Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 13. okt. 1961 41 C1 Rússar sprengja M ra m Washington, 12. okt. Frá setningu aðalfundar Verzlunarráðs Islands. Aðalfundur Verzlun- arráðs islands AÐAX.FUNDUR Verzlunarráðs tslands hófst í gær kl. 14 í húsa- kynnum ráðsins að Pósthús- etræti 7. Formaður ráðsins, Gunnar Guðjónsson, setti fundinn og minntist þeirra kaupsýslumanna, sem látizt hafa síðan síðasti aðal- fundur vr.r haldinn, og heiðruðu fundarmenn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Þá fór fram kosning fundarstjóra,- og var Ámi Árnason, kaupmað- ur, kjörinn fundarstjóri. Fundar- stjóri tilnefndi Guðmund Bene- diktsson og Valdimar Hergeirs- son, fundarritara. Formaður V. 1. flutti því næst ræðu. Ræddi hann aðallega efna- hagsmál landsins og viðhorf ís- lendinga til þátttöku í Markaðs- bandalagi Evrópu. (Sjá bls. 8). Dr. Louw kallaður heim? \ Þá flutti framkvæmdastjóri ráðsins, Þorvarður J. Júlíusson, skýrslu stjórnarinnar og las upp reikninga V. I. fyrir árið 1960 og skýrði þá. Að því loknu voru kosnar nefndir til að starfa að þeim málum sem liggja fyrir fundin- um. f>á var lýst úrslitum stjómar- kosninga, en stjórn Verzlunar- ráðsins skipa nú þessir menn: Tilnefndir af sérgreinafélögum V. L: Birgir Einarsson, ísleifur Jónsson, Gunnar Ásgeirsson, Hans R. Þórðarson, Kristján G. Gíslason, Egill Guttormsson, Hilmar Fenger, Tómas Péturs- son og Gunnar Friðriksson. Kjömir af meðlimum V.í. utan sérgreinafélaga: Gunnar Guð- jónsson, Magnús Víglundsson, Þorvaldur Guðmundsson, Magn- ús J. Brynjólfsson, Othar Elling- sen, Kristján Jóh. Kristjánsson, Sigurður Magnússon, Sigurður Ó. Ólafsson, Tómas Björnsson og Einar Guðfinnsson. ----------------------------—<!> (Ljósm.: K. M.) Ræða inngöngu 1 Efnahagsbanda- lagið í GENF, 12. okt. — Ráðherrar í ríkisstjórnum Svíþjóðar, Aust- urríkis og Sviss munu koma saman hinn 19. okt. í Vínar- borg til þess að ræða um hugs- anlega umsókn ríkjanna um upptöku í Efnahagsbandalag Evrópu. Er sennilegt, að utan- ríkis- og viðskiptamálaráð- herrar allra ríkjanna sitji fund inn. Búizt er við, að í næstu viku muni stjórnirnar gera uppkast að umsókn sinni, sem síðan verður rædd sameigin- lega. Búizt er við, að viðræður danskra ráðherra við Efna- hagsbandalagið hefjist 24. eða 25. október og mun Jens Otto Kragh mæta þar fyrir hönd stjórnar sinnar. RÚSSAR sprengdu í dag enn eina kjarnorkusprengjuna í gufu- hvolfinu, nú yfir Síberíu, í nánd við Semiplatinsk, sagði í tilkynn ingu frá bandarísku kjarnorku- málanefndinni. Þetta var meðal- stór sprengja miðað við þær, sem Rússar hafa sprengt að undan- förnu og var hin 20. í röðinni, sem ibandaríska nefndin hefur til- kynnt síðan Rússar hófu spreng- ingar í septemberbyrjun. Kenne- dy sagði frá því á blaðamanna- fundi í gær, að Rússar hefðu sprengt fleiri sprengjur en nefnd in hefði tilkynnt um. Ástæðan fyrir því, að ekki var alltaf sagt frá sprengingunum er sú, sagði Kennedy, að þær voru þess eðlis, að Rússar hefðu þá e.t.v. getað fundið út hvernig við höfðum veður af þeim. Þyriur funcSu útvarps- stöðina Rússum vísað úr landi HAAG, 12. október. — Rússneski sendiherrann í Haag, Ponomar- enko, hélt flugleiðis tii Moskvu í dag. í sömu mund hirti hol- Ienzka utanríkisráðuneytið til- kynningu þar sem tveimur starfs mönnum sendiráðs Rússa var vis að úr landi vegna atburðarins á Schiphol flugvellinum á laugar- dag, er rússnesku sendiráðs- mennirnir fluttu konu eina rúss- neska nauðuga viljuga úr landi. Eiginmaður hennar bað um hæli í Hollandi, en Rússar báru í gær þær sakir á hollenzku lög- regluna, að hún hefði neytt mann inn til að flýja. Á blaðamanna- fundi í dag sagði maðurinn, að enginn hefði neitt sig eða beitt sig þvingunum. Framkoma Hol- lendinga hefði verið óaðfinnan- leg. Rússamir tveir, sem verða að vera á brott fyrir laugardag, eru verzlunarfulltrúi og annar ritari, jafnframt blaðafulltrúi rúss- neska sendiráðsins. — Hollenzki utanríkisráðherrann sagði í dag, að þessi alvarlegi atburður yrði ræddur alvarlega við Ráðstjórn- ina. Rekinn PARÍS, 12. október. — Kúbanska sendiráðið í París tilkynnti í dag, að ræðismaður Kúbu í París hefði verið sviptur embætti sínu þar eð hann stæði í glæpsamleg- um samböndum við bandaríska sendiráðið. " ^&u(fáirú ALÞINCIS A DEILDARFUNDUM Alþingis í dag verða dagskrár sem hér segir: Efri deild: — 1. Skráning skipa og aukatekjur ríkissjóðs, frv. 1. umr. — 2. Innflutningur á hvalveiðiskipum, frv. 1. umr. — 3.. Parísarsamþykkt um vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar, frv. 1. umr. Neðri deild: — 1. Iðnaðarmálastofnun Islands, frv. 1. umr. — 2. Heyrnarleys- ingjaskóli, frv. 1. umr. — 3. Ríkis- borgararéttur, frv. 1. umr. _____ New York, 12. október. FULLTRÚI Senegal á Allsherjar- þinginu ætlar að flytja tillögu um að Suður-Afríku verði vikið úr samtökum SÞ vegna ummæla ut- anríkisráðherra Suður-Afríku, Dr. Louw, í gær þess efnis, að blökkumenn í hans landi lifðu við betri kjör en í öðrum Afríku ríkjum. Dr. Louw beið fyrirmæla frá stjórn sinni í dag, en ekki er talið ólíklegt að stjórnin kalli sendinefnd sína heim af Allsherj- arþinginu. í gær voru samþykkt- ar vítur á Dr. Louw á þinginu. Frakkar byrjaðir brottflutning Tunis, 12. október. EF FRAKKAR vilja ekki semja um brottflutning hers síns frá Bizerta getur svo farið, að við neyðumst til þess að hefja skæru hernað gegn þeim, sagði Bour- gúiba, Tunisforseti, í ræðu í dag. Hann sagðist nýlega hafa sent Frökkum orðsendingu varðandi samninga um brottflutning liðs- ins. Ennfremur, að þess væru merki, að Frakkar væru byrjað- ir að fækka mönnum í flotastöð- inni. Þeir hefðu verið fluttir til stöðva utan Túnis. Við getum rætt við IJIbricht Samkomulag um stjórnarmyndun BONN, 12. okt. — Kristilegir demókratar og Frjálsir demókrat- ar náðu í dag fullu sam- komulagi um stjórnarmyndun. Enn er ekki ljóst hver valinn verður í kanslaraembættið, en áður hafa frjálslyndir lýst því yfir, að þeir gangi ekki til sam- vinnu við kristilega með Aden- auer í fararbroddi. Hins vegar féllust þeir á Erhard. — Aden- auer sat viðræðufundinn í dag og var skýrt frá því að fund- inum loknum, að full eining væri með báðum aðilum: Stjórn Akranesbátar AKRANESI, 12. okt. — Atta línu bátar voru á sjó í gær. Aflinn var frá 3—5 tonnum á bát. Sami fjöldi báta var á sjó í dag og samskonar aflabrögð. Hringnóta- báturinn Haraldur fékk enga síld í nótt, en hann hefur haldið sig suður á Víkum, en illt er að at- hafna sig vegna storms um þess- ar mundir. — Oddur. , Z' NA /5 hnihr / SV 50 hnutar Snjókomo • ÚSi V Skúrir It Þrumur ws, KuUoM HiUtkii H Hmt | L Lmu» 1 Framsóknarfrumvarp um efnahagsmál f GÆR var dreift í sölum Alþing- is frumvarpi frá níu Framsóknar- þingmönnum um breytingar á lög um nr. 4/1960 um efnahagsmál. í langri greinargerð með frumvarp inu aðallega er gerður saman- burður á því, sem flutningsmenn nefna „framfarasókn Framsókn- arflokksins“ Og „samdráttar- og kj araskerðingarleið“ ríkisstj órn- arinnar. Er sú lýsing svipuð því, sem áður hefur mátt lesa í „Tím anum“. Um áhrif þess, að frum- varpið verði samþykkt, segir í lok greinargerðarinnar m. a.: „Útlánsvextir fara niður í 8% hæst, eins og þeir voru. Vextir af afurðavíxlum færast niður í 5,5% hæst úr 9—9!4% nú.“ Þá segir að vextir og lánstími ræktunar- sjóðs og nokkra fleiri sjóða verði eins og áður, og lánskjör skulda- bréfa 1960—’61 breytist. Og að lokum: „Ríkisstjórnin verður að hætta að láta frysta í Seðlabank- anum hluta af sparifjáraukning- unni, og útlánamöguleikar aukast að sáma skapi“. Telja flutnings- menn, sem m. a. eru þeir Eysteinn Jónsson og Skúli Guðmundsson, að frumvarpið „nái^ auðvitað skammt til að forða mönnum frá, þeirri hættulegu upplausn, sem fram undan blasir við, ef ekkert er gert annað en berja höfðinu í steininn“ en geti þó orðið fyrstu skrefin. ' . in ætlaði m.a. að leggja áherzlu á að efla v-þýzka herinn með beztu vopnum sem völ væri á — og styrkja samvinnu við NATO-ríkin. — Jafnframt var ákveðið að lengja herskyldutím- mann úr 12 mánuðum í 18. — ★ — Von Brentano lét svo um mælt í kvöld, að hugsanlegt væri að v-þýzka stjórnin tæki upp einhvers konar samband við a-þýzku stjómina, en de facto viðurkenning kæmi ekki til greina. Sameining alls Þýzka lands væri höfuðtakmark V- Þjóðverja. Frá því yrði ekki hvikað. Alsír, 12. okt. i FRANSKAR öryggissveitir í Al- geirsborg létu til skara skríða í dag gegn leynilegri útvarpsstöð OAS - neðanjarðarhreyfingarinn- ar eftir að útvarpað var fjórða daginn í röð og hvatt til and- spyrnu gegn frönsku stjórninnL Þegar útvarpsstöðin hóf send- ingar fóru fimm þyrlur á loft og sveimuðu yfir borginni. Höfðu þær miðunarstöðvar til þess að leyta að senditækinu. Skömmu síðar gerðu öryggissveitirnar her ferð og fundu útvarpsstöðina sam kvæmt tilvísun þyrlanna í 10 hæða húsi í miðhluta borgarinn- ar. — Þeir, sem staðið höfðu að útsendingunum, voru á bak og burt, en nokkrir aðrir voru hand- teknir, grunaðir um aðild að OAS. Óstaðfestar fregnir herma og, að einn af helztu leiðtogum OAS í Algeirsborg hafi verið handtek- inn í dag. Um hádegið í gær var veð- ur allhvass A og rigning suð- vestan lands, en þurrt veður og gott norðan lands og aust- an. Hiti var víðast 4—6 st. við sjávarströndina, en um eða lítið yfir frostmark í inn- sveitum norðan lands. — Fyr- ir suðvestan landið er djúp og víðáttumikil lægð og virð- ist hún þokast N-eftir. Hins vegar er mikið háþrýstisvæði um Bretlandseyjar og hiti víða 15—20 st. þar um slóðir. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöld: SV-land til Breiðaf jarðar Og miðin: Sunnan og SA kaldi, þokuloft og hlýindi, dálítil rigning e(Sa súld með köflum. Vestfirðir og miðin: SA gola, skýjað, úrkomulítið. Norðurland til Austfjarða, norðurmið og NA-mið: Sunnan gola, víða rigning í nótt en úrkomulaust að mestu á morgun, hlýrra. SA-land, Austfjarðamið Og SA-mið: SA og sunnan gola, þokusúld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.