Morgunblaðið - 01.11.1961, Page 12

Morgunblaðið - 01.11.1961, Page 12
12 MOR'GVNBL AÐIÐ Miðvikudagur 1. nóv. 1961 CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krip.íinsson. Ritstjórn: .\ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. ISLAND I MESTRI HÆTTU — Gerið svo vel að setjast til borðs með mér (tarantel press). Austur þýzkir lögreglumenn hafa um margra ára skeið staðið vörð við landamærln I Berlin voprraðir hríðskotabyssum. Vestur þýzka lögreglan hefur hins vegar gengið með kylfur og skammbyssur, þar til í síðustu viku. Nú hefur vestur þýzka lögreglan verið búin brezkum hríðskotabyssum og sjást þrír vopnaðir verðir vestan við Brandenburgar hliðið á myndinni. ¥Tm allan heim ríkir skelf- ing vegna ógnarspreng- inga Rússa og er það að von- um, því að hvarvetna mun helrykið ógna mannkyninu, þótt í mismunandi mæli sé. Það var auðvitað þungbært að þurfa að birta í Morgun- blaðinu í gær yfirlitskort það, sem sýnir helztu hættu- svæði næstu ára, en vísinda- menn virðast gera ráð fyrir að hættan sé meiri á íslandi en í nokkru öðru þjóðlandi veraldar. Má vera, að þessi tíðindi séu hin uggvænleg- ustu, sem íslenzkt blað hef- ur flutt lesendum sínum. Strontium 90 er sem kunn- ugt er hættulegast allra geislavirkra efna, sem mynd- ast við kjamorkusprenging- ar, vegna þess hve geisla- virknin hverfur hægt. Þann- ig er hinn svonefndi helm- ingunartími strontium 90 28 ár, þ.e.a.s. að 28 ár líða þar til helmingur geislavirkninn- ar hefur eyðzt. Á kortinu, sem Morgunblaðið birti, er sýnt, hvar gera megi ráð fyr- ir að hættan af strontium 90 verði mest. Sést þar að helztu hættusvæðin eru tal- in fjögur. Öll eru þau mest- megnis yfir úthöfum og snerta aðeins strendur landa, með þeirri einu undantekn- ingu að ísland er svo til allt talið vera á stærsta hættu- svæðinu. Þessi ógnartíðindi berast íslenzku þjóðinni til viðbót- ar við fregnir af neðansjáv- arsprengingunni við Novaya Semlya, sem gera má ráð fyrlr að eitri sjávargróður í Norður-íshafinu, en út- streymi úr því er aftur í námunda við íslandsstrend- ur. Það eru því sannarlega kaldar kveðjur, sem okkur berast nú úr austurvegi. En ef til vill er það hryggi legast, að hérlendis skuli til menn, sem vísvitandi styðja þessar ógnaraðgerðir og aðr- ir, sem skrifa upp á sið- ferðisvottorð fyrir Krúsjeff og styrkja hann í þeirri trú, að honum sé heimilt að fremja margfalt verri glæpa- verk en Stalin þeim, sem nú er úthrópaður. Honum muni samt verða fyrirgefið og gerðir hans lagðar að jöfnu við tilraunir frjálsra þjóða til nauðvarnar. HRAÐA VERÐUR VARÚÐARRÁÐ STÖFUNUM 17ið þessi hörmulegu tíðindi ^ verður það enn ljósara, að megináherzlu verður að leggja á að hraða öllum til- tækilegum varúðarráðstöfun- um hér á landi, vegna glæpa heimskommúnismans. Morg- unblaðið hefur áður skýrt frá því, að slíkar aðgerðir séu nú undirbúnar. í fyrsta lagi verður að stórauka geislamælingar, bæði í andrúmsloftinu, og jafnframt í matvælum, en samhliða ber að kanna til hlítar og kynna almenningi, hvernig verja megi manns- líkamann beinum geislunar- áhrifum. Hér er ekki lengur um að ræða mál, sem menn geti haft í flimtingum, held- ur hljóta stjórnarvöld að taka þau hinum föstustu tök- um þegar í stað. Framtíð þjóðarheildarinn- ar og sérstaklega barna og ungmenna getur verið í veði og einskis má láta ófreistað til að gætt verði allrar eirrar varúðar, sem í mann- legu valdi er. FINNUM ÓGNAÐ /Irðsending sú, sem Rússar " sendu Finnum, hefur valdið miklum ugg, ekki sízt á Norðurlöndum. Ekki er fullljóst, hvert efni orðsend- ingarinnar er, en fréttamenn telja, að Rússar muni fara fram á herstöðvar í Finn- landi. Með tilliti til þess að orð- sendingin kemur í kjölfar ógnarsprenginganna er ekki að furða, þótt mönnum finn- ist nú sem hætturnar fari ört vaxandi; ekki sízt þegar hliðsjón er höfð af fram- ferði nazista fyrir síðustu heimsstyrjöldina og hinum nána skyldleika baráttuað- ferða nazismans og heims- kommúnismans. Finnar hafa áður þurft að horfast í augu við mikinn vanda, vegna nábýlisins við hin austrænu ofríkisöfl og háð hetjulega baráttu fyrir frelsi sínu við aðdáun allra frjálsra manna. Þeir hafa ekki verið beygðir eða und- irokaðir með hótunum. Enda þótt aðstaða finnsku þjóðarinnar sé mjög erfið, landfræðilega og efnahags- lega, mun hún áreiðanlega reyna að standa gegn hót- unum hins volduga nábúa, og Krúsjeff hlýtur líka að gera sér grein fyrir því. Hins vegar er líklegt að hann muni telja heppilegt að reyna að styrkja landakröfur sín- ar í Berlín með því að falla jafnframt frá öðrum kröfum, t. d. til herstöðva í Finn- landi. Þetta er gamalkunn- ugt ráð frá Hitlerstímanum, en Moskvumenn mættu gjarn an hafa hugfast að nú eru menn reynslunni ríkari og pví ekki jafnfúsir til „Múnch ensamninga" og áður. LÍKIÐ í STROMPINUM ll/Iikið hefur að undanförnu verið rætt um Stromp- leik Laxness og þá ekki sízt það tiltæki að fela lík í strompinum til framdráttar þeim, sem eftir lifðu. Þótti ýmsum nokkuð langt seilzt til fanga eftir yrkisefni. En nú er saga annars líks eitt meginefni heimsblað- anna og umræðuefni manna á meðal, ekki síður hér á landi en annars staðar. Lík Stalins var sannar- lega notað af þeim sem eftir lifðu. Andlegir ættingjar böl valdsins mikla báru hann til grafar og gættu þess tryggi- lega að auglýsa, hverjir í fylkingu færu, svo að þjóð- irnar mættu vita hvar þeirra manna væri að leita, sem verðugir væru arftakar ein- valdans. Hver um sig fluttu menn þessir dýrðaróð um Stalin dauðann, til að tengja nafn hans sínu. Líkið skyldi til hins ítrasta notað í per- sónulegri baráttu fyrir ver- aldlegri meðferð. Þar kom þó að líkið í graf- hýsinu kallaði á vandamál, sem eru lærisveinunum þung í skauti og minna á óþæg- indin af frænkunni í stromp- inum. En lík Stalins varð að fjarlægja. Það varð þó ekki gert án þess að glæpaferill valdhafanna yrði rifjaður upp. Og enn er það gamli maðurinn, sem mest áhrif hefur á sálarlíf þeirra lítil- menna sem sitja á svikráðum við þjóðir sínar um allan heim. Iiík Stalins er arftök- um hans enn sú martröð sem skipulaginu fylgir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.