Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 13. okt. 1961 /■ ------------------------ ÍUORGVNBTAÐIÐ 23 Vilja áfengisvarnarlög Yngstu nemendurnir eru komnir í skólann. „Eg get líka reikn- að l>ó ég sé örfhent“. — Ljósm.: st.e.sig. Skólasetning á Akureyri STYKKISHÓLMI, 12. okt. — Félag áfengisvarnarnefndar í sýslunni hélt aðalfund sinn á Veganaótum 11. þ. m. og var Ihan vel sóttur eða fulltrúar úr flestum hreppum sýslunnar. Pét- ur Björnsson erindreki áfengis- varnarráðs mætti á fundinum og flutti erindi um bindindismál og ófengisvarnir. Margar tillögur voru ræddar með tilliti til hins alvarlega á- stands í áfengismálum landsins og margar samþykktir gerðar meðal annars eftirfarandi: Fun<lurinn skoraði á rkisstjóm ina að staðfesta nú þegar þær reglugerðir um löggæzlu á skemmtisamkomum 1 sýslum landsins sem enn hafa ekki ver- áð staðfestar. Einnig var skorað á sýslumann Snæfellsness og Hnappadalssýslu að láta reglu- gerð þá sem þegar hefir verið staðfest fyrir sýsluna koma nú þegar til framkvæmda. Þá taldi fundurinn brýna nauð syn bera til að vegalögreglan verði aukin út um byggir lands- ins og þó sérstaklega þar sem fjölmennar samkomur ,eru haldn ar. Þá var ákveðið að félagsstjóm in gerði ráðstafanir til þess að Ihaldin verði skólamót svo sem gert var á sl. vetri í sýslunni og tókust mjög vel. Var áfengis- varnarnefndum falið að hafa for ystuna í þeim málum. Þá skor- aði fundurinn á ríkisstjórnina að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að auka verulega toll- gæzlu einkum í sambandi við skipakómur á höfnum víða út á landsbyggðinni. Þá hendir fundurinn á að — Minningarorb Frh. af bls. 10. gestrisni, góðvild og hjálpsemi, og þá ekki síður þeim gróm- lausa heiðarleika, sem geldur hverjum sitt og vill heldur líða sjálfur en skulda nokkrum nokk uð. Það er stundum vanséð hver ríkastur er. Þau gjörðu litlar kröfur til annarra en miklar á eigin hendur, og enn vinnur Ihann háaldraður af miklum dug og trúmennsku. Petrún var bókhneigð kona, las mikið bæði sögur og trúmála- rit, en hún var trúuð á Guð hins góða og kirkjurækin, enda átti ihún vænan sjóð af jafnvægi og sálarró, þessum heilaga hjarta- friði, sem byggist á höfuðstóli guðstrausts og rósemi. Þar mætti mörg nútímakonan öfunda ömmu eða mömmu við hlóða-steininn. Hún hafði líka fágæta frásagn- arhæfileika og ga-t sagt langar sögur eins og lesið væri og bætti þá gjarna sínum eigin skilningi og lífsreynslu inn í frásögninna. Og þegar þar við bættist, að liún var hlýleg og ljúf í fram- komu, þá var hún mjög vinsæl og góð amma og yndisleg öllum þörnum á leið sinni. Hauststormurinn andaði í skyndi hélunótt yfir spor henn- ar. En ilmur minninganna lifir alla hauststorma líkt og angan lyngsins við Heklu og ómur bár- unnar og brimsins, sem ómar við kirkjudyrnar á Ingjaldshóli. Víðsýni og fegurð himinsins í nánd jökulsins, sem Breiðfirð- ingum finnst konungur fjalla, líður nú saman við þá eilífðar- sýn, sem kristin trú boðar fylgj- endum sínum að þessu lífi loknu. ,,Dæm svo mildan dauó_, Drottinn, þínu barni eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali.“ Guð blessi þig Petrún min og gefi eiginmanni þínum og börn- um, já öllum ástvinum þínum huggun eilífra vona. — Árel. starfsemi áfengisvarnarráðs fer árlega vaxandi og telur nauðsyn á að sú starfsemi eflist. Einkum sé þess mikil þörf að áfengis- varnarráð geti haft í þjónustu sinni tvo fastráðna erindreka enda starfið orðið ofvaxið ein- um manni. Eru það tilmæli fund arins til Alþingis og ríkisstjóm- ar að hækka svo fjárframlag til áfengisvarna að þessu verði hrundið f framkvæmd, Þá þakkaði fundurinn kvenfé- lögum og kvennasamtökum vax- andi áhuga þeirra á áfengisvörn- um og þakkar þeim mikilvægan stuðning við bindindismálin. Jafnframt bendir fundurinn á að áfengisvandamálið er og verður vafalaust enn um sinn alvarlegt þjóðfélagisvandamál og að lausn þess er ef til vill mest komin undir afstöðu heimilana í land- inu bæði í orði og verki þó f5T:st og fremst góðum áhrifum hús- mæðranna. Þá skoraði fundurinn á ríkis- stjórnina að gera sem fyrst ráð- stafanir til að sett verði serstök áfengisvamarlög hér á landi og bendir • í því sambandi á hlið- stæða löggjöf í Noregi sem hefir komið að miklu gagni þar. Stjórti félagsins skipa nú séra Magnús Guðmundsson sóknar- prestur í Ólafsvík formaður, Haraldur Jónssori hreppstjóri í Gröf gjaldkeri og Árni Helga- son símstjóri í Stykkishólmi rit- ari. Nasser kallar herinn heim KAIRO, 12. okt. — Arabíska sambandslýðveldið tilkynnti í dag, að það mundi kalla herafla sinn heirn frá Kuwait. Hér er um þúsund menn að ræða, sem sendir voru til Kuwait til þess að leysa brezka herinn af hólmi, en Bret- ar komu Kuwait til hjálpar þeg- ar Ira-k hótaði að innlima ríkið. Engin skýring var gefin á ákvörð un Egypta, en talið er að hún standi í sambandi við atburðina í Sýrlandi. Vörða spren^íngar Rússa RÓM, 12. okt. — Mikil háréis’ti voru í ítalska þinginu í gær. Deilt var harðlega um geislavirkt ryk frá k j arnorkuspr eng j um Rússa Og stóð fundur langt fram á nótt. Það voru kristlegir demokratar, sem létu í Ijós áhyggjur vegna áframhaldandi sprenginga Rússa. Kommúnistar hófu þá köll og hróp og vörðu Rússa af kappi. Kölluðu þeir fram í ræður demo- krata og undir lokin var mikil harka komin í málið. Matarlaus í fjóra daga Alpine, Utha, 12. okt. Björgunarleiðangur bjargaði í dag fimmtugum flugmanni, sem hafði verið matarlaus í snævi- þaktri hlíð Timpanogos-fjallsins í 4 daga. Var hann í lítilli flugvél ásamt kunningja sínum er þeir rákust á fjallshlíðina í 8 þús. feta hæð. Lézt farþeginn sam- stundis, því flugvélin brötnaði mikið. Flugmaðurinn raknaði úr rotinu þremur stundarfjórðung- um eftir slysið — og gat haldið á sér hita þar til björgun barst. Þyngri refsing PARÍS, 12. okt. — Franska stjórnin mun nú biðja þingið um mun víðtækari völd til þess að handsama og ákæra með- limi neðanjarðarhreyfingar OAS í París. Refsing verður þyngd mjög fyrir að hafa vopn undir höndum í óleyfi — og hafa sprengiefni í fórum sínum. AKUREYRI, 7. okt.: — Síðustu dagana hafa all flestir skólarnir hér verið settir. Frá Menntaskóla setningunni hefir þegar verið sagt, en aðrir skólar hér í bæ og snemendafjöldi þeirra er þessi: Gagnfræðaskóli Akureyrar var settur s.l. þriðjudag að viðstödd um kennurum, nemendum og gest um. Skólastjórinn Jóhann Frí- mann setti skólann. Gat hann þess m.a., að aldrei hefði verið svo margir nemendur í G.A., en þeir væru riú yfir 550. Sökum hús næðisvandræða varð að setja skól ann í tvennu lagi, kl. 2 og kl. 5. Þessir 550 nemendur skiptast í Oánægöir gongu- menn Osló, 12. október. ÞRÍR Bandaríkjamenn, Frakki Og Norðmaður, sem tóku þátt í „friðargöngunni" til Moskvu, komu hingað í dag — allt annað en ánægðir með ferðina. Frakkar neituðu Okkur um landgöngu- leyfi, A-Þjóðverjar létu einnig útsendara yfirgnæfa okkur með dreifimiðum og ræðum og Rúss- ar styttu um helming það land- vistarleyfi, sem þeir höfðu áður veitt. Þannig urðum við að ganga yfir þúsund kílómetra á 18 dög- um. Við spurðum af hverju land- vistarleyfið hefði verið stytt. „Rússneski veturinn er svo harð- ur“, var svarið. Við spurðum hvort hann hefði harnað mikið síðan upphaflega leyfið var veitt. Við því fékkst ekkert svar. Wilson er kulvís NEW ORLEANS, 12. okt. — Lögreglan veitti Edgar Wilson sérstaka athygli, þegar hann kom í bæinn, því hann var illa út- lítandi, gildur eins og uxi, en virtist þó grannholda. — Hér er flakkari á ferðinni, sagði lög- reglan, og handtók Wilson til að athuga málið. Hann var í 11 frökkum, m.a. leðurjakka, 16 bux um, 3 skyrtum og rauðum flann- elsnærfötum. Wilson, sem er 2i5 ára, sagði lögreglunni, að hann ' klæddi sig alltaf vel, þegar hann væri á ferðalögum. Eg er kulvís, bætti hann við. Togarasölur TVEIR togamr seldu afla sinn í Hull í gær. Jón Þorláksson seldi 106 lestir fyrir 7913 pund, og Norðlendingur seldi 144 tonn fyrir 10.910 pund. London, 12. október. FRAKKAR viðurkenndu í dag sýrlenzku stjórnina og Bretar ætla að gera hið sama. fjórar ársdeildir, og 21 bekkja- deild. Þá gat skólastjóri þess að sökum húsnæðisskorts þyrfti skól inn nú að taka á leigu húsnæði í Húsmæðraskólanum, og einnig í fundarsal íþróttahússins. Nokkr- ar kennarabreytingar hafa orðið í haust, m.a. lætur nú yfirkennar- inn Jón Sigurgeirsson af störfum en við því starfi tekur Ármann Helgason. Iðnskólinn var settur 2. okt. Jón Sigurgeirsson skólastjóri gat þess að nú væru í skólanum 125 nemendur að meðtöldum náms- flokkum. Skólastjórinn gat þess einnig að skólinn ætti við hús- næðisvandræði að etja. því hann ætti engan samastað, en fengi inni í vetur í Gagnfræðaskólan- um og Húsmæðraskólanum, en rafvirkj adeild muni starfa í Sam komuhúsinu. Barnaskóli Akureyrar var sett ur í Nýja Bíói 3. okt. Skólastjóri, Hannes J. Magnússon, setti skól- ann með snjallri ræðu. Hannes gat þess að skólinn væri nú settur í 91. sinn. Fyrst var settur hér skóli 1871. Kennslu stofan var ein, kennari einn og nemendur 20. Nú eru nemendur skólans 730 í 30 bekkjardeildum og kennarar 24. í lok ræðu sinn ar sagði Hannes m.a.: „Þeir, sem alltaf gera skyldu sína í smáu og stóru, eru alltaf beztu mannsefn in, jafnvel þótt þeir séu ekki allt af í fyrsta greindarflokki“. Oddeyrarskólinn var settur 3. þ.m. Skólastjórinn, Eiríkur Sig urðsson, gat þess að í skólanum væru nú 330 börn, og hefði þeim nokkuð fjölgað frá s.l. ári. Allar kennslustofur skólans eru þrí- settar í vetur, bekkjardeildir verða 13. Glerárhverfisskólinn var einn- ig settur 3. þ.m. Þar eru í vetur 104 börn. Nokkrar kennarabreyt- ingar verða einnig þar. Skóla- stjóri er eins og undanfarið Hjörtur L. Jónsson. —st.e.sig. Úr ýmsum áttum Framhald af bls. 12. þeim, sem staðið hafa á marka línunni eða fast við hana. En Ulbricht og lið hans lítur víst svo á, að þótt húsin séu mann- laus orðin geti þau samt sem áður reynzt hættuleg freisting fyrir hina „lítilsigldu" — þeir kynnu að reyna að laumast gegnum þau, til hins vonda vesturs. — Þess vegna er unn- ið af kappi að því að brjóta niður öll hús á markalínunni — og í næsta nágrenni við hana. Þarna skal verða algert ,,einskis-mánns-land“ til þess að auðvelda hinum austrænu varðstöðuna. — Á myndinni sést, hvar verið er að hreinsa til 1 „eyðimörkinni“, _ I Dauða- dómur — og T2000 dalir SONNY Liston hinn blakki banda ríski hnefaleikari hefur undirrit- að samning um kappleik við þýzka þungavigtarmeistarann Albert Westphal. Keppnin milli þeirra fer fram í Filadelfiu 5. des. n.k. Westphlan er þrítugur Og tapaði Þýzkalandstitlinum í sL mánuði fyrir léttþungavigtar- manninum Schöpphner. West- phal sagði er hann skrifaði undir samninginn við Liston að hann vissi að hann væri að undirrita sinn eigin „dauðadóm". En Westphal fær 12000 dollara fyrir leikinn auk ókeypis ferðar til og frá Bandaríkjunum. Sýrland í SÞ NEW YORK, 12. október — Lík- legt er talið, að Sýrland fái sæti á Allsherjarþingi SÞ á föstudag- inn. Samkvæmt góðum heimild- um mun forseti þingsins, Mongi Slim, lesa upp beiðni frá Dr. Kuzbari, forsætisráðherra Sýr- lands, um upptöku í samtökin. Fullvfet er talið, að þingið sam- þykki beiðnina þegar og mun fulltrúi Sýrlands þá ganga í sal- inn og taka sæti sitt. Egyptar hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki standa gegn upptöku Sýr- lands, sem þá verður 101. ríki SÞ. Skólasetning, veðurfar o. fl. STYKKISHÓLMI, 12. okt. — Barna- og miðskóli Stykkishólms var settur í kirkjunni sunnudag- inn 1. október. Starfar hann eins og áður í 9 bekkjardeildum þar af barnaskólinn í 6 bekkjardeild- um. Skólastjórinn Sigurður Helgason setti skólann, talaði um verkefni hans og báuð börn- in velkomin til náms og kennara til starfs. Auk skólastjóra verða við skólann í vetur 5 fastir kenn arar og 3 stundakennarar. 1 skól- anum verða 190 nemendur þar af 120 í barnaskólanum. Sífelldar rigningar Tíðarfar hefir verið rysjótt hér við Breiðafjörð síðan um miðjan september og sífelldar rigningar. Þó hafa nokkrir dag- ar verið þurrir. Heyskapur hefir gengið í meðallagi hjá bændum en þó eru hey ekki eins mikil og góð og árið áður. Fyrstu og ann- arri göngu er þegar lokið og allsstaðar sem ég hefi til spurzt hafa heimtur verið góðar. Slátur fé er víðast heldur rýrara en í fyrra. LítiII afli Lítill afli hefir verið á bátana hér það sem af er hausti. Trillu- bátar hafa aflað verr en í fyrra og sama máli gegnir með stærri báta. Þó hafa komið fyrir sæmi- legir róðrar. Aðalfundur Skipasmíðastöðv- arinnar hf. í Stykkishólmi var nýlega haldinn. Var þar sam- þykkt í tilefni af því að miklar líkur eru fyrir að í vor verði byrjað á að reisa dráttarbraut í svonefndri Skipavík rétt við kauptúnið að fela stjórn félags- ins að athuga um að auka hluta- féð um 300 þúsundir. Undanfar- in ár hefir Skipasmíðastöðin veitt bátaflotanum við Breiða- fjörð ómetanlega þjónustu. Slipp stjóri er Kristján Guðmrmdsson en formaður félagsins Sigurður Ágústsson alþingismaður. Nýlokið er að mæla út fyrir vegi út í Skipavík og er gert ráð fyrir að þessi vegagerð hefjist innan tíðai. ^ — FréttaritarL } nyju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.