Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 6. okt. 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 17 Mörg bandtök þarf að vinna við innréttingu félagsheimilisins. Efst t.v. Sigursteinn Marinós- eon. Efst t.h. Helgi Magnússon. Neðst t.v. Adolf Óskarsson. Neðst t.v. Árni, Garðar og Sigurgeir. FÉLAG ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, er jafnan hef- ur starfað af miklum ötulleik, er að ráðast í mikið stórvirki. Fé- lagið hefur keypt húseign í Vest- inannaeyjum og er að koma sér þar upp félagsheimili. f stuttu viðtali við síðuna sagð- ist Sigfúsi Johnsen, formanni fé- lagsins svo frá: — Við ungir Sjálfstæðismenn hér t Vestmannaeyjum höfum lengst af búið við mjög erfið skilyrði til félagsstarfsemi. Sam- komuhúsið hér er svo stórt, að það befur alls ekki komið að þeim notum, sem skyldi. Við réðumst þess vegna í það stórvirki í sum- ar að Kaupa hús og erum nú að vinna að innréttingu þess. Hús þetta, sem stendur neðarlega í hliðum Helgafells, var notað sem barnaheirnili, en er bæjarsjóður Framhaid á bls. 17. byggja félagsheimili Þessi mynd var tekin á tröppum hins nýja heimilis Ungir Sjálfstæðismenn í Eyjum — Utan úr heimi Austur-Þýzkalandi einhvers konar viðurkenningu — í hverri Framhald af bls. 12. isstjórn, sem nú verður mynduð í Vestur-Þýzkalandi, verði að > taka ýmsar ákvarðaiúr, miður ! vinsælar með almenningi og á því eflaust eftir að sæta mikilli gagnrýni meðan þjóðin er að sætta sig við þær. ! Svo sem kunnugt er gerðu frjálslyndir demókratar það upp haflega að skilyrði fyrir stjórn-, arsamvinnu við kristilega, að Adenauer viki úr kanzlarastöðu, ] en við tæki Ludwig Erhard, efnahagsmálaráðherra. Fyrst > eftir kosningar þótti mörgum, sem óbyrlega blési fyrir Aden- | auer, en „sá gamli“ hefur með stjórnkænsku sinni og hyggju- viti staðið af sér alla storma og , vann mikinn sigur er forysta , frjálslyndra ' tilkynnti eftir stormasaman og langan fund á föstudaginn, að ekki yrði haldið fast við þá kröfu, að Adenau^r i viki úr embætti kanzlara. Enda hafði Erhard þá lýst því yfir, að | hann hyggðist ekki keppa við ( Adenauer um kanzlaraembættið — hann teldi nauðsynlegra en svo að viðhalda einingu innan flokks kristilegra demókrata, einkum með hliðsjón af því hve ástandið í alþjóðamálum, og þá einkum Berlínarmálinu, væri uggvænlegt. nnur ástæða til þessarar stefnubreytingar frjáls- lyndra er, að Adenauer gerði sig líklegan til þess að leita sam- starfs við jafnaðarmenn, sem hefðu alls ekki krafizt þess að hann viki. Einnig hefði orðið auðvelt að samræma utanríkis- stefnur kristilegra og jafnaðar- manna — sennilega mún auð- veldara en stefnur kristilegra og frjálsra. Erich Mende, formaður frjálsra demokrata þótti því einsýnt, að þeir kynnu að missa af strætis- vagninum ef kröf u f lokksins yrði haldið til streitu. • Lairgvarandi og erfiðar viðræður? Viðræðurnar, sem hófust milli forystumanna flokkanna á mánu dag kunna að verða langvarandi og erfiðar og alls ekki fullvíst,| að árangur verði eins góður og vonir manna standa þó til. Hef-j Erich Mende látið í ljósi þá skoðun síná. að viðræður standij e. t. v. út októbermánuð. Sagðij Mende við fréttamenn, að enn hefði aðeins verið skipzt á skoð-j unum. Er hann var spurður hvort andstaðan gegn Adenauer væri úr sögunni, vildi hann lítt um það segja — annað en að sér virtist mjög óráðlegt á þessum alvarlegu tímum að fela stjórn- arforystuna manni, sem nú væri orðinn meira en hálfníræður og yrði níræður fyrir næstu kosn- ingar. Kristilegi demokrataflokkur- inn heldur, að því er talið er, fast við sömu grundvallaratriði utanríkisstefnunnar sem fyrr — ósveigjanleika gagnvart Sovét- ríkjunum og nána samstöðu með Vesturveldunum og þá Nato jafnframt. Hinsvegar eru uppi raddir um, að hann muni grípa til þess að hóta úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu ef Vest- urveldin breyti að einhverju leyti út af stefnu sinni í Berlín- armálinu. Er haft eftir nánum samstarfs manni Adenauers, að hann muni berjast til hins ítrasta gegn sér- hverri viðurkenningu á stjórn Austur-Þýzkalands. Jafnframt hefur vestur-þýzka utanríkis- ráðuneytið sagt, að grípi Vestur- veldin til þess bragðs að veita mynd sem hún sé, feli það í sér stórfellt brot á samningum Atl- antshafsbandalagsins. Þessi ummæli fylgdu í kjölfar fregna um að Lucius Clay, hers- höfðingi, sérlegur sendimaður Kennedys Bandaríkjaforseta í Berlín, hefði tjáð stjórn sinni þá skoðún sína, að Vestur-Þjóðverj- ar ættu sjálfra sín vegna að veita Austur-Þýzkalandi einhverja við urkenningu. Ekki er hér um staðfest ummæli að ræða, en í tilefni blaðaskrifa þeirra vegna átti Clay, hershöfðingi, fund með fréttamönnum í Berlin, þar sem hanr lagði á það áherzlu, að stefna stjórna” aBndaríkjanna í Berlínafmálinu yrði hvergi ákveðin nema í Washington. En svo vikið sé aftur að utan- ríkisstefnu frjálsra demokmta þá vinna sterk öfl innan flokks- ins að því, að stefnan í utan- ríkismálum verði óbundnari og sveigjanlegri. Að sögn Mende hafa þeir t. d. farið fram á, að Kristilegir geri breytingar á nú- verandi stefnu stjórnarinnar, að slíta stjórnmálasambandi við hvert það ríki er viðurkenni austur-þýzku stjórnina. — En, sagði Mende, við gerum það þó ekki að neinu afgerandi skilyrði fyrir stjórnarsamvinnu. Þess skal að lokum getið. að^ dagblaðið „Kölnischer Rud- schau“, sem styður stjórn Aden- auers segir, að það sé einungis á valdi ríkisstjórnar undir sterkri handleiðslu Konrads Adenauers, að gera þær ráðstaf- anir, sem óhjákvæmilegar eru i nánustu framtíð, sem sé að grafa margar hinna samþýzku hugmynda, en af þýzkum stjórn- málamönnum er Adenauer þeim sízt bundinn. Blaðið leggur áherzlu á, að þýzka þjóðin geri sér ljósa þá.staðreynd, að menn verði að láta eitthvað af hendi sjálfir um leið og þeir geri kröf- ur til annarra. Blaðið lætur einn ig ljóslega að því liggja, að tak- marki framtíðarinnar, sem sé sameining Þýzkalands, verði ef til vill ekki náð fyrr en með kom , andi kynslóðum. Hinsvegar seg- ir blaðið, — þurfi sú staðreynd ekki að leiða til lagalegrar við- urkenningar á Austur-Þýzka- landi, — þótt segja megi, að vart sé unnt að neita tilveru þess. Samkomui Fíladelfía Biblíulestur kl. 5. Almenn samkoma kl. 8.30. Ingvar Kvarnström talar. Svavar Guðmundsson syngur ' einsöng. Allir velkomnir. 3ja-4ra herbergja íbúð óskast til leigu frá næstu mánaðamótum. Upplýsingar í Síld og Fisk, Bergstaðastræti 37, Sími 24447.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.