Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐÍÐ Fostudagur 13. okt. 1961 IHinngmMðfeUÞ Otgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: \ðalstræti 6. , Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. VIÐ UPPHAF NYS ÞINGS „Uppbygging" - og niðurrif við „landamerkin" í Beriín í HINUM ágæta fyrirlestri * prófessors Sigurðar Nor- dals, sem hann flutti á Há- skólahátíðinni sl. laugardag, kenndi margra grasa. Var fyrirlesturinn í senn mjög fróðlegur og bráðskemmti- legur og þörf hugvekja þeim, sem nú lifa á íslandi í vel- lystingum praktuglega. Þeg- ar við heyrum slíkan saman- burð á kjörum þjóðarinnar fyrr og nú, eins og prófessor Nordal gerði í fyrirlestri sín- um, trúum við vart okkar eigin eyrum. Annars vegar blasir við sú staðreynd, að engu munaði að landauðn yrði á fslandi um þær mund- ir sem Bjarni Thorarensen skáld fæddist, og hins vegar sjáum við framfaraþjóðfélag nútímans, sem gefur okkur fyrirheit um, að hér muni smjör drjúpa af hverju strái, eins og þegar Þórólfur bóndi og skipsmaður Flóka Vil- gerðarsonar lýsti hér land- kostum á 9. öld. Eins og fyrr getur, var komið víða við í fyrirlestri prófessors Nordals. Fyrirles- arinn tók mjög skemmtileg dæmi til að útskýra mál sitt og draga upp myndir af þjóð og landi. Með góðlátri gam- ansemi benti hann á, að sum ir framfaramenn á íslandi hefðu ekki ætíð verið taldir með réttu ráði og yrði að vona að einhverjir íslend- ingar héldu áfram að vera dálítið geggjaðir í aðra rönd- ina, svo framfarir mættu verða hér stórum meiri en hinir raunsæjustu segðu fyr- ir um! Það gæri verið hollt að þeir menn, sem stjórnuðu litlum árabáti, væru með annan fótinn í sínum stóru draumum og þættust stjórna freygátum. Ábyrgðin yrði meiri að sigla mönnum og skipi í örugga höfn. ÞÚSUND ÁR 17N hvað sem þessu líður er ^ eitt víst, að framfarirnar á íslandi eru svo ótrúlegar, að þeim verður vart með orðum lýst. Ástæðan hefur auðvitað verið sú, að þjóðin hefur snúizt öndverð gegn fyrirhyggjuleysi hrafnaflók- anna, hvort heldur voru inn- lendir eða útlendir. Og það mun hún enn gera. Hálfáttræður bóndi, sem átti ekki alls fyrir löngu samtal við einn af blaða- mönnum Morgunblaðsins, sagði við hann í fullri al- vöru: „Milli mín og þín eru þúsund ár.“ Við nánari at- hugun liggur mikill sann- leikur fólginn í þessum orð- um. Þeir menn, sem nú eru hárir af elli, bjuggu í landi sem var líkara veruleik Egils Skallagrímssonar en því ís- landi, sem við nú byggjum. Við horfum vonglöð fram á veginn og undir merki manndóms og viðreisnar munum við einn góðan veður dag njóta þess lands, sem hægt verður að segja um í fullri meiningu að hafi svo góða kosti að þar drjúpi smjör af hverju strái. Þór- ólfur hefur. líklega verið einn þeirra manna, sem lifði í sín- um stóru draumum. ísland var hans draumur, land mik- illa kosta og glæstra fyrir- heita. Við hæðumst ekki lengur að orðum hans, held- ur ber okkur skylda til að horfast í augu við þau, gera þau að veruleika. Sú er hugs un okkar þegar nýtt Alþingi setzt nú á rökstóla. Með þeirri stjórn, sem við höf- um, ætti það að geta komið mörgu góðu til leiðar. I störf um og stefnu núverandi rík- isstjórnar hefur ríkt sá andi, sem greiðir götu áræði og framförum. Það skiptir ekki öllu máli, hvað fleytan er stór. Hitt er mikilvægara að hún sé traustur og góður far- kostur. ÖTULIR LIÐS- MENN Ví fer fjarri, að Fram- sóknarflokkurinn haf i ver ið trúr hlutverki sínu í ís- lénzku stjórnmálalífi undan- farna mánuði, þ.e., ef hann telur það ekki beinlínis hlut verk sitt að ganga erinda hins alþjóðlega kommúnisma hér á landi. Sé hins vegar svo, verður auðvitað ekki annað sagt en hann hafi rækt það með miklum ágætum og Krú- sjeff hafi fyllstu ástæðu til að gleðjast. Leiðtogar hans hafa reynzt ötulir liðsmenn kommúnista í skemmdarverk um þeirra gegn efnahagslífi landsins og tilraunum þeirra til þess að kljúfa ísland út úr varnarsamtökum lýðræðis- þjóðanna. Hefur þjónustulip urð þeirra jafnvel oft og tíð um gengið svo langt, að ekki hefur mátt á milli sjá, hvorir hefðu forystu með höndum, framsóknarmenn eða komm- únistar. Á sama tíma og al- menningur um allan heim hef ur öðlazt aukinn skilning á til gangi og markmiðum hins al- þjóðlega kommúnisma hefur Framsóknarflokkurinn bein- línis svarizt í fóstbræðralag HIN „sundurskorna“ Berlín- arborg má þessar vikurnar kallast óskaland fréttaljós- myndaranna. Þaðan berast daglega tugir og jafnvel hundruð fréttamynda út um heiminn, og blöðin birta þær jafnóðum, eða nokkuð af þeim a. m. k. — Morgunblað- inu hefir líka borizt mikill fjöldi mynda frá Berlín að undanförnu, og þær halda stöðugt áfram að berast. All- margar hafa verið birtar, þótt fleiri hafi orðið að víkja, þar sem rúm blaðsins er takmark- að. Hér eru enn tvær myndir frá mörkum austurs og vesturs í Berlín, sem eru all táknræn- ar fyrir aðfarir kommúnista þar. — Á tveggja dálka mynd- inni, sem tekin var fyrir viku, sést hvar menn úr „alþýðu- lögreglu" Ulbrichts vinna að „uppbyggingar-starfinu": að bæta enn ofan á múrvegginn, sem á að varðveita „lítilsigld- ar sálir“ (eins Og flóttafólkið nefnist gjarna á máli komm- únista) frá því að laumast til Vestur-Berlínar — af „mis- skilningi“ (sbr. Þjóðviljann). Myndin er tekin á Bernauer- stræti. Lögréglumaður frá Vestur-Berlín hefir tekið sér stöðu vestan megin veggjarins til þess að hindra, að fólk komi fast að honum til þess að láta „byggingarmennina“ austur-þýzku vita hug sinn gagnvart starfi þeirra og öllu framferði kommúnistastjórnar innar undanfarna tvo mánuði. við útibússtjóra hans hér á landi. Tíminn hefur oft borið sig illa undan skrifum Morgun- blaðsins um kommúnista- þjónkun Framsóknarflokksins og talið þau ómakleg. Leið togum Framsóknarflokksins er þó áreiðanlega fullljóst, að Slíkt gæti valdið árekstrum — og hefir gert það. Hin myndin sýnir aðra hlið á aðgerðum kommúnista við Morgunblaðið er ekki eitt um þessa skoðun. Innan Fram- SÓknarflokksins sjálfs er stór hópur manna, sem lítur sam- stöðu flokksins með kommún- istum nákvæmlega sömu aug um. Og ekki eru nema örfáir dagar síðan Tíminn staðfesti það sjálfur, að kommúnistar / borgarmörkin — austanmegin. Þar mun nú að mestu lokið brottflutningi fólks úr húsum Framhald á bls. 23. telja Framsóknarflokkinn lög mæta eign sína. Allur þorri ís lendinga hefur þannig litið á Framsóknarflokkinn sem hjá- leigu kommúnista, og ætti það að vera leiðtogum flokksins nokkur bending um þá hættu- legu hraut, «em þeir hafa fet- að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.