Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 17
Fostudagur 13. okt. 1961 M o R r. r iv n r 4 Ð I i> 17 Þórður Jónsson, Látrum: Rabb út af blaðaviðtali ÞAÐ var íyrir nokkru að ég rakst á Alþýðublaðið frá 15. júní, en það er ekki nema stundum sem ég sé það ágæta blað, eins og raunar fleiri af dagblöðunum, það er hjá mér sem mörgum öðrum, að fjárhagsins vegna, getur mað- ur ekki veitt sér það, að sjá öll blöðin, þótt það væri bæði gam- an og gagnlegt. Það sem vakti eftirtekt mína í þessu blaði, var viðtal við Ásgrím •Björnsson stýrimann, en hann hafði verið einn af þeim fulltrú- um frá Æskulýðssambandi ís- iands, sem Æskulýðssamband Schleswig-Holstein bauð út til i iVestur-Þýzkalands, til að koma á auknum kynnum milli þessara aðila. Af þeim góðu kynnum sem ég hef haft af Ásgrími, þá hefir i iþetta verið honum kærkomin för, enda kemur það fram í við- italinu. \ Ásgrímur er einn þeirra manaa, sem hugsa allmikið til okkar okk ar ungu Og uppvaxandi drengja, og hvað fyrir þá væri hægt að gcra umfram það sem gert er, til að beina þeim fram hjá blind- skerjum okkar daglega lífs, en ; af þeim óhappa skerjum er slík- ur urmull í nútíma þjóðfélagi, að vandratað verður barninu, nema | til komi leiðsaga góðra manna og Stofnana, umfram hina venjulegu skóla, Og sem betur fer sjást nú þess öll merki, að úr fari að ræt- ast með þá leiðsögu, samanber störf Æskulýðsráðs og annarra aðila sem rétta börnum og ung- lingum hönd sína til leiðsögu, í yaxandi mæli. fi í nágrenni við mig, er stófnun sem tekur við ungum drengjum sem steytt hafa á einhverju sker- inu, og eru þar til nokkurskon- ar viðgerðar, ef svo mætti að orði komast, en sú viðgerð verður þó ekki alltaf fullkomin, og stund- um verður skipbrotið algjört. t Við slíku má ekki okkar fá- menna þjóðfélag. „Að byrgja forunninn áður en barnið er dott- áð í hann,“ á þarna við, og verð- ur að reyna að framkvæma, með öllum hugsanlegum ráðum. Það er vonlaust að ætla sér að kom- ast framhjá þeirri staðreynd, í okkar nútíma þjóðfélagi, að heim iiin yfirleitt, eru ekki lengur sá verklegi og andlegi skóli sem jþau áður voru. Börn og ungling- ar eru áhrifagjörn, svo hægt er að foeina athafnaþrá þeirra, sem þau verða á einhvern hátt að fá sval- að, inn á vissar brautir. Við vit- um hvernig hægt er að ala upp j hermenn. Ekki þurfum við þó þess við, enn sem komið er, að foeina athafnaþrá okkar drengja inn á svið hernaðar, stundum finnst mér þó ekki langt frá að $>að sé gert. Eg hef all mikið orð- •ið var við það, og ekki síst í Reykjavík, að drengir leiki sér mikið 'með byssur, sem eru þó óskaðlegar sem slíkar, ekki er þeim þó beint að veiðiskap í leik, heldur til að látast skjóta hvern annan til bana. Stundum hafa drengir slík leik föng með sér í sveitina, en þar verða þessir morðleikir ekki lengi spennandi, og er þar einkum itvent sem veldur, í fyrsta lagi, aflgjafi þessara morðleikja og hugsana er þar ekki fyrir hendi, það er kvikmyndirnar og hasar- Somkomur K. f. u. M. Unglingadeildin, — fundur í Ikvöld kl. 8,30, fjölbreytt fundar- ©fni. Piltar 13—17 ára velkomo ir. . Sveitarstjórar Fíladelfía Almennur biblíulestur kl. 5 — ÍAlmenn samkoma kl. 8,30 Ingvar Kvarnström talar. Állir vel- komnir. Eftir vakningasamkom- una verður safnaðarsamkoma kl. 10. blöðin, i öðru lagi, þá er svó margt nýtt og ónumið í sveitinni fyrir kaupstaðardrenginn, að það tek- ur hug hans allann. Það má vel vera, að þessir morðleikir Og það sem þeim fylgir, sé hinni ómótuðu barnssál óskaðlegt, sem ég efa þó, og tel því vafasamt hjá for- eldrum að gefa drengjum sínum byssur og sverð að leikföngum, Og efast um að þau gerðu það ef þau hefðu aðstöðu til að fylgjast með þessum leikjum drengjanna, eins og þeir stundum eru. Við þurfum að gera meira að því, a8 beina unglingunum inn í hinar ýmsu greinar atvinnulífs- ins og fyrsta skrefið mætti fá, og ætti að fá með heppilegum leik- föngum, því hlutverki gegndu heimiiin áður, en vegna breyttra þjóðhátta hafa þau ekki aðstöðu til þess lengur, nema þá í held- ur fáum tilfellum, eða sú er mín skoðun. Þeir sjóvinnuskólar sem Ás- grímur talar um, í áðurnefndu viðtali, eiga sjálfsagt mikið er- indi til okkar, og þörfin er nú þegar, búin að koma okkur inn á þessa braut, með vísi að slíkum skóla, á ég þar við Sjóvinnu- námskeiðin, sem virðast hafa gef- ið góða raun, svo langt sem þau ná, og fjöldi drengja unir sér þar vel við undirbúning að hag- nýtum og þjóðhollum störfum. Við búum við fræðslulöggjöf sem bindur flesta á skólabekk, frá 7—16 ára 6—8 mánuði á ári, þetta er gott fyrir þá sem þessi langa skólaseta er ekki.,ofviða, en hætt er við að hún ofbjóði náms- getu, Og þroska all margra þann- ig að úr verði námsleiði, sem komi í veg fyrir frekara nám, Og verulegan námsárangur, og hún er slæm fyrir þá sem ekki hafa áhuga á framhaldsnámi, en vilja komast út í atvinnulífið, og hafa til þess öll skilyrði, nema að þá vantar alla kunnáttu í hag- nýtum vinnubrögðum sem nú- tíma atvinnulíf krefst, en í þeim efnum koma nemendurnir litlu fróðari úr skólanum 16 ára, en þegar þeir fóru í hann 7 ára. En þegar einn maður, karl eða kona, er orðinn 16 ára, þá er hann orðinn gjaldskyldur á öllum svið- um þjóðfélagsins, til ríkis Og sveit ar, almannatrygginga, sjúkrasam lags, kirkju 0. fl., og auk þess er honum gert að skyldu, að út- vega bönkunum sparifé, 6% af öllu því sem honum áskotnast, að vísu hefir hann von um, að fá gefins,, eða að láni, 6% af þeirri upphæð sem fæðið er metið á, KVEÐJA FRÁ SYSTUR Horfin ertu, hjartkær systirmín, hrein og fögur um þig minning skín. Lít eg yfir liðna ævitíð, ijúfa samfylgd okkar fyrr og síð. Okkur tengdi tryggð, sem aldrei brást, og tendrað var af sannri kærleiks ást. Þú varst ætíð, systir glöð oggóð, gekkst sem hetja þína ævi slóð. Breiddir yl og birtu kringum þig, blíð og göfug, ávallt gladdir mig. Fegurð lífs þér fylgdi á jörðu hér, þó förin stundum erfið reyndist þér. Nú, er skilja lífsins leiðir hér, ljúfa ástar þökk eg færi þér, fyrir allt, mín elsku systir kær. Ávallt skal eg meðan hjartað slær, geyma þína mynd og minning hér. mun það' sanna blessun veita mér. eða kr. 1.50 á dag, til að geta orðið við þeim kröfum sem hið opinbera gerir til hans, varðandi sparifé af því sem hann börðar. í útsvar af fæðisupphæðinni einni saman yfir árið, má gera honum að greiða kr. 730.00 sé hann í sveit, annars ekkert, í sjúkra- samlag kr. 4—600.00, almanna- tryggingar kr. 1167,00—1500,00 miðað við karl, kirkju kr. 100.00, og svo mætti lengi telja. Erí þetta er aðeins talið til gamans, til að sýna fram á, í hvaða fjárhags- legan vanda er hægt að koma ein um 16 ára unglingi, sem setið hef ir á skólabekk, og átt þess eng- an kost að komast út í atvinnu- lífið, en gjöldin kalla að umfram daglegar þarfir. Það sem skapar hættuna í þessu sambandi, er að sumir unglingar á þessum aldri eru með fullar hendur fjár, aðra langar til að vera það einnig, en hafa ekki aðstöðuna, og léiðast þú slundum út í að afla fjárins, eða þess sem vanhagar um á ó- æski’egan hátt. Eg tel að hér sé ekki rétt að farið, Og held að aldurinn 14—16 ára sé heppilegastur til að kynna unglingunum verulega atvinnu- lífið, því atvinnulífinu höfum við öll gott af að kynnast, og komast í snertingu við það, hvert svo sem ævistarf okkar kann að verða í þjóðfélaginu. Á þessum aldri ættu ungling- arnir að vera lausir úr hinum venjulegu skólum þejr er það vildu, en í þess stað ættu þeir að eiga kost hverskonar fræðslu varðandi helstu greinar atvinnu- lífsins. Til ættu að vera stofnanir sem hjálpuðu þeim að kynnast greinum, sem hugurinn beindist að. A þennan hátt væri hægt að nýta mikið vinnuafl sem nú fer forgörðum, og 16 ára unglingur- inn væri þá miklu betur undir aðar og ósanngjarnar, miðað við þennan aldur. Það er ekkert vafamál, að í ná- inni framtíð, verða forystumenn þjóðarinnar að kynna sér meira vandamál barna og unglinga, heldur en nú er gert, og taka einhverja ákveðna afstöðu til þeirra, svo hægt sé að vinna að settu marki, ekki á einu sviði þeirra mála heldur öllum. Við viljum öll eiga góð og mannvænleg börn, sem eru okk- ur til gæfu og gleði, en þjóðfé- félaginu nýtir borgarar, enda bezta eignin sem við eigum og getum skilað þjóðinni. Börn Og unglingar sem lenda á villigöt- Svo kveð eg þig í bjartri bæn og trú, bið eg, Drottins ástarfaðmur nú, um þig breiði blessun lífs og frið, braut þín eilíf stefni á æðri svið. Lifðu sæll í ljósi kærleikans leidd af náðar örmum Frels- arans. Rúna Ólalsdóttir um í þjóðfélagsumferðinni, og komast ekki aftur á rétta leið, eru þjóðinna glataður fjársjóður, og foreldrum harmur. Þess vegna megum við ekki láta reka í þess- um efnum, heldur sækja stöðugt fram, notfæra okkur reynzlu annara þjóða, og bæta við okkar eigin reynzlu og þekkingu, þá er líklegt að mörg unglings höndin verði leidd frá óhappaverkum, að hagnýtum störfum og þætti mér Sjóvinnuskóli eins og Ásgrímur lýsir í umræddu viðtali, mjög líklegur þáttur í því starfi, en vonandi verður hans ekki langt að bíða. Eg þakka svo Ásgrími og blaðamanninum viðtalið. Látrum, 20. sept. 1961 Þórður Jónsson Sextugur Ólafur Magnússon EITT af stóru börnunum á sex- tugsafmæli í dag, og skal því reynt að efna við það gamalt heit. Er mér í fersku minni haust- kyrr dagur fyrir 33 árum. í orlofi góðra vina fékk ég þá að dvelj- ast nokkra daga í Reykjavík og skoða fyrsta sinni hversdagsleik hennar og furður forvitnum barnsaugum. Allir viðburðir þess arar ferðar eru nú sigldir sinn sjó inn í gleymskuna. Samt ekki eitt atvik. Það var einhvern dag, að vinir mínir gengu sér með mig niður að höfn, þar sem hjartsláttur at- hafnalífsins var styrkastur þá eins og nú. Á_hafnarhlaðinu spíg- sporaði fram og aftur maður, jakkahornin gljáandi og harður hattur svartur. Sýndist hann eiga þarna talsvert undir sér, svo að gesturinn var í engum vafa um, að ef nann ætti ekki rífan hlut í þessum hásigldu gnoðum, þá ætti hann að minnsta kosti með þær. Ekki töldu heimamenn, að svo væri, en nefndu nafn mannsins og þóttust með því gefa viðhlít- andi skýringu. Og árin líða. Forvitnisgáfa bernskunnar dofnar í veröld sjálf sagðra hluta, svo að ekki þykir framar í frásögur færandi, þó að kynlegur kvistur hittist fyrir á förnum vegi. Og enn miklu síðar varð ég svo heppinn að kynnast honum. Glað ur og reifur er hann, þegar gest ber að garði, einlægur í drengja- legu feimnisleysi sínu. Enn sama ótamda þörfin að láta nokkuð til sín taka og á hafnarhlaðinu forð- um. Góðlyndur maður, sem ekki vill gjöra á hlut þinn. Oft hefir mér fundizt þessi barnslegi hugur eiga sér fylgsni, sem helzti djúpt vill verða á hjá mörgum manni. — Aldrei vantar hann á fremsta bekk, þeg- ar guðsþjónustugjörð er í Arn- arholti. Þér sýnist kannski, les- andi góður, að vant sé að sjá, hvert erindi hann eigi þar. En hvað stoðar vitsmunaleg ígrund- un á ófullkominn prédikun kennimanns, ef ekki er vakinn hugblær fölskvalausrar guðsdýrk unar? Gildir ekki guð einu, þótt sálmabókinni sé öfugt snúið, ef hjartað syngur, sem bak við slær? Stendur ekki skrifað: Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú tilbúið þér lof? Ekki er ég svo fróður, að ég viti deili á ætt Ólafs Magnússon- ar, en fæddur mun hann að Sölva holti í Flóa 13. okt. árið 1901. Ungur fluttist hann til Reykja- víkur og dvaldist þar, unz hann fór að Arnarholti haustið 1945, skömmu eftir að hælið var stofn- að. Þar hefir hann því dvalizt flestum lengur og ávallt komið sér vel, enda jafnan biúð við bezta atlæti. Hér hefir hann eign azt varanlegt heimili. Hér unir hann hag sínum vel, sýslar við heyskap á sumrum, ef svo ber undir, skreppur eftir póstinum eða gjörir önnur viðvik við sitt hæfi. Stundum er líka skotizt á næstu bæi: það þykir honum gaman, því að alls staðar er hon- um tekið með hlýju og skilningL Grannarnir þekkja, að „hjartað það var gott“. Og gömlu kunn- ingjarnir í bænum hafa ekki heldur gleymt honum; það sýna gjafir þeirra, sem gleðja hann innilega. Á tyllidögum býst hann líka upp á, því að hann kann því alltaf vel að klæðast sparifötunum. Og þá er gleði hans fullkomin, þegar hann hefir kveikt í góðum vindli. Eitt af stóru börnunum okkar á afmæli í dag. Látum kjör þess verða okkur hvatningu til, að ekkert þeirra verði framar oln- bogabarn. Hjartanlegar hamingjuóskir okkar allra, Óli minn. Bjarni Sigurðsson. VINNA Barngóð stúlka óskast (eldri en 18 ára). Nýtízku heimili. — Önnur húshjálp fyrir hendi. — Harrogate, blómamiðstöð Eng- lands. Einhver enskukunnátta æskileg. Vinsamlegast sendið ljósmynd með umsókn til: Mrs. Edwina Kent Fulwich Road, Harrogate England. Húshjálp Ef þér óskið eftir stöðu hjá góðri enskri fjölskyldu þá skrifið til Mrs. Ruth Nathans Agency 81. Sudbury Ct Road Harrow Middlsx. Félagslíf Ármenningar Handknattleiksdeild Æfingar verða sem hér segir i vetur: 3. fl. karla sunnud. kl. 3 Mfl. 1. og 2. fl. kvenna mánud. kl. 9,20—10,10. Mfl. 1. og 2. fh karla mánud. kl. 10,10—11,00. 4. fl. karla miðvikud. kl. 6-—6,50 Mfl. 1. og 2. fl. karla fimmtud. kl. 6,50—7,40. Mfl. 1. og 2. fL kvenna fimmtud. kl. 7,40—8,30. Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur nýja félaga. — Stjórnin Til Farfugla Um helgina verður dvalið i Heiðabóli. — Nefndin Judo . Þeir, sem æft hafa Judo undan farna vetur athugi að æfingar fyrir þá eru á þriðjudögum kl. 8 til 10 og á föstudögum kl. 9—10. Byrjendur mæti kl. kortir fyrir 7 á þriðjudögum og kl korter íyrsr 9 á föstudögum. Ju-jitsu (sjálfsvörn) Ju-jitsu námskeið er á miðviku dögum kl. 9—10 og á föstudógum kl. 8—9. Allar æfingar fara fram í I- þróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. — Mætið stundví* lega. Judodeild Armannu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.