Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 6. okt. 1961 MOIRGUNBLAÐIÐ 15 Míkrófilmur af blöð- unum frá upphafi Elztu drgangar eiga ekki langt eítir Að neðan getur að líta fyrstu eintök Morgunblaðsins í þeirri stærð, sem þau eru á míkró- filmunum. Til hliðar er forsiða fyrsta tölublaðs fyrsta árgangs ins stækkuð. *?**?.. 1 3k 5 ■ , * 'v 1 Xv ■ : .v ^ .. ..y. . / • • *■ . ' r~~i; * r ■ ' - -*■ ■ ••• Í avV.v--: .vV-x-'.-.v.v.y.v-.-.-.-.va ■ív.-.v*:vX-Jt.:->.v.v.4y.v.‘>.v.:.:->.w.v.*->.va “'.•• •■v.s'tv.-.v.-.w. • • V.-.V.. .».v.. v-..3W% EITT af vandamálum bóka- safna eru gömul dagblöð, sem með aldrinum fúna og grotna niður, einkum hinir eldri ár- gangar þar. sem pappír og prentun fyrr á árum var ekki slík, sem í dag. Erlendis hef- ur þetta vandamál verið leyst með því að Ijósmynda gömul blöð áður en þau verða að ryki einu, og svipað er um bækur farið. Landsbókasafnið fer ekki varhluta af þessu vandamáli. Elztu árgangar dagblaðanna eru til dæmis farnið að láta á sjá. Dagblaðapappír er forgengilegur, og prent- svertan áður fyrr var ekki sem bezt. Og þegar við þetta bæt- ist að sífellt er verið að hand- leika þessi gömlu blöð, er þess vart að vænta að þau endist lengi úr þessu. 24 síður á póstkorti Sl. 15 ár hefur verið til á Landsbókasafninu vél, sem tek ur myndir af bókum, blöðum o. s. frv. á svonefndar míkró- filmur. Eru filmur þessar undn ar upp á kefli og eru allt að 100 feta langar. Fyrir nokkru fékk safnið nýja míkrófilmu- vél, sem tekur myndir á blað- filmur. Á hverja slíka filmu, sem er ámóta stór og póstkort er hægt að koma fyrir 24 síð- um Mórgunblaðsins, svo eitt- hvað sé nefnt. Þessari filmu er síðan stungið í þar til gert lestæki, sem varpar mynd af hverri síðu fyrir sig á flöt, og er þá hægt að lesa síðurnar engu siður en sem 1 blaðinu sjálfu væri. Fréttamenn Morgunblaðsins fóru fyrir nokkru upp í Lands bókasafn, og ræddu þar við Finn Sigmundsson, landsbóka- vörð, og Birgi Finnsson og Gunnar Rúnar, sém vinna þar við míkrófilmuvélarnar tvær. í einu skrifborði Gunnar Rúnar sagði okkur að það væri hægt að koma Morgunblaðinu frá upphafi fyrir í einu skrifborði ef það vaéri, allt myndað á míkró- filmur. „Eg sá það á blöðum úti í Höllandi að þeir notuðu míkrófilmur í staðinn fyrir doðrantana.“ Hjá Finni landsbókaverði fengum við þær upplýsingar að Gunnar hefði farið til Hol- lands, keypt nýju vélina og sett upp fyrir safnið. Starf- semin væri enn ekki komin í fullan gang, enda þyrfti að kynna sér málin til hlítar. Sagði Finnur að segja mætti að ágætur árangur hefði náðst með báðum vélunum. Blöðin frá upphafi á míkrófilmur? „Það er búið að taka sýnis- hornamyndir af blöðunum? sagði Finnur, „og ætlunin er, ef það reynist ekki of dýrt, að safna áskrifendum, t. d. söfnum úti á landi og jafnvel blöðunum sjálfum, til þess að bera kostnaðinn af míkró- filmutöku þeirra frá upphafi. Þá yrði kostnaðurinn viðráð- anlegur, og ef varðveita á blöðin, þá er þetta bezta leið- in, sem til er.“ • Finnur sagði að safninu bær ust af og til pantanir á míkró Finnur Sigmundsson, lanðsbókavörður, litur yfir forsiðu fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í lestækinu. Blossinn frá myndavélinni hefur afmáð myndina af síðunni fyrir fram an Finn, — (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.). ið filmur hvaðan sem er úr heiminum og athugað heima. Eg hefi m. a. fengið filmur úr Árnasafni," sagði landsbóka vörður að lokum. — hh. ■■■■ ■ A. ha. Nokkrar síður Morgunblaðsins frá 17. júní 1958 í míkrófilmu- stærð og til hliðar forsíða sama tölublaðs stækkuð. filmum af handritum erlendis frá. „Byggðasöfnin vantar ýmis handrit,“ sag^i Finnur. „Við hugsum okkur að það væri hægt að mynda blöðin, fágæt- ar bækur ó. fl., sem einstak- lingar og söfn gætu eignast á þennan hátt,. og notfært sér með því að eiga lestæki. Ef fræðimaður úti á landi á slíkt tæki, gæti hann fengið héðan bækur og handrit á þennan hátt, og lesið heima í stað þess að sitja hér á safninu. Eg hefi sjálfur svona tæki og get feng- ■'JS Réttað í Landréttum í fyrsta sinn síðan 1942 Birgir Finnsson og Gunnar Rúnar við míkrófilmuvélarnar MYKJUNESI, 25. september. — Síðastl. laugardag 23. þ. m. var réttað F Landréttum í fyrsta sinn síðan árið 1942. Var það féð sem kom af Landmanna- afrétti, en í vor var rekið þang- að fé í fyrsta sinn síðan 1942. Heimtur voru góðar og féð vænt, en hér var eingöngu um veturgamalt fé og lömb að ræða. Til réttar komu eitthvað á ann- að þúsund fjár. Er reiknað með að það verði fleira að ári, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Fjölmenni var í réttunum, þrátt fyrir slagveðursrigningu mikinn hluta dagsins. Má gera ráð fyrir að eldri kynslóðin hafi rifjað upp í huganum löngu liðnar réttarferðir frá þeim tíma er Landréttir stóðu með mestum blóma. Fór yfir Þjórsá Á Holtamannaafrétt, er bænd- ur í Ásahreppi nota, var einnig flutt fé í vor. Hefur þar einnig verið smalað, en þaðan hefur farið allmargt fé yfir Þjórsá og á Hreppamannaafrétt. Verð- ur að lóga fé og er það að sjálfsögðu mikið tjón, en ekki má flytja fé yfir Þjórsá. Mun þetta fé flest hafa verið frá sama manni, Ingólfi Guðmunds- syni, bónda í Króki. Lömb yfirleitv rýr Sauðfjárslátrun hófst hinn 13. þ.m. hér í sýslu hjá Sláturfélagi Suðurlands og mun standa fram undir miðjan október. Ekki liggja fyrir neinar heildarniður- stöður um vænleika fjárins, en yfirleitt eru lömbin rýr, a.m.k. hér í Holtum og á Landi. Heildaruppskeran í góðu meðallagi Hér rignir flesta daga og oft mikið. Er víða ótekið upp all- mikið af kartöflum og gengur það erfiðlega í slíku tíðarfari. Uppskera er yfirleitt góð, þrátt fyrir slæmt útlit fram eftir sumri, en þar sem ekki hefur ennþá komið frost svo orð sé á gerandi hafa kartöflur verið að spretta til þessa dags. Og til marks um það er, að þar sem leit út fyrir mjög lélega Framhald á bls. 16. hús fyrír krónur HAPPDRÆTTIÐ HllSIÐ VERDUR REIST FYRIR YÐUR HVAR SEM ER I BYGGÐ t ’ L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.