Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐID Fostudagur 13. okt. 1961 Þurfum að fylgjast með Efnahagsbandalagsmálinu Ræða Gunnars Guðjónssonor a aðalfundi Verzlunarráðs Islands FYRIR AUKNA tækni, þekkingu og endurheim.t stjórnmálalegs sjálfstæðis, hefir íslenzku þjóð- inni á ótrúlega skömmum tíma vaxið svo fiskur um hrygg, að hún þarf nú ekki lengur að ótt- ast þá vofu hungurs og örbirgðar, sem áðúr beið jafnan fyrir dyr- um, ef illa áraði til lands og sjáv ar. Nú á hún þess kost að lifa sí- batnandi lífi í landi sínu, eftir því sem hún smám saman öðlast þekkingu og bolmagn til þess að hagnýta auðlindir þess. Þetta dylst engum manni á vor um dögum, og víst er þjóð með svo örstuttan sjálfstæðan efna- hagsferil að baki sér nokkur vorkunn, þótt óþolinmæði eftir bættum lífskjörum í hvívetna beri oft skynsemina ofurliði og hún hafist það að, sem í bráð mætti virðast miða að slíku, en sem því miður í lengd verður til þess að hefta og tefla í hættu þeirri sókn til efnahagslegra fram fara, sem vér öll stefnum að. Sturlungaöld ekki fjarlæg. En aðför sú, sem gerð var á þessu sumri að viðreisnaraðgerð um ríkisstjórnarinnar, ber þess dapurlegt vitni, að Sturlungaöld er ekki eins fjarlæg og vér vild- um vera láta, og að einskis er svifist af margra hálfu, þegar berjast skal til valda. Er það þjóð inni mikil ógæfa, þegar of marg- ir lúta forsjá slíkra manna, ekki síður en hinna, sem af vanþekk- ingu og fáfræði einni saman fylla flokk þéirra. Þáttur málgagna Framsóknar- flokksins í þessari herferð hefir verið hinn ömurlegasti, og mundi vart nokkur utanaðkomandi vilja leggja trúnað á, að ýms þeirra skrifa um efnahagsmál, sem þar hafa birzt, væru eftir þann mann, sem lengst allra hef- ir verið fjármálaráðherra á ís- landi. Það væri næstum að bera í bakkafullan lækinn að rifja hér upp gang efnahagsmálanna síð- an lögin um efnahagsviðreisnina voru sett, snemm á árinu 1960. Svo kunnugt er það alþjóð, að lagasetning þessi olli straumhvörf um í efnahagsmálum lands- manna, og þegar í lok ársins hafði áhrifa þeirra gætt svo, að þrátt fyrir mjög lélega síldarvertíð fyr ir Norðurlandi, rýrnun togara- afla, miðað við undanfarið ár, um nær 30%, og mikils verðfalls á svo þýðingarmiklum útflutnings- afurðum, sem lýsi og mjöli, batn aði gjaldeyrisstaða bankanna um 240 millj. kr. á árinu Og gjald- eyrisforði nam 112 millj. kr. í árs lok, en framangreint verðfall á lýsi og mjöli var svo mikið, að það olli um 9% meðallækkun á öllum sjávarafurðum miðað við árið áður. Þó að gjaldeyrisaðstaða batnaði að þessu skapi, ber þó þess að gæta, að sú bætta aðstaða átti að nokkru leyti rót sína að rekja til þess að innflytjendur notfærðu sér í auknum mæli gjaldfrest hjá viðskipasambönd- um sínum erlendis. Vaxtahækkunin um 4% stig á- samt öðrum ráðstöfunum miðuðu að því að draga úr lánsfjáreftir- apurn og örva sparifjánmyndun, og skapa þannig grudvöll undir jafnvægi í gjaldeyrisviðskiftun- um, sem gæfi möguleika til frjálsrar utanríkisverzlunar, báru þann árangur, að útlánaaukning banka og sparisjóða nam aðeins tæpum helmingi miðað við árið á undan, en spariinnlán jukust um 357 millj. kr., eða 83 millj. kr. naeira en á árinu 1959. Varð þessi hagstæða þróun til þess að unnt var að lækka vexti aftur um 2% stig í lok ársins. Vetrarvertíð í ár varð sem kunnugt er rýr, en afli togara hefir farið síminnkandi, og hefir á iþessu ári enn minnkaði um 11% frá árinu 1960. Léleg aflabrögð og lækkað út- flutningsverð urðu því þess vald andi, að bati efnahagslífsins varð hægari en vonir höfðu staðið til. Það var því ljóst, þegar kom fram á þetta ár, að af þessum or- sökum var engan veginn grund- völlur fyrir hækkun kaupgjalds, þar sam ekki var um neina fram leiðsluaukningu útflutningsat- veganna að ræða, en aðeins slík aukning hefði getað réttlætt hækkanir. Kjarabætur byggjast á verð- mætasköpun. Þetta var þorra almennings líka ljóst. Verðhækkanir á vör- um og þjónustu vegna fyrri geng islækkunarinnar höfðu nú allar komið í Ijós, Og var því ekki að undra, þótt launþegar tækju að ókyrrast, en menn gerðu sér samt almennt grein fyrir því, að á þessu stigi var lífsnauðsyn, að ekki yrði brotið neitt skarð í þann varnargarð, sem hélt verð- bólguflóðinu úti. Illu heilli var þó raunin sú, að of margir urðu til þess að ljá þeim mönnum eyra, sem vildu telja almenningi trú urn að kjara bætur gætu komið til, án þess að um raunverulega aukna verð mætasköpun útflutningsatvinnu- veganna væri að ræða, og tókst þeim að vinna það óhappaverk að stofna til víðtækra vinnustöðv- ana. Afleiðing þess, að atvinnu- rekendur neyddust til þess að semja um allt að 19% kaup- hækkun, eftir að samvinnufélög- in höfðu riðið þar á vaðið, án þess að grundvöllur væri fyrir hendi til þess að atvinnurekstur almennt gæti staðið undir nokkr um auknum kostnaði, varð sú, sem vitað var fyrir og margoft hafði verið bent á, að óumflýjan legt var að lækka gengi krónunn ar enn á ný um rúm 11%%. Að öðrum kosti hefðu þessar kaup hækkanir á skömmum tíma leitt til stöðvunar höfuðútflutningsat vinnuveganna, og greiðsluvand- ræða gagnvart útlöndura. Þó ómótmælanlegt sé, að breytt gengisskárning hafi verið sá eini kostur, sem völ var á, eins og málum var komið, fer ekki hjá því, að hér var enn um mikið áfall fyrir verzlun og iðnað að ræða. Þessum aðiljum var ekki frekar en endranær heimilað að selja vörubirgðir sínar fyrir end urkaupsverð, þannig að hér var enn á ný rýrt það eigið rekstrarfé í birgðum, sem menn kynnu að hafa átt eftir þrátt fyrir áföll fyrri gengislækkana. Við þetta bættust skakkaföll þau, sem inn- flytjendur urðu fyrir vegna skulda í erlendri mynt á vörum, sem þeir höfðu fengið gjaldfrest á, en þegar selt. Verzlunin var hins vegar illa undir slík áföll búin. Hún hefir nú um árabil búið við svo naum verðlagsákvæði, að nálgaðist al- gjöra firru, enda margar greinar hennar reknar með tapi á undan- förnu ári. Þrátt fyrir þetta hefir verzlunin ekki gert háværar kröf- ur um leiðréttingar sér til handa, þó að henni hafi óneitanlega þótt sanngirni mæla með því, að hún yrði ekki strádrepin. Væri æski- legt að almenningur veitti þess- um staðreyndum eftirtekt. Því hefir jafnan verið haldið frarn af hálfu verzlunarinnar, og munu samvinnufélögin þar á sama máli, að verðlagsákvæði væru óþörf, þar eð samkeppnin héldi verð- lagi í skefjum, þar sem frjáls verzlun er, og er þetta reynsla allra vestrænna þjóða. Einn fram ámaður kommúnista, sem mikil afskipti hefir haft af þessum mál- um, komst þannig að orði við mig ekki alls fyrir löngu, að verð- lagsákvæði væru þjóðarblekking og allt verðlag ætti að gefa frjálst. Eg er honum fyllilega samdóma, og læt þá von í Ijósi, að þeir, sem ennþá aðhyllast þessi verðlagsákvæðatrúarbrögð, varpi þeim sem skjótast fyrir borð. Umbætur í útvegsmálum Þegar litið er til höfuðatvinnu- vegar okkar, fiskveiðanna ásamt tilheyrandi fiskvinsluiðnaði, verð ur ljóst, að innan þessarar at- vinnugreinar verða án tafar að eiga sér stað breytingar, sem ef framkvæmdar eru, eiga að geta Gunnar Guðjónsson. stóraukið framleiðsluverðmæti sjávarútvegsins og bætt kjör allra sam að honum standa, auk þess sem skapast mundu grund- vallarskilyrði til fiskiskipaútgerð ar, sem segja má, að nú sé naum- ast fyrir hendi. í þessu'sambandi verður ekki að ráði sakast við út- gerðarmenn, heldur er hér einn- ig um að ræða skammsýna og óraunsæja stefnu fiskimanna- og verkalýðssamtaka. Alþjóð er kunnugt, hvílík fárán leg áherzla hefir verið lögð á það hér á landi að moka sem mest- um afla á land, alveg án tillits til þess hvaða verðmæti yrði úr þessum afla þegar á land kæmi. Hefir þetta einkum komið í .ljós í sambandi við netaveiðar á ver- tíð, sem hafa stappað nærri vit- firringu. Stórt skref í rétta átt var stofnun ferskfiskmats, en framkvæmd slíks mats á fiski, sem á að fara í vinnslu er ýms- um erfiðleikum bundið með nú- verandi fyrirkomulagi, og þekki ég dæmi þess, að aðeins þriðjung ur af netafiski, sem metinn var til fyrsta flokks, reyndist fryst- ingarhæfur. Þær aðfarir, sem tíðk ast hafa á netavertíð verða að teljast hrein verðmætasóun og þjóðinni ósamboðnar. örugg leið til að stórbæta verð- mæti alls fisks, sem ætlaður er til vinnslu í landi er, að hann sé undantekningarlítið ísaður í kassa um borð í skipunum, og mun engin fiskveiðiþjóð, önnur en íslendingar, láta sér annað til hugar koma en að hafa þann hátt á. Athuganir, sem gerðar voru hér í bæ fyrir skömmu, færðu óyggjandi sönnur á, að slík að- ferð jók nýtingu þeirrar fiskteg- undar sem um var að ræða til frystingar, úr 35% í 40%. Það mun ekki ofsagt, að hinn íslenzki síldveiðifloti sem stund- aði síldveiðar við Norðurland í sumar hafi verið verðmætari og búinn fullkomnari og dýrari veiði tækjum en nokkurn tíma hefir þekkzt í sögu landsins. Þetta er mjög ánægjulegt, en hinu má ekki gleyma, að rekstrarkostnað- ur slíks flota, að viðbættum vöxt- um og afborgunum, nema gífur- legum upphæðum sem útgerðin verður að standa undir. Það er því alveg út í hött, að hlutur skipsins, þrátt fyrir lágmarks aflatryggingu til áhafnar, nema aðeins 45% af heildarverðmæti aflans. Eða finnst mönnum ekki minna mega gagn gera en háseti, kannske unglingspiltur, geti kom ið heim eftir 2—3 mánaða ver- tíð, með 50—100 þús. krónur í aflahlut? Kröfur þær, sem eftirsóttir bátaformenn hafa gert til auk- innar vélastærðar báta sinna vegna innbyrðis samkeppni um að verða á undan öðrum á mið- in og aðrir hafa neyðst til að taka þátt í, hafa leitt til þess, að véla- afl í fiskiflotanum er komið út í algjörar öfgar. Aukakostnaður bátaflotans af öflun og rekstri slíkra véla nemur tugmilljónum árlega, engum að gagni. Er ekki sjáanlegt annað en að lögbjóða verði hámarksvélaafl í bátum, eða þá að lánsstofnanir haldi að sér höndum þar sem farið er fram úr því hámarki sem skynsemi segir til um. Þá hefir merkur útgerðarmað- ur nýskeð lýst vandræðum þeim sem togaraútgerðin nú á við að stríða og bent á þá staðreynd, að íslenzkum útgerðarmönnum er með lögum skylt að hafa a. m. k. 7 mönnum fjölmennari áhöfn á tögurunum á ísfiskveiðum, en nokkurri annarri fiskveiðiþjóð. Er erfitt að sjá hvaða hagsmun- um slíkt á að þjóna. Með því að kippa þessu í lag opnast mögu- leiki til þess að veita togarasjó- mönnum raunverulegar kjarabæt ur. Sama máli gegnir um alla vinnu í fiskiðjuverum. Með því að taka upp ákvæðisvinnu og Margvíslegar nýjung- ar við Iðnskólann Skólanum m.a. skipt í þrjdr deildir — Unnið að undirbúningi meistaraskóla í GÆR var skipað í deildir í Iðnskólanum og skýrði Þór Sandholt, skólastjóri, nemeird- um þá m. a. frá ýmsum nýjung- um og breytingum, sem verða á skólastarfinu í vetur. Mbl. náði tali af Þór Sand- 'holt í gær og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar. Helzta nýmælið í skólanum í vetur er að honum hefur nú ver- ið skipt í þrjár deildir, og deild- arkennarar ráðnir við hverja deild. Sveinn Þorvaldsson, bygginga- og smíðadeild, Jón Sætran rafmagns- og málm- iðnaðardeild og Helgi Hallgríms son almenn deild. Deildaskipting skólans stefnir að því að skólinn geti betur fylgst með nýjungum í iðngrein- um, og hagnýtt þær. Er hlwtverk deildarkennaranna þriggja að vera skólastjóra til aðstoðar við umsjón með kennslu, undirbúa og gera tillögur um sérstök námskeið og að fylgjast með nýjungum í þeim iðngreinum, sem til deildanna teljast og gera tillögur um hagnýtingu þeirra við kennslu. Þá hafa deildarkennarar, ásamt skólastjóra, samband við stjórnir og fræðslunefndir hinna ýmsu iðnfélaga um framfarir í kennslumálum iðngreinanna, og gera tillögur þar að lútandi. Þá hefur skólanefnd Iðnskól- ans gert það að tillögu sinni að tekinn verði upp fastur meist- arasxóli við skólann og er nú unnið mjög ákveðið að undir- búningi þessa máls. Svo vikið sé aftur að skipt- ingu skólans í þrjár deildir, þá teljast til I. deildar (bygginga- og smíðadeildar) húsasmiðir, múrara, húsgagnaiðnirnar, bif- reiðasmiðir, skipasmiðir, beyk- siðn og hljóðfærasmíði. f tveim- ur hinna síðastnefndu voru eng- ir nemendur s.l. ár. f II. deild (rafmagns- og málm iðnaðardeild) eru rafvirkjar, rafvélavirkjar, útvarpsvirkjar, bif vélavirkj ar, f lug véla virkj ar, málmiðnaðarmenn, pípulagninga menn, úrsmiðir og skrifvélavirkj ar. í III. deild, (almenn deild) eru prentarar, handsetjarar, prentmyndasmiðir, Ijósprentar- ar, prentljósmyndarar, ljósmynd arar, bókbindarar, gullsmiðir, skósmiðir, sútarar, hárskerar, bakarar, kjötiðnaðarmenn o. fl. Þá verða málarar og veggfóðr- arar sennilega fluttir í þessa deild innan tíðar. greiða starfsfólki eftir afköstum og nýtingu, gefst einnig mögu- leiki til mikilla hagsbóta fyrir alla sem hlut eiga að máli. Ann- ar háttur er að heita má óþekkt- ur meðal annara fiskveiðiþjóða, og eru nokkur rök fyrir því, að vér Islendingar skyldum hafa þar sérstöðu? Efnahagsbandalagið V Hér hefir verið drepið á nokk- ur af þeim atriðum, sem ama að útveginum og fiskiðnaðinum og öll hljóta að teljast hrein sjálf- skaparvíti. Skynsamleg lausn þessara mála miðar að bættri af- komu allra sem að þeirri at- vinnugrein standa og verður að vænta þess, að slík lausn láti ekki lengi á sér standa, svo sjálí- sagða hluti er hér u-m að ræða. Þeir atburðir eru nú að gerast í efnahagsmálum Vestur-Evrópu, að bæði Stóra-Bretland og Dan- rnörk, auk írlands, hafa sótt um upptöku í Efnahagsbandalag Sex veldanna. Gjörist Bretar Og Dan- ir aðiljar að þessu bandalagi og þá sérstaklega ef Norðmenn fylgja þeim, verða bæði aðal- keppinautar vorir og helztu markaðslönd innan hins stækk- aða Efnahagsbandalags. Er þá hætt við að öll aðstaða Islendinga til samkeppni x fisksölu á þess- um mörkuðum, sem eru stórvax- andi, yrði mjög erfið. Viðskiptamálaráðherra, Gylfl Þ. GíslasOn, flutti á fundi Verzl- unarráðs íslands í sumar mjög ítarlegt erindi m.a. um þær athug anir sem ríkisstjórnin hefði látið gera í sambandi við hugsanlega þátttöku í öðru hvoru hinna tveggja efnahagsbandalaga Vest- ur-Evrópu, eða mögulegum arf- taka þeirra beggja. -V þeim tíma var ekki fyrirsjáanlegt hvernig skipast mundi um framtíð þess- ara bandalaga, en það virðist nú nokkuð ljósara, og er ekki að efa að ríkisstjórnin muni fylgjast gaumgæfilega með framvindu þessara mála. i Það gengur þess enginn dulinn, að það er miklum vandkvæðum bundið fyrir fámenna þjóð í stóru landi með ungan iðnað og stóran hluta framleiðslunnar bundinn tvíhliða viðskiptum yið löndin í Austur-Evrópu, að gjörast þátt- takandi í efnahagsbandalagi sem hér um ræðir. Ymsar mikilsverð- ar undanþágur frá almennum reglum yrðu að fást Og þá fyrst og fremst trygging fyrir því, að íslendingar sætu einir að hagnýt inu fiskimiðanna innan sinneir eigin fiskveiðileiðsögu. Hins vegar þarf umsókn um Framh. á bls. 10 Flugvélavirkjar eru í einum hóp frá fyrsta bekk og til fimmta bekkjar og eru þannig sérstak- ur deildarhluti innan skólans. í málmiðnaði er nú í fyrsta sinn verkleg kennsla. Var verk- stæði tekið í notkun í vor og fer þar nú fram verkfærafræði- kennsla fyrir málmiðnaðarlær- linga . Þá verður einnig verknám fyr ir húsasmiði í vetur. Húsasmíða- lærlingar fengu verknám í öðr. um, þriðja og fjórða bekk í fyrra, en þá var dregið úr iðnteikningu þessara bekkja í staðinn. Fá bekkirnir nú fulla tíma í iðn- teikningu en hluti af verknám- inu, sem áður var í þriðja og fjórða bekk, er nú fluttur i fyrsta bekk, sem ekki hafði verk námskennslu áður. Þá verður nú tekinn { notkun kvikmyndasalur, þar sem áður var til húsa sérskóli fyrir mál- ara, en sá skóli hefur verið fiuttur á fimmtu hæð hússins. Ennfremur er nú tekin í notk- un ný fríhendisteiknistofa. Er þar sérstaklega búið að listrænni teikningu og öll aðstaða þar betri en áður var. Nýir kennarar Nokkrir nýir kennarar hafa verið ráðnir til skólans. Eru það Jón Sveinsson iðnfræðingur, sem kennir iðnteikningu málm- iðnaðarmanna, Eiður Guðnason, sem kennir ensku, Björgvin Einarsson, sem annast verklega kennslu málmiðnaðarmanna, Sigurður R. Guðmundsson, efna- verkfræðingur, sem kennir reikn ing og Gústaf Tryggvason, sem einnig kennir reikning. Þá kem- ur aftur að skólanum Guðmund- ur Gíslason rithöfundur, en hann kenndi ekki s.l. ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.