Morgunblaðið - 08.10.1961, Síða 10
V 10
MORCVTShLAÐlÐ
Sunnudagur 8. okt. 1961
Sigurður Bjarnason:
Amerískar skáldsögur um Hall-
geröi langbrók og Le'f heppna
f
Nýstárleg listsýnmg—íslenzkt
hjúkrunarheimili á Long Island
New York, 4. október.
HAUSTKVÖLD á Manhatt-
an, hlýtt og milt, fótatak
milljónanna allt um kring,
drunur neðanjarðarbrauta,
þotudynur í lofti, tröllaukn-
ir skýjakljúfar, ofbirta, bóka-
búð á Grand Central,örlög
Hallgerðar langbrókar.* Það
er nýlega komin út skáld-
saga um þá frægu konu hér
I New York. „Eldur í ísn-
um“ heitir hún, „Fire in the
ice“ og höfundurinn er Dor-
othy James Roberts. Segir
bún í stuttum formála að sag
an sé byggð á tveimur ís-
lendingasögum, Laxdælu og
Njálu. Hinsvegar sé ekki um
endursögn þeirra að ræða.
Höíuðtakmark þes&arar skáld-
sögu Dorothy Roberts virðist
vera að skýra skapgerð Hall-
gerðar og skapa skilning á at-
höfnum hennar. Samúð höfund-
arins er öll með hinni ^tórbrotnu
en lánlitlu söguhetju hennar,
hvað sem hún aðhefst ,iilt eða
gott.
Hér verður enginn dómur
lagður á bókmenntalegt gildi
þessarar skáldsögu. í augum ís-
lendings hlýtur slíkt verk. sem
byggt er á tveimur öndvegis-
sögum fornbókmennta okkar að
vera að ýmsu leyti annarlegt. En
óhætt er að fullyrða að skáldsag
an sé líkleg til þess að vekja at-
hygli amerískra lesenda. Hún ér
skemmtileg og spennandi, marg-
ar persónulýsingar hennar sterk
ar og lifandi og ævintýrablær
leikur um allt, svið sögunnar, ís-
land, hina nýfundnu norðlægu
eyju og landnámsmennina. sem
ýmist eru norskir stórbændur og
höfðingjar, eða synir og dætur
írskra konunga og jarla.
• FÆR GÓÐA DÓMA.
Bókin hefur þegar fengið mjög
góða dóma. t. d. kemst Orville j
Prescott m. a. að orði um hana
á þessa leið í ritdómi í New
York Times: „Þessi dularfulla
og glæsilega bók, „Eldur í ísn-
um“, jafnast á við Kristínu ■
Lavnansdóttur eftir Sigríði |
tlndset. Hún segir sögu konu,
sem gekk á hólm við siði og i
háttu tíundu aldarinnar á íslandi!
og sem kom af stað vandræðum,;
árekstrum • og ofbeldi af mem-;
fýsni sinni, vegna þess að henni
leiddist eða var þungt í skapi.
Vonzka Hallgerðar birtist ekki
í lágkúruhætti eða smámuna-
semi. Illska hennar var stórbrot
in, vegna hins hrikalega stolts
hennar og hefndargleði, vegna
fyrirlitningar hennar á allri var-
úð, gætni og málamiðlun“.
Annar ritdómari kemst að orði
um söguna á þessa leið: „Bak-
svið sögu og umhverfis er
ógleymanlega skýrt. Fólkið er
eins sannfærandi' lif andi og hið
kjarnmikla og kryddaða málfar
þess. Dorothy James Roberts
hefur hér ritað bók, sem er verð
ug hins svipmikla stórfengleika
sagnanna, sem hún er byggð á.“
Lof þessara ritdómara er sann1
arlega ekki skorið við nögl, Munj
Vikings) eftir Edisson Marshall.
Þessi skáldsaga er byggð á
sögu Eiríks Rauða og Leifs son
ar hans. Uppistaða hehnar eru
siglingar þeirra og landafundir,
búseta þeirra í Grænlandi, könn
unarferðir Leifs í vesturveg og
fundur Norður-Ameríku. Höf-
undur lýsir lífinu á íslandi og
Grænlandi, átökunum milli heið
ins dóms og kristinnar trúar.
f formála bókarinnar segir Edis-
son Marshall, að hann hafi allt-
af verið sannfærður um það, að
það hafi verið Leifur Eiríksson,
sem fann Ameríku fimm öldum
á undan Columbusi. En sér hafi
iundist að saga þessa landnáms
norrænna manna hafi ekki verið
sögð áður á nægilega sannfær-
andi hátt'. Höfundi er greinilega
ekki kunnugt um bók Guðmund-
ar Kambans „Vítt sé ég land og
fagurt“, um þetta efni, Var hún
Skeiðar og gafflar, samstilling,
er gerð árið 1961.
það áreiðanlega verða til þess l
að auka miklum mun frægð Hall i
gerðar Höskuldsdóttur og ann-1
ara þeirra, sem leiddir eru fram
á svið með henni í bókinni. Hvað
sem um þessa skáldsögu verður
sagt þá verður sú staðreynd ekki
sniðgengin. að hún vekur at-
hygli á fornum bókmenntum ís-
lendinga, er skrifuð af hrifningu
af þeim og samúð með söguhetj-
um þeirra.
• VESTUR MEÐ VÍKINGUM.
En það er fleira að gerast í
bókmenntaheiminum hér, sem
snertir okkur íslendinga. Önnur
söguleg skáldsaga byggð á ís-
lenzkum fornsögum er nýlega
komin hér út. Það er „Vestur
með víkingum" (West With The
eftir Fernandes Arman. Eigandi: Listasafn í Mílanó. Myndin
ipi ■ i m ■ ■
Þakklæti
Morgunverður Kichas. Tréstóll, tréfjöl með dúk, kaffikanna,
bollar, box, glas, eggjaskurn, sígaretta og fleua. Mynuin er
eftir Doniel Spoerri og er gerð árið 1960.
J.
ÞEGAR EG minnist æskuára
minna, verð ég hrærður af
. hugsuninni um allan þann
fjölda manna, sem eiga þakk-
ir skildar fyrir það, sem þeir
gáfu mér eða voru mér. Jain-
framt ásækir mig þjakandi
meðvitund um, hvað ég sýndi
þessum mönnum í rauninni lít
' ið þakklæti, meðan ég var ung
ur. Hversu margir þeirra hafa
kvatt lífið, án þess að ég gerði
þeim ljóst, hve mikils virði
mér var, að þeir auðsýndu mér y
svo mikla góðvild eða svo
mikla umhyggju! Margt eitt
1 sinn hef ég, með blygðunar-
kennd, hvíslað yfir moldum
þeim orðum að sjálfum mér,
sem tunga mín hefði átt að
| tala til hins framliðna, meðan
hann var enn ofar moldu.
Engu að síður held ég, að ég
geti sagt með sanni, að ég sé
Íekki vanþakklátur; ég vaknaði
öðru hverju upp af þessu ung
æðislega hugsunarleysi, sem
meðtók eins og sjálfsagðan
hlut alla þá umhyggju og góð
vild, sem ég reyndi af öðrum,
og ég held, að ég hafi jafn
snemma orðið næmur fyrir
drottnun þjáningarinnar 1
heiminum og skyldu minni á
þó gefin út á ensku fyrir stríð,
bæði í Englandi og Bandaríkjun-
um.
Skáldsaga Marshalls er all.
mikið verk, á fimmta hundrað
blaðsíður að lengd. Fylgja henni
kort, sem eiga að sýna siglinga-
leiðir Eiríks Rauða og Leifs son.
ar hans, bæði milli Noregs og
fslands, íslands og Grænlands og
Grænlands og Norður-Ameríku.
Eftir Edisson Marshall hafa
áður komið út margar bækur,
hetjusögur, sögulegar skáldsögur
og smásögur.
Dorothy James Roberts hefur
einnig gefið út 11 skáldsögur.
Hún mun hafa ferðast til íslands
og kynnt sér söguslóðir Laxdælu
Framh. á bls. 23.
þessu sviði. En fram til tvítugs
aldurs, og jafnvel enn seinna,
lagði ég mig ekki nægilega
fram um að tjá það þakklæti,
sem var í hjarta mínu. Eg van
mat ánægjuna, sem fylgir því
að fá raunverulegar sannan-
ir fyrir því þakklæti, sem bjó
innra með mér.
eftir Albert
Schweitzer
Vegna þessarar sjálfsreynslu,
neita ég að samþykkja, að það
sé jafnmikið um vanþakklæti
í heiminum og almennt er
haldið fram. Eg hef aldrei lagt
dæmisöguna um hina „tíu lík
þráu“ út fyrir /sjálfum mér á
þann veg, að aðeins einn
þeirra hafi verið þakklátur.
Vissulega voru þeir, allir tíu,
þakklátir, en níu þeirra hröð
uðu sér fyrst heim, til þess
að heilsa vinum sínum og taka
upp vinnu sína eins fljótt og
unnt væri, staðráðnir í að fara
síðan fljótlega á fund Jesús
og þakka honum. En það fór
á annan veg. Þeim var haldið
lengur heima en þeir ætluðu
sér að vera, og á meðan var
—— -tr
Jesús deyddur. Einn þeii’ra bjó
samt sem áður yfir hæfileik-
um, sem ollu því, að hann
breytti strax eins og tilfinning
ar hans buðu honum; hann
leitaði uppi þann, sem hafði
hjálpað honum, og endurnýj-
aði sál sína með fullvissu þakk
lætis síns.
Á sama hátt ættum við öll
að reyna að breyta eftir fyrstu
hugsun okkar og tilfinningum
og tjá orðvana þakklæti okkar.
Þá mundi veröa meira sólskin
í veröldinni, og meiri máttur
til að starfa fyrir það, sem er
gott. En hvað okkur sjálfum
viðvíkur, verðum við öll að
varast að taka upp sem hluta
af hugmynd okkar um lífið all
ar hinar beisku fullyrðingar
fólks um vanþækklæti 1 heim
inum. Mikið vatn streymir neð
anjarðar, sem aldrei verður að
uppsprettu. Vitneskjan um það
getur veitt okkur hug@un. En
við verðúm sjálf að reyna að
vera það vatn, sem brýtur sér
leið upp á yfirborðið; við eig-
um að verða uppspretta, sem
menn geta slökkt í þorsta sinn
eftir þakklæti.