Morgunblaðið - 01.11.1961, Page 11
Miðvikudagur 1. nóv. 1961
MORGVN BLAÐIÐ
n
Abstoðarstúlka
á lækningastofu
helzt ekki yngri en 30 ára,
óskast. Verzlunar- eða gagn-
fræðamenntun æskileg. Til-
boð nr. >,7135“ sendist blaðinu
ásamt upplýsingum um fyrri
störf, menntun, aldur og helzt
mynd og meðmælum, ef til
eru.
Vinsælar
fermingargjafir
Listskautar með skóm.
Hockey-skautar með skóm.
Skíðaútbúnaður
Ljósmyndavélar
Mataráhöld í töskum, 1—6
manna.
V eiðistangasett
Ferða-gasprímusar
Áttavitar o. m. £1.
Kjörgarði, Laugavegi 59.
Falleg
tizkuverzlun
Ný tízkuverzlun á Klappar-
stígnum milli La-ugavegs og
Hverfisgötu, vakti athygli
mína á dögunum. Það er allt-
af eitthvað forvitnislegt við
nýjar verzlanir. allt er svo
nýtt og glæsilegt og öllu svo
smekklega fyrirkomið. Nú-
jæja, ég stóðst ekki mátið og
gekk inn. Og varð sannarlega
ekki fyrir neinum vonbrigð-
run. Meðfram veggjum blasti
við mér glæsilegt úrval af
kápum, allar samkvæmt nýj-
ustu tízku, enda var mér sagt
að þær væru nýkomnar til
landsins og verðinu virtist
mér mjög í hóf stillt. Enn-
fremur vakti það athygli
mína að í þessari verzlun er
mjög þægilegt að máta og
skoða hverja einstaka kápu
en það er sannarlega mjög
mikils virði að viðskiptavin-
um gefist tækifæri til þess að
skoða það sem hann hefur
áhuga á I vistlegum og rúm-
góðum húsakynnum. I>að þarf
ekki að orðlengja það að ég
festj kaup á nýrri kápu —
ekki af því að henni hafi ver-
ið þrengt upp á mig, það er
nú öðru nær — heldur af
því að ég kunni vel við mig
í kápunni og var búin að ráð-
gera að fá mér nýja kápu
fyrir veturinn.
Og getið þið nú hvað verzl-
unin heitir. í>að er annars
ekkert leyndarmál. Hún heitir
Guðrúnarbúð. Klapparstíg 27.
Auglýsing.
\ T H U G I Ð
að borið saman að útbreiðslu
■>r langtum ódýrara að auglýsa
Morgunblaðinu, en ðörum
Möðum. —
Þjdðarbúskap-
ur og kaupgeta
IMoregsbréf frá Skúla Skulasyni
p. t. Osló, 12. okt.
STÓRÞINGIÐ er tekið til starfa.
Það kom saman til undirbúnmgs
2. okt. en var ekki sett fyrr en
viku síðar, á mánudaginn var.
Og daginn eftir lagði Bjerve fjár
málaráðherra fram fjárlaga-
frumvarp sitt, sem nú er rætt
af kappi um land allt.
Forsetakosningarnar báru þess ]
merki. að stjórnarflokkurinn erj
ekki ’lengur meirihlutaflokkur, |
því að nú fék'k verkamannaflokkj
urinn ekki nema helming forset-|
anna og varaforsetana sex, en
hefur haft fjóra áður. Langhelle
var endurkosinn stórþingsfor-
seti og hægriforinginn Alv Kjös
varaforseti, en óðalþingsforseti
var Per Borthen (miðflokkur-
inn) og Jakob Pettersen varafor
seti, og lögþingsforseti Nils Höns
vald og varaforseti Einar
Hareide (krl. flokkurinn). Þess-
ir sex „presidium“ þingsins
gegna forsetastörfúm til skipt-
is, en til þrautavara eru kosnir
þrír „varaforsetar". Einn þeirra
varð Magnhild Hagelia; er hún
fyrsta konan sem hlýtur tign-
ina í Noregi.
Samþykkt var tillaga kjör-
bréfanefndar um að taba allar
kosningar gildar nema í Vestur-
Ögðum, þar sem atkvæði jreynd-
ust talsvert fleiri en kjósenda-
nöfnin, sem merkt hafði verið
við á kjörskránni. Var samþykkt
að láta kosningu fara fram aftur
í þeim 4 hreppum (af 40 alls
í kjördæminu), sem misfellur
höfðu orðið í. En þingmenn kjör
dæmisins taka sæti á þingi eigi
að síður, enda ólíklegt að þessi
endurkosning breyti úrslitunum.
Ilásætisræðan.
Síðan var Stórþingið sett með
venjulegri viðhöfn á mánudag-
inn var. Konungur las hásætis-
r.æðuna og hefur hún ekki vak-
ið miklar umræður. Þar var end
urtekin utanríkisstefna stjórnar-
innar frá liðnum árum og því
heitið, að atómvopn skuli ekki
leyfð ’í Noregi. Þá var því heit-
ið að lögð yrði fyrir þingið grein-
argerð um sameiginlega mark-
aðinn og afstöðu Noregs til hans.
Má telja örugt að stjórnin leggi
til að sótt verði um hlutdeild,
því að þeir tveir ráðherrar, sem
mest koma við málið. utanríkis-
ráðherrann og verzlunarmálaráð
herrann, hafa látið ótvírætt í
ljósi, að Noregi sé óhjákvæmi-
legt að lenda innangarðs, en
verði hinsvegar að fá sérstaka
skilmála varðandi landbúnaðar-
og sjávarafurðir. Þetta mál verð-
ur áreiðanlega það mál, sem
rnest verður deilt um í Noregi
í vetur, en þegar er farið að ríf-
ast um ýmis atriði því viðvíkj-
andi. svo sem hvort bera skuli
málið undir þjóðaratkv., eins og
Röiseland foringi vsintriflokks-
ins hefur lagt til. Margir taka
munninn svo fullan að segja, að
þetta sé mkilsverðasta mál sem
komið hefur til þjóðarinnar
kasta síðan 1905, er konungs-
skiptin urðu við Svíþjóð, og má
því segja að þjóðaratkvæði
væri þarflegt. En hinsvegar er
á það að líta, að málið en- í eðli
sinu svo margþætt og flókið, að
ekki er hægt að ætlast til að al-
menningur geti myndað sér rök-
studda skoðun á því.
— 1 hásætisræðunni var boð-
að, að athuguð yrði þörfin á
nýjum verzlunarbanka, sem rík-
ið reki, sömuleiðis að lögð yrðu
fram frumvörp til nýrra vega-,
umferðar- og sérleyfislaga. Sér-
stök áherzla var lögð á, að hrað-
að yrði stækkun háskóla og æðri
skóla og að námsstyrkir yrðu
auknir. Ennfremur að hraðað
yrði framkvæmd laga um níu
ára barna- og unglingaskóla. en
59 fræðsluhéruð í landinu hafa
nú tekið upp það fræðslukerfi.
Lofað var að hraða vegalágn-
ingum og styrkja landbúnað og
fiskveiðar betur en nú. Og að
lokum vax lofað að hækka al-
mennan ellistyrk frá 1. apríl n.k.
og skipa nefnd til að gera tillög-
ur um eftirlaun handa öllum
þjóðfélagsborgurum.
Hæstu fjárlög Noregs.
Daginn eftir þingsetningu
steig fjármálaráðherrann, Petter
Jakob Bjerve í stólinn með fjár-
lagafrumvarpið „upp á vasann“.
Fylgdi hann því úr hlaði með
eftirtektarverðri aðvörunarræðu.
Hann dró ekki dul á, að velmeg-
un almennings skapaði ýmis
vandamál, sem ráða þyrfti bót
á. Vegna mikillar kaupgetu
flyttu Norðmenn inn meira af
ýmsum varningi en viðskiptajöfn
uðinum væri hollt. A þessu ári
mundi jöfnuðurinn verða óhag-
stæður um 1500 milljónir, og er
það meim en nokkurntíma áður.
Eitt ráðið til þess að lagfæra
þetta væri það, að draga úr út-
lánum bankanna, því að Þá
minnkaði hraðinn á verklegum
framkvæmdum, en hann væri
þegar nægur til þess að nýta
allt það vinnuafl, sem til er í
landinu, enda eru mjög fáir at-
vinnulausir nema þá part úr ár-
inu. Bjerve kvað stjórnina vilja
gera sitt í þessum málum, meðal
annars með því að gera þáð skil-
yrði fyrir opinberum fram-
kvæmdum, að þeim yrði frestað
sem lengst fram á næsta ár. —
Við verðum að draga úr við-
skiptahallanum, en til þess þarf
að halda innlendu eftirspurninni
niðri, og nota fjármagn þjóðar-
innar til þess að auka afköst út-
fiutningsframleiðslunnar.
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð
fyrir 7.305 miljón króna tekjum.
Af því eru 6.290 milljónir beinir
skattar, tollar, söluskattur og við
skiptagjöld og er söluskatturinn
dropadrýgstur, því að hann á að
gefa ríkinu 2.350 milljónir (í ár
2.100), en tekju- og eignaskattur
1500 milljónir (1400), tollar
500 (420), áfengisálagning 548
(492), tóbaksálagning 325 (310),
bifreiðagjöld 737 (607), — allt
í milljón kr. og svigatölurnar
upphæðin í núgildandi fjárlög-
um.
En þær 1015 milljón kr. tekj-
ur, sem vantar upp á heildar-
upphæðina, eru tekjur af eign
ríkisins í opinberum bönkum, at-
vinnurekstri ríkisins o. fl.
— Gjöld ríkisins eru áætluð
8.415 milljón krónur. Þar af her
varnakostnaður 1.286 milljónir,
atvinnurekstur ríkisins 869 millj.
(þar af 760 millj. til nýrra fram
kvæmda), f élagsmálaráðuney t-
ið fær 839 milljónir til umráða
(þar af 575 millj. til styrktar-
starfsemi) og kirkju- og kennslu
málaráðuneytið 784 milljónir.
Kaup- og verðlagsmálaráðuneyt
ið fær 771 milljón, og gengur
nær öll sú upphæð til niður-
greiðslna og framleiðsluuppbóta.
Hér hafa verið taldir stærstu
gjaldaliðirnir. Þeir hafa flestir,
hækkað lítið ,nema helst til
nýrra vega (61 milljón kr. hækk|
un) og til fræðslumála (einkum
vegna aukins kostnaðar við
æðri skóla). Um tekjuliðina er
það að segja, að þeir hafa yfir-
leitt hækkað, en þó ekki vegna
tollhækkana heldur vegna vænt
anlegs auka á umsetningunni. All
ir skattar haldast óbreyttir, en
afgjald á sterkum drykkjum hef-
ur verið hækkað á tvennan háttj
og nemur hækkunin alls 12,5%,
og gjald af innlendu öli hækkað]
um 20 aura á lítra. Þá hefur
benzíngjaldið verið hækkað um
6 aura á lítra, liklega vegna aukj
inna fjárframlaga til vega, en
þau eru ávallt talsvert lægri én
tekjur þær, sem ríkið fær af bifi
reiðum.
Reikningslega verður 1110
milljón króna halli á fjárlögun-
um, og á hann að jafnast með
lánum. En raunverulega gefur
frumvarpið tekjuafgang, því að
þár eru taldar til gjalda 643
milljónir, sem ganga til afborg-
unar á inn- og erlendum ríkis-
11
Svo
þægilegt
, Svo
hrein- fji;;;::
legt
/r ir t,y....f
W Svo
* endingar-
: gott
Vistieg hótel
FORMICA plötur gera öll herbergi á hótelum vistlegr! —
og þér getið valið úr 100 mismunandi litum, mynstrum og
fallegum litasamsetningum.
FORMICA er ódýrt þegar tillit er tekið tU endingar.
Það er endingarbetra en nokkuð annað efni af líkri gerð.
Það er helmingi ódýrara að halda FORMICA hreinu, því
að nægilegt er að strjúka yfir það með rökum klút, þá er
það aftur sem nýtt.
Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki
bjóða yður önnur efni í stað FORMICA,
þótt stælingin líti sæmilega út. — Ath.
að nafnið FORMICA er á hverri plötu.
G. Þorsteinsson & Johnson hf.
Grjótagötu 7 — Sími 24250
skuldum, og ennfremur 732
milljónir, sem ríkissjóður mun
lána þeim bönkum sem hann á.
Eru þetta samtals 1375 milljónir,
eða á þriðja hundrað milljónum
meira en hallanum nemur.
★
Lesandanum mun finnast nóg
vera komið af tölum í bili (þó
þær þyrftu eiginlega að vera
fleiri). Eg yfirgef því fjárlögin
og vík að þeim atburði, sem
hæst hefur borið síðustu dag-
ana:
Aldarafmæli Nansens.
Það er ekki um að viUast, að
Norðmenn telja Friðþjóf Nan-
sen mesta mann sem þjóðin hafi
alið. Og víðfrægari hefur hann
orðið en sjálfur Ölafur helgi.
Blöðin hafa flutt meira um hann
undanfarna daga en nokkur
maður kemst yfir að lesa og fær
ir menn keppast um að lýsa
skapgerð hans og afrekum og
brýna fyrir fól'ki að taka hann
sér til fyrirmyndar og gleyma
ekki afrekum hans. Minnispen-
ingur með mynd hans hefur ver-
ið gefinn út og er seldur um
land allt, Aschehaugs-forlagið
gefur út heildarútgáfu af ritum
hans í átta bindum og háskóla-
forlagið og Nansenssjóðurinn
tvö bindi með bréfum Nansens.
Og vitanlega hefur póststjórnin
gefið út Nansens-frimerki, og
var þó alveg nýbúin að gefa út
Hákonarhallar-frímerki.
A afmælisdaginn fylktu nem-
endur í Aars- og Voss Skole (þar
sem Nansen var nemandi) liði
og fóru að Fram-húsinu á Bygdö
og lögðu blóm við standmynd
Nansens, sem þar er. Þar héldu
ræður Ellef Ringnes aðalkonsúll,
sem er formaður Fram-nefndar-
innar, og Felix Schnyder, formað
ur flóttamannastofnunarinnar í
Geneve. Var þeirri athöfn lokið
um kl. 11, en 11,30 var athöfn
á „Polhögda“ við gröf Nansens
þar í garðinum og lagði konung
ur blóm á leiðið, en Erling
Christophersen prófessor hélt
ræðu. Kl. 13,30 hófst sjálf minn-
ingarathöfnin í hátíðasal háskól
ans, að viðstöddu úrvals fjöl.
menni. Þar var konungur og
krónprins, ríkisstjórnin, þing-
forsetar, sendimenn erlendra
ríkja og aðrir erlendir boðsgest*
ir, meðal þeirra Schnyder og
fleiri frá stofnuninni í Geneve
og Philip Nœl-Baker, vinur Nan
sens og samverkamaður. Þar
flutti Langhelle stórþingsforseti
ávarp, Olaf Holtedal fyrrv. pró.
fessor flutti fyrirlestur um vís-
indamenns'ku Nansens, en loks
flutti Jac. S. Worm-Múller að-
alræðuna og mæltist aðdáanlega.
Þá var konungur sæmdur
hinni nýstofnuðu Nansens-
medalíu, sem framvegis verður
heiðursmerki fyrir afreksverk,
unnin í Nansens anda. Konung-
ur þakkaði og kvaðst taka við
þessum heiðri fyrir hönd þjóð-
arinnar. — Fram-nefndin hafði
skömmu fyrir fundinn ákveðið
að veita Olav Holtedal „Fram.
verðlaunin" svonefndu og af-
henti Ruud háskólarektor þau,
en í þetta skipti voru þau veitt
tvenn, og fékk Odd Nansen
arkitekt önnur. Eru þessi verð-
laun 10 þús. krónur.
Klukkan 19,30 um kvöldið hélt
ríkisstjómin veizlu í Akershus.
Þar voru alls 129 gestir, en við
'háborðið, beggja vegna konungs,
norskir ráðherrar og forseti
hæstaréttar og sendiherrar ís.
lands, Italiu, Sovét-Rússlands,
Svíþjóðar og Finnlands. Ræður
héldu Halvard Lange, Felix
Schnyder og Odd Nansen, en
Einar Gerhardsen bauð gesti vel
komna og konungur þakkaði fyr
ir matinn.
— Um viða veröld hefur ald-
arafmælisins verið minnst, með
samkomum, útvarpserindum, í
kennslustundum skólanna og í
blöðunum. I Israel var sérstak-
lega vandað til minningarhátíð-
Samkeppni í söng.
„Aftenposten" efndi nýlega til
samkeppni meðal ungs söngfólks
Framhald á bls. 14.