Morgunblaðið - 01.11.1961, Page 20

Morgunblaðið - 01.11.1961, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þögl aey 29 Skdldsaga vegar mesta skaðræði, þegar for- eldrar skipta sér af svona lög- uðu. Hinsvegar veit ég vel. að veslings Louise hefur gert það, sem hún taldi dóttur sinni fyrir beztu. Skárri er það nú veslingurinn! Frankie leit upp ögrandi og aug- un skutu neistum. Hún skildi aldrei ást föður þíns, af því að hann lét ekki eftir öll-m duttlungum hennar, sagði séra Filippus rólega. Hún lifði alltaf í augnablikinu og hugsaði aldrei til morgundags- ins. aÞð forðar manni kannske við þjáningum, e_n það gerir líka sálina fátækari. Ég get ekki ann- an en vorkennt Louise. Það er alveg óþarfi. Stúlkan herpti varirnar. Hún er fullkom- lega ánægð með Ted. Hún á tvö skemmtileg börn. Hún er rík og lifir einmitt því lífi- sem hún kýs sér helzt. Og samt þurfti hún að eyðileggja lífið fyrir mér. O. seisei! í fyrsta sinn sýndi séra Filippus af sér ofurlitla ó- þolinmæði. Það er ekki svo auð- gert að eyðileggja líf. André var gramur þegar hann kom frá Am- eríku og sagði mér, að þú værir trúlofuð einhverjum man«i þar — hann hafði ekki einu sinni hitt þig sjálfa, en mamma þín sýndi mynd af þér, þar sem þú varst Ijómandi glöð á svif -in. Það sagði hann mér sjálfur, en hann talaði ekkert um. að sitt líf væi'i eyðilagt... .hann tók til við læknisstarfið sitt og leggur sig allan fram við það. Hann tók vonbrigðunum eins og karlmað- ur og nú vinnur hann þrotlaust fyrir aðra. Og svo ætlar hann að giftast Simone Fauvaux, sagði hún dauf lega. Gamli presturinn kinkaði kolli. Já, ég á að lýsa með þeim í fyrsta sinn 29. júní. Hann elska. hana ekki! sagði Frankie og röddin var hás. Augu gamla prestsins voru allt í einu nístandi og miskunnar- laus. Þaö er ekki okkar að meta eða dæma það Hann er heiðar- legur maður og hefur gefið lof- orð sitt. Hann mundi aldrei fara að svíkja hana. Hann yrði alveg frá sér, ef hann gerði það. Hún sat á harða bakbeina stóln um grafkyrr og þögul og eins og hún hefði misst alla tilfinningu. Hún skildi, að gamli þresturinn var að ráða henni frá því að reyna að vinna ást Andrés svona á elleftu stundu. Regninu var nú stytt upp. jafn snögglega og það hafði skollið á og blikandi Ijós- geisli skein inn í fátæklega her- bergið, rétt eins og hann væri að gera gys að sorg hennar. Loks svaraði hún, blátt áfram: Ég veit. Það er þessvegna, að ég hef ekki sagt honum allt — um bréfin. Hann brosti til hennar, næst- um ástúðlega. Það mundi gera þrjár manneskjur óhamingju- samar. ef nú væri farið að róta upp í fortíðinni, en hversvegna sagðirðu mér ekki, hversvegna þú komst ekki heim þegar þú varðst tuttugu og eins árs og um leið myndug? Og þessi trúlofun ykkar hr. Mayne? Var það örm- ur uppfinning mömmu þinnar? Hún sagði honum, hversvegna hún hefði ekki komið heim fyrir tveim árum. Hún sagði honum líka frá Christopher Mayne. Þeg- ar hún hafði lokið sögunni, kom sorgarsvipur í augu hans. Veslings Louise! sagði hann. Mikið hefur hún á samvizkunni! Þú varst orðin uppkomin fyrir tveim árum og ekki lengur neitt barn. Hún hefði vel getað sagt honum- hvað þú hafðist að og látið svo ykkur um framhaldið.. Já, það var svívirðilegt. Hann hafði komið alla þessa leið, gagngert til að hitta mig. Ég er að reyna að hata hana ekki, en það er meira en rétt að segja það, að fyrirgefa annað eins og þetta. Gamli presturinn hristi höfuð- ið. Það er ótrúlega auðvelt að fyrirgefa. þegar maður veit hvað að baki liggur. Ég held ekki að tilgangur mömmu þinnar með þessu hafi verið eigingjarn, held- ur hafi hann fremur byggzt á misskilningi. Svo bætti hann við, þurrlega: En hvað sem öðru líð- ur, verðum við að yrirgefa. Góð- ur guð hefur svo margt að fyrir- gefa hverju okkar. Ég skal biðja fyrir henni. Frankie svaraði þreytulega. Ég verð líklega að gera slíkt hið sama. Gallinn á henni er sá, að hún verður aldrei fullorðin. Hún er hálffin.mtug. en samt meiri krakki en nokkurntíma ég.... Hún reis hægt úr sætinu og gamli maðurinn opnaði dyrnar fyrir henni, og hún dokaði við í dyrunum. Viltu líka biðja fyrir mér, faðir? Ég efast ekki um, að þú segir það satt, að ég á líka verk að vinna — en eins og er. finn&t mér bara ég vera svo inn- antóm.... það er rétt eins og morgundagurinn sé alveg þýð- ingarlaus fyrir mig, nú orðið! Hann snerti enni hennar og blessaði hana og rétt sem nöggv- a.st uppljómaðist gamla, hrukk- ótta andlitið af kærleika. Ég skal alltaf biðja fyrir þér, barnið mitt, að þú getir haldið áfram að lifa og elska. Kærleikurinn fer aldrei til ónýtis. jafnvel þótt hann hljóti ekkert endurgjald í þessu lífi. Það getur nú verið gott fyrir þig og hinar frómu systur, svar- aði hún vesældarlega. Þið gefið frá ykkur jarðneska ást og gæði lífsins af eigin frjálsum vilja. Ykkar kærleikur getur verið upphafinn, en fyrir mér er þessu öðruvísi varið: ég hef verið neydd til að færa mína fórn, — afsala mér öllu því, sem mér var kærast. Eru þá ekki öll þessi ár. sem ég hef elskað André og lifað fyrir þennan dag, þegar ég gæti komið heim — er ekki þetta altt til ónýtis? Nei, alls ekki. Hann hristi höf- uðið eins og hann væri að tala við elskulegan en heimskan krakka. Ertu hætt að elska hann, af því að þetta fór allt út um þúfur og hann ætlar að fara að giftast annarri? Þú getur sannað ást þína með því að valda ekki meiri þjáningum. Heldur ættirðu að fara burt en gera það. Hún horfði á hann með hryggð arsvip. Fara burt? Yfirgefa André og heimili mitt, þar sem ég er fædd? Auðvitað. Séra Filuppus sagði þetta lágt og eins og við sjálfan sig. Það eitt geturðu gert. ef ekki á að verða úr þessu sorgarleikur með hryggilegum endi. Þú hefur nóg hugrekki, barnið mitt, og þú getur enn látið líf þitt bera ár- angur af því að þú skilur bæði ástina og starfið þitt. Og þó einkum vegna þess að þú elskar guð. Engar þjáningar þínar verða árangurslausar, get ég full vissað þig um. Biddu þá guð um að gefa mér kjark til að fara bráðum héðan! hvíslaði hún og gekk. eins og blindandi út um dyrnar og að bílnum sínum. En þegar hún ók hægt eftir. strandveginum, fann hún loks einhvern óegjanlegan frið hið innra með sér — af því að hún hafði tekið ákvörðun sína. XIV. Simone kom hljóðlausum skref um upp þrepin og yfir svalirnar í Laurier og gekk inn í salinn, án þess að berja að dyrum. Hún læðist eins og köttur, hugsaði Frankie — eins og kött- ur, sem á hér heima.... og það getur nú líka orðið. þegar André er orðinn eigandi að Laurier. Hver veit nema hún fái hann til að setjast hér að. Henni þætti víst ekki mikið að því að vera „hallarfrú" í Laurier. Frankie lá á legubekk og var að lesa. Simone gekk beint að skápnum, þar sem hún geymdi nú saumana sína að staðaldri, og þóttist verða hissa á að finna hina heima við. * * * GEISLI GEIMFARI .— Geisli, við höfum handtekið ungfrú Prillwitz! Hvar eru Ardala o£ Maddi? — Þau komust undan í geimskipi mínu númer 245. Sendið flugsveit til að ná þeim strax. Og sendir svo skip hingað til Föbe til að sækja okkur 3ur Eveht as eucK rap/os h/s msssass, /LLEK /CANE AHP AEPALA ST/CEA/C uy/CTJ 'S SfíACÆ.. En á meðan Geisli sendir skilaboð sín, þjóta Ardala og Maddi hratt um geiminn. Ó..! Ég hélt þú værir ekkl heima. Frankie! Þú ert næstum alltaf úti seinnipartinn — þó ég skilji nú aldrei, hvernig þú get- ur gengið um í svona hita. Hún gaf frá sér ofurlítinn hlátur og dró fram tedúkinn, sem hún var að sauma í, út úr skápnum. Ónáða ég þig nokkuð, ef ég sit þarna við gluggan og þegi eins og mús? spurði hún mjúklega. Nei. vitanlega ekki. Það er fallega gert af þér að gera allan þennan útsaum fyrir Laurier. Frankie svaraði dálítið sneggra en hún hefði viljað. Eftir hálfan mánuð yrði lýst með þeim André, og eftir sex vikur stæði brúðkaup þeirra. Frankie átti bágt með at horfa á þessa stúlku, sem öll þessi gæfa átti að falla í skaut. Þá stund sem Simone var laus við þorpið og arnaraugu greifafrúarinnar, hafði hún eins og lifnað við, ekki sízt þegar hún talaði við kvikmyndafólkið. en samt talaði hún nú alltaf með þessari sömu, lágu, auðmjúku rödd og var alltaf með þetta friðsæla Maríuandlit þegar hún laut fram yfir saumana sína. Hún var — að minnsta kosti á ytra borðinu — ákjósanlegasta lagskona; fámál, róleg og iðin. Hún var rétt eins og persóna úr Bronté-skáldsögu og alls ekki frá tuttugustu öldinni. Og þó.... það var þessi ljómi. sem kom I augun á henni, hvenær sem hún sá falleg föt, og hvenær sem minnzt var á peninga. Hún hefur mikinn áhuga á peningum — auð æfum — hugsaði Frankie, og ekki í fyrsta sinn, og hún fór að gera sér hugmynd um. hvern- ig henni mundi verða við, þegar hún kæmist að því, hve óbreyttu lífi André Ifði, þrátt fyrir alla tignina og völdin þarna á eynni, þar eð hve afgangsaur mundi ganga til sjúkrahússins og ráða- gerða hans. eyjarbúum til fram- fara og bóta. Hún bætti við, letilega: Og ég geng aldrei. Annað hvort er ég ríðandi eða þá nota ég bílinn. Það ert þú, sem ert svo dugleg, Simone — að ganga löngu braut- ina hingað í þessum steikjandi hita. Ég var annars búin að segja þér að hringja bara og þá gæti Joseph sótt þig hvenær sem væri. sflíltvarpið Miðvikudagur 1. nóvember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ósk« ar J. Þorláksson. — 8:05 Morgun leikfimi: Valdimar Örnólfsson stjórnar og Magnús Pétursson leikur undir, — 8:15 Tónleikar, — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik- ar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar), 13:00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, »» Tónleikar — 16:00 Veðurfr, — Tónleikar — V7:00 Fréttir). 17:40 Framburðarkennsla 1 dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leið til Akra“ eftir Aimée Sommer* felt; IV. (Sigurlaug Björnsdótt* ir). 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrétt* ir — Tónleikair. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Bill Snyder leikur dægurlög á píanó. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eiríks saga rauða; I. (Dr. Kristján Eld* járn þjóðminjavörður), b) Þjóðleikhúskórinn syngur inn lend lög; dr. Hallgrímur Helga son stjórnar. c) Alexander Einarsson rifjar upp gamlar sagnir úr ísa« fjarðardjúpi. d) Úr þjóðsögum Jóns Árnason ar! I. (Jóhannes úr Kötlum). 21:45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene* diktsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Draumleir" saga eftir William Lindsay Gresham; fyrri hluti (Þórarinn Guðnason læknir þýðir og les). 22:35 Um náttmálabil: Tónleikar Sin« fóníuhljómsveitar íslands í Há* skólabíói 26. okt. Stjórnandi: Jindrich Rohan. a) „Myndir frá Ungverjalandi** eftir Béla Bartók. b) Sinfónískt skerzó eftir Svatop luk Havelka. c) „Eldfuglinn“, »víta eftir Igor Stravinsky. d) „Frá skógum Bæheims og sveitum“ eftir Smetana. e) Forleikirnir op. 97 eftir Lizt, 23:50 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.