta er bein afleiðing af landhelgisbaráttunni, og þarf engan að undra, því slíkur sig- ur næst ekki, án þess að ein- hverju sé fórnað. í þessu tilfelli var það togara- útgerðin, sem stærstar byrðam- ar varð að bera, þótt ég sé þess hinsvegar fullviss, að allir þeir aðilar, sem að henni standa, telji þann sigur, sem fengizt hef ir svo mikils virði fyrir land og þjóð að þeir gleymi hinum von- andi timabundnu vandræðum, sem nú steðja að þeim ,af þess- um ástæðum. Eg hef nefnt hér aðeins fátt af mörgu, sem orðið hefur þess valdandi, að útgerð togaraflota okkar fslendinga á nú við bág kjör að búa. Sé hún borin sam- an við hliðstæða útgerð brezkra útgerðarmanna, kemur í ljós verulegur 'aðstæðumunur, bæði hvað varðar útgjöld og tekjur. Síðastliðinn vetur, þegar ég var staddur í Bretlandi, gerði ég ; mér það til gamans að fá upp hiá opinberum aðilum meðalverð j á öllum fiskitegundum þar í' landi árið 1960. Kom þá í ljós. að meðalver’® á fiski komnum á markað í hinum ýmsu fiskibæj-l um reyndist var 7,00 kr. ísl. mið- að við þáverandi gengi. Því til samanburðar virðist mér, að með alverð til íslenzku togaranna hér( heima, reiknað á sama hátt, hafi á því sama ári verið kr. 2,29 eðal sem næst 14 hluti hins brezka verðs. / í Þegar um það er að ræða að íslenzkir togarar selji afla sinn á erlendan markað, þá er verð Guðmundur Jörundsson ið á fiskinum venjulega allmiklu hærra en áður greinir, en þó er I ætíð nokkur munur á þvi verði, I er þeir fá og heimaskip þess! lands, sem aflínn er seldur í. En það stafar af háum fisktollum, sem nú eru í gildi í þeim lönd- um, er við höfum viðskipti við með fisksölur. Nemur þessi toll- ur til dæmis I Bretlandi 10 af hundraði en í Vestur-Þýzkalandi frá 414 upp í 1414 af hundraði, mismunandi eftir árstíma. En löndunarkostnaður allur fyrir ísienzkan fisk í þessum markaðs löndum, þar með taldir tollar, nemur að venju frá 19—26 af hundraði, hinna seldu afurða. Við þennan saipanburð sést glöggt, hve afar lágt afurðaverð islenzkir togarar hafa átt við að búa, og því tæplega hægt að gera sér vonir um, að það nægi til að mæta sívaxandi reksturs- kostnaði og minnkandi afla. Nú mun vakna sú spurning hjá mönnum, hvort hér verði þá nokkur rönd við reist? Því er eflaust vandsvarað eins og nú standa sakir. En ef hafða reru í huga um- sagnir fiskifræðinga bæði inn- lendra og erlendra í þessum efn- um, þá má gera ráð fyrir. að aflaleysi, eins og nú á sér stað á öllum þeim miðum, er við stund- um, sé tímabundið, og við getum vænzt einhverrar breytingar til hins betra, þegar fram líða stund ir. Það er til dæmis talið, að karf inn hafi allörugga viðkomu og sé þar að auki á vissum tímum uppsjávarfiskur. En það skapar honum mikla vernd gegn of- veiði. Um þorskinn vita menn all miklu meira, ekki sízt vegna þess, að hann hefir ætið verið meiri nytjafiskur hér í Evrópu ] og rannsóknum á honum verið, meiri kaumur gefinn. Og það þekkja til dæmis bæði fiskifræð- j ingar og fskimenn, að hrygnng hans heppnast misjafnvela vel.: Af því leiðir að árgangarnir verða misjafnlega sterkir og þá í beinu framhaldi af því og, ýmsu öðru, misjafnlega kraft- mikil veiðitímabil. Er því vonandi, að svartsýni ófaglærðra manna í dag, um veiðihorfur í framtíðinni, láti í minni pokann fyrir staðgóðri þekkingu langreyndra fiskifræð inga. Það hefir nú komið í ljós, að útgerð togaraflotans getur ekki lengur byggt afkomu sína á miklu aflamagni, eins og áður fyrr. Þá er vart önnur leið hugs- anleg, til þess að ná því, sem á vantar, en hækkað hráefnisverð. En hvernig væri slíkt fram- kvæmanlegt? Ef við hugum að, hvað ná- grannaþjóðir okkar gera í þess- um efnum, til að ná auknum tekjum á fiskiflota sinn þrátt fyrir minni afla, kemur ýmis- legt í ljós. Bretar eru nú til dæm is sem óðast að setja tæki í skip sín til heilfrystingar á fiski um borð, í skiþunum. Eru nú flest öll nýbyggð skip og þau sem eru i smíðum með þann frysti- búnað, til þess að geta heilfryst aflann að einhverju eða jafn- vel að öllu leyti. Þarna eru mjög athyglisverðar tilraunir á ferð- inni, sem er að vísu enn ekki að fullu lokið að því er varðar að þýða fiskinn upp £ þykkum blokkum. ★ Ræddi Guðmundur Jörunds- son nú nokkuð nánar árangur brezkra útgerðarmanna af heil- frystingu fisks. sem hann kvað mjög góðan. Við tilraunir þeirra hefði t. d. komið í ljós, að innan við 14% af hinum upprunalega þunga tapaðist við heilfrysting- una og gæðin væru hin sömu. ,,Ef hægt verður í framtíðinni að heilfrysta fisk um borð í öllum hinum stærri íslenzku togurum má gera ráð fyrir, að fiskverðið geti þrefaldast frá því sem nú er“, sagði hann, og hélt síðan áfram: Eg hefi nefnt hér aðeins eina leið af fleiri hugsanlegum, til að bæta það hráéfnisverð, sem tog- ararnir búa nú við á innlendum fiskmarkaði. En hér þarf eflaust fleira að koma til, ef við fslend- ingar eigum að geta rekið fiski- flota okkar, jafnt báta sem tog- ara í samkeppni við aðrar þjóð ir. Eg hef spurt brezka frystihús'- eigendu rað því, á hverju það byggðist, að þeir gætu greitt svo hátt hráefnisverð og haft samt eðlilegan reksTursgrundvöll. Þeir svara því til, að þeir hafi betri nýtingu á hráefni en við, m. a. fyrir ákvæðisvinnu flak- aranna, sem fái greiddan hluta af sínum launum, eftir því hve vel þeir nýti fiskinn. En einkum o gsér í lagi sé það áframhald- andi vinnsla á fiskinum, eftir að frystihúsin hafa skilað honum frá sér til annarra verksmðja, hinna svokölluðu „Fish Stick“ verksmiðja, sem geri þeim fært að greiða hið áðurgreinda hrá- efnisverð. En með því að eitt og sama fyrirtækið eigi báðar verk smiðjurnar í sama landi sé mögu legt að spara pökkunarkostnað. Eg vil nú spyrja hversvegna rekum við fslendingar ekki líka okkar eigin Fish Stick verk- smiSjur hér heima í stað þess að reka þær erlendis, með hærri vinnulaunum og sennilega á margan hátt við erfiðari aðstæð- ur. Reynslan hefi rsýnt að rekst- ur þeirra erlendis hefir ekki náð þeim afrakstri, að hann geti bætt hið lága hráefnisverð til flotans, nema síður sé. Allt árið er mik- ið fjármagn bundið í rekstri þeirra, og hefur það m. a. orðið til þess, að frystihúsin hér heima fá ekki venjulega greiddar sín- ar afurðir fyrr en eftir 4 og allt 1 upp í 8 mánuði frá afskipun vörunnar. Hlýtur þetta að hafa veruleg útgjöld í för með sér fyrir framleiðendur, hvað vexti snertir, eða með öðrum orðum, veldur beinni lækkun á hráefn- isverði á hverjum tíma. Hinsvegar skal það viðurkennt að umræddar verksmiðjur okk. ar erlendis hafa stutt nokkuð að betri sölu framleiðslunnar. Hér skal engu um -það spáð, hvað rétt reynist um staðsetningu þess ara verksmiðja í framtíðinni, en ýmsir sérfróðir menn telja full- komna ástæðu, til þess fyrir okk ur íslendinga að láta fara fram nákvæma rannsókn á því, hvort ekki yrði hagkvæmara að hafa þær hér á landi að minnsta kosti i fyrir Evrópumarkaðinn. — í Ekki sízt ef gera má ráð fyrir, ! að við verðum aðilar að Sam- | eiginlega markaðinum. Hinsveg- ar mun núgildandi tollur f Bandaríkjunum gera innflutning þahgað á slíkri vöru allmikið erfiðari. En til dæmis má benda á það, a íShið fræga fiskvinnslufyrir- tæki FINDUS í Noregi rekur samhliða frystihúsum sínum þar í landi, sííkar Fish Stick verk- smiðjur og flytur síðan vöruna út fullunna. Sama máli gegnir um ýmsar aðrar sjávarafurðir, sem við fs- lendingar flytjum út óunnar. að lokatakmarki ðhlýtur að vera það, að við fullvinnum þær sjálfir, áður en við flytjum þær úr landi. Við skulum vona að okkur takist í framtíðinnj að ráða þann ig málum okkar í þessum efn- um, að við verðum færir um að greiða fiskiskipum okkar sam- bærilegt afurðaverð við það, sem aðrar fiskiþjóðir greiða sín- um fiskiskipum. ★ ^ Þá vildi ég fara héf nokkrum orðum um vélbátaflotann og út- gerð hans. Mörgum hefi rorðið tíðrætt um nýafstaðna síldarvertíð fyrir Norður- og Austurlandi, sem að vísu varð nokkuð betri, en hin- ar 16 síldarleysisvertíðir, sem á undan eru gengnar. f raun og veru verður þó ekki annnfs sagt, en þessi síldarvertíð væri einn- ig síldarleysisvert'l?, ef imiðað er við allar fyrri aðstæður, svo sem vöðu síldarinnar og veiðar. faeri. Það dylst engum; sem til þekkir, að mikill hluti fengins afla þessa vertíð, er að þakka fullkomnari leitartækjum, dýpri herpinótum og hinni vélknúnu dráttarblokk, sem gefið hefir bæði aukinn hraða við veiðarnar o gstóraukna möguleika við að né upp stórum köstum. Ef allt þetta hefðói ekki verið fyrir hendi, þá er naumast hægt að gera ráð fyrir, að aflinn hefði orðið meiri en helmingur þess, sem hann þó varð þegna áður- greindrar veiðitækni. Að sjálfsögðu verður mðrgum það á að renna hýru auga til þessara veiða í von um skjót- fenginn gróða. En hver hefir svo hin raunverulega niðurstaða orð ið. Jú áhafnir síldveiðiskipanna hafa borið góðan hlut frá borði eða sem næst 55 af hundraði alla fengins afla. Er því hlutur út- gerðarinnar aðeins 45 af hundr. aði, sem eigi að nægia til að standa straum af öllum rekst- urskotnaði að meðtöldum öllum útgjoldum af hinum nýju tækj. um og breyttu veiðarfærum. Eo^ Framhald á bls. 16,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.