Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. okt. 1961 M O R CU 1S B T. 4 Ð 1 Ð ÞAÐ er úða helv.... rtgn- ing. Sennilega lýsir þessi setn- ing tilfinningum flestra gagn- vart rigningunni, a. m. k. full- orðna fólksins. Það eru bara börnin, sem hafa gaman af iienni. Hún er leikfang, sem himinninn réttir þeim í hend- urnar. Það gerir ekkert til, þótt leikfangið sé blautt og maður sjálfur, ef maður er krakki. Stappa í pollunum. Sigla kubbum. Skvetta yfir hausinn á sér. Það er voðalega gaman. En fullorðna fólkinu finnst ekki gaman að láta strsetis- vagnana skvetta á fínu fötin sín. Ekki heldur leigubílana. Eins og þeim sé borgað fyrir það. „Bölvaður dóninn“, sagði maður á Seljaveginum og skrif aði upp númer á bíl, sem þaut framhjá honum Og ataði fötin hans auri. „Hann skal fá þetta borgað, bölvaður dóninn“, sagði maðurinn Og reyndi að skrifa númer bílsins á renn- blautan miða, sem hann hafði dregið upp úr vasa sínum, ásamt skriffseri. Sennilega hefur hann slæmt minni. Nema hann geri þetta til að sýna, hvað hann er reið ur. Eða til að fullvissa sig um, að hann muni áreiðanlega kæra þennan bíl Og fá ókeypis hreinsun á fötin sín. Kannski verður hann búinn að gleyma þessu á mor£un eða fyrirgefa það, ef það verður hætt að rigna. Ungu stúlkurnar eru súrar á svipinn og sennilega súrar á bragðið líka. Meikið rennur niður eftir andlitum þeirra. Sumar eru eins og klessumál- verk. Þær eru ljótar í rigning- unni. Það eru flestir ljótir í rigningu. Hárið klesst niður í augun og augnabrúnirnar signar. „Pabbi', segir ljtill drengur, sem er að fara í strætó á Seljaveginum, „hvers vegna eru allir svona reiðir?" Pabbi hans anzar ekki, svo hann er sennilega reiður líka. Þannig er svipur flestra. Eins og þeir Það er betra að vera vel búinn í haustrigningunum. séu reiðir. Nema börnin. And- lit þeirra eru eins og sól í rigningunni. „Hvaðan kemur rigningin, mamma?“ „Af himnum, væni minn“. „Eru englarnir að pissa, mamrna?" Viðstaddir brosa. Þannig eru börn. Þetta er ekki guðlast, því hverjir standa englunum nær en börnin? Þau eru glettn ir og stundum óþægir englar. „Mamma, er ekki hægt að setja bleyjur á þá?‘ „Þær eru allar orðnar blautar í rigningunni." „Getur guð ekki keypt bleyj ur handa þeim 1 búð?“ „Nei.“ „Á guð enga peninga, mamma?“ Hver endist til að svara öll- um þessum spurningum? Það er ekki fyrr búið að svara einni, en önnur tekur við. Eins og dropi eftir dropa. Þeim rignir bókstaflega yfir full- orðna fólkið. Niðri í bæ eru göturnar STAKSTEII\!AR (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) næstum auðar, en margir standa í skjóli í anddyrum og inni í búðum og skýlum. Þarna eru tvær stúlkur. „Er ekki gaman?“ „Hvað er gaman?“ „f rigningunni". „Nei, við erum orðnar hund- blautar". „Það hlýtur að vera gott að fá ókeypis bað.“ „Ekki í öllum fötunum.1* „Farið þið þá úr þeim.“ En þá stytti allt í einu upp. i.e.s. Slæmur sjúkdómm Margir sjúkdómar hrjá mann- kynið. Einn er þó verstur: þegar fólk opinberar geðveikisköst sin á prentL Þorvaldur Þórarinsson má gæta sín. Hann er haldinn þessum sjúk dómi, og er ekki annað að sjá en „köstin“ séu að ágerast með aldrinum. 1 Þjóðviljanum í gær birtist eitt þeirra í grein sem heit ir „Kopar í gluggakistunni“. Af öllum vegsummerkjum hlýtur það að hafa verið með afbrigðum kvalafullt. Lögfræðingurinn fjall ar um Háskólahátíðina, en hið rússneska hjarta hans virðist ekki geta komizt yfir gjö fBandaríkja- stjórnar til Háskólans, og hann segir harmi lostinn: „En þá dró ský fyrir sólu: rekt or skýrði frá því í sömu ræðunni, að stjórn Bandarikja Norður- Ameríku hafi tilkynnt sér að hún hyggðist gefa háskólanum finun milljónir íslenzkra króna. Vakti undrun mína að rektor skyldi opinbera þessa fregn, þar eð ekki var vitað að borizt hefði um þetta formlegt er indi, né heldur að háskólaráð hefði fjallað um málið eða tekið formlega afstöðu til þess sam- kvæmt eðli þess og venju, hvað þá veitt gjöfinni viðtöku. En að vorum lögum mun kinnhestur vera eina gjöf sem er af hendi innt án samþykkis þiggjandans. Háskólarektor getur ekki þegið slíka rasgjöf upp á sitt eindæmi. Háskólaráð hefur ekki siðferði- lega heimild til að veita henni viðtöku, á meðan háskólinn er ennþá eitt af sjálfstæðistáknum vorum. Og þjóðin vill ekki slíka gjöf“. Þjóðin er ég! Þorv. Þórarinsson Vetrarstarf Æsku- SÉRA Bragi Friðriksson kynnti fréttamönnum í gær starfsáætl- un Æskulýðsráðs fram að ára- mótum og sagði jafnframt frá sumarstarfi þess. Gat hann þess m. a., að Æskulýðsráð hefði í samráði við fleiri aðila haft námskeið fyrir börn og ungl- inga á leiksvæðum borgarinnar undir leiðsögn valinna íþrótta- kennara, sem hefði gefizt mjög vel. Þá hefðu ýmsir æskulýðs- leiðtogar átt þess kost að heim- Reykja- hefjast sækja nágrannalöndin og kynn- ast æskulýðsstarfi þar, jafn- framt því sem erlendir leiðtog- ar hefðu komið hingað. Einnig hafa skátar rekið Skátaheimilið við Snorrabraut í sumar í samráði við Æskulýðs- ráð til félags- og tómstunda- starfs undir umsjón séra Krist- jáns Róbertssonar. Þá gat séra Bragi þess, að ýmis félagasam- tök hefðu sett á fót sumarbúða- starfsemi víða um land, enda nauðsyn þess mikil, að börn fái dvalið utan bæjanna að sumri til. Þá hefur í sumar verið gerð ur út skólabátur, vb. Kári Sól- mundarson, í tæpa tvo mánuði. Þá stóð Æskulýðsráð fyrir og skipulagði sérstakan æskulýðs- dag í sambandi við Reykjavík- urkynninguna. Einnig efndi Æskulýðsráð í vor til ljósmyndatökuferðalags í samvinnu við Farfugla, en þeir hafa skipulagt fjölmörg ferðalög með góðri þátttöku æskufólks. Þá er þess að geta, að Æsku- lýðsráðin í Hafnarfirði, Reykja- vík og Kópavogi efndu nýlega til námskeiðs í modelsmíði, mosaikvinnu og leðuriðju fyrir leiðbeinendur í tómstundaflokk- um. —. Hér fer á eftir starfsáætlun Æskulýðsráðs okt.—des. 1961: Tómstundaheimilið að Lindargötu 50 Mánudaga: Bast-, tága- og perlu- vinna, bein- og hornvinna, ljósmynda- iðja. Þriðjudaga: Taflklúbbur, smíðafönd- ur og ljósmyndaiðja. Miðvikudaga: Frímerkjakvöld, en þangað geta ungir frímerkjasafnarar komið til fræðslu um söfnun frí- merkja, frímerkjaskipta og vinnu við frímerkjasöfn sín. Þessa daga fer og fram málm- og ljósmyndaiðja. Fimmtudaga: Mosaikiðja, flugmódel smíði, ljósmyndaiðja. Föstudaga: Tómstundakvöld eldra áhugafólks. Laugardaga^ Kvikmyndasýning kl. 4 e.h. og um kvöldið kl. 8:30 „opið hús“. Hljómplötur, leiktæki, kvikmynd ir. — A sunnudögum munu svo ýmsir fundir fara fram við og við. Vogaskóli Þar munu tómstundaflokkar nem- enda starfa á miðvikudögum og verður það nánar auglýst í skólanum. Háagerðisskóli Æskulýðsráð starfar hér í samvinnu við sóknarnefnd Bústaðasóknar. Þar fer fram: Bast-, tága- og perluvinna á mánudögum og miðvikudögum kl. 8:30 og kvikmyndasýningar hvern laug ardag kl. 4:30 og 5,45 e.h. Golfskálinn Þar mun vélhjólaklúbburinn Elding halda fundi sina hvern miðvikudag kl. 8 e.h. Klúbburinn hefur fræðslu um umferðarmál og akstursæfingar undir stjórn Sigurðar Þorsteinssonar, lögregluþjóns og auk þess er Jón Páls- son leiðbeinandi klúbbsins af hálfu æskulýðsráðs. Klúbburinn hefur og opið verkstæði fyrir félaga öðru hverju og veitir leiðbeiningar um meðferð vél- hjóla. Æskulýðsráð og Lögreglan í Reykjavík hafa haft samvinnu um þessa starfsemi og hún reynzt vel. A fimmtudögum kl. 8 e.h. mun Fræðafélagið Fróði halda fasta fræðslu- og málfundi sína í Golfskál- anum. Þetta félag er stofnað af nokkr- ; Framhald á bls. 22. ] Þjóðin er auðvitað Þorvaldur Þórarinsson og- aðrir þeir sjúkl- ingar, sem hafa leitað hælis á „rússnesku deildinni“. Sálar- ástandi þeirra er bezt lýst með orðum Þorvalds sjálfs, þegar hann segir, að þá hafi lagzt yfir háskólahátíðina „þungir skugg- ar“, þegar rektor tilkynnti að Bandaríkjamenn hefðu gefið skól anum fimm milljónir íslenzkra króna. En lögfræðingurinn reynii að hugga sig með þvi, að Banda- ríkjaforseti muni sjálfur biðjast afsökunar á gjöfinni einn góðan veðurdag, svo spádómsgáfan virð ist ekki bregðast Þorvaldi í ó- ráðsköstunum! Hann segir: „Sá dagur mun koma að forseti Bandaríkjanna biðst opinberlega fyrirgefningar á þessu frum- hlaupi, hvað svo sem íslenzk stjórnarvöld gera, og hvað svo sem háskólaráð gerir.“ Það hlýtur að vera þungbær raun að vakna snemma morguns og sjá svona ritsmíðar eftir sig á prenti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.