Morgunblaðið - 14.10.1961, Page 12

Morgunblaðið - 14.10.1961, Page 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 14. okt. 1961 Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kris-íinsson. Ritstjóm: .\ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. STUDENTAR OG VESTRÆN SAMVINNA Hvarvetna í heiminum flýr fólk ríki kommúnismans, ef því gefast nokkrir möguleikar til þess, Þessi mynd sýnir flóttafólk frá himu kommúníska Norður-Vi etnam, sem kemur til Saigon, höfuðborgar S.-Vietnam. Flóttamannastraumurinn að norðan hófst þegar eftir skiptingu lands- ins, árið 1954. „Bylting vonanna" fyrir dyrum / Suður-Vietnam? ¥ öngum hefur helzta deilu- mál meðal háskólastúd- enta verið vestræn samvinna og hve mikinn þátt fslend- ingar ættu að taka í henni. Þegar afstaðan til Atlants- hafsbandalagsins hefur verið til umræðu á almennum stúdentafxmdum, hefur venju lega verið mjög mjótt á mun- unum milli stuðningsmanna og andstæðinga bandalags- ins. Eftir úrslitum stúdenta- fundarins í fyrradag að dæma, eru andstæðingar vest rænnar samvinnu nú á hröðu undanhaldi meðal háskóla- stúdenta. Lýðræðissinnar fengu kjörna 4 menn af 5 í báðar þær nefndir, sem sjá um hátíðahöldin 1. desember. Kommúnistar og sá armur Framsóknarflokksins, sem þeim fylgir að málum, fengu í atkvæðagreiðslum alls 26 og 32 atkvæði á móti 106 og 113 atkvæðum lýðræðis- sinna. Æskulýðurinn gerir sér glögga grein fyrir því, að við getum ekki verið ein- angraðir í heimi nútímans, við hljótum nauðugir viljug- ir að vera þátttakendur í þeim átökum, sem eiga sér stað milli ofbeldisstefnu kommúnismans annars vegar og stefnu frelsis og lýðræð- is hins vegar. í þeim átök- um getur hvorki þjóð né einstaklingar verið hlutlaus, og íslenzka þjóðin hefur ekki barizt fyrir frelsi sínu um aldaraðir til þess að afhenda það ófyrirleitnum vaWaræn- ingjum. Þess vegna hlýtur hún að standa við hlið þeirra, sem staðráðnir eru í að varð- veita frelsi sitt og hindra frekari útþenslu hinnar kommúnistísku heimsvaWa- stefnu. MANNAVEIÐAR TTörmulegt er til þess að •*■■■■ vita, að hér á landi skuli hópur manna syngja ofbeW- inu lof og dýrð dag hvern, og annar hópur styrkja þessa aðdáendur ofbeWisins með því að hlýða kalli þeirra, ljá þeim nöfn sín í áróðurstil- gangi og uppáskrifa siðferð- isvottorð fyrir Kremlverja. Menn þessa er ekki hægt að afsaka með því að þeir viti ekki hvaða öflum þeir eru að þjóna. Svo opinberar hafa ógnirnar verið að und- anförnu, að enginn getur lok að fyrir þeim augunum. Og menn þeir, sem í dag neita að taka einarða afstöðu gegn heimskommúnismanum, segja raunar um leið, að þeir dái — eða a.m.k. láti sér í léttu rúmi liggja — aðgerðir á borð við þær, sem við blasa í Berlín. Þjóðarfangelsun inn an gaddavírs og múrgirðinga, mannrán og morð í allra augsýn. Vissulega er það furðulegt, að slíkar aðfarir skuli eiga formælendur meðal okkar þjóðar, sem barizt hefur fyr- ir frelsi, menningu og varð- veizlu mannréttinda. Það á að vera skyWa allra góðra manna að berjast gegn slík- um áhrifum í okkar þjóðlífi, og er ánægjulegt að íslenzkir stúdentar skuli einmitt helga hátíðahöldin 1. des. þeirri baráttu. HER SAMEINUÐU ÞJÖÐANNA ótt við íslendingar höfum sjálfir engan her, þá greiðum við til hers Sam- einuðu þjóðanna nær því eina milljón króna. Þetta framlag teljum við sjálfsagt, enda eru vonir smáþjóðanna um að geta haldið frelsi sínu og sjálfsforræði nátengdar Sameinuðu þjóðunum. Undir áhrifamætti þeirra getur það verið komið hvort friður og frelsi fær að ríkja í heims- byggðinni eða ekki. Allar þjóðir vildu að sjálf- sögðu geta verið lausar við hermennsku, en því miður er ekki þannig umhorfs í heim- inum að líkur séu til, að þær óskir fái að rætast í náinni framtíð. Hinir kommúnist- ísku ofbeWismenn hafa það á stefnuskrá sinni, að leggja undir sig þjóðlönd og svipta menn frelsi. Ekkert annað en vaW fær stöðvað þær fyr- irætlanir, og þess vegna verða lýðræðisþjóðirnar að hafa öflugar varnir. Menn dreymir um það að þróunin geti orðið sú að að- eins verði einn her í veröW- inni, þ.e.a.s. á vegum Sam- einuðu þjóðanna, einmitt sá her, sem við' íslendingar styrkjum með fjárframlög- um, þótt smáir séum. Slíkt alheims löggæzlulið þyrfti vissulega að leysa af hólmi heri hinna einstöku þjóða. SUÐUR-VIETNAM og ástand ið þar er nú stöðugt ofarlega á baugi, og einkum lítur Bandaríkjastjórn þangað á- hyggjuaugum. Er nú verið að rannsaka ýtarlega vestur í Washington, til hvaða að- gerða skuli grípa til þess að binda endi á hinn ákafa skæruhernað kommúnista í S.-Vietnam og tryggja ör- yggi og sjálfstæði landsins. — Eins og kunnugt er af fréttum, er Maxwell Taylor, persónulegur hermálaráð- gjafi Kennedys Bandaríkja- forseta, nú á förum til S.- Vietnam til þess að kanna ástandið þar — og að feng- inni skýrslu hans, mun Banda ríkjastjórn taka ákvörðun um það, hvort nauðsynlegt sé að senda herlið til landsins, en það mun ekki gert, nema það verði talin algerlega óhjá- kvæmileg nauðsyn. — Hins vegar er nú unnið að því í Washington að hrinda í fram kvæmd víðtækri umbóta- áætlun á sviði efnahags- og þjóðfélagsmála í S.-Vietnam. Er áætlun þessi talin sú viða mesta á sínu sviði, sem Bandaríkin hafa nokkru sinni staðið að í Suðaustur- Asíu. — ★ — Eins og kunnugt er, fór Lyndön B. Johnson, varaforseti Banda- ríkjanna, vel heppnaða „könnun- arferð“ til ýmissa Asíulanda sremma á þessu ári og kom þá m. a. til Suður-Vietnam. Hann fuilvissaði forseta landsins, Ngo Dinh Diem, um það, að Banda- rikin myndu styðja stjórn hans í baráttunni gegn kommúnistum af ráðum og dáð. Skömmu eftir heimkomu Johnsons var svo send nefnd fjármálasérfræðinga til S.-Vietnam, á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins, undir for- ustu dr. Eugene Stanleys, for- stjóra Stanford-rannsóknastófn- unarinnar, til þess að gera tillög- ur um „varnir“ landsins, að öðru leyti en því, sem að hermálum sneri — þótt þau hljóti að sjálf- sögðu að hafa áhrif á allar áætl- anir. — Fyrir um það bil tveim og hálfum mánuði skiluðu sér- fræðingar þessir svo áliti til Kennedys forseta. Mun það hafa hlotið samþykki í grundvallar- atriðum í Hvíta húsinu. * HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR .... í „Stanley-skýrslunni", eins og álit þetta er almennt nefnt, er lögð megináherzla á hröð hand- tök við framkvæmd öryggisáætl- unarinnar — Og miðast hún við það, að öryggi Suður-Vietnam verði tryggt við árslok 1962. — Að því er bezt er vitað, virðast Bandaríkjamenn staðráðnir í að ná þessu markmiði, hvað sem það kostar — en fyrir fram er ljóst, að það verður óhemjudýrt. Á þessu tímabili skal efla her S.-Vietnam, þjóðvörðinn og hinar svonefndu „sjálfsvarnarsveitir" svo mjög, að lið kommúnista geti engan veginn staðizt þeim snún- ing. Þá verða æskulýðssamtök lýð veldisins efld : allan hátt og verk svið þeirra víkkað. Þús. radíó- stöðva og móttökutækja verður komið upp í bæjum og þorpum um gervallt landið til þess að tengja hin afskekktustu héruð við varnarkerfið — o. s. frv. — Að þessu leyti er beinlínis fjallað um varnir landsins í Staley-skýrsl- unni. En mikilvægasti hluti henn ar snýst hins vegar um algera endurskipulagningu landsbyggð- arinnar í S.-Vietnam — að vísu með sérstöku tilliti til hinnar hernaðarlegu aðstöðu. ★ „BÆNDABORGIR“ Dr. Staley hefir ákveðið mælt með því, að bygging svonefndra „agrovilles“ verði hafin að nýju Og með mjög auknum krafti. „Agrovilles" (sem e. t. v. mætti nefna bændaborgir á íslenzku) eru smáborgir, sem byggðar eru frá grunni úti á landsbyggðinni, og koma í stað hinna dreifðu, varnarlausu þorpa á Mekong- sléttunni, sem lögð eru niður jafn óðum og hinar nýju borgir rísa. Bændaborgirnar eiga að vera sem allra sjálfstæðust samfélög, með eigin skóla, sjúkrahús, eigin mark aði o. s. frv. Ræktarlandinu um- hverfis þær er skipt upp að nýju milli bændanna, á grundvelli sjálfseignarréttarins. — Mörg þús und bænda hafa þegar flutzt í þessar nýju borgir, en þar hljóta þeir nokkurn veginn örugga vörn gegn skæruliðum og hermdar- verkamönnum kommúnista — og, að vissu marki gegn komnr.ún- ískri undirróðurs- og byltingar- starfsemi. Þegar þessi nýbygging var haf- in á sínum tíma, töldu margir hana fullnaðarsvár við kommn- ista-ógninni. En óþörfum þving- unum var beitt við það að leysa upp hin gömlu og varnarlausu þorp, 'og mörgum hundruðum bænda var gert að skyldu að vinna við byggingu nýju borg- anna — sem kauplausir sjálfboða liðar. Þessi skipulagslegu og sál- fræðilegu mistök gerðu það að verkum, að áætlunina um bænda- borgirnar rak upp á sker. Þó hafa nú þegar verið reistar 26 slíkar borgir — og er íbúatala þeirra samtals tæplega 100 þúsund. —. Dr. Staley og félagar hans telja bændaborgahugmyndina stefna I rétta átt — og leggja til, að Banda ríkin leggi fram fé til að reisa um 100 slíkar. Stjórn Suður-Viet- nam hefir á hinn bóginn heitið því, að beita ekki slíkri hörku sem fyrr við byggingu borganna og flutning fólks til þeirra. k „HERSTJÓRNAÞORP“ Jafnframt er lagt til, að þessi áætlun verði færð talsvert út, ef svo mætti áegja. Hið næsta hverri „bændaborg“ skal reist eitt (eða jafnvel tvö) „herstjórn- arþorp“ (strategic villages), með um 1.500 íbúum hvert. Þessi þorp skulu rammlega víggirt með vír- og bambus-gerði Og umkringd varðturnum. Verða þau þannig eins konar útverðir bændaborg- anna — íbúar beggja samfélag- anna eiga að vera öruggir gegn árásum skæruliða. Þorpsbúar skulu svo eiga aðgang að skólum, sjúkrahúsum og annarri opin- berri þjónustu í bændaborgunum, Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.