Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Árni Óla. Sala raftækja sé í höndum þeirra, sem færir eru um að annast uppsetningu þeirra og viðhald Frá aðalfundi Landssambands ísL rafvirkjameistara AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra rafvirkjameistara var haldinn hér í Reykjavík dagana 8. til 10. september s. 1. Fund- inn sóttu fulltrúar víðsvegar að á landinu. Margar tillögur, er varða hagsmunamál stéttarinnar <*>- Skuggsjá Reykjavíkur ný bók eftir Árna Ola KOMIN er út þriðja bók Árna' eru þessi: Þegar Reykjavík fékki Fundurinn telur, að stefna beri komu fram á fundinum og skal hér getið þeirra helztu. er sam- þykktar voru: Fræðslunefnd I. Aðalfundur L.Í.R., telur að! mikil þörf sé á að bæta og auka iðnfræðslu rafvirkjanema. Vill fundurinn í því sambandi lýsa ánægju sinni yfir þeim vísi, sem þegar er kominn að verklegri kénnslu við Iðnskólann í Reykja vík. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt að auka bóklegu fræðsluna og gera strangari kröf ur um bóklegt undirbúningsnám, áður en námssamningar eru gerð ir. Óla ritstjóra um fortíð Reykja- víkur, er hann nefnir „Skuggsjá Reykjavíkur", en svo nefnist einnig fyrsti kafli bókarinnar eða íormáli hennar. Hann hefst með þessum orð- um: „Ég gerðist blaðamaður hjá Morgunblaðinu, er það hóf göngu sína 1913. >á var Reykjavík á gelgjuskeiði og ólík því, sem hún er nú. Hún var að byrja að vaxa. Bæjarbúum hafði fjölgað um nær helming frá aldamótum og voru nú um 12000. Hafði byggðin einkum teygst austur á bóginn. Laugavegur var orðinn mesta gata borgarinnar. Fyrir neðan hann voru komnar Hvérfisgata og Lindargata, en fyrir ofan Grettisgata og Njálsgata. Skóla- vörðustígurinn var svipaður og hann hafði verið lengi, nema sjálfsstjórh, Reykjavíkurhöfn, ag stærri og fullkomnari iðnskól- j Fyrsta sjúkrahús í Reykjavík, I um< einkum að því er varðar' Vindmylnurnar í Reykjavík. Bágj ýmiss konar kennslutæki í tækni' lega tókst með fyrstu þingmenn j legum efnum, enda þótt þeim Reykjavíkur, í heljargreipum fækkaði frá því sem nú er. hernaðarins, Fánáður Reykvík- ingur kaghýddur á Kópavogs- þingi, íslendingabragur og mála- ferlin út af honuin, „Niður með landshöfðingjann", Við bæjar- lækinn, Frá fyrstu árum bæjar- fógeta í Reykjavík, Hákon Noregskonungur kom til íslands, Danskar guðsþjónustur í Reykja vík, Gestur Pálsson skáld á harða spretti í Austurstræti, Stórviðri og sjávarflóð varð næturvörðum að falli, „Forljótt mál“, Þegar beituskrínan hvarf Kelsallsgröf, Fyrsta flug á íslandi, Fyrsta flug slys á íslandi, Laxinn í Elliðaán- um, Elzta verzlunarhús í Reykja- vík Uppruni Þjóðminjasafns, hvað húsum hafði fjölgað norðan ' Fyrsti fanginn í Hegningarhús- hans. Óðinsgata var efsta gatan j ^nu> Sæfinnur með ^ sextán skó og Nafngiftir gatna í Reykjavík. Bókin er 344 bls. að stærð, í Þingholtunum, sem svo voru kölluð. Fyrir ofan hann var stórt tún, sem fylgdi Holti og aðrir túnblettir þar fyrir ofan. Var grjótgarður mikill um það bil, , sem nú er Þórsgata, alla leið frá Óðinsgötu upp á móts við Skóla- vörðu. Þar fyrir sunnan og vest- an var samfelld grjóturð að kenn araskólanum og Grænuborg. En allt svæðið frá Njálsgötu suður að Eskihlíð var óbyggt, nema ÞANN 5. ágúst síðastliðinn var hvar þar var eitt tún, sem Hans jarðsunginn frá Fáskrúðarbakka II. Aðalfundur L.Í.R beinir þeirri áskorun til menntamála- ráðherra, að sem fyrst verði kom ið á fót tækniskóla fyrir raf- virkja. í því sambandi vill fundurinn benda á sem bráðabirgðalausn að rafmagnsdeildin við Vélskólann verði efld, svo að hún geti þjón- að því hlutverki að brautskrá tæknifræðinga. Verðlagsnefird III. Aðalfundur L.Í.R. telur, að afskipti hins opinbera af verð lagi útseldrar vinnu og þjónustu, þjóni síður en svo þeim tilgangi að halda niðri verðlagi. Slík ákvæði verði hins vegar ávallt til þess að hindra góða þjónustu og virki gegn heilbrigðri upp- prýdd fjölda mynda. Útgefandi byggngu og tækniþróun atvinnu- er ísafoldarprentsmiðja h. f. I fyrirtækjanna. Jóhann S. Lárusson Minningarorð póstur átti og áhaldahús, sem bærinn átti eða eignaðist síðar.“ Síðar í fyrsta kaflanum segir Árni Óla m. a.: „.... Varð mér þó Ijóst, að með ári hverju gerðist þess æ hrýnni þörf að fræða Reykvík- inga um sögu sína. Aðstreymi fólks til bæjarins fór hraðvax- andi Og hinir gömlu Reykvíking- ar urðu i minni hluta. Borgin var eð verða sem landnámsbær, fólk ið var sitt úr hverri áttinni og, átti engar rætur hér. Þess vegna varð borgarlífið sem í molum. Þorri bæjarmanna taldi sig ekki Reykvíkinga. Langur tími hlaut eð líða áður en þessi sundurleiti hópur bráðnaði saman. En fyrir þeirri sambræðslu gat það flýtt að bregða upp myndum úr sögu bæjarins. Slík kynning gat flýtt fyrir því að menn festi hér ræt- ur.“ Efni bókarinnar má að nokkru ráða af kaflaheitunum. en þau kirkju Jóhann S. Lárusson, bóndi að Litlu-Þúfu, 76 ára. ISTEIHPÚR Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-.fasteignasala Kirkjuhvoli — Simi 13842. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstar éttarlögm en Þórshamri. — Sími 11171. Ég hafði setið með honum í þessari sömu kirkju við guðs- þjónustu fáum sumrum áður, og við báðir sungið saman af sömu bók. Ég kynntist honum sem full- orðnum manni, sjötugum, og fékk á honum því meiri mætur, sem kynnin urðu lengri. Ég hef fóa roskna hitt svo fjaðurmagn- aða til líkama og sálar. Mér þótti hann hlaupa við fé sitt á við unglingspilt og í samræðum var hann bæði mælskur og leiftr- andi, og átti af að miðla miklum sjóði fróðleiks bæði um menn og málefni. Jóhann Bárusson var að eðli maður glaður í hjarta — og hon um var það einkar lagið hvar sem hann kom á meðal kunn- ugra að fjörga upp í kringum sig, með hlýleika sínum og græskulausri gamansemi. Ég hygg að sveitungarnir sakni hér vinar í stað, svo lengi hafði hann með þeim verið. þessi góðviljaði og að mörgu leyti sér- stæði maður. Jóhann Lárusson var kvæntur Kristjönu Björnsdóttur ljósmóð- ur frá Þverfelli, sem dáin er fyr ir mörgum árum. Eru börn þeirra hjóna fjögur, Björn og Kristján, báðir verkstjórar hjá Vegagerð Ríkisins og dætúrnar Ingveldur, sem var fyrir búi með föður sínum og Ásta Lára, símastúlka hér í Reykavík. Öll tápmikið og dugandi fólk. Jóhann Lárusson var mér i- mynd margs hins bezta í fari þjóðar minnar. Hann var far- sæll og natinn í búskap sínum, þótt hann byggi aldrei stóru búi, mætti hverjum vanda á lífs- leiðinni með karlmennsku og festu, vildi öllum vel og hvers manns vanda leysa. Og ein var sú eigind, er reyndist honum styrkur stafur, og mjög reyndi á í hörðu og löngu banastríði, það var þrautseigjan sú, er signt hefur kynslóðir þessa lands um aldanna raðir. Hér var lausnin líkn. Ég þakka af hjarta vináttu Jóhanns Lárussonar og velgjörð ir, og bið börnum hans og ást- vinum blessunar Guðs. Garðar Svavarsson Skorar fundurinn á stjórnar- völd þjóðarinnar að afnema nú- verandi verðlagsákvæði. IV. Aðalfundur L.Í.R. lagnar auknu frelsi varðandi innflutn- ing raflagnaefnis. Jafnframt vill fundurinn vara við innflutningi þeirra ljósapera, sem hafa verið á markaðinum undanfarið vegna vöruskipta- verzlunar og skorar á innflutn- ingsyfirvöldin að leyfa frjálsan innflutning þessarar vöru frá þeim löndum, sem framleiða hættulausar og endingargóðar ljósaperur. V. Aðalfundur L.Í.R. haldinn í Reykjavík dagana 8. og 9. sept. 1961 lýsir ánægju sinni yfir því, að skriður virðist nú að koma á setningu nýrrar reglugerðar um raforkuvirki og felur stjóm sambandsins, að fylgjast vel með framgangi þess máls, þar sem núverandi ástand er algjörlega óviðunandi. Jafnfrámt felur fundurinn stjórn sambandsins, að reyna að herða á skjótri breytingu á regl- um um löggildingu rafvirkja. VI. Aðalfundur Landssam- bands ísl. rafvirkjameistara hald- inn í Reykjavík 8.—9. september 1961 beinir þeim tilmælum til framleiðanda og innflytjenda raf tækja, að þeir láti rafvirkjameist ara sitja fyrir um dreifingu og sölu slíkra tækja og varahluta tl þeirra. Með stöðugt aukinni notkun raftækja á heimilum og verk- smiðjum vex stöðugt þörfin fyrir aukna viðgerðarþjónustu, en nær undantekningarlaust er leit- að til rafvirkjameistára um þessa þjónustu. Það er því mjög áríð- andi að sem bezt samvinna takist milli framleiðanda og innflyVÍ- anda annarsvegar og rafvirkja- meistara hins vegar en á það hef- ir nokkuð skort, að þessi sam- vinna hafi verið sem skyldi. Erfitt hefir verið um útvegun varahluta tl ofannefndra tækja og verzlun með þá oft mjög óhag stæð vegna lágrar álagningar. Þá virðist mjög óeðlilegt að sala raftækja sé í höndum ann- arra en þeirra sem færir eru um að annast uppsetningu þeirra og viðhald og hafa hlotið til þess löggildingu. Hins vegar er ekki óalgengt að margnefnd tæki séu seld í mat- vöruverzlunum, bókabúðum og vefnaðarvöruverzlunum og verð- ur það að teljast vafasöm þjón- usta við kaupendur. Með tilliti til ofanritaðs skorar fundurinn á áðurnefnda aðila svo og á Rafmagnseftirlit ríkis- ins, Raffangaprófun ríkisins og Rafveitur ríkisins. að þeir hlutist til um að bætt verði úr því ástandi, sem nú ríkir í þessum málum. Einnig voru samþykktar sam- starfsreglur rafvirkjameistara. Fundarmenn heimsóttu Raf- J tækjaverksmiðjuna h. f., Hafnar- | firði. Úr stjórn sambandsins áttu að I ganga Gísli Jóh. Sigurðsson, for- maður, en var endurkjörinn. Aðrir í stjórn eru: Gissur Pálsson, Ríkharður Sig- mundsson, Aðalsteinn Gíslason og Viktor Kristjánsson. Skólar settir á Akranesi AKRÁNESI, 10. okt. — Barna- skóli Akraness var settur í kirkjunni miðvikud. 4. þ. mán. Skólastjórinn, Njáll Guðmunds- son, flutti ágæta ræðu við þetta tækifæri. 17 kennarar starfa við barnaskólann í vetur auk skóla- st-jóra. Nemendur á þessu skóla- ári eru 572. Nýir kennarar koma nú að skólanum, frú Unnur Rögnvaldsdóttir, ungfrú Hrönn Jónsdóttir og Hallur Gunnlaugs- son. Gagnfræðaskóli Akraness var settur hér í kirkjunni 5. þ. mán. Fjórir bekkir í ellefu deildum verða í skólanum í vetur. Þetta verður þriðji veturinn, sem kennt verður í hinu nýja og glæsilega skólahúsi við Vallholt. Fastir kennarar ásamt stunda- kennurum eru 13. 250 nemendur stunda þar nám. Skólastjóri er Ólafur Haukur Árnason, — O. Bast- og tágvinna UM þessar mundir er Tóm- stundaheimili ungtemplara í Reykjavík að hefja fimmta starfsár sitt. Námskeið í föndri á vegum heimilisins byrja 16. þ. m. Munu starfa eins og áður bæði byrjenda- og framhaldsflokkar. Leið- beint verður í ýmiss konar föndurvinnu. Munu flokkar starfa flest kvöld vikunnar, en námskeiðið stendur í 8 vikur og er leiðbeint í hverj- um flokki eitt kvöld í viku. INNRITUN á námskeiðið verður að Fríkííkjuvegi 11 fbakhúsi) í kvöld og næstu kvöld kl. 7—9. Þátttökugjald er kr. 25,00 og greiðist það við innritun. Ungu fólki, á aldrinum 12 til 25 ára er heimil þátttaka meðan hús- rúm leyfir. Verzlunarhúsnœði er til leigu við Bankastræti. Þeir, sem hafa áhuga á þessu sendi afgr. Mbl. nöfn og heimilisföng merkt: „Verzlunarhúsnæði — 163“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.