Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 14. okt. 1961 Mesti Norðmaður vorrar aldar, Fridtjof Nansen S'ibari grein Skúla Skúlasonar U M þær mundir sem Nansen kom heim úr íshafsleiðangri sínum var stjórnmáladeilan við Svía í algleymingi. Og þó að Nansen hefði ekki slnnt stjórn- jnálum til þessa, hlaut að koma að því, að hann tæki virkan þátt í þeirri baráttu. „Takið þér við stjórninni — þér eruð fáni Noregs!“ hrópaði rithöfundur- inn Sigurd Bödker til hans í ræðu á fundi í stúdentafélag- inu. Hann treysti honum betur til afreka en Christian Michel- Sen. En Nansen treysti Michelsen bezt allra manna pg gerðist liðs- maður hans. Inn á við lét hann lítið á sér bera, en þeim mun meira út á við. Hann skrifaði fjölda greina í heimsblöðin og skýrði þar málstað Noregs. Og það var tekið eftir því sem Nansen skrifaði. Enginn maður vann betur að því að skapa samúð með Noregi í deilunni við Svía en hann, hjá erlend- um þjóðum. Það var Nansen sem Michelsen sendi til Lond- on til þess að fá Breta til að viðurkenna aðgerðir Noregs, og það var Nansen, sem sendur var til Kaupmannahafnar til þess að tala við Kristján IX og Carl sonarson hans um að setjast í norskt konungshásæti. Nansen hafði verið skipaður prófessor við háskólann í Kristianiu — án fyrirlestraskyldu — eftir að hann kom úr „Fram“-ferðinni 1897, og hafði að mestu haldið kyrru fyrir síðan. Hann hafði skömmu eftir að hann giftist byggt sér hús á Lysaker og kalaði það „Godth&b“, til minn- ingar um vetursetu sína í Græn landi. Nú byggði hann sér ann- að stærra hús þar skammt frá, og heitir það Polhögda, og þar bjó hann til dauðadags. Þegar konungsslitin við Svía voru gengin um garð, skipaði Michelsen Nansen sendiherra í London. Þar var hann staddur 1907 er kona hans veiktist og dó. Nansen vissi ekki fyrr en Um seinan hve alvarlegur sjúk- dómurinn var, og þegar hann kom heim til Lysaker var hún látin. Nansen tók sér þennan mikla missi mjög nærri. En tólf árum síðar giftist hann í annað sinn. Síðari konan hét Sigrun Munthe. Hann undi ekki í sendiherra- embættinu eftir þetta. Segir að sér hafi fundizt sú staða „and- styggileg". Og 1908 er hann skipaður prófessor í haffræði við háskólann í Kristianíu og á næsta ári kaupir hann sér smá- skip, „Veslemöy" og er í stutt- um ferðum norður í höf við rannsóknir. Þær ferðir hristu betur af honum þunglyndið en nokkuð annað. Að opinberum málum gefur hann sig litið, nema hvað hann ritar stundum um hervamir Noregs og að þær þurfi að auka. Hann sá heims- styrjöldina í aðsigi. En ævintýraþráin var ekki slokknuð. Nansen studdi Roald Amundsen með ráði og dáð og lánaði honum „Fram“ til að komast til norðurheimskautsins. En sem kunnugt er sneri Amund sen við blaðinu og hélt til suð- urpólsins í staðinn. En þangað mun Nansen hafa ætlað sér sjálfur. Að minnsta kosti var sagt eftir á, að Amundsen hefði „stolið suðurheimskautinu“ frá Nansen. Svo kom stríðið. Vegna hafn- banna varð þröngt í búi hjá Norðmönnum. Bandaríkin vildu ekki selja þeim matvæli. Nan- sen var sendur vestur og greiddi úr málinu og gerði samn inga, sem hann ekki hafði leyfi stjórnarinnar til að undirskrifa, því að ef hann hefði beðið eftir umboðinu, hefði hann misst af tækfærinu. Til loka stríðsins er hann í sífelldum sendiferðum fyrir stjórnina — í London, Washington, París og Genf. Nú er hann ungur í annað sinn, jafn áhugasamur við samninga- borðm og hann áður hafði ver- ið um að skjóta sel og hvíta- birni. Nansen hafði á striðsárunum skrifað um nauðsyn þess, að eftir stríðið yrði stofnað þjóða- samband til að vinna að friði og afstýra styrjöldum, og haustið 1918 hafði hann stofnað í Nor- egi félag sem hét „Dan norske forening for nationenes liga“. Árið eftir fór hann til London til þess að bera samþykktir þessa félags undir ráðandi menn, og þaðan til París. Þá sat frið- arfundurinn í Versölum og stór- laxamir fjórir — Clemenceau, Lloyd George, Wilson og Or- lando — voru sem óðast að teikna nýtt landabréf af ver- öldinni. Nansen leizt illa á þá teikningu og ekki betur á frum- varp það, sem þar lá fyrir um stofnun alþjóðasambands, sem sigurvegararnir einir skyldu hafa aðgang að. Engin hlutlaus ÞAÐ var brotið í blað í sögu íslenzku húsfreyjunnar með setn ingu laga um orlof henni til handa. Þar með hlaut hún op- inbera viðurkenningu fyrir þvi, að starf hennar væri þjóðinni í heild nytsamlegt og bæri að hlynna að hag hennar. En svo sem kunnugt er, hafa þessir starfsþegnar þjóðfélagsins orðið afskiptir um aðhlynningu af hálfu hins opinbera, og það lát- ið ráðast, að mestu, á hverju hefur oltið um einkahag hverr- ar og einnar. Lögboðna frídaga þekkir þessi fjölmenna stétt einkum af afspum, og því helzt, að það eru oft annasömustu dagar húsfreyjunnar, þegar aðr- ir meðlimir fjölskyldunnar hafa frí frá störfum og skólum. Þótt mjög sé misskipt um hag og heimilisástaéður húsmæðra munu þó langflestar sitja við sama borð hvað það snertir, að þurfa að gegna störfum alla daga ársins og einattt þreyt- andi störfum við erfið skilyrði, að ekki sé talað um hve vinnu- tíminn er óhæfilega langur, og mæður ungra barna þekkja það, að um öruggan svefntíma er oft ekki að ræða. Mætti bæta því við, að húsmæður hafa ekki veikindafrí á sama hátt og þeir, sem vinna hjá öðrum, því að sárasjaldan er nokkur til að hlaupa í skarðið. Enda segja læknar að örðugt sé að koma húsmæðrum til heilsu eftir skurði, slys o. fl. þar sem þær geti sjaldnast verið frá störf- um eins lengi og nauðsynlegt sé til að ná eðlilegum bata. Að þessu athuguðu er orlof húmæðra ekki aðeins réttlætis- mál, hvað þær sjálfar snertir, heldur má einnig líta á þetta frá þjóðhagfræðilegu sjónarmiði, því þýðingarmikla starfi, sem húsmóðirin gegnir, ekki aðeins í þágu fjölskyldu sinnar, held- ur einnig þjóðarinnar, hlýtur lönd og ekki heldur Rússland, sem hafði samið sérfrið fyrir stríðslokin. Nansen — „mikli maðurinn frá litla landinu" — gat lagfært þessa firru, og þeg- ar Alþjóðasambandið kom sam- an í Genf árið eftir var Nor- egur meðlimur þess, ásamt fleiri hlutlausum þjóðum. Og Nansen var formaður norsku sendinefnd arinnar. Þau tíu ár, sem hann átti enn ólifuð, var allt hans starf helg- að Alþjóðasambandinu. Og það sem hann vann innan vébanda þess, stendur enn eins og klett- ur úr hafi. Dómur skilríkra manna um Alþjóðasambandið, sem að lokum veslaðist upp og fórst í nýrri styrjöld, sem því hafði verið ætlað að afstýra, er á þá leið, að „verk Nansens hafi verið það nýtilegasta sem Alþjóðasambandið lét eftir sig“. En hann kom ekki öllu fram sem hann vildi. Frá öndverðu barð- ist hann fyrir því að Þjóðverj- ar yrðu teknir í sambandið og Versalasamningarnir yrðu end- urskoðaðir. Þetta varð ekki fyrr en 1926. En þá var það um sein- an. Ef Þjóðverjar hefðu verið teknir í sátt þrem árum fyrr, væri síðari heimsstyrjöldin kanski ekki til í veraldarsög- unnL Mannvinurinn Fridtjof Nansen Meðan „stórlaxarnir fjórir" að vera betur borgið í höndum þeirra, sem ganga heilar og hressar að verki, og almennt orlof húsmæðra, ekki aðeins einu sinni á æfinni heldur ár- lega mundi auka á lífsgleði og starfsþrótt samanber: „í orlofi, í orlofi er öllum hollt að dvelja, og koma aftur hress og hýr og hefja starfið eins og nýr....“ Þó að orlof húsmæðra sé óum deilanlega sjálfsagt hefur þó kostað áralanga baráttu, eldmóð og þrautseigju að hrinda því áleiðis, svo að það næði áheym hinna vísu löggjafa vorra og yrði að lögum með þar til heyr- andi fjárhagslegri fyrirgreiðslu, sem er þó hvergi nærri full- nægjandi. Þess vegna hefur komið til kasta kvennanna sjálfra að sjá málinu borgið með sjálfboðavinnu og fjárframlög- um, og má í því sambandi nefna orlofssjóð, er stofnaður var á fundi Bandalags reykvískra kvenna á síðastliðnu hausti. Þær, sem vilja styrkja þennan sjóð með gjöfum og áheitum geta snúið ' sér til orlofsnefndar Reykjavíkurbæjar: frú Herdísar Ásgeirsdóttur, Hávallagötu 9, frú Hallfríðar Jónasdóttur, Brekku- stíg 14b og frú Helgu Guð- mundsdóttur, Asgarði 111. Fyrsta orlofsdvöl reykvískra kvenna var lögum samkvæmt haldin á vegum fyrrgreindrar nefndar að Laugarvatni dagana 28. júní til 7. júlí í sumar. Ná- lægt 50 konur tóku þátt í dvöl- inni. Foringi hópsins var frú Herdís Ásgeirsdóttir, sem, svo sem kunnugt er, hefur barizt ósleitilega fyrir framgangi or- lofsmálsins. Þessi fyrsta orlofs- dvöl tókst frábærlega vel og varð öllum konunum til andlegr ar og líkamlegrar endumæring- ar. Þær voru samstilltar í því að njóta orlofsdaga sinna sem bezt og héldu merki gleðinnar hátt á loft. Mikið var ort og Fridtjof Nansen sátu og skeggræddu og teikn- uðu landabréf í Versölum, ráf- uðu hundruð þúsunda af stríðs- föngum innan gaddavírsgirð- inga í óvinalandi, einkum í Þýzkalandi og Rússlandi og æptu af hungri — þeir sem ekki voru orðnir svo sljóir, að þeir væru hættir að æpa. Og þess- um mönnum þurfti Alþjóðasam- bandið að reyna að líkna. Leysa þá úr viðjunum og koma þeim heim. Sambandsráðið í Genf treysti engum manni betur til þessa vandaverks en Nansen. Það sendi sir Philip Noel Baker til hans til Osló til að biðja hann um að taka það að sér. Og Nansen bað um umhugsunar frest en svaraði eftir þrjá daga: Já! Hafi þrekvirki nokkurn tíma verið unnið í veröldinni, þá var það þetta, sem Nansen vann nú. Þama stóð hann með tvær hend ur tómar, en það fyrsta sem þurfti var peningar. Hann byrj- aði fjárbónir sínar hjá norður- landaríkjunum, síðan í öðrum smáríkjum og svo í Bretlandi, sungið á Laugarvatni þessa björtu vordaga. „Við syngjum okkar orlofsljóð í orlofsskapi orlofsfljóð ....“ Aðbúnaður af hálfu hótel- stjóra og starfsliðs var með miklum ágætum og veizlur góð- ar hjá frú Hvannberg í Útey og í Garði hjá Bjarna Bjarnasyni fyrrverandi skólastjóra og frú hans. Undir forystu frú Herdísar Ásgeirsdóttur sameinuðust þess- ar mörgu og ólíku konur í einn samstilltan systrahóp, sem ekki aðeins naut lífsins í ríkum mæli heldur vildu af systur- legu kærleiksþeli fyrirbúa öðr- um konum jafn ánægjulega or- lofsdvöl á næsta sumri og lögðu til þess allverulega fjárupphæð í orlofssjóð. En einnig komu nokkrar konur fram með þá hugmynd, að halda bazar í haust og sýna þannig í verki þakklæti sitt íyrir orlofsdvölina og hrifningu sína á orlofsmál- inu, en fé því, sem inn kæmi fyrir bazarinn skyldi varið til að styrkja konur til sumarleyfis næsta sumar á vegum orlofs- nefndar. En svo sem áður er sagt, eru fjárframlög hins opin- bera (ríkis, bæja- og hrepps- félaga) hvergi nærri fullnægj- andi. í bazarnefnd voru kosn- ar eftirtaldar konur: Frú Stein- unn Finnbogadóttir, Ljósheim- um 4, frú Sigurlaug Guðmunds- dóttir, Skólavörðustíg 12 og frú Anna Rist, Kvisthaga 17. Bazarinn verður haldinn í Breiðfirðingahúð uppi á sunnu- daginn 15. þ. m. Hefst salan kl. 2. Vafalaust verður hægt að gera þar góð kaup. Konur, styðj um orlofsmálið, fjölmennum í Breiðfirðingabúð á sunnudag- inn. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Gott málefni - gdður bazar og kom síðan skipulagi á starf- ið, sem hlaut nafnið Nansens- hjálpin. í samvinnu við Rauða krossinn fór hann nú að senda mat í fangabúðirnar til þess að forða fólki frá sveltidauða. Og svo hófust skipti á föngum. —■ Fjórtán þýzk, hernumin skip byrjuðu mannflutninga milli rússneskra og þýzkra hafna, með rússneska fanga úr Þýzka- landi austur, og þýzka úr Rúss- landi vestur. Eftir eitt missiri hafði Nansen komið 200 þúsund föngum til skila og 1921 voru 50.000 komnir heim, sumir úr sex ára fangavist. Sama árið hófst hungursneyð- in mikla í Rússlandi. Sjö undan- afrin ár höfðu flestir rússnesk- ir bændur á herskyldualdri ver- ið í styrjöld, býli þeirra kom- ust í órækt og hrörnuðu. Og svo komu þurrkarnir miklu sumar- ið 1921 og akrarnir skrælnuðu. Hungursneyðin vofði yfir 25 milljónum manna. Uppskeru- bresturinn var svo mikill, að fyrirsjáanlegt var að ekkert korn yrði til útsæðis á næsta ári, en það þýddi algera tor- tímingu þeirra, sem landbúnað stunduðu. Maxim Corki sendi frá sér neyðarkall um hjálp, og beindi því ekki til ríkisstjórna ■ stórveldanna heldur til Frid- tjofs Nansens persónulega. Hann brást við kallinu, þó hann hefði ærið annað að hugsa. Því að enn var eftir meira en hálfönnur milljón fanga, sem þurftu að komast heim. Og margir þessara fanga áttu engan vísan samastað, þeir höfðu hvorki vegabréf né skírn arvottorð. Þeim var allsstaðar úthýst því að þeir voru hvergi löggiltir ríkisborgarar — „áttu hvergi heima“ — fyrrverandi ættjörð þeirra var komin undir yfirráð annars ríkis. Þá var það sem Nansen fékk því til vegar komið, að þetta fólk fengi svo- kallaðan „Nansens-passa“, sem gerði því kleift að gera grein fyrir sér og fá borgararétt i nýju landi. Á þann hátt varð nafnið NANSEN einskonar föð- urland fjölda fólks. Flest af því hefur nú fengið borgararétt á ný, en þó eru þeir margir, sem ekki hafa eignazt neitt föðurland aftur — nema Nan- sen. Árið 1929 — einu ári áður en Nansen dó, voru þó enn eftir um milljón flóttama’nna, sem Nansen hafði ekki fengið land- vist fyrir og útvegað atvinnu, Þau lönd, sem tóku við flestum landlausum flóttamönnum i fyrstu, voru Frakkland og Tékkóslóvakía. Þeir voru ekki hvað sízt fólk, sem misst hafði ættjörðina, er Tyrkir tóku af Grikkjum lönd þeirra í Litlu- Asíu. En víkjum aftur að hungurs- neyðinni í Rússlandi. Nansen var svo önnum kafinn við flóttamennina, að hann þóttist illa fær um að taka að sér stjórn baráttu gegn hungurs- neyðinni við Volgu og í Úkra- ínu. — Hvað á ég að gera, hverju á ég að svara? spurði hann vin sinn, Erik Werenskiold málara. Og svar hans er góð lýsing á Nansen: — Þú veizt að þér verður aldrei rótt ef þú gerir það ekkl. Hann gerði það og tók til starfa strax. Því að mikið lá á. í Genf spurði hann fulltrúa stórveldanna: „Er nokkur mann eskja til, sem þorir að standa upp og segja: heldur skulu 20 milljónir manna svelta í hel, en að ég styðji sovétstjórnina?“ — Aðeins einn stóð upp og sagði já, það var fulltrúi ríkis á Balkanskaga. Hann var hrein- skilnastur, en allir hinir þögðu, en voru á sama máli. Stórveld- in vildu fá viðurkenningu sov- étstjórnarinnar á því að hún tæki að sér að greiða erlendar skuldir zars-veldisins, áður ei» þau lofuðu að bjarga 20 millj. manna frá hungurmorði. En Nansen gafst ekki upp, Hann fór sjálfur til hungurhér- aðanna og sá svo miklar skelf- Frh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.