Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 20
20 ' MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 13. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þftglaev . Skáldsaga Dálitla stund lá hún grafkyrr og naut þessa hluta draums síns, sem þegar hafði rætzt, og gerði sitt bezta til að gleyma öllu hinu, sem skéð hafði í gær, svo sem þessum þurrlegu viðtökum And- rés, sem voru rétt eins og hann vseri henni reiður, annaðhvort fyrir að vera svona lengi í burtu eða þá að koma heim nú, — hún vissi ekki hvort heldur var. Og svo hvað henni hafði brugð ið við að hitta Simone og þennan gamla fjandskap Helenu.. Þau litu öll á hana, rétt eins og það væri henni að kenna, að Edvard frændi hafði orðið gamall og veik ur og vanrækt Laurier.. eins og það væri henni að kenna, að Louise hafði ekki getað unað sér á eynni og hafði gift sig aftur til þess að losna þaðan. Hún mundi í hvaða stríði hún hafði átt við móður sína um að fara frá eynni, og það hafði tek- ið svo á hana, að hún hafði verið hálfgerður sjúklingur fyrsta vet urinn í heimavistarskólanum. Frankie gaf frá sér dálítið hljóð af óþolinmæði og stökk fram úr rúminu. Þetta var allt vitleysislegt, hlægilegt og ósann gjarnt, en nú ætlaði hún sér ekki að lifa í fortíðinni lengur, Bráð um fengi hún gesti og það var mikið eftir ógert, þangað til hægt væri að bjóða þeim inn í húsið. Hún tók saman, skipulega, allt sem gera þurfti í dag. Hún var að leitast við að þurrka út úr meðvitund sinni gærdaginn og viðburði hans, en þó fyrst og fremst rifrildi þeirra Andrés. Hún gekk inn í gamla baðher- bergið sem tilheyrði barnastof- unni og blístraði lag úr „My Fair Lady“, næstum ögrandi. Hit inn var þegar tekinn að færast í aukana og hún fékk einkeni- lega náladofatilfinningu í hör- undið. í Trinidad hafði hún ein rnitt lent í hitabylgju, en það gerði henni engin óþægindi þar eem hún var fædd og uppalin í hitabeltinu. Hún togaði í bandið á frum- stæða steypibaðsáhaldinu og sieikti varirnar hlæjandi, þegar uppsprettuvatnið gusaðist yfir hana og niður eftir henni allri. Víst mundu amerísku vinstúlk- urnar hennar hlæja að henni, ef þær sæju hana núna. Þetta var eitthvað annað en fínu, flísa- lögðu baðherbergin með inn- byggðum skápum og gljáandi málmkrönum. En nú var hún heima og Ame ríka var að smáhverfa inn í draumaheim hennar. Þetta var heimili hennar og nú ætlaði hún að lífga það við aftur og gera það að brosandi húsi. Hún mundi ekki tíma að yfirgefa það aftur, jafnvel þótt það lenti hjá André; nei, hún ætlaði að setjast hér að og sýna Tourville-fjölskyldunni, að ein stúlka gæti rekið gamalt, vanrækt hús og sykurekrur jafn vel þó að André giftist annarri! Hvað sem hún kynni að gera við það síðar, ætlaði hún að minnsta kosti að þrauka þessa tilskildu þrjá mánuði og verða löglegur eigandi að Laurier-eign inni. I gær... .• Hún þurrkaði sér kröftuglega rétt eins og hún væri að reyna að þurrka af sér endurminning- ar gærdagsins með handklæðinu. Ekki samt allar, en nokkrar.... augnablikið þegar André hafði ýtt henni frá sér hægt en ein- beittlega, I káetunni hennar og hafði horft á hana þessum dóm araaugum, með hæðnisglampann í grágrænu augunum, án þess að þau augu byðu hana velkomna. Og svo stundina þegar Helena hafði kynnt henni Simone sem unnustu hans. Og stundina í gærkvöldi, þegar hann hafði stik að út úr húsinu, reiður við hana, af því að hún hafði slett nafni Mendoza beint framan í hann. Nú óskaði hún þess heitast, að hún hefði aldrei nefnt Mendoza á nafn. En í gær hafði hún verið svo miður sín eftir að hafa hrak izt milli mestu gleði annarsvegar og svo vonbrigðanna hinvegar, og eins hafði þessi ráðsmennska hans með eignir hennar og fram tíð farið ósegjanlega í taugarnar á henni og æst hana upp. Þó höfðu þarna líka verið fá einar gleðistundir, nugsaði hún með sér. Þegar hún hafði litið við og séð André standa í dyrun- um á káetunni hennar. ... Þegar hann hafði hengt blómfestina um hálsinn á henni, svo blíðlega og Claudette faðmaði hana að sér. Einkennilegt var það samt, að þrátt fyrir meðvitundina um að hafa misst André fyrir fullt og allt, voru gleðistundirnar samt hinum yfirsterkari. Hvernig gæti hún annars haft það á tilfinning unni, að hún var komin heim og að þrátt fyrir þessa hlægilegu rifrildissennu þeirra Andrés út af Mendoza, þóttist hún einhvern veginn viss um, að þau mundu einhverntíma finna hvort annað aftur....? En ekki á neinn rómantískan hátt, minnti hún sjálfa sig á. Það hafði alltsaman verið barnalegur draumur þegar hún var lítil, og útlæg stúlka, og nú tilheyrði hann Simone. Hún gat ekki ann að en grett sig þegar hún minnt ist Simone. Úr því að hún gat ekki sjálf fengið André, hefði hún að minnsta kosti óskað hon um einhvers annars og betra en þessarar frönsku stúlku. En kannske hafði Helena valið hana handa honum.. hún var að vona það, en varð samt fljótlega að gefa þá von frá sér aftur. André de Tourville var síðasti maður- inn, sem léti móður sína velja sér konu! Nei, þetta var mjög svo dularfullt, nema ef svo væri ,að hann elskaði hana. En það hafði hvorki verið ást né ástríða á ferðinni, þegar hann heilsaði unnustunni í gær ‘— aðeins vel vild og svo kurteisin, sem hann var að sýna þessu flagði, henni móður sinni. Hvað veizt þú um, hvernig André myndi sýna ást sína? Þú sem þekktir hann aðeins sem ungling? spurði hún sjálfa sig fyrir framan spegilinn í snyrtiher berginu sínu. Það var lítill speg ill — alveg mátulegur litlu stúlk unni, sem hafði notað hann fyrir mörgum árum. En André var enginn krakki þegar þú kvaddir hann, minnti hin persónan hennar hana á. Hann var tvítugur maður og elsk aði þig af öllu hjarta..’. Bjáni! sagði hún við sjálfa sig í speglinum. Hann hafði elskað hana allt frá vöggunni, sem leikfélaga og lítinn vin. Þau höfðu lítið gælt hvort við annað — eiginlega ekki neitt; hann hafði hugsað sér hana þá sem krakka, og hugsaði þannig enn — kannske dálítið fullorðnari, en alls ekki alveg fullorðna. Að hún færi að elska hann eins og uppkomin stúlka væri í hans augum heimskulegt — og hún roðnaði við tilhugsun ina. Frakkar voru hreint ekki eins rómantískir og þeir voru sagðir, og þegar þeir giftu sig voru þeir fyrst og fremst hag sýnir. Hvað sem það þyrfti að kosta mátti hún alls ekki gefa honum til kynna, að hún hefði elskað hann öll þessi ár, né heldur til- finningar sínar þegar hún var í návist hans. Hún varð að koma fram við hann vingjarnlega og með kæti, alveg eins og hann kom fram við hana.... og hún varð að ala á hugmyndinni, sem móðir hans hafði um hana, að hún væri bara rík, amerísk stúlka, með hálfan hugann í Ameríku. Hann er þér ekkert annað en stór bróðir, sagði hún við sjálfa sig og bar á sig varalitinn. Bláu augun hennar hæddust að henni Ef hún bara gæti fengið André til að halda, að hún væri eins mikill leikari og Sol taldi hana vera.... Góðan daginn, mademoiselle! Claudette kom inn brosandi með morgunmatinn á bakka. Kaffiilm urinn kom vatninu fram í munn inn á Frankie. Þær litu hvor á aðra í speglinum og brostu. Æ, hvað ég er fegin, að þú skulir vera komin aftur! sagði gamla konan brosandi. Þegar hún hafði sett frá sér bakkann gekk hún nær og greip eins og ósjálfrátt hárburstann og bjóst til að bursta síða hárið, sem nú var ekki leng ur til. Þær hlóu báðar og Claud ette strauk einu sinni eða tvisv ar yfir hrokkna hárið, sem vildi rísa. Til hvers ertu að láta klippa þig eins og strákur? spurði hún og andvarpaði. Einu sinni gaztu setið á hárinu á þér og þá glitr- aði það eins og sólargeisli. Ég hef verið að vinna fyrir mér og þá er síða hárið bara fyrir rnanni, sagði Frankie. Réttu mér þarna hvíta kjólinn, sem er lengst burtu, þá ertu væn. Claudette sem stóð fyrir fram an fataskápinn yppti breiðu öxl unum. Eru þetta vinnuföt? Þá hljóta þeir að borga hátt kaup þarna í Ameríku. Já, það gera þeir. Og þeir vilja láta þá, sem vinna hjá þeim, vera almennilega til fara. En mér finnst þessi föt vera eins og á kvikmyndastjörnu. Gamla konan renndi grófu vinnu hendinni yfir kjólana eins og hún vildi gæla við þá. Frúin hélt mikið upp á fallega kjóla. Líður ekki -frúnni vel? Frankie fullvissaði hana um, að frúin væri við beztu heilsu. Hún reyndi að fara að segja henni eitthvað um lífið, þarna hjá Sanders, en aðeins lýsingar hennar á hálfsystkinum sínum virtust vekja áhuga gömlu kon unnar. Claudette þótti vænt um öll börn, á hvaða aldri og af hvaða lit sem vera skyldi. Ég vildi, að hún gæti orðið fóstra barnanna minna, hugsaði Frank ie og hana tók í hjartaræturar. Nú yrði ekki um nein börn að ræða. Þekkir þú nokkuð inn á klæðn að kvikmyndastjarnanna, fóstra? spurði hún og reyndi að beina huganum í aðra átt. Eg hef séð fínt fólk, svaraði Claudette með virðuleik. Stund- um fer ég til Kingston eða Port of Spain með frænku minni, þegar ég á frí. Eftir að herra Edvard dó, gaf herra André mér peninga til að ferðast fyrir.. það lá svo illa á mér, þegar ég heyrði að þú mundir ekki koma heim næstu sjö mánuðina. Kemur enn! hugsaði hún gremjulega og festi á sig beltið, svo að small í lásnum. Herra André hefði átt að segfa þér, að ég gæti ekki losnað fyrr, til þess að fara heim, sagði hún önuglega. í mínu starfi höfum við nokkuð, sem kallað er samn ingur, fóstra, og minn samning- ur var ekki útrunninn fyrr en fyrir þremur vikum. Og úr því að við minnumst á það: hvers vegna skrifaðirðu mér aldrei eft ir að ég fór héðan? Gamla konan leit á hana, vand ræðalega. Það var eins og hún vissi ekki, hverju svara skyldi. Ég er nú ekki dugleg að skrifa, tautaði hún loksins,.... og svo sagði Edvard frændi þinn mér, að það væri ekki vert að vera að því. Edvard frændi hlaut að hafa verið miklu eldri og veikari en nokkru þeirra hafði dottið í hug, hugsaði hún og kyssti Claudette með iðrandi huga. Það gerir ekk ert til, sagði hún, nú er ég kom in heim og verð heima, sagði hún einbeitlega, og þú átt að kalla mig Frankie eins og fólkið gerði í Ameríku. Claudette var fljót að láta huggast. Það er af því að þú ert klippt eins og strákur, sagði hún hlæjandi. Síðan tifaði hún um stóra herbergið meðan Frankie gerði morgunmatnum sínum skil. Ég hef tekið upp allt dótið þitt nema þetta eina kofort. Þú lézt mig aldrei fá lykil af því. —■ Settu það inn í fataskápinn, fóstra. Ég þarf ekki að taka upp úr því ennþá, svaraði stúlkan eftir augnabliks hik. Hún fór að hugsa um, hvort nokkurntíma yrði tilefni til að taka upp úr því. Líklega myndi hún finna það þarna á gólfinu í fataskápn um, þegar hún væri orðin gömul kona og innihaldið allt mölétið og skemmt. ... Hún brosti dapur lega við þá tilhugsun. Þó að Claudette væri spennt var henni samt um og ó í sam- bandi við þessa væntanlegu gesta komu til Laurier á morgun. Eins og aðrir Vestur-Indíabúar elsk- aði hún sterka liti og líf og fjör, gesti og veizluhöld, en hún vissi líka um sykurpeningana og blettasýkina. Þegar Frankie tók að telja upp allt sem þær þyrftu að kaupa í Bellefleur, minnkaði spenningurinn hjá henni og kvíð inn kom í staðinn. sHUtvarpiö Föstu^agur 13. okt. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. —- 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:00 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Konsert í G-dúr fyrir víólu og strengjasveit eftir Tele mann (Heinz Kirchner og Kamm erhljómsveitin í Stuttgart leika; Karl Múnchinger stjórnar). 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:45 Tónleikar: Lög eftir Will Meisel úr óperettum og kvikmyndum. (Þýzkir liatamenn syngja og leika). 21:00 Upplestur: Karl Halldórsson toll vörður les frumort kvæði. 21:10 Píanómúsík eftir Mendelssohn; Cor de Groot leikur Andante og Rondo Capriccioso í E-dúr op. 14 og varations sérieuses í moll op. 54. 21:30 Utvarpssagan: .Gyðjan og uxinn* eftir Kristmann Guðmundsson; XVIII. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir, 22:10 í>jóðsögur úr Sléttuhreppi (Einar Guðmundsson kennari hefur fært í letur og flytur þærj. 22:30 Islenzkir dægurlagasöngvarar: — Helena Eyjólfsdóttir og Oðinn V aldimarsson. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 14. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tóa leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin, — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ungl inga (Jón Pálsson). 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Einleikur á hörpu: Nicanor Zaba leta leikur lög eftir de Huete, Coelho, Nadermann og Labarre. 20:15 Leikrit Leikfélags Reykjavíkufr: „Pókók“, gamanleikur eftlr Jök ul Jakobsson, með músík eftir Jón Asgeirsson. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Arnt Tryggvason, Guðmundur Pálsson, Porsteinn O. Stephensen, Guðrún Stephensen, Brynjólfur Jóhann- esson, Reynir Oddsson. Aróra Halldórsdóttir, Karl Sigurðsson, Valdimar Lárusson o.fl. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok. — Sætar stelpur, segirðu! Hvar eru þær nú? — Guði sé lof, glerbrotini komast héðan fljótt! Hitinn og I nei! Það er kviknað í stig- leystu vandann! .... Ég verð að reykurinn eru kæfandi. .. Ó, anum! Ég er innilokuð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.