Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐlb
Laugardagur 14. okt. 1961
Ríkishandbók Islands
komin út
NytsÖm handbök um margvísleg efni
ÚT ER komin „Ríkishand-
bók íslands“ — og hefur
hún að geyma urmul af alls
kyns upplýsingum, sem eins
og nafnið bendir til snerta
einkum ríkið og hinar ýmsu
stofnanir þess.
Ritstjórar og útgefendur bók-
arinnar eru þeir Birgir Thorla-
cius ráðuneytisstjóri og Hendrik
Sv. Bjömsson sendiherra, en auk
þeirra hafa stjórnarráðsfulltrúar
Arni Gunnarsson og Sigurður J.
Briem unnið mikið starf við bók-
ina, að því er í formála segir.
Þar er einnig drepið á, að hlið-
stæðar bækur en þó um margt
ólíkar hafi verið gefnar út tví-
vegis áður hér á landi, af Hag-
stofu Islands árið 1917; tók dr.
Þorsteinn Þorsteinsson þá bók
saman; og þeim Agnari Kl. Jóns
syni, ráðuneytisstjóra, og dr.
Gunnlaugi Þórðarsyni, stjómar-
ráðsfultrúa, fyrir rúmum ára-
tug.
Fróðleg bók.
Meginefni bókarinnar er ann-
flrs sem hér segir: Stjórnarskrá-
in, Forseti Islands, Ríkisráð, Al-
þingi, Hæstiréttur, Alþjóða-
stofnanir sem ísland er aðili að,
Fulltrúar erlendra ríkja hér,
Fulltrúar Islands erlendis; Skrá
um ráðherra og ráðuneyti frá
Með ýsu og kola
til Bretlands
Akranesi, 13. okt.
TOGARINN Víkingur kom hing-
að af heimamiðum eftir 2ja vikna
útivist með 130 tonna afla, sem
nær eingöngu er ýsa. Svo vel
vildi tU, að dragnótabátarnir hér
hafa aflað 2—3 síðustu daga sam
tals 5 tonn af skarkola (rauð-
sprettu). Var því skipað um borð
í togarann í 30 punda kössum,
prýðilega vel ísuðu og frágengnu
að öllu leyti. Togarinn sigldi svo
til Bretlands, og er búizt við að
hann selji í Hull á miðvikudag.
Hringnótabátarnir Haraldur og
Skírnir fóru út í dag að leita síld
ar. í gær sköruðu tveir fram úr
um aflamagn, Böðvar fékk rúm
8 tonn og Reynir rúm 7 tonn.
Mikill hluti afla þeirra var háf-
ur. Hann er flakaður og hrað-
frystur. — Engir línubátar voru
á sjó í dag, en tvær trillur, sem
fiskuðu 400—500 kíló hvor. —
1904, Auglýsing um skipun og
skipting starfa ráðherra. Stjórn-
arráðið, Kirkjumál, Menntamál,
Heilbrigðismál, Héraðsdómarar,
löggæzla, tollgæzla o. fl. Bank-
ar, Ymsar ríkisstofnanir, Opin-
berar nefndir, Fálkaorðan og önn
ur heiðursmerki, Lög um þjóð-
fánann, Forsetaúrskurðir um
fánadaga, skjaldarmerkið, fána
og merki forseta, Félagaskrá o.
fl. Loks eru í bókinni litmyndir
af þjóðfánanum, ríkisskjaldar-
merkinu, fána og merki forseta
Islands og hinum ýmsu stigum
Fálkaorðunnar.
Eins og upptalning þessi ber
með sér er í bókinni að finna
ógrynni af fróðleik, sem tafsamt
er að safna saman og því ómet-
anlegt að haíp við hendina
skipulega flokkaðan innan
tveggja spjalda. Meðal þess, sem
útgefendur hafa lagt mikla á-
herzlu á, er að fá með í bókina
nöfn sem flestra starfsmanna
ríkisins og hefur sú upptalning
því ekki verið takmörkuð við
tiltekna launaflokka eins og áð-
ur.
Lítið upplag — 400
kr. eintakið.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur aðalútsölu bókarinnar og
var framkvæmdastjórinn, Gils
Guðmundsson, meðal viðstaddra
á blaðamannafundi, sem aðstand
endur Ríkishandbókarinnar
héldu síðdegis í gær. Skýrði hann
frá því, að þar sem upplag bók-
arinnar væri aðeins 500 eintök,
yrði ekki unnt að senda bók-
sölum hana i umboðssölu —
heldur aðeins gegn staðgreiðslu.
I útsölu mun bókin kosta kr.
400 eintakið. Áformað er að gefa
bókina út aftur endurnýjaða
sem allra fyrst — og helzt ár-
lega framvegis.
Þetta er fyrsti íslenzki kalkúnrinn, sem framreiddur hefur ver-
ið í íslenzku veitingahúsi, Hann var 15 kg að þyngd og hafn-
firzkur að ætt.
IMý söngkona í Klúbbnum
Á FUNDI með fréttamönnum í
gær kynnti Klúbburinn nýja
söngkonu, Margrétu Calva, sem
syngja mun þar næsta hálfan
annan mánuð. Hún er Þjóðverji
og hefur m. a. sungið í Berlínar-
útvarpið. Aðallega mun söngkon
an syngja Þýzk lög en einnig
nokkur ensk og frönsk; síðar
mun ætlunin að hún syngi á ís-
lenzku. Jafnframt hefur harmon
ikkuleikarinn Grettir Björnsson
tekið við hljómsveitarstjórn
uppi, en hann er nýkominn frá
Bandaríkjunum; niðri leikur
NEO-tríóið sem fyrr.
Þá er það og nýlunda, að í
Klúbbnum var fyrir skömmu
framreiddur fyrsti íslenzki kalk-
úninn, og munu gestir hér eftir
geta fengið kalkúnasteik ef þeir
óska. Þá létu forráðamenn
Klúbbsins þess getið, að ítalski
salurinn, sé leigður félagssam-
tökum og öðrum eftir vild til
fundarhalda og annars, en hann
er mjög hentugur til slíkra hluta
og hægt að skilja hann frá eftir
vild. Þá létu þeir þess getið, að
ekkert vandamál væri af ungling
Gjöld fyrir þjónustu
ákveðin í reglugerð
FRUMVARP um breyting á lög- aða þjónustu. sem nánar er til-
greind í frumv. og nú eru ákveð
in í lögum um aukatekjur ríkis-
sjóðs, skuli framvegis ákveðin
með reglugerð er ráðherra setur.
Er það sami háttur og nú tíðk-
um nr. 17/1948 um skráningu
skipa, og lögum nr. 40/1954 um
aukatekjur ríkissjóðs var til 1.
umræðu á fundi Efri deildar Al-
þingis í gær. Gerði fjármálaráð-
herra, Gunnar Thoroddsen, grein
fyrir áformuðum breytingum.
Snýst frumvarpið um það, að
gjöld fyrir afrit af skrásetning-
arskírteinum skipa og aðra svíp-
Fyrirspurn
til Asgeirs Hjaitarsonar, leikgagn-
rýnanda Þjóðviljans
1 LEIKDÓMI Asg. Hjartarsonar
um ,Strompleik“ Halldórs Lax-,
ness stendur eftirfarandi: „Skáld
ið skeytir engu um arfgengar
venjur í leikritun og gengur hik-
laust eigin slóðir og má telja til
lofs eða lasts að vild“
Það væri fróðlegt að vita
hvað gagnrýnandanum sjálf-
um finnst, eða er hann
kannski að velta spurningunni
fyrir sér? Væri t. d. hægt
að telja það til lofs, ef höfund-
ur færi ekki sínar eigin slóðir?
Ennfremur stendur: Hansen
gamli var ætlaður Lárusi Páls-
syni og þarf ekki að efa að fín-
leg og sannmannleg kímni hans
hefði notið sín ágæta vel í hlut-
verki þessa olnbogabarns.. “
Nú spyr undirritaður: Hvernig
er hægt að segja fyrir um, hvern
ig leikari hefði skilað hlutverki,
sem hann hefur ekki tekið að
sér?
Á fundi um leikgagnrýni sem
haldinn var í listamannaklúbbn-
um fyrir nokkrum árum stóð
Ásgeir Hjartarson upp og lýsti
því yfir í heyranda hljóði, að
hann og gagnrýnendur yfirleitt
hefðu sáralitið vit á leiklist. Per-
sónulega sagðist hann hafa tekið
að sér leikgagnrýni, af því skort-
ur væri á hæfum mönnum í starf
ið. Vonandi færi þetta að breyt-
ast og þá væri eðlilegt að nýir
menn tækju við. Ég er Ásgeiri
Hjartarsyni alveg sammála.
Og þá er spurningin: Hvenær
má vænta þessarar breytingar?
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna. ✓
Guðmundur Steinsson.
P.S. Fyrirspurn þessa neitaði
Magnús Kjartansson, ritstjóri að
birta í Þjóðviljanum á þeim
forsendum, að Ásgeir Hjartarson
stæði jafnfætis fremstu leik-
gagnrýnendum á Norðurlöndum,
og ofangreind fyrirspurn byggð-
ist á misskilningi undirritaðs!
G. S.
ast um gjöld, sem greiða ber fyr-
ir skoðun skipa.
Olafur Jóhannesson kvaddi sér
hljóðs að máli ráðherra loknu og
kvaðst álíta það skakka stefnu,
sem í frumvarpinu fælist, að taka
ákvörðun gjalda úr lögum og
fela hana framkvæmdavaldshafa,
enda þótt slíks væru mýmörg
dæmi. Einnig sagði hann, að taka
þyrfti til ítarlegrar endurskoð-
unar lög nr. 40/1954 um auka-
tekjur ríkissjóðs, þar sem þau
væru úrelt orðin.
Gunnar Thoroddsen, fjármála
ráðherra, tók til máls aftur.
Kvaðst hann telja athugasemd
Ol. J. rétta. að því er snertir
skatta og tolla, sem í samræmi
við stjórnarskrána bæri að
ákveða með lögum. Hér væri
hins vegar um að ræða gjöld
fyrir þjónustu. Um þau gegndi
öðru máli — og væri það skoð-
un sín, að athugasemdin ætti
þar ekki við.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs
og var frumvarpinu að svo búnu
vísað til 2. urnræðu og fjárhags-
nefndar.
Flugvél rakst á
Seúl, Suður-Kóreu,
13. okt. (NTB-Reuter)
FIMM manns biðu bana og átta
særðust er flugvél rakst á eim-
vagn í dag. í flugvélinni, sem var
flutningavél frá hemum, voru
fimmtán manns og vom hinir
látnu og særðu allir úr þeim
hópi. Farþega lestarinnar sakaði
ekki.
um í Klúbbnum vegna þess, 5ð
unglingar sæktu ekki þann stað.
Keppni meðal
skátaflokka
ANNAN nóvember næstkomandi
verða liðin 49 ár, frá því að
skátahreyfingin kom til Islands.
Þann dag mim hefjast keppni
milli skáta á Islandi um titilinn:
„Bezti skátaflokkur á Islandi
skátaárið 1962“. Þátttökutilkynn
ingar fyrir keppni þessa eiga að
póstleggjast í síðasta lagi n. k.
laugardag. Takmarkið er, að
helzt allir skátaflokkar á land-
inu verði með í keppni þessari.
Um leið og keppnin hefst, eða
2. nóv. n. k., hefst „skátaárið".
sem stendur síðan til 2. nóv.
1962. A þeim tíma verður reynt
á allan hátt að auka og bæta
skátastarfið á landinu og skapa
fleiri unglingum möguleika til
meira og betra skátastarfs
Stærstu viðburðir „skátaárs-
ins“ verða Landsmót á Þing-
völlum um mánaðamótin júlí-
ágúst næsta sumar og hátíða-
höld í hverju byggðarlagi 2. nóv.
1962.
A Landsmótinu má gera ráð
fyrir mikilli þátttöku, bæði inn-
lendra og erlendra skáta.
Ástæðulaus ótti
í GÆR tóku menn á Patreksfirði
að óttast um opinn vélbát,
Klukkutind, sem farið hafði í
róður á fimmtudagskvöldið. Á
bátnum er einn maður. Síðdegis
í gær bárust svo fregnir um, að
Skjaldbreið hefði siglt fram hjá
bátnum um 3 leytið í gær
skammt undan ■ Dritvíkurtanga
og virtist þá ekkert vera að’hjá
Klukkutindi.
Sjálfstæðisfélag
Miðneshrepps
A SUNNUDAGINN kl. 2 e. h.
verður aðalfundur Sjálfstæðis-
félags Miðneshrepps haldinn i
samkomuhúsinu í SandgerðL
Þar fara fram venjuleg aðalfund-
arstörf. Auk þess verða kosnir
fultrúar á Landsfund Sjálfstæð-
isflokksins. Félagsmenn eru
hvattir til að fjölmeima.
Sjálfstæðisfélag
Sauðárkróhs
SJALFSTÆÐISFÉLAG Sauðár-
króks heldur aðalfund sinn mánu
daginn 16. okt. í bæjarþingssaln-
um á Sauðárkróki kl. 20:30.
Dagskrá: 1) Inntaka nýrra fé-
laga. 2) Venjuleg aðalfundar-
störf. 3) Kosning fulltrúa á lands
fund Sjállfstæðisflokksins. 4) Er-
indi um bæjarmál, Rögnvaldur
Finnbogason bæjarstjóri. 5) Er-
indi um atvinnumál, Halldór Jóns
son framkvæmdastjóri. 6) Önn-
ur mál.
Séra Gunnar Gíslason, alþingis
maður, mætir á fundinum. Allt
stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks-
ins velkomið á fundinn.
— Stjómin.
NAIShnihr / SVSOhnútar ¥: Snjókoma f ÚSi V Skúrir K Þrumur W'%, KuUoakH Hitaski!
Rússar kaupa
2,500 tonn
RÚSSAR hafa gert samning um
kaup á 2500 lestum af hraðfryst-
um fiski. Fyrr á árinu höfðu þeir
keypt 5000 lestir. Megnið af þeim
fiski, sem nú verður seldur, er
karfi og mun verðið vera £ 140
pr. tonn. Takmarkað magn verð-
ur selt af upsa — á £130 pr.
tonn.
— Gefa gervihnettii
Framh. af bls. 1
rúmkílómetrum af vatnsskýjum
vóir á þennan hátt breytt í ís,
sem síðan féll skaðlaus í Atlants-
hafið. Stormurinn fór með strönd
inni og sveigði síðan aftur til
hafs.
Reichelderfer sagði, að verið
væri að rannsaka möguleikana á
því, að eyða fellibyljum með ein-
hverju móti og væri í því sam-
bandi íhugað hver áhrif kemísk
efni, eldur eða kjarnorkusprengj-
ur kynnu að hafa, ef þeim væri
beitt í þessu skyni. Allar þessar
aðferðir virðast hafa nokkra
slæma vankanta. Þó upplýsti veð
urfræðingurinn að átta 20 kíló-
tonna sprengjur jafngiltu aðeina
tíunda hluta af einu prósenti
þeirrar orku sem fellibylur los-
aði á 40 mínútum.
H Hml |
UM hádegið í gær var hæg SA og rignlng í nótt en SV
S-átt með 10—12 st. hita um kaldi og skúrir á morgun.
allt land. Skúrir sunnanlands, Breiðafjörður, Vestfirðir og
en þurrt fyrir norðan. Há- miðin. SA og sunnan kaldi,;
þrýStisvæði mjög stöðugt er rigning með köflum.
um Norðursjó að aðliggjandi
löndum, en lægðarsvæði þrá- Norðurland til Austfjarða,
lát á Grænlandshafi og norðurmið og NA-mið: Simn-
S-Grænlandi. Lítur því út fyr an gola eða kaldi, úrkomu-
ir hlýtt og vætusamt veður- lítið og hlýtt.
lag hér við land næstu dægr-
in. SA-land, Austfjarðarmíð og
Veðurspáin kl. 10 I gærkvöldl SA-mið: Sunnanátt, allhvass
SV-land og miðin: AUhvass í nótt, rigning með köflum.